Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 3
'Þfiðjudágur S.'jáhuar'1989 3 FRÉTTIR Bensínlítrinn hækkar meö hækkuðu bensíngjaldi um fjórar krónur á lítrann. A/mynd EÓ. BENSÍNLÍTRINN HÆKKAR UM 4 KRÓNUR Innflutningsgjöld af bílum og bifhjólum hœkka um 11%. Bensíngjald hækkar um rúmar fjórar krónur frá og meö áramótum eöa úr 12.60 kr. á hvern litra af bensíni i 16.70 kr. Innflutningsgjald af bilum og bifhjólum hækkar um 11% frá áramótum, sam- kvæmt nýrri reglugerð ríkis- stjórnarinnar. Lögum samkvæmt er heimilt að hækka bensín- gjald meö reglugerð í takt viö hækkun byggingarvísitölu. Þessi heimild hefurekki verið nýtt í 15 mánuöi, frá því í október 1987, og hefur því bensíngjald veriö óbreytt frá þeim tíma. Á þessu tímabili hefur almennt verölag í land- inu hækkaö um 25-30%. í kjölfar þessarar breyting- ar á bensíngjaldi hækkar verö á blýlausu bensíni úr 36.60 í 41 krónu fyrir hvern lítra, eöa um 12%. Bensín- veröiö hækkar því aíeins um sem nemur helmingi al- mennrar verölagshækkunar í landinu frá því þensíngjald hækkaöi síðast. Ennfremur er rétt aö hafa í huga, aö verö á bensíni er um þessar mundir á svipuðu róli og fyrir þremur árum, á meöan al- mennt verölag hefur hækkaö um 70%. Bensínverðið veröur því einnig eftir þessa hækk- un talsvert lægra en sem nemur almennri verðlags- þróun. INNFLUTNINGSGJALD AF BÍLUM Þá hefur ríkisstjórnin ákveðiö meö reglugerð aó hækka innflutningsgjald af bílum og bifhjólum um 11% frá áramótum. Þetta gjald er mishátt, lægst á minni bílum en hæst á stórum og aflmikl- um bílum. Meöalgjaldiö er um 24% fyrir hækkun, en veröur um 35% eftir áramót. Áhrif þessarar hækkunar á bilverö eru nokkuo vanamei- in, þar sem á móti hærra inn- kaupsverði vegur aö öllum líkindum almennur samdrátt- ur í innlendri eftirspurn. í Ijósi reynslunnar frá síöast- ■ liðnu hausti, þegar áhrif gengisfellingarinnar ýmist komu alls ekki fram í bílverði innanlands eöa aðeins aö takmörkuöu leyti, má ætla, aö bílverð hækki um 6-8% aö jafnaði. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir aö aft- ur á móti sé rétt aö hafa þaö ( huga, aö um þessar mundir séu nýjar árgerðir aö koma á markaöinn, en þaö hafi yfir- leitt þýtt hækkun á bílverð- inu. Þaö gæti því reynst erfitt aö greina sundur þessi tvö atriði í verömælingum Hag- stofunnar eftir áramót. 3ja mánaða greiðslufrestur á innfluttum vörum „Ætti að lækka vöruverð' ‘ — segir viðskiptaráðherra Frá og með l.janúar sl. geta innflytjendur notfært sér þriggja mánaða greiðslufrest á vörum, ef ekki er um banka- ábyrgð að ræða. Jón Sigurösson viöskipta- ráöherra kveöur tilganginn meö þessu aö auka frelsi fyr- irtækja til aö afla sér fjár- magns á eigin ábyrgö. Þaö gæti leitt til vöruveróslækk- unar. Jafnframt væri skapað jafnræði meö innflytjendum. „Vonandi verður þetta til þess aö traust fyrirtæki nái hagstæóari kjörum en áöur, og geti þannig haldió aftur af verðhækkunum," segir vió- skiptaráóherra i samtali við Alþýðublaðið. Leiga óbreytt fyrstu þrjá mánuði ársins Leiga fyrir (búöarhúsnæöi og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæöiskostnaöar eöa breytingu meðallauna, helst óbreytt í janúar, febrúar og mars 1989, frá því sem hún er í desember 1988, segir í tilkynningu frá Hagstofu ís- lands. FJÖLDIISLENDINGA TÆP 252 ÞÚSUND Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofu íslands var mannfjöldi íslendinga tæp 252 þúsund þ. 1. desember 1988. Nákvæm tala er 251.743. Karlar voru 126.468 en konur ivið færri eöa 125.275. Fjölgunin nemur 4.386 manns á einu ári eða 1,77%. Hlutfallsleg fjölgun hefur ekki orðið meiri siðan árið 1965. Fjölgunin var mest á höf- uðborgarsvæðinu og á Suð- urnesjum, en fólksfækkun i öðrum landshlutum á undan- förnum fjórum árum. Hafnar- fjörður er nú orðinn þriðja fjölmennasta sveitarfélag iandsins á eftir Reykjavik og Kópavogi. Fleiri fluttu til landsins en frá því á síðasta ári og fleiri fæddust en dóu á íslandi 1988. