Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 8
MOUILMII Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ENN-ARNO SILLARI AÐALRITARIEISTNESKA KOMMÚNISTAFLOKKSINS í TALLINN: SEGI AF MÉR EF NIOSKVA BEITIR OKKUR FORRÆÐI Telur að perestrojkan sé óafturkrœf og að ekkert fái stöðvað umbótastefnuna í Eistlandi Enn-Arno Sillari á skrifstofu sinni i Tallinn: „Eistland undirbýr sig undir að verða fullvalda þjóð og sjálfstæð og óháð í efnahagslegu tilliti. Aukin miðstýring frá Moskvu myndi binda end0 á þann draum.“ A-mynd/IM Eistlendingar meö kröfuspjöld fyrir framan þinghöllina í Tallinn hinn öriagarika dag 16. nóvember sl. þegar þjóðþingið samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta aö hafna breytingartillögum Gorbatsjovs á stjórn- arskrá Sovétríkjanna og samþykkti ennfremur veigamiklar breytingar á stjórnarskrá Eistlands. A-mynd/IM Enn-Arno Sillari er aóalrit- ari kommúnistaflokksins í Tallinn, höfuðborgar Eist- lands. Alþýðublaðið hitti hann fyrr í mánuðinum í aðal- bækistöðvum kommúnsita- flokksins í Tallinn. Kommúnistaflokkur Eist- lands hefur vakið heims- athygli fyrir að styðja kröfur almennings í Eistlandi og Þjóðfylkingarinnar um aukið sjálfstæði landsins í innri málum og gengið mun lengra í að hagnýta sér umbóta- stefnu Gorbatsjovs — pere- strojkuna — í frjálsræöis- og lýöræðisátt en kommúnista- flokkarnir í öðrum lýðveldum Sovétríkjanna. SKILNINGUR ADALATRIÐIÐ — Hver telur þú aö við- brögð Æðsta ráðsins i Moskvu verði við kröfum Eistlands um aukið sjálfræði i i.nnri málum? „Ég er bjartsýnn. Eistland er eitt af lýðveldum Sovétríkj- anna. Og reynslan sýnir að álit lýðveldanna er tekið til greina i Æðsta ráðinu. Auð- vitað væri það barnaskaþur að ætla, að allt sem var rætt og samþykkt á þjóðþingi Eistlands þ. 16. nóvember sl. yrði samþykkt í Æðsta ráðinu f Moskvu. Ég er bjartsýnn vegna þess að miðstjórn kommúnistaflokksins f Moskvu hefur rætt hugsan- legar breytingar á stjórnar- skránni og lagt á það áherslu að tekið yrði tillit til þeirra athugasemda sem kynnu að koma frá þjóðþingum lýð- velda Sovétríkjanna, þar á meðal frá Eistlandi. Eistland hefur mikla sér- stöðu og er að öllu leyti öðruvísi en hin lýðveldi Sovétrfkjanna. Vandinn snýst um kröfur lýðvelda að vera fullvalda. Það er ekki æski- legt að Moskva troði á rétti lýðvetda. Og það er sjálfgefið að kosningakerfinu verði breytt í Eistlandi og að fólkið í landinu komi fram með til- lögur um nýtt kosninga- kerfi.“ — Þarf Eistland ekki stuðning fjögurra eða fimm lýðvelda í Sovétrikjunum svo að Æðsta ráðið hlusti á kröf- ur þeirra? „Hvert lýðveldi verður að ákveða sín eigin málefni. Eistland hefur ekki hug á að taka ákvarðanir fyrir önnur lýðveldi og ætlast ekki til þess að önnur lýðveldi bregð- ist á sérstakan hátt við tillög- um Eistlands til Æðsta ráðs- ins í Moskvu. Vandinn felst ekki f stuðningi heldur skiln- ingi á hugmyndum og tillög- um Eistlands." — Hvert er samband kommúnistaflokksins í Eist- landi og Þjóðfylkingarinnar? „Ég myndi segja að sam- band þeirra sé eðlilegt milli flokks og hreyfingar sem hafa forystu í málefnum þjóð- ar. Fólkið sem safnaðist sam- an fyrir framan þinghöllina þ. 16. nóvember sl. þegar þing Eistlands hafnaði breytinga- tillögum Gorbatsjovs, bar skilti og kröfuspjöld þar sem meðal annars voru á ritaðar stuðningsyfirlýsingar við kommúnistaflokkinn í Eist- landi og helstu leiðtoga hans. í huga alþýðunnar og fjöldahreyfingarinnar í Eist- landi vinnur flokkurinn og Þjóðfylkingin að sömu mark- miðum.“ AUKIN MIÐSTÝRING BINDI ENDA Á LÝÐRÆÐISÞRÓUNINA — Á sama tima og um- bótastefna Gorbatsjovs Sovétleiðtoga — perestrojk- an — boðar aukið lýðræöi og valddreifingu, eru breytinga- tillögur hans á stjórnar- skránni túlkaðar sem skerð- ing lýðræðis og aukin mið- stýring frá Moskvu. Er ekki þversögn þarna á ferðinni? „Þegar við lásum uppkast- ið að breytingartillögum Gorbatsjovs leið okkur nákvæmlega þannig; okkur fannst um þversögn að ræða. Ég trúi hins vegar á orð Vikt- or Chebrikovs, (formaður stjórnmálaráðs kommúnista- flokksins í Sovétríkjunum, fyrrum yfirmaður KGB og ná- inn samstarfsmaður Gorbat- sjovs) sem hingað kom fyrir nokkrum dögum til að út- skýra hugmyndir Gorbat- sjovs, að þeir menn sem skrifuðu uppkastið að breyt- ingatillögunum við stjórnar- skránna hefðu alls ekki haft það að sjónarmiði að auka miðstýringuna