Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 17.12.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. desember 1988 19 ÞEGAR ENGIN SJALFS- BLEKKING ER EFTIR íslenskir utangarðsunglingar — vitnisburður úr samtimanum Sigurður Á. Friðþjófsson skrúði 160 blaðsíður For/agið Verð: 2.475 kr. „Ég hef fjórum sinnum fariö á fylliri. Seinast um síðustu áramót. Það var meira helvítis ruglið. Það fór alveg með mig. Það var svo slig- andi að ég gat ekki verið heima og þurfti að fara í Rauða kross húsið til þess að ná áttum. Mér finnst erfitt að rifja þetta upp. Ég hafði látið kaupa fyrir mig flösku. Ég blandaði á pepsíflösku og á meðan við horfðum á ára- mótaskaupið heima sturtaði ég um fjórðungi úr flöskunni í mig. Þegar skaupið var búið bannaði mamma ntér að fara í bæinn en ég laumaðist út um svaladyrnar og fór niður tré- stiga. Ég tók leigubíl til Reykjavík- ur. Það seinasta sem ég man var að ég var að ganga niður Laugaveginn. Síðan man ég bara glefsur. Ég var í fínum sparibuxum og peysu sem ég hafði fengið í jóla- gjöf. Þegar ég vaknaði í Steininum var ég allur útældur. Ég vissi strax hvar ég var og fékk sjokk. Ég kall- aði á verðina, en þeir sögðu nrér að það væri verið að vinna i niínu máli. Hálftíma seinna hringdi ég aftur og þá var mér hleypt út. Ég var leiddur fyrir mann sem sagði nrér að ég væri mættur fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Hann sagði mér að þeir hefðu vitni að því sem hefði gerst og að það þýddi ekkert fyrir mig að þræta, auk þess væri ég skorinn á höndum. Hann sagði að ég gæti valið milli þess að sitja inni í fjóra daga eða greiða sjö þúsund króna sekt. Ég vissi að sæti ég inni í fjóra daga myndi ég algjörlega brotna niður. Það kont í Ijós að ég átti að hafa brotið rúðu í Lands- bankanunt á Laugaveginum. Ég gekk þar framhjá þegar mér var sleppt og sá að rúðan var brotin. Sennilega braut ég rúðuna sjálfur. Mig rámar í fjóra krakka, sem voru þarna þegar ég réðst á rúðuna, þrjár stelpur og einn strák. Mér þykir verst að ég þekki þessa kt;ak‘ka ekki og að ég get átt á hfettu að mæta þeim. Það þykir mér alýjtflega óþægilegt. Þegar ég kom heim skipti ég um föt og fór með mömmu í jólaboð. Mér leið mjög illa og að lokum yfir- gaf ég samkvæmið og fór í Rauða kross húsið. Þaðan hringdi ég í mömmu og sagði henni frá þessu. Henni varð mjög illa við. Stelpumálin hafa gengið ömur- lega hjá mér. í vetur reyndi ég við steipu en hún var á föstu. Ég tók það mjög nærri mér. Tók það sent persónulega móðgun og óttaðist að allir ntyndu gera grin að mér. Eitt kvöldið um daginn fór ég að hugsa um þetta, af hverju engin vildi mig. Niðurstaðan varð sú að ég gæti ekki búist við að aðrir yrðu ángðir með mig ef ég væri ekki sjálfur ánægður með mig. Sjálfsvirðingin var svo lit- il að ég hugsaði t.d. ekkert um útlit- ið. Á undanförnum dögum hefur gerst mjög mikið í lífi mínu. Til hvers að velta sér upp úr Ibrtíðinni? Henni getur enginn breytt. Maðttr verður bara að halda áfram og taka hvern dag fyrir sig. í gær lékk ég sumarvinnu. Garðavinnu. Þar verð ég að treysta algjörlega á sjálfan mig því Jói, vinur minn, verður ekki þar. Ég held að það sé gott. Við megum ekki verða ol' háðir hvor öðrum. Við unnum saman i fyrra og það gekk ágætlega, en það varð líka til þess að við kynntumst eng- um öðrum. Núna er meiri mögu- leiki á að ég kynnist þeim sem vinna með mér. Ég hef