Alþýðublaðið - 24.12.1988, Page 7

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Page 7
Laugardagur 24. desember 1988 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson skrifar ALMANNAFRIÐUR A HELGIDÖGUM Af og til kvikna umræður um það hvort rétt sé að breyta gildandi lögum um al- mannafrið á helgidögum. Löggjöf um helgidaga og helgidagahald á sér langa sögu en gildandi lög eru frá árinu 1926. Kirkjuþing undan- farinna ára hafa tekið þetta mál til afgreiðslu og samið hefur verið frumvarp til breyt- inga á lögunum um helgi- dagafrið af hálfu kirkjulaga- nefndar. Nú hefur dómsmáia- ráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir ýmsum breytingum — engum róttækum umskiptum en breytingum þó. Frumvarpið gerir ráð fyrir að helgidagar verði hinir sömu og verið hefur og engin breyting verði á því hvaða helgidagar verða áfram alfrið- aðirallan sólarhringinn. Þetta eru jóladagur, föstu- dagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur. Gildandi lög gera skylt að halda almannafrið á timabil- inu kl. 11-15 á öörum þeim helgidögum en að framan greinir þ.e. á annan dag jóla, nýársdag, annan dag páska, uppstigningardag, annan dag hvltasunnu og alla sunnu- daga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að friðun þessara daga lengist og gildi frá kl. 10 til Skv. frumvarpi kirkjumálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir nokkrum breytingum á gildandi lögum um helgidagafrið. 15. Þá er gert ráð fyrir að frið- un laugardaga fyrir páska og hvítasunnu eftir kl. 18 verði felld niður. HVAÐ MÁ 0G HVAÐ EKKI? Skv. frumvarpinu er eftirfar- andi starfsemi óheimil á meðan helgidagafriður ríkir: Opinbert skemmtanahald eða sýningar. Þetta á einkum við um dansskemmtanir, fjöl- leikahús, revlusýningar, leik- sýningar, ballettsýningar, kvikmyndasýningar, söng- skemmtanir, hljómleika og dans- og fimleikasýningar. Þá sé bannað að halda markaði og vörusýningar, verslunar- starfsemi og viðskipti. Einnig skemmtanir þar sem happ- drætti eða bingó eða svipuö spil eru höfð um hönd. Eftirfarandi starfsemi er aftur á móti undanþegin banni skv. frumvarpinu: Lyfjabúöir og bensínsölur. Enn fremur brauð- og mjólk- urbúðir, blómasölur og sölu- skálar á öðrum helgidögum en þeim er almannafriður skal ríkja allan sólarhringinn. Þá verði heimilt að halda list- sýningar og sýningar, sem varða vísindi og almennt upp- lýsingahlutverk. Slíkar sýn- ingar má halda hvenær sem er á helgidögum öðrum en þeim þegar friður á að ríkja allan sólarhringinn. Á þeim dögum má aðeins halda slík- ar sýningar eftir kl. 15 á dag- inn. Þá má hafa listasöfn og bókasöfn opin á ofangreind- um tlmum. Samkomur sem hafa list- rænt gildi má skv. frumvarp- inu halda eftir kl 15. alla helgidaga og söngmót, hljómlistarmót og hljómleika- má halda eftir kl. 15 á hvlta- sunnudegi. íþróttamót og keppnir mega fara fram á þeim helgidögum þegar friður rikir á milli kl. 10 og 15 ef slfkt er nauðsynlegt vegna tilhögunar móta. Hinu sama gegnir um páskadag og hvítasunnudag eftir kl. 15. Gert er ráð fyrir þvl I frum- varpinu að lögreglustjóri geti ef sérstakar ástæður mæla með, leyft samkomur og sýn- Frumvarpið gerir enga breytingu á þvi hvaða helgidagar verða áfram alfriðaðir allan sólarhringinn. ingar á þeim tíma sem helgi- dagafriður á að rlkja. SÖMU HELGIDAGAR í greinargerð með frum- varpinu er rætt um það sjón- armiö hvort fækka ætti helgi- dögum. Umræður hafa eink- um snúist um afnám skír- dags og uppstigningardags en í greinargerðinni segir að ekki sé sýnilegt að allur al- menningur óski sllkrar breyt- ingar og sú breyting mundi FRÉTTASKÝRING Friðrik Þór Guðmundsson skrifar örugglega sæta mikilli and- spyrnu af hálfu kirkjunnar manna. Þá er bent á að ef fækka ætti helgidögum, en ýmsir atvinnurekendur hafa eins og kunnugt er sett fram þann boðskap, þá mætti búast við aö launþegasamtökin risu öndverð gegn því bæði frá vinnuverndarsjónarmiði og af kjaraástæðum. Það er enn- fremur tekið fram að breyt- ingar á reglum um lokunar- tíma sölubúða mundu ugg- laust mæta andstöðu af hálfu samtaka verslunar- og skrifstofumanna. Sjónarmið höfunda frum- varpsins er að laga lög og reglur að viðhorfi almennings og nútíma skemmtana- og viðskiptaháttum án þess þó að stíga stór skref til breyt- inga. Helstar eru þær um friðunartíma helgidaga og svo er nákvæm upptaling á þeirri starfsemi sem heimiluð er eða bönnuð á helgidögum