Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 20

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Side 20
Laugardagur 24. desember 1988 GUNNAR SVERRISSON Ijósmyndari og nemi. „Heimsreisu frá mömmu og pabba, ég held það sé ekki ann- að. Svo á ég bara allt, þannig að ég man ekki eftir neinu öðru. Annars er mað- ur líka kominn á þennan aldur...” MARGRÉT GEIRSDÓTTIR nemi og tom- bólusali fyrir nýtt tónlistar- hús. „Mig langar í bók — Mín káta angist eftir hann þarna þú veist; Guðmund Andra Thors- son. Nú, og svo langar mig lika í pikkólóflautu úr tré. Má ég svo ekki senda kún- um á Hæli jóla- kveðju, það verður jólagjöfin þeirra frá mér.” ÓSK HALL- DÓRSDÓTTIR skólaritari. „Mfg langar ekki i neitt í jólagjöf, það er engin ósk á list- anum hjá mér. Við hjónin kaup- um okkur venju- lega eina sam- eiginlega jóla- gjöf, og við breytum ekkert út af vananum í ár.” VILHJÁLMUR ÞORRI VIL- HJÁLMSSON2 1/2 árs. „Mig langar mest í bil, ein- hvern flottan fjarstýrðan. Mér finnst svoleiðis bílar ofsalega skemmtilegir.” MARÍA STEF- ÁNSDÓTTIR 8 ára. „Mig langar mest af öllu í svona lækna- spil. Þetta er spil þar sem maður sjálfur er læknirinn, og á að reyna að ná upp líffærum upp úr gati með töng, og ef maö- ur getur það ekki þá heyrist hljóð.” Frómar óskir þetta. Hver var svo að tala um hljómtækjasam- stæður, sjón- vörp og tölvur? Hvað viltu fáí jólagjöf? Vestfiröir: Hæg norö-austlæg átt. Frost 7-8 stig. Ef til vill él á nyrstu fjörðum en þurrt annars staðar. Norðurland: Norð-austlæg átt, Víðast hvar þurrt en kalt. Þó fer hlýnandi á jóladag. Austurland: Hæg austlæg átt líkast til með lítilsháttarsnjókomu á aðfangadag en á jóladag fer hlýnandi með hvassri austanátt. Vesturiand: Norð-austlæg átt og frost á aðfangadag. Hvöss austan átt á jóladag og annan i jól- um en úrkomulaust viöast hvar. Suð-vesturland: Norð-austlæg átt á að- fangadag og kalt. Búast má við einhverri snjókomu en svo þurru veðri á jóladag og annan í jólum. Suðurland: Þurrt á aðfangadag en á jóladag má búast við að fari hlýnandi með slyddu eða rigningu. Þorláksmessavekurmjög blendnartilfinning-- ar í brjóstum manna. Allir aö leggja síöustu hönd á jólaundirbúninginn, jólatréð bíöur- skreytingar, og kunnugleg lyktin af skötustöpp- unni blandast við greniilminn. í hugum barn- anna er þetta eflaust lengsti dagur ársins meö- an beöið er með óþreyju eftir aö dagurinn renni upp. Eflaust er þetta líka lengsti dagurinn í lífi þeirra fullorönu; allt þarf aö gerast einmitt á, þessum degi, þetta er síöasti „séns” áöur en Ijóssins hátíö gengur I garö. Bærinn, já og Kringlan, iðar af mannlífi þar sem fólk þeytist til og frá í örvæntingarfullri leit aö einhverju not- hæfu sem hægt er aö vefja inn í jólapappír og allir geta sætt sig viö. En snúast jólin eingöngu um gjafir og kaupmennsku? Er virkilega svo af mönnum dregiö viö aö uppfylla kröfur vina, vandamanna og almenningsálitsins aö ekkert annað kemst að í hugum landsmanna? Eru jólin til eingöngu fyrir kauphéöna að fitna á? Alþýðu- blaðinu lékmikil forvitni áaöfáaövitahvort jóla- gjafaæðið væri ekki oröum aukiö, eöa hvort ósk- ir landsins barna væru ekki eitthvað oröum auknar, eöa hvort þær væru virkilega eins gegndarlausar og svæsnustu sögur segja! Blaöamaöur brá sér því í Kringluna í gær, og sveif þar á fólk og spurði: í hvaö langar þig í jóla- gjöf?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.