gert mér grein lyrir því að ég verð að vera ég sjálfur og ég ætla að halda mig við þá reglu. Spurningin snýst um það hvort ég íctla að halda áfram þessu letilífi eða.fara að gera eitthvað. í vetur fór ég i fornám i Iðnskól- anum og tók upp 9. bekk. Ég fékk 10 í stærðfræði og rúma.,9- iensku. Ég veit að ég get þetta. Áður var ég alltal'mjög lélegur í stærðfræði. Nú þegar ég hef náð prófunum ætla ég í fjölbraut næsta vetur. Ég hel' hug á að stefna í rafmagnið, en ral'- magnstæki hafa alltaf legið vel l'yrir mér. Ef rafmagnstæki bilar er alltaf' kallað i mig. Þegar ég var yngri gerði ég allslags tilraunir og dund- aði við að teikna uppfinningar. Krökkunum þótti það rnjög skrítið og stríddu mér á því. Nu sit ég löng- um stundum við heimilistölvuna. Ég hef búið til tnörg forrit fyrir hana. Ég veit að ég get þetta. Mér hefur liðið ömurlega nánast allt mitt líl'. Megnið af því sem gerst hel'ur finnsl mér leiðinlegt. Þó líður mér nú orðið ntiklu betur, enda tími til kominn. Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki timabundið. Ég mun ekki luapa aftur niður í jal'n gifurlelgt þunglyndi og einmana- leika og ég gerði í fyrra. Þá langaði mig stundum að fara niður á höfn og ganga í sjóinn eða bara öskra. Ég vil ekki ganga í gegnum |tað helvíti al'tur. Það hel'ur stundum hvarflað að méraðstytta méraldur. Égveit hins vegar að ég get það ekki. Ég myndi bara gjalda |tcss i næsta lífi. Það er engin lausn. Ég gerði mér grein l'yrir því utn daginn að ég vcrð að taka áhætt- utia. Ég hel' alltaí' verið svo hrædd- ur. Ég fór í félagsmidstöðina hér í bænum en það gekk ekki afskiljan- legum ástæðum. Óöryggið lýsti af mér og ég vissi ekki hvað ég álli að segja við krakkana. Þarna keinur einhver ókunnugur strákur allt í einu i hópinn. Hann ei ekki einu- sinni i skóla í bænum, og er skít- l'eiminn og óöruggur. Auðvitað náði ég engu sambandi við krakk- ana. Eina nóttina l'yrir tveimur vikum gerðist nokkuð merkilegt. Siðan hel'ur ekkcrt getað haggað inér, hvorki vondar fréttir né annað. Ég hef mikið brotið heilann um það hvað gerðist eiginlega þessa nótt. Ég á nijög erfitt með að skilja það. Það er einsog ég hafi fundið meiri trú, meiri von, meiri lífsgleði. Ég veit hins vegar ekki hvaðan það kemur. Ég veit að ég er ekki að blekkja sjálfan mig. Mér hefur aldrei liðið jal'n vel á ævinni og und- anfarnar vikur. Ég lá andvaka þessa nótt og hugsaði stíft. Ég hugsaði og hugs- aði og reif hár mitt í fjóra klukku- tíma. Hugsaði um ástand mitt l'rá öllum hliðum. Ég vissi að þetta gengi ekki lengur og að ég yrði að gera eitthvað við líl' mitt. Ég reyndi að átta mig á því hvað mig langaði til að gera. Ég spurði mig áleitinna spurninga. Langar þig til að liggja i leti allt þitt líl'? Þú verður að taka ákvörðun núna. EFtir eitt ár er það of seint. Ef þig langar að gera eitt- hvað þýðir ekki að sökkva sér í þunglyndi. Ég komst að þcirri nið- urstöðu að ég yrði að taka þá áhættu að hitta annað l'ólk. Ég hugsaði þetta á marga vegu og komst alltaf aö sömu niðurstöð- unni. Ég l’ór að sol'a í mjög góðu skapi. Síðan helur mér liðiö vel. Það var einsog ég yaknaði upp við vondan draum. Þetta gengur ekki. Öll. sjálfsblekkingarvcröldin var hrunin. Þegar engin sjálfs- blekking er eftir þá verður eitthvað annað að koma í staðinn. Trúin á að ég væri fær i flestan sjó kom í stað- inn. Lil'ið er alltal' þess virði að