Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 30. nóvember 1988 unmtMiii Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm og Sólveig Olafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. GLEYMUM SÆRINGUM GÆRDAGSINS oamvinna og samfærsla félagshyggjuflokkanna hefur fengið á sig nýja og skýrari mynd að undanförnu. Ekki síst ber að hafa í huga hið táknræna gildi sem gagnkvæmar heimsóknir formanna Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á flokksþingin fyrir skömmu. Stjórnarsamstarfið er að sjálfsögðu einnig mikilvægur grundvöllur fyrir áframhald- andi samstarf félagshyggjuflokkanna og jafnvel samein- ingu. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og með réttu má segja, að hið gæfulausa samstarf Alþýðuflokks og Framsóknarflokks við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkis- stjórn hafi verið upphafið að sögulegum sáttum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, sem reyndar hafa löngum verið sagöir eiga sameiginlega Ijósmóður, Jónas Jónas- son frá Hriflu. En hvorki menn né stjórnmálaöfl geta lifað á sögunni einni. Stjórnmál eru stjórntæki til lausnar á vanda nútímans; vilji og þróttur til átaka hér og nú í því þjóðfélagi sem við lifum í. Síðasta ríkisstjórn opinberaði illilega hve vanfær Sjálfstæðisflokkurinn var að takast á við verkefni líðandi stundar; hve illa skipulagður flokkur- inn er, ánetjaður hagsmunagæslu og hve forysta hans er veik. Flokkur sem ekki megnar að horfast í augu við verk- efni líðandi stundar er að sjálfsögðu ekki fær að stunda pólitík sem skilar árangri. Hann verður í mesta lagi aumt varnarbandalag um hagsmuni eða rykfallin minning um liðna stórveldistíma. Flokkur sem nærist einvörðungu á fortíðinni getur aldrei höfðað til samtíðarinnar. Þessaeinföldu röksemdafærslu hafa félagshyggjuflokk- arnir skiliö æ betur. En þaðerekki nóg að talaum hugsan- lega sameiningu A-flokkana sem pólitíska nauðsyn en horfasíóan í bakspeglinn, rifja upp átök þessaraflokkaog ágreining og láta frekari samstarf stranda á minningunni ( um misklíðina. Það er ekki nóg að foringjar Alþýóuflokks og Framsóknarflokks heimsæki flokksþing hvors annars ef minningin um fornt hatur verður nútímanum æðri. Pólitíkeraðfást viðdaginn í dag. Biturreynslahefurkennt félagshyggjuflokknum að sundraðir falla þeir en samein- aðir standa þeir. Ríkisstjórnarflokkarnir veróa að horfa víðaren til hvers annars. Kvennalistinn er nístandi áminn- ing til stjórnarflokkana um misheppnaða kvennapólitík í röðum félagshyggjuflokkanna. Þangað verður einnig að byggja brýr og taka upp náið samstarf í framtíðinni. Áherslur Kvennalistans í jafnréttismálum, umhverfismál- um og félagsmálum eru sjálfgefnir stefnuþættir í hverjum félagshyggjuflokki nútímans. Verkalýðshreyfingin verður æ meira utanveltu í flokkakerfinu og hefurnáð illaað stilla strengi sína við þá flokka sem helst berjast fyrir kjörum alþýðunnar. Ekki síst þess vegna er afar mikilvægt fyrir félagshyggjuflokkana að mynda sterkt samband við verkalýðshreyfinguna. Sameining félagshyggjuflokkanna gerði þessa leið greiðfærari og gæti orðið upphafið af sterkri alþýðufylkingu sem héldi hægri öflunum fjötruð- um og tryggði kjörin í landinu. f ramundan eru krepputímar. Hinni miklu neysluveislu frjálshyggjunnar er lokið. Pólitíkin í dag er að fást við þau verkefni sem við blasaen ekki að mynda pólitík úr rykfölln- um sögubókum fortíðarinnar. Stjórnmálabarátta dagsins í dag er að tryggja alþýðu landsins vinnu og mannsæm- andi kjör þegar harðna