Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 1. apríl 1989 MPYÐUBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguróur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hfSíðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. SMÁ OFANÍGJÖF ÚTI í FÆREYJUM Jón Baldvin Hannibalsson skammaöi kollega sína skand- inavíska svolítið í fyrradag vegna þess að þeir hafaekki stutt okkur, Færeyinga og Grænlendinga í deilum út af verndun þess lífsviðurværis sem býr í sjónum og telst til undirstöðu okkar sem þjóðar. Utanríkisráðherra hafði áður í dönsku sjónvarpi spurt danska hvernig þeim liði ef þeim yrði bannað að slátra svínum. Var hann þar að reyna að kenna Dönum átt- hagafræði, ef vera kynni að þeir gætu frekar tekið undir með okkur í hvaladeilu. Ummæli Jóns Baldvins úti í Færeyjum virðist þörf ábending til vina vorra á Norðurlöndum, sem sjálfir láta ekkert tækifæri framhjá sér fara, þegar þeir þurfa á liðsinni okkar að halda í hagsmunamálum sinna landa. Þegar nú kemur að því að við þurfum á bestu samningum að haldavið Evrópubandalagið veitirokkurekkert af heilshugar undirtektum Norðurlanda við okkar óskum. Það er ekki í fyrsta skipti sem opinberir fulltrúar okkar minna aðrar þjóðir á sérstöðu þeirra þriggja þjóða sem byggja vesturhluta Skandinavíunnar. Vestnorræna sam- stöðu þarf að efla til muna. Vió eigum mikla samleið með Færeyingum og Grænlendingum. Lífsbjörg okkar allra er hafið. Það þarf ekki nema örlítió mengunarslys til að kippa stoðum undan mannlífi hér á norðurslóð. Það þarf hvorki hvalavini né fiskimenn til að segja okkur það. Það þarf hins vegarað brýnaþingmenn okkarog aðrakjörnafulltrúaokkar og þeir þurfa að vera trúrri samvisku sinni þegar kemur á mannamót. Smá ofanígjöf frá utanríkisráðherra úti í Þórs- höfn var því ekki allskostar óeðlileg áminning. AÐRA „EYÐI- MERKURGÖNGU? Niðurstaða skoðanakönnunar DVs sem birtist í gær um fylgi við stjórnmálaflokka þarf ekki að koma á óvart. Sjálf- stæðisflokkurinn blómstrar vegna stefnuleysis annarra flokka. Á þetta var drepið í leiðara Alþýðublaðsins í gær. Kvennalistinn er orðinn einn af litlu flokkunum og allra minnstur er Alþýðuflokkurinn. Fylgi Alþýðuflokksins er sama sem ekki neitt og hlýtur að leiða tii innri íhugunar forystufólks flokksins. Með ríkis- stjórnarþátttöku i hitteðfyrra átti að Ijúka „eyðimerkur- göngu“ Alþýðuflokksins, eins og formaðurinn komst að orði. Nú virðist stefna í aðra ekki síðri göngu um myrkviðu stjórn- málanna. Hvað hefur brugðist? Hvaða augum lítur kjósandi á stefnu jafnaðarmannaflokksins? Er það kannski svo að það sem stendur upp úr eru „hreinsanir" ráðherra í kerfinu, sem fram að þessu hafa verið kenndar við Sjálfstæðisflokkinn- og þyk- ir þá kjósendum allt eins gáfulegt að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn beint. Jóni Baldvini og öðrum forystumönnum (og kon- um) hefur ekki tekist að styrkja innviði flokksins og vekja til- trú út á við sem sameiningarafl jafnaðarmanna. Gangan mikla inn í sæludalinn hófst eiginlega aldrei. Og framundan blasir sama „eyðimörkin“ verði ekkert að gert. Það er staðreynd og þyrfti ekki að koma á óvart að þver- stæður í málflutningi Alþýðuflokksins eru töluverðar. Flokk- urinn hefur á síðari árum stólað á að formaðurinn rífi upp fylgi með uppákomum ámótaog 100fundaferðum um landið. Það er þó eðlilegra að flokksfólk og áhangendur teldu væn- legra að jafnaðarstefnan hefði fastari hljómgrunn. Sósíal- demókratísk hugsjón er hljómfegurri en svo að rúmist fyrir I einni persónu. Jafnvel þó að hún sé að vestan. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Gunnar Hilmarsson stjórnarformaður Atvinnutrygggingarsjóðs vill skipta um bankastjóra og aðra sjóðstjóra i þjóðfélaginu. Sjálfstæðis- menn eru til trafala. GUNNAR Hilmarsson for- maður stjórnar Atvinnutrygg- ingarsjóðs er ekki par hrifinn áf því að ríkisstjórnin standi ekki við fyrirheit um að lækka vexti. Reyndar segir hann að það sé ekki henni um að kenna heldur Sjálfstæðisflokknum.. Flokkurinn sá stjórni bönkun- um: „Sjálfstæöisflokkurinn rædur í öllum bönkum og sjóðum landsins. Og völd þessara stofnana eru gífurleg. I framhaldinu er vert að velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á að skipta um bankastjóra og einnig í forystu hinna ýmsu sjóða sem oft á tíðum eru mun valdameiri við ríkisstjórnar- skipti.“ KVENNALISTANUM finnst erfitt að hnoða deigið á þingi. í fréttabréfi listans eru frásagnir af þingi og erfiðu búi: „Þingkonur Kvennali‘s:ans starfa ötullega nú sem fyrr. Þaö er sannarlega ærin vinna að setja sig inn í öll mál sem fram koma. Þar er því miður hráefnið oft ekki eins og best væri á kosið og því getur verið mikii vinna og erfið að hnoða deigið þannig að þaö verði sprungulaust og mjúkt.