nýmæli. Verði frumvarpið að lögum eru því aðeins smá- skref tekin til breytinga I þessu efni og „almannafriður á helgidögum" fær að ríkja eftirleiðis sem hingað til. Við skulum svo llka vona að al- menningur sjái til þess að al- mannafriöur rlki aðra daga ársins. MOLARNIR Á VEISLUBORDUNUM ísland er aö mörgu leyti undarlegt land. Við búum við einhverjar mestu þjóðartekjur á mann sem fyrir finnast. Samt er eins og að það sé ómöguiegt að stýra tekjunum svo að vel fari: Góðæri snýst upp i ofneyslu og verðbólgu og þá er aldrei lagt fyrir til mögru árana. Hallærið ýtir einnig undir verðbólgu og neyslan má helst ekki minnka. Um þessar mundir er neyslan í hámarki og enginn getur skorist undan. Og þó. Hinir efnuðu geta ávallt hald- ið dýrleg jól, hinir efnaminni geta frestað útgjöldunum um einn til tvo mánuði. Hinir efnaminnstu verða hins vegar nauðugir viljugir að leita á náðir hins opinbera og til samtaka til að veita sér og fjölskyldu sinni eitthvað aukalega á hápunkti neyslu- kapphlaupsins. Við skulum ekki ræða það hvernig jól eru haldin í þróun- arlöndum. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að sjá að jólin eru ekki alls staðar gnægtabrunnur hér á landi. Og hverjir eru það þá sem ekki geta tekið þátt í neyslubrjálæðinu í tilefni fæðingar Jesú Krists? „Það er fjöldinn allur af fólki sem hefur oröið til hliðar í lífs- gæðakapphlaupinu" segir Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins. „Ég nefni einstæða foreldra, eink- um mæður, með fjölskyldur sínar sem búa við lágar tekj- ur. Ég nefni hópa sem ekki búa við fulla heilsu en eru komnir töluvert yfir miðjan alduren ná ekki fullum vinnudegi. Ég nefni þá ellilíf- eyrisþega sem ekki hafa áunnið sér lífeyrisréttindi og búa við tekjutrygginguna ein- göngu. Og ég nefni barn- margar fjölskyldur með lágar tekjur. Þess fyrir utan er það siðan utangarðsfólkið og sjúkt fólk sem ekki er á vinnumarkaðinum." Félagsmálastofnanir lands- ins veita daglega miklum fjölda fólks ýmiss konar að- stoð — nýlega hefur Alþýðu- blaðið greint frá því að skjól- stæðingar stofnunarinnar i Reykjavík og fjölskyldur þeirra telji um 6% borgarbúa og fer fjölgandi. í jólamánuð- inum grípur stofnunin síðan til sérstakra ráðstafana. „Af þessu er fyrst að nefna að þeir sem eru á föstu framfæri hjá okkur fá sérstakan jóla- styrk í desember, sem nemur 25% ofan á hinn almenna styrk. Þetta þýðir til dæmis hjá einstæðu foreldri með 2-3 börn upphæð á bilinu 10-15 þúsund króna. Viö vit- um að hjá mörgu fólki getur þessi jólastyrkur skipt sköp- um varðandi það að kaupa inn mat til hátíðarbrigðá' segirSveinn Ragnarsson félagsmálastjórri Félags- málastofnunar Reykjavíkur. „Þess fyrir utan má nefna að við rekum gistirýmið okkar við Þingholtsstræti öðru vísi en á öðrum tímum, þegar það er aðallega náttstaður heimilislausra. Um jólin fær fólkið að vera þar lengur en ella, við erum örlátari á mat og aðbúnað. Um jólin eru þarna 10-16 manns í húsnæði sem rúmar mest 18 manns." Allt frá 1959 hafa samtökin Vernd verið með sérstaka jólasamkomu fyrir skjólstæö- inga sína, nú orðið t húsnæði Slysavarnarfélagsins. Á að- fangadag er opnaö þar klukk- an 14 og veittar kaffi og kök- ur klukkan 15, siðan er hátíð- armatur klukkan 18, helgi- stund síðar um kvöldið og pökkum útdeilt eftir það. „Það er jólanefnd okkar sem aðallega vinnur þetta og þá í sjálfboðavinnu. Allur kostn- aður er gefinn af fyrirtækjum og einstaklingum, mest hin- um sömu ár eftir ár. Vernd sendir að auki jólapakka I öll fangelsi landsins og sér einnig um pakkasendingar frá Aðventistum og Hjálp- ræöishernum. Við eigum góða samvinnu við Félags- málastofnun, en þó kemur fyrir að við þurfum að veita neyðaraðstoð. í okkar starfi blasir við að neyðin er stærst þar sem menn hafa lent í víni og lyfjum, þar af fólk sem á sínar fjölskyldur og auðvitað er neyðin sárust þegar hátið- arhöld eru annars vegar“ segir Jóna Gróa Sigurðar- dóttir formaður samtakanna. Við sjáum kannski ekki betlara á götum úti eða hungruð börn selja eldspýtur. Hitt skulum við hafa hugfast um iólin (og aðrar stundir) þegar neyslubrjálæöið er í há- marki og vambirnar eru kýldar út til hins ýtrasta, að þrátt fyrir að ísland eigi gnægð auðs og gæðaertil fullt af fólki sem án sérstakrar aðstoóar yrði að gera sér að góðu að hirða molana sem falla af veislu- borðunum. Gleðileg jól.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.