tekur í ári. Til að það takist þurfa stjórnarflokkarnir og önnur félagshyggjuöfI að vinna sam- an. Gleyma særingarþulum gærdagsins og mynda sam- stöðu nútímans, þar sem lýðræði, opið þjóðfélag og jöfn- uður mynda hornsteinana. ÖNNURSJÓNARMIÐ Sverrir Hermannsson er nu farinn að skrifa ádrepur í dagblöö i dönskum Kannsellistíl. LEIÐARAHÖFUNDUR Timans gefur Ólafi ísleifssyni fyrrum efnahagsráðgjafa for- sætisráóherra ekki góða einkunn fyrir grein sem Ólaf- ur birti í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Höfundur forystu- greinar Tímans finnur Ólafi það helst til foráttu, að hann sé bæði fordómafuliur og þröngsýnn, þar eða hann álíti að efnahagsstefna núverandi ríkisstjömar dragi dám af kommúnistaríkjum A-Evrópu. Timinn skrifar: „Ekki verður með sanni sagt að höfundur sá, sem rit- ar hagfræðidálk Morgun- blaðsins sl. sunnudag, beri með sér einkenni menntunar og fordómaleysis um þjóðfé- lagsmál og „mannlifs- strauma“. Þvert á móti opin- berar hann sig sem fulltrúa þeirra staglfræði, sem margir íslenskir viðskiptafræðingar láta ala upp í sér um þessar mundir. Er augljóst af Morg- unblaösgrein Ólafs ísleifs- sonar, að hann er lítt fær um að rita um þjóöfélagsmál eins og upplýstum höfundi sæmir. Hins vegar er hann liðtækur i að búa til pistla í þeim heimdellingastil, sem einkennist af þröngsýnni inn- rætingu, en á lítið skylt við frjálsa fræöimennsku og vís- indahugsun. Inntakið í grein Ólafs ís- leifssonar, sem reyndar er sérlegur efnahagsráðgjafi Þorsteins Pálssonar, er að koma þeim vitlega boðskap á framfæri að núverandi ríkis- stjórn hafi tekið upp efna- hags- og fjármálastefnu, sem tiðkuð sé í kommúnistaríkj- um Austur-Evrópu, — hvorki meira né minna! Þessi grein- arhöfundur Morgunblaðsins lætur m.a. hafa þaö eftir sér,- að það sé stefna Steingrims Hermannssonar að hér skuli ríkja „forneskja" i efnahags- stjórn og pólitiskri hug- myndafræði. Eftir þessu er öll greinin." Og síðar í forystugreininni fylgir smáheilræði til ritstjóra Morgunblaðsins: „Varla hafa ritstjórar Morg- unblaðsins ætlast til þess að dálkahöfundur i blaði þeirra tæki upp á því að fjalla um þjóðfélagsmál á allra lægsta plani. Ritstjórarnir vita það eins og allri skynsamir menn, að efnahagsstefna og almenn stjórnmála stefna nú- verandi rikisstjórnar á ekkert sammerkt með austantjalds- pólitik. Ef Morgunblaðið ætl- ar að fara að efna til umræðu um íslensk stjórnmál á grundvelli slíkra öfga, þá er augljóst aö umræöan verður út og suður. Það eru takmörk fyrir því hvað menn geta látið út úr sér af pólitiskri vitleysu. í vestrænum lýðræðislönd- um greinir menn auðvitað á um hagfræðileg efni. Þar gera menn sér m.a. grein fyr- ir að hagfræðikenningar eru ekki óháðar stjórnmálaskoð- unum, heldur tengjast þeim að meira eða minna leyti. Al- gild, visindaleg hagstjórnar- kenning hefur ekki verið fundin upp ennþá og verður aldrei, eðli málsins sam- kvæmt, frekar en algildar þjóðfélags- og stjórnmála- skoðanir yfirleitt. Þau sann- indi eiga við um öll þjóðfé- lög, ekki síst vestræn lýð- ræöisþjóöfélög, sem ísland er hluti af. Morgunblaðið ætti að vara sig á rithöfundum á borð við Óiaf ísleifsson efnahagsráð- gjafa Þorsteins Pálssonar." SVERRIR Hermannsson fyrrum ráöherra og núverandi bankastjóri Landsbankans birtir sérkennilega grein í Tímanum í gær. Greinin er eins konar opiö bréf í kansellístíl (ný hliö á Sverri) til Arnmundar Bachmanns lögmanns en hann var trún- aöarmaður Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra viö lausn hins svonefnda