“ FULLTRÚI „erfiðra að- stæðna" i þjóðfélaginu ritar í Morgunblaðið um óbilgirni þeirra sem vilja hærra kaup í þjóðfélaginu. Árni þessi er einn fjölmargra sem dunda sér við að kenna, en er á leiðinni að verða lögfræðingur. Þetta er lærð grein um háskólafólk og vanda efnahagslífs og Ól- afs Ragnars: „Það eru erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu. Þá hafa menn um tvennt að velja: skilgreina vandann og reyna að fást við hann eða stinga höfðinu i sandinn." Kemur ekki á óvart að höfund- ur komist að því að Bandalag háskólamannastingi höfðinu í sandinn. LANDLÆKNIR skrifar í Moggaígærum hagsýni íheil- brigðisstéttum. Ólafur segir að „allflestir læknar" hafi góð laun og ástæðurnar meðal annars: „Viðsemjendur lækna virðast stundum ekki þekkja nægi- lega vel „myrkviði“ taxta- greiðslna." Líklega telja læknar þetta innskot landlæknis miður heppilegt innlegg í kjaradeilu lækna við ráðherra. EINN MEÐ KAFFINU Það er byrjað að ferma á þessu vori (ef vor skyldi kalla). Börnin ganga prúðmannleg til altaris. Þennan heyrðum við úr ónefndri kirkju: Hvers vegna er presturinn með bjór í stað venjulegs messuvíns? Jú, vinur. Bjórer líka áfengi. DAGATAL Bankablús I íslensku viðskiptalífi sem og stjórnmálalífi eru alltaf verið að búa til galdraorð. Orð sem inni- fela Iausn allra vandamála. Þegar allt var að fara til helvítis síðastliðið haust var það niður- færsla. Ekkert í heiminum var jafn líklegt til að bjarga þjóðinni og þetta orð. Niðurfærsla. í marga daga hamaðist öll þjóðin á þessu orði þangað til það var orð- ið svo merkingarlaust að ekkert orð í sögunni hefur glatað merk- ingu sinni jafn skjótt. Til þessa orðs hefur síðan ekkert spurst. Þegar Þýskalandsmarkaður brást, en samhliða var komið á föstu fragtflugi til Japans, átti Japansmarkaður að bjarga öllu sem bjargað varð á landinu. Út- gerðinni, fiskvinnslunni, lagmet- isiðnaðinum, hvalamálinu og fjölmiðlar sendu menn í sérferðir til Japan til að kynna fólki að- stæður, leyfa því að heyra hvernig japanir bjóða upp fisk á mörkuð- unum sínum. Eftir smá æðibunu- gang hefur enginn vogað sér að minnast á japansmarkað í langan tíma. Langt er siðan menn hættu að tala um fiskeldi sem á sínum tíma átti að gera okkur að millj- ónamæringum svo ekki sé minnst á örtölvubissnessinn. Aldrei var annað að skilja en að við yrðum heimsveldi á því sviði. Og orku- sölumálin — áttu ekki fallvötnin, alveg síðan á tímum Einars Ben. að vera lausnin? Svo var það sameining. Samein- ing fyrirtækja. Hagræðing í rekstri og minni yfirbygging. Til- valið umræðuefni og vaxtakall- arnir og verðbréfamangararnir hamast á viðskiptasíðum og í verslunarblöðum við að predika sameiningu. í þeim eru nokkur smámál sem gengið hafa fljótt yf- ir og eitt eilífðarmál. Sameining banka. I mörg ár hefur staðið til að sam- eina banka. Ríkisvaldið vill sam- eina banka, einkabankarnir vilja sameina banka, samvinnufélögin vilja sameina banka, viðskipta- vinirnir vilja sameina banka, sér- fræðingarnir vilja sameina banka, bankaráðin og — stjórn- irnar vilja sameina banka. Einn banki vill kaupa annan, sjávarút- vegurinn vill kaupa banka, sam- vinnuhreyfingin vildi kaupa banka. Gott ef einhver stakk ekki upp á því að Akureyrarbær keypti Utvegsbankann á sínum tíma. Nú standa mál þannig að allir bankarnir hafa á einhverju stigi staðið í viðræðum við einhverja aðra um sameiningu. Allskonar sparisjóðsnefnur vilja sameinast í að kaupa banka, minni bankar vilja sameinast til að kaupa einn stóran banka, stórir bankar vilja kaupa minni banka eða taka þá upp í skuld, minni bankar vilja fá erlenda banka til að hjálpa sér að kaupa stóra banka. Meira að segja bankar alþýðunnar og versl- unarauðvalds eru tilbúnir að sam- einast í nafni hagræðingar og sparnaðar í rekstri. Enn hefur enginn íslendingur fundist sem beint og hreint er á móti sameiningu banka. Gildir einu hvar í flokki eða stétt menn standa. Engum dettur í hug að andmæla því að það sé rétt að sameina banka. Samt virðist eitt- hvað, sem enginn kann almenni- lega skil á, stöðugt standa í vegi fyrir því að bankar verði samein- aðir. Allir eru sammála um að bankakerfið sé of dýrt, vaxta- munurinn sé vegna þess að allt of mikið af fólki vinnur við að vera í kaffi í bönkum. Við þessu er aðeins eitt að gera. Setja nefnd í málið og senda hana til Japans til að skoða hvernig þeir fara að í bankamálum. Nokkrir kallar í fötum frá Sævari Karli geta farið og lýst yfir við heim- komuna hversu gífurlega gagnleg ferðin hafi verið. Þá er hægt að taka málið upp aftur þangað til allir verða þreyttir á umræðunni. Svo bíðum við bara áfram . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.