Alþýðublaðið - 25.11.1988, Qupperneq 8
Föstudagur 25. nóvember 1988
Ásmundur Stefánsson í ræöustóli eftir ad
hafa verió einróma endurkjörinn forseti ASI
Hinir nýkjörnu forsetar ASÍ til næstu fjögurra ára. A-Myndir/G.T.K
Vilborg Þorsteinsdóttir frá Vestmannaeyjum var i framboði til 2.
varaforseta, en beið lægri hlut fyrir Erni Friðrikssyni.
Ásmundur Stefánsson fagnar
nýjum varaforseta.
r
Þing Alþýðusambands Islands
ATTA NYIR I MIOSTJORN
Átta nýir fulltrúar voru
ttjörnir í miðstjórn Alþýöu-
sambands íslands á þingi
ASÍ. Varaforsetar voru kjörnir
Ragna Bergmann og Örn
Friöriksson og forseti Ás-
mundur Stefánsson, en ekk-
ert mótframboð kom gegn
honum.
Á þingi Alþýðusambands-
ins i fyrradag var gengið til
kosninga um forseta og vara-
forseta ASÍ. Ásmundur Stef-
ánsson forseti sambandsins
hafði ekki viljað gefa ákveðið
svar um hvort hann gæfi kost
á sér í embættið áfram. Þótti
sumum þingfulltrúum sem
þessi dráttur skapaði óþarfa
spennu og óvissu. Ásmundur
gaf þó kost á sér og var kjör-
inn einróma.
Ljóst var fyrir þingið að
hvorugur varaforsetinn, Björn
Þórhallsson og Guðríður
Elíasdóttir myndu gefa kost á
sér til áframhaldandi starfa.
Voru ýmsir nefndir sem
þeirra arftakar. Má þar nefna
Þóru Hjaltadóttur formann
Alþýðusambands Norður-
lands, Karl Steinar Guðnason
formann Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, Vil-
borgu Þorsteinsdóttur for-
mann Verkakvennafélagsins
Snótar í Vestmannaeyjum og
.Rögnu Bergmann formann
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar. Mál manna var, að
Ásmundur hefði ekki áhuga á
að fá Þóru með sér sem vara-
forseta og hætti hún við aö
gefa kost á sér og það sama
hafði reyndar Karl Steinar
gert opinberlega strax í upp-
hafi þings. Ragna var síðan
kjörinn 1. varaforseti og kosið
var á milli Vilborgar og Arnar
Friðrikssonar formanns
Málm- og skipasmiða í
embætti 2. varaforseta. Svo
fór að lokum að Örn hafði
betur.
Aðalmenn í miðstjórn ASÍ
voru kjörnir: Grétar Þorsteins-
son formaður Trésmíðafélags
Reykjavíkur, Kristin Hjálmars-
dóttir formaður löju Akureyri,
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambandsins, Þór-
unn Sveinbjörnsdóttir for-
maður Sóknar, Hansína Stef-
ánsdóttir Verslunarmannafé-
lagi Árnessýslu, Magnús
Geirsson formaður Rafiðnað-
arsambandsins, Guðmundur
Þ. Jónssqp formaður Iðju
Reykjavík, Jón A. Eggertsson
formaður Verkalýðsfélags
Borgarness, Þóra Hjaltadóttir,
Guðmundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannafélags
Reykjavíkur, Halldór Björns-
son varaformaður Dagsbrún-
ar, Guöríður Elíasdóttir for-
maöur Framtíðarinnar, Sigur-
laug Sveinbjörnsdóttir Versl-
unarmannafélagi Reykjavíkur,
Hrafnkell A. Jónsson formað-
urÁrvakurs, Karvel Pálmason
Verkalýðsfélagi Bolungarvík-
ur, Þórður Ólafsson Boðan-
um, Siguröur Óskarsson
Rangæingi, Birna Þórðardótt-
ir Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Sigurður Guð-
mundsson Félagi starfsfólks
í veitingahúsum, Sigurður T.
Sigurðsson formaður Hlífar
og Leó Kolbeinsson Borgar-
nesi.
í gær var fjallað um skipu-
lagsmál á þinginu. Samþykkt
var ályktun frá skipulags-
nefnd, þar sem ASÍ lýsir full-
kominni óánægju með vinnu-
brögð Múrarafélags Reykja-
víkur í garð Félags bygging-
ariðnaðarmanna í Hafnarfirði
og um leið heildarsamtak-
anna. Um sé að ræða deilu
við félag sem kosið hefur um
alllangt skeið að hasla sér
völl utan skipulags ASÍ.
Skipulagsnefndin telur óhjá-
kvæmilegt að miðstjórn ASÍ
leiti leiða til lausnar i málinú
og að niðurstaða liggi fyrir í
síðasta lagi í ágústlok. Takist
ekki að leysa deiluna innan
þess tíma taki lagabreyting
Félags byggingarmanna frá 3.
des. 1986 um skilgreiningu á
félagssvæði félagsins gildi
frá og með 1. sept. 1989.