Sturlumáls. Sverrir sem er ekki par ánægöur meó þann dóm sem sagan gefur honum sem menntamálaráðherra fyrst Sturla fékk uppreisn æru, bregöur sér í ýmis líki í bréf- inu. Lesum fyrst þessi sjónar- mið bankastjórans: „Mér er alveg sérstaklega mikið niðri fyrir að fá útlistun yðar á lokadómi yðar, þar sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, gefur eftirfarandi yfirlýsingar í Morgunblaðinu s.l. laugar- dag: „Ráðuneytið hefur strik- að yfir þennan kafla í sögu sinni meö þessari niöur- stööu“, þ.e. niðurstöðu yðar, herra hæstaréttarlögmaður, sem vafalaust er byggð á grunnmótaðri lögspeki yðar og réttdæmi. Það vill nefnilega svo til að undirritaður var aðalhöfundur aö þessum kafla i sögu menntamálaráðuneytisins. í honum er að finna eitthvað af starfsæru hans og því miður ýmissa helstu starfsmanna menntamálaráðuneytisins. Einhver myndi nú segja að min vegna sæi ekki á svörtu. En Svavar Gestsson er raun- ar af þvi húsi, þar sem alsiða er að færa sögulegar stað- reyndir út og inn úr mann- kynssögunni eftir „smag og behag“. (Að ég sletti dönsku er til virðingar- og áherslu- auka). Þegar Sovét island, óskalandið kemur, er aldrei að vita hvernig íslandssagan muni líta út. Ef armur Ó. Grímssonar í Alþýðubanda- laginu verður ofan á er hætt við að lítið muni fara fyrir sögu Svavars. Nema maður- inn verði strikaður út með öllu!“ Og síðar segir: „O. Grímsson segir á öðr- um staö i viötalinu við Mbl. að fræöslustjóramálið hafi verið svo persónulegt, og pólitiska moldviðrið, sem Al- þýðubandalagið þyrlaði upp, svo villugjarnt, að nauðsyn hafi borið til að taka það af Hæstarétti og fá yöur i hend- ur. Til lukku, hávelborni herra lögmaöur! Annars vaknar spurningin hvort hér er ekki góður leki á ferðinni, sem þér þurfið ekki að setja undir. Gætu ekki brennivínskaupin í Hæstarétti orðið hápersónu- leg og að fjármálaráðherra vildi ekki af þeim sökum taka við „agavaldi“ i því úr hönd- um dómstóla og fá yður í staöinn málið í hendur? Þá yrði nú glatt i Hæsta- rétti! I samræmi við dóm yð- ar i fræðslustjóramálinu mynduð þér senda dómaran- um dobbelt það brennivíns- magn sem hann var búinn aö verða sér úti um. Að þvi búnu myndi fjármálaráðherra kosta dómarann í tvö ár á heilsu- hæli erlendis á fullu kaupi, auk þess sem þér mynduð taka fram til öryggis að hann héldi kjörgengi til embættis forseta lýðveldisins ásamt smærri embættunum." Og fjölmiölafólkið fær einnig sitt hjá Sverri, eóa réttara sagt Atli Rúnar á útvarpinu: „Ég vona að þér sjáið yöur fært að svara mér fljótt og vel, svo ég komist hjá frekara umstangi. Rétt er að mál þetta fari sem mest af hljóði, þvi annars er ekki að vita nema fjölmiðlafólk hrökkvi upp af værum blundi. Þá verður fjandinn laus. Það er ekki gustuk að vera að stugga við fréttamönnum, síst hinum hlutlausu, því Atli Rúnar t.d. á Útvarpinu mun hafa oftekið sig i fyrra á þrot- lausri vinnu í þágu réttlætis- ins og hlutleysisins, vikum saman, nætur og daga, í máli þessu. Á hinn bóginn má auðvitað segja að þá sé til skammar að hinn nýi háyfir- dómur yðar skuli ekki vekja meiri athygli á þeim bæjum, en raun ber vitni. Allravirðingarfyllst, Sverrir Hermannsson fyrrverandi menntamálaráð- herra.“ Nú er bara spurning hvort Arnmundur Bachmann svari fyrir sig í opnu bréfi á fornís- lensku? Einn með kaffínu Siggi við nágrannann: „Gengur ísskápurinn hjá þér?“ Nágranninn: „Já.“ Siggi: „Það hlaut að vera. Góði segðu honum að hætta að troða á blómabeðunum mínum!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.