frá Moskvu. Ef við höfum í huga sam- þykktir 19. flokksþingsins í sumar, þá kemur það fram í ályktunum þingsins að minnka beri miðstýringu og auka valddreifingu í flokkn- um og í valdakerfi Sovétrikj- anna. Og þetta er afar mikil- væg ályktun fyrir Eistland sem nú undirbýr sig að verða fullvalda þjóð og sjálfstæð og óháð í efnahagslegu tilliti. Aukin miðstýring myndi binda enda á þann draum." — Ef miðstýring á sér stað engu að síður? „Þá munum við bregðast mjög harkalega við því. Ég finn það á hug alþýðunnar i landinu að aukin miðstýring frá Moskvu myndi kalla á geysilega sterk viðbrögð." BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI — Þú og flestallir þing- menn Eistlands hafið sam- þykkt breytingar á einstökum greinum stjórnarskrár lands- ins sem gerir hana i mörgum ákvæðum æðri stjórnarskrá Sovétríkjanna? Sallari hlær: „Eistlendingar eru mjög yfirveguð og æðru- laus þjóð. Þeir eru einnig raunsæir, og þótt einstaka breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskrá Eistlands, hef ég enn ekki séð nein merki þess að stjórnarskrá landsins hafi verið gerð æðri stjórnarskrá Sovétríkjanna eða að stjórn Eistlands telji sig yfir mið- stjórn sovéska kommúnista- flokksins hafin. Við höfum breytt 74. grein stjórnarskrá Eistlands á þann veg, að í vissum tilfellum geta yfirvöld landsins hafnað eða frestað framkvæmd á ýmsum lögum sem samþykkt eru í Sovétríkj- unum og Æðsta ráð Eist- lands er ósátt við. Lög sem samþykkt eru í Æðsta ráði Sovétríkjanna verða að lögum í Eistlandi eftir að Æðsta ráð- ið í Eistlandi hefur fjallað um þau og samþykkt þau. Æðsta ráðið í Eistlandi getur nú neitað að samþykkja lög frá Moskvu, ef þau lög ganga í berhögg við stjórnarskrá eða lög Eistlands. Ennfremur höf- um við gert breytingar á 4. grein laga Eistlands, þar sem nú er kveðið á um, að landið, jarðefpi þess, skógar og aðrar náttúruauölindir skuli vera ótviræð eign lýð- veldisins. í stjórnarskrá Sovétríkjanna er hins vegar kveðið á um að land, jarðefni, vatn og skógar lýðveldanna séu eign allrar sovésku þjóð- arinnar en ekki einstakra lýð- velda.“ PERESTROJKAN MISMUNANDI EFTIR LÝDVELDUM — Þama stangast á stjórnarskrá Eistlands og stjórnarskrá Sovétríkjanna. Munu ráðamenn í Moskvu ekki bregðast hart við þess- um breytingum sem þið hafið gert á stjórnarskrá ykkar? Hafið þið ekki farið einfald- lega of hratt í sakirnar? „Ef þetta væri perestrojka númer tvö, þá gæti ég talað af reynslu. En það get ég ekki, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við upplifum um- bótastefnu í anda pere- strojku. Fjölmargir í öðrum lýðveldum Sovétríkjanna spyrja mig: Hvað er aö gerast i Eistlandi og í hinum Eystra- saltslöndunum? Og ég svara einfaldlega: Perestrojka! Ég er sannfærður um, að pere- strojkan getur ekki verið eins i öllum lýðveldum vegna mis- munandi sögu, menningu og stjórnmálalegra og félags- legra hefða lýðveldanna. Eflaust mun umbótastefn- an ganga líkt fyrir sig í mörg- um lýðveldum eins og í Eist- landi og ég er sannfærður um að perestrojkan verði enn átakameiri og róstursamari í sumum lýðveldum en í Eist- landi. Þaö er vegna þess að perestrojkan er bylting. Það takast á tvö andstæð öfl; þau sem vilja halda I stöðnunina og þau sem vilja framþróun og umbætur. Þessi átök eru stríð um hugi fólksins." ENGINN GETUR STÖÐVAÐ PERESTROJKUNA — Þannig að þú hefur fulla trú á því að perestrojkan gangi upp í Eistlandi? „Við munum halda áfram umbótastefnunni hvað sem hver segir. Það getur enginn stöðvað perestrojkuna. Hver ætlar að gefa þá skipun að perestrojkan í Eistlandi sé bönnuð? Perestrojkan er óafturkræf; það er ekki hægt aö snúa við á braut umbóta- stefnunnar úr því sem komið er. Auðvitað verður brautin þyrnum stráð. En lífið erallt- af erfitt. Það er ekkert líf án erfiðleika. Viö föllum, rísum uþþ aftur og höldum áfram göngu okkar uns við hrösum á nýjan leik, stöndum aftur uþp og svo koll af kolli.“ — En hvað gerist ef Moskva virðir að vettugi allar ykkar samþykktir? „Þingmenn Eistlands ríg- halda ekki í stóla sína. Ef slfkt gerist mun ég persónu- lega segja af mér þing- mennsku og öllum skyldu- störfum fyrir flokkinn," segir Enn- Arno Sillari, aðalritari kommúnistaflokksins í Tall- inn við Alþýðublaðið. ALÞÝÐUDLADID í TALLINN^ ^ 'F R Ingólfur Margeirsson ^ skrifar |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.