lil'a því. Áður fannst mér það ekki þess virði og ég var alltal’ að spyrja mig Itvenær ég færi að drepasl. Það var bara enn cinn flóltinn." ÁFRAM VEGINN í VAGNINUM . Á miðjum vegi I mannsaldur Ólafs saga Keli/ssonar Guðmundur Daníelsson skrúði 227 blaðsíður Túkn Verð: 2.885 kr. Nú liðu mörg ár, allt frani á út- mánuði 1988. Það var ekki fyrr en þá, sem ég komst aftur í beint sam- band við minn góða sjúkrafélaga, Ólaf Ketilsson. Tildrög þess geta legið milli hluta i bili, en við símuð- uni okkur saman á stefnumót á einkaheimili einu á Melunum í Vest- urbæ Reykjavíkur. Hann kom þangað akandi í jeppabíl sínum ágætum. Stiginn út úr bílnum studdist hann við tvo stafi, vegna stirðleika í járnbentum mjöðmum sínum. Annað sá ég ekki, að breyst hefði i útliti og fasi Ólafs, hann sýndist enn á sama aldri og 1969 og 1970, þegar við komum til viðgerð- ar á Landspítalanum og urðum þar i seinna sinnið stofufélagar. En þó að Iítt sæi á Ólafi hið ytra, skildist mér fljótt að margt hafði drifið á daga þessa manns þá hart- nær tvo áratugi, sem liðnir voru frá magablæðingu og brjósklosi ntínu og augnakallsbilun Ólafs. „Það er eitt það Ijótasta sem hent hefur frá Landnámsöld,“ sagði konungur þjóðveganna og slengdi á borðið fyrir framan okkur miklum haug af prentuðum og þó einkum vélrituðum pappírsblöðum, einnig handskril'uðum. Við sátum langan fund sapian, en að honum loknum hélt Ólafur aftur suður í Kópavog, en ég sat eft- ir með skjölin. Ég byrjaði ögn að blaða í þessu og fljótlega rak ég augun i plagg frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dagsett í Reykjavík 18. júní 1970. Hér virtust æðstu yfirvöld landsins vera að glima við erfitt vandamál þess efnis, hvort Ólafur skuli end- anlega glata ökuréttindum sínum á bil, sem rúmi nteira en 16 l'arþega, ellegar endurheimta það. Þetta er bréf ráðuneytisins til lögreglustjór- ans í Reykjavík, sent í afriti til Ólafs Ketilssonar Laugarvalni. Valdstjórnin ritar á þessa leið: „Með tilvisun til bréfs yðar, dags. 10. maí s.l. varðandi endurnýjun á ökuskírteini yðar, tckur ráðuneytið fram, að það hefur i dag ritað lög- reglustjóranum í Reykjavík svo- hljóðandi bréf“: „Ráðuneytið visar til bréfs yðar, herra lögreglustjóri, dags. 19. maí s.I., þar sem þér látið í té umsögn um bréf Ólafs Ketilssonar, Laugar- vatni, varðandi endurnýjun á öku- skírteini hans. Hefur ráðuneytið haft umsögn yðar, ásanit öðrum skjölum máls- ins, til athugunar. Er það álit ráðu- neytisins, að án skýrra ákvæða í gagnstæða átt sé ekki l'ært að standa á því að synja manni, sem lokið hefur fullgildu prófi í akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 l'ar- þega, unt rétt til að aka þeim. Verð- ur eigi séð, að i umferðarlögum eða reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. sé að finna ákvæði í þessa átt. Ráðuneytið telur því, að veita beri Ólafi Ketilssyni rétt til að aka fólksbifreiö fyrir fleiri en 16 farþega, án tillits til þess, hvort um gjaldtöku er að ræða eða ekki. Ráðuneytið telur hins vcgar ein- sýnt, að vegna hrörnunar í mjaðm- arliðum Ólafs og með tilliti til læknisvottorða, sem liggja fyrir, sé nauðsynlegt að takmarka gildis- tíma ökuskírteinis hans, og telur ráðuneytið eðlilegt, að það verði látið gilda til næstu áramóta, en framlenging þess verði síðan háð þvi, að fram verði lagt nýtt læknis- vottorð, og að hann verði þá eftir atvikum Iátinn ganga undir öku- próf að nýju.