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir, en svo viröist sem tala aðfluttra til landsins sé um 1500-1600 hærri en tala brottfluttra. Meirihluta aö- fluttra eru erlendir ríkisborg- arar en íslenskir ríkisborgarar fluttust einnig til landsins í ríkara mæli en frá því. Tala fæddra virðist um 2800-2900 hærri en tala dá- inna. Um 4600-4700 börn fæddust á árinu í fyrra sem er hækkun um 400-500 börn frá því 1987 og um 700-800 frá árunum 1984:85. Á árinu 1988 dóu á íslandi um 1800 manns en tala dáinna vex eilítið frá ári til árs meö hækkandi tölu roskins og aldraðs fólks. Aö ööru leyti sýnir skýrsla Hagstofunnar um mannfjölda á íslandi, að þaö sem hefur einkennt fólksfjölgunina á þessum áratug, er aö hún hefur mestöll oróið á höfuó- borgarsvæðinu og á Suöur- nesjum. Á hverju ári 1984:88 hefur fólki fjölgað meira á þessum stöóum en sem nemur heildarfjölgun lands- manna þar sem bein fólks- fækkun varö í öörum lands- hlutum samanlögðum um 799 á sömu árum. Mannfjöld- inn óx um 2,9% á höfuðborg- arsvæðinu 1988 og um 2,5% á Suðurnesjum. Hafnarfjörð- ur er nú orðinn þriðja fjöl- mennasta sveitarfélag lands- ins á.eftir Reykjavík og Kópa- vogi. Akureyri en nú komin í fjórða sæti hvað mannfjölda varöar. Avaxtadósir af þessari gerð verða vart fáanlegar i framtíðinni á íslandi en innflutningur á Del Monde og öðrurn vörum frá Suður-Afriku og Namibiu var bannaður á íslandi með lögum frá og með 1. janúar í ár.A-mynd/EÓ L0G UM BANN GEGN VIÐSKIPTUM VIÐ S.-AFRIKU Frá og með 1. janúar i ár tóku lög gildi um bann við viðskiptum við Suður-Afríku og Namibiu. Alþingi sam- þykkti fyrr á árinu lög um þetta efni og voru þau stað- fest af forsetum forsetavalds þ. 20. maí sl. Hins vegar var lögunum ekki beitt fyrr en frá og með 1. janúar 1989 vegna innflutnings eða útflutnings 0G NAMIBIU sem átti sér stað fyrir þenn- an tíma, enda hafði verið samið um slik viðskipti fyrir gildistöku laganna. Lögín fela í sér, aö óheimilt sé aö flytja vörur til landsins sem upprunnareru í S-Afríku eöa Namibíu og jafnframt óheimilt aö flytja frá landinu vörur til S-Afríku eða Nami- bíu eöa gera samning um út- TAKA GILDI flutning vara frá Islandi ef Ijóst er aö endanlegur áfangastaður varanna er S- Afrfka eöa Namibía. Utanrík- isráöherra er heimilt aö veita undanþágu frá ákvóum lag- anna ef mannúðarástæöur mæla með því. Brot gegn lögunum varöa sektum eða allt aö þriggja mánaöa fang- elsi þegar sakir eru miklar. 21 fá fálkaorðuna Forseti íslands hefur sam- kvæmt tiljögu orðunefndar sæmt 21 íslending heiðurs- merki hinnar íslensku fálka- orðu. Eftirtaldir aðilar eru: Birgitta Spur, safnstjóri, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu höggmyndalistar. Björgvin Frederiksen, iön- rekandi, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu iðnaóarins. Bryndfs Víglundsdóttir, skólastjóri, Garöabæ, riddara- krossi fyrir störf i þágu þroskaheftra. Egill Ólafsson, bóndi, Hnjóti, Örlygshöfn, Barða- strandasýslu, riddarakrossi fyrir söfnun og vörslu sögu- legra minja. Elísabet G.K. Þórólfsdóttir, húsfreyja, Arnarbæli, Fells- strönd, Dalasýslu, riddara- krossi fyrir húsmóður- og uppeldisstörf. Guöjón Magnússon, for- maður Rauöa kross íslands, Reykjavik, riddarakrossi fyrir störf aö líknarmálum. Guörún Magnússon, sendi- herrafrú, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í opinbera þágu. Hersteinn Pálsson, fv. rit- stjóri, Seltjarnarnesi, riddara- krossi fyrir ritstörf. Höröur Sigurgestsson, for- stjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf aö sam- göngumálum. Jóhannes Stefánsson, fv. forseti bæjarstjórnar, Nes- kaupstaó, riddarakrossi fyrir störf aö bæjar- og atvinnu- málum. Jón Þórarinsson, tónskáld, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf aö tónlistarmálum. Jónas Jónsson, búnaöar- málastjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í þágu land- búnaóarins. Jórunn Viöar, tónskáld, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö tónlistarmálum. Kjartan Guðnason, formaö- ur Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö félags- og trygg- ingamálum. Margrét Guðnadóttir, prófessor, Reykjavík, riddara- krossi fyrir kennslu- og vísindastörf. Páll Flygenring, ráöuneyt- isstjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í opinbera þágu. Siguróur J. Briem, deildar- stjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í opinbera þágu. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræóingur, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Skapti Áskelsson, skipa- smiöur, Akureyri, riddara- krossi fyrir brautryöjanda- starf í skipasmíðum. Vilhjálmur Jónsson, for- stjóri, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að atvinnu- málum. Séra Þorsteinn Jóhannes- son, fv. prófast, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.