“ Undir þetta skril'a fyrir hönd ráðuneytisins tveir starfsmenn þess, Ólafur W. Stefánsson og Baldur Möller. Of'anskráð bréf frá valdstjórn- inni í samgöngumálum á íslandi ber með sér, að í fyrstu orrustu Ól- afs við þau yfirvöld, til varnar lífs- afkomu sinni og starfsréttindum, hefur hann unnið tímabundinn varnarsigur. í hálft ár leyfist honum að aka sérleyfisbifreið, en ganga að því búnu undir nýtt ökupróf. Eg rek augun í, að bréf'ritarar „herra“ lög- reglustjórann, en ekki konung þjóðveganna, Ólaf Ketilsson. — Hvers vegna? En hér er umsögn Ólaf's sjálf.s um þessa „lotu“, svo notað sé orð úr keppnisgrein hnefaleikamanna: „Árið 1969 urðu nokkur tíma- mót í lífi mínu, er ég varð að leggj- ast inn á Landspítalann og láta hinn þjóðkunna læknissnilling, Snorra Hallgrímsson, setja í mig nýtt mjaðmarstykki. Þettagekk að ósk- um, ég gisti sjúkrahúsið nokkrar vikur, en siðan var ég um tíma hjá þeim Oddi og Hauki, læknum á Reykjalundi, þar sem liðkuð voru hin nýju stálstykki í mjöðminni. 24. október á sama ári kom ég aftur til starl'a. En á miðjum þeim tíma, sem ég var l'rá verki, hal'ði gildistími öku- skírteinis míns runnið út. Ég sótti að sjáll'sögðu um endurnýjun þcss til lögreglustjórans i Reykjavik eins og lög mæltu fyrir og iagði l'ram l'ullkomið heilsuvottorð, sem um leið var gilt viðgcröarvottorð, frá Hauki Þórðarsyni lækni á Reykja- lundi. En þá neitaði lögreglustjóri mér um endurnýjun ökuskírteinis til fólksflutninga. Þá neitun lögreglustjórans kærði ég og krafðist skaðabóta og miska- bóta, sem ég bað sýslumann Árnes- inga að innheimta hjá dóntsmála- ráðuneytinu, sem bcr ábyrgð á lög- reglustjórum sínum og afglöpum þeirra. í þessu tilfelli hafði neitunin það í för með sér, að ég var sviptur lífsatvinnu minni. Samkvæmt lög- um lands og þjóðar er gcrt við bíla, þegar þcir bila og sctt í þá vara- stykki að ábendingu skoðunar- manna, og síðan l'á þeir skoðun að nýju án sérstakra vottorða, ef þeir reynast i lagi. En ég nýt ekki einu sinni sömu réttinda, og ég mótmæli því eindregið, að lögreglustjórinn skuli setja mig i lægri réttinda- flokk, en lélegan bílskrjóð. Þegar svona var komið fyrir mér, sendi ég brél'til Jóhanns Hafsteins, þáverandi dómsmálaráðherra, og kvartaði yl'ir þvi, að lögregluyfir- völd hefðu stolið af mér ökuréttind- um til l'ólksflulninga. Ráðherra tók máli niínu vel og lét húskarla sína lesa yl'ir öll bílalög og reglugerðir landsins, enda lók það ekki skemmri tíma en sex mánuði, og l'annst þó hvorki stal'ur né krókstal'- ur um aö svipta mætti mann rétt- indum, þótt hann færi til viðgerða um tíma, þegar vottl'cst var, að hann kænti al'tur úr viðgerðinni heill samkvæmt læknisvottorði. Þegar ég fékk ökuréttindin aftur samkvæmt úrskurði dómsmála- ráðuneytisins el’tir þessa sex mán- uði, hól’ ég ökustarf að nýju, en á meðan hafði ég orðið aö láta mann aka fyrir migá fullum launum. Það bar dómsmálaráðuneytinu auðvit- að að greiða, en þar sem það er ógert enn, sendi ég hér með reikn- ing — ásamt vöxtunt — sem auðvit- að eru miðaðir við vildarkjör bankastjóra frá nóvcmbcr 1969. „En þótt lítí sœi á Ólafi hið ytra, skildist mér fljótt að margt hafði drifið á daga þessa manns þá hart- nœr tvo áratugi, sem liðnir voru frá maga- blæðingu og brjósk- losi mínu og augna- kallsbilun O lafs. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.