Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. apríl 1989 7 SMÁFRÉTTIR Tæknival og Tölvuvörur bjóða Hyundai tölvur Hyundai er risafyrirtæki, var fyrir nokkru taliö vera 25. stærsta fyrirtæki heims, utan Bandaríkjanna, í könnun í bandaríska tímaritinu For- tune. Fyrirtækiö er með 24 sjálfstæðar sérdeildir, sem framleiða nánast allt milli himins og jarðar, m.a. bílana góðkunnu sem seljast um Hjá Tæknival og Tölvuvörum starfa 17 manns í dag. Samning- urinn við Hyundai eykur til muna þá þjónustu veitta á tölvusvið- inu. allar álfur í miklu magni. Einnig eru þar smíðuð skip og olía hreinsuð svo eitthvað sé nefnt. Fyrir um 6 árum var raf- tæknideild stofnuð við fyrir- tækið. Árangurinn í fram- leiðslu á raftæknilegum varn- ingi hefur verið með afbrigð- um góður. Tölvur frá Hyundai eru nú seldar víða á Vestur- löndum, m.a. er markaðurinn í Bandaríkjunum orðinn mjög stór. Varan hefur fengið orð fyrir að vera vönduð, fallega hönnuð, og ekki síst vekur hagstætt verð athygli kaup- enda. Hyundai-tölvurnar munu fást í tveim megingerðum hér á landi til að byrja með, í mis- munandi útgáfum þó, báðar eru einkatölvur, en mismun- andi aflmiklar, þ.e. XT og AT. Munu Tölvuvörur hf. bjóða tölvurnar á sérstöku kynning- arverði fyrst um sinn. Enn- fremur verða á boðstólum nokkrar gerðir prentara frá Hyundai og ekki síður á góðu verði. Þá fást skjáir af ýmsum gerðum á góðu verði. Drykkjuskapur í strætó Eins og komið hefur fram í fréttum hafa verið allmikil brögð af því, að drukknir og uppvöðslusamir unglingar hafi unnið skemmdarverk á vögnunum og jafnvel ógnað vagnstjórum í síðustu ferðum vagna á leiðum 13 og 14 frá Lækjartorgi kl. 00.55 á föstu- dagskvöldum. Síðast átti þetta sér stað 17. mars sl. I fréttatilkynningu frá SVR segir, að enn um sinn verði leitast við að halda uppi þessum síðustu ferðum. „Verði engu að síður áfram- haldandi vandræði af ofan- greindum sökum er viðbúið, að þessar ferðir verði lagðar af til frambúðar." Herstöðva- andstæðingar halda fund í Háskólabíói Samtök herstöðvaand- stæðinga efna til fundar í Háskólabíói næstkomandi sunnudag þann 2. apríl. Hefst fundurinn klukkan 14.00. Til- efni fundarins er að nú eru 40 ár liðin frá því að ísland gekk í hernaðarbandalagið NATO og lét af þeirri hlutleys- isstefnu sem mörkuð var þegar landið fékk sjálfstæði. Slvaxandi hernaðarumsvif hér á landi hafa staðfest þau varnaðarorð sem andstæð- ingar Natóaðildar settu fram fyrir 40 árum og gert barátt- una fyrir herlausu og hlut- lausu íslandi enn mikilvægari en áður. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: Setning: Ingibjörg Haralds- dóttir formaður miðnefndar SHA. Ávarp: Peter Armitage mann- fræðingur frá Kanada talar um baráttu Innú indjána á Labrador gegn heræfingum Nató. Tónlist: Bubbi Morthens og Bjartmar Guðlaugsson. Leikrit: Frumflutningur og eina sýning á leikritinu „Rétt- vísin gegn RÚV“ eftir Jústus. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Sigurður Rúnar tónlistar- maður stjórnar fjöldasöng á fundinum. Fundarstjóri er Páll Berg- þórsson veðurfræðingur. Húsið opnar klukkan 13.30 og eru herstöðvaandstæðing- ar hvattir til að fjölmenna á fundinn. Aukasýning á London City Ballet Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á sýningar London City Ballet í Þjóðleik- húsinu, hefur verið ákveðin aukasýning, laugardaginn 1. apríl, kl. 14.30. RAÐAUGLÝSINGAR Útboð Landgræösla 1989-1990 Helstu magntölur: Nýsáning Áburðardreifing Suðurlandskjördæmi 90 ha 90 ha Reykjaneskjördæmi 95 ha 100 ha Vesturlandskjördæmi 170 ha 170 ha Vestfjarðakjördæmi 125 ha 125 ha Norðurlandskjörd. vestra 90 ha 90 ha Norðurlandskjörd. eystra 215 ha 215 ha Austurlandskjördæmi 150 ha 110 ha W Útboðsgögn verða afhent fráog með 4. apríl n.k. hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavlk (aðalgjaldkera) og fyrir við- komandi kjördæmi áeftirtöldum um- dæmisskrifstofum: Selfossi, Borgar- nesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. april 1989. Vegamálastjóri Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Hafnarfjörður — Tæknimaður Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í lokafrágang II. áfanga við Granda- skóla. Verktaki tekur við húsinu sem næst tilbúnu u'nd- ir tréverk og fullfrágengnu að utan. Grunnflötur skólans er 585 m2. Verklok eru 31. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 REykjavík gegn 15.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 19. apríl 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Átöppun á öli Óskað er tilboða í átöppun á öli, á dósir, flöskur og barkúta fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11.00 f.h. mánudag- inn 17. apríl nk. þar sem þau verða opnuð í viður- vist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 26844 Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til að veita forstöðu hönnun- ardeild við embætti bæjarverkfræðings, jafn- framt því að vera staögengill bæjarverkfræð- ings. Menntun í þéttbýlistækni og skyldum fögum er áskilin. Veruleg reynsla í þróun skipulags og hönnun gatna og veitukerfa er nauðsynleg. AL ÚTBOÐ — FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar borgarverkfræðings og dagvist barna auglýsir eftir verktökum, sem hefðu áhuga á að hanna og byggja tvo leikskóla í Reykjavík, annan við Dyrhamra, en hinn við Malarás, samkvæmt AL-UTBOÐI. Nánari uppslýsingar veita bæjarverkfræðingur og bæjarritari, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Umsóknir skulu berast á sama stað eigi síðar en 18. apríl n.k. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði. Þeir verktakar, sem áhuga hafa, leggi inn nafn sitt og símanúmer, ásamt nöfnum á hönnuðum fyrir fimmtudagskvöld 6. aprll 1989, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar eftir- taldar kennarastöður: 1. staða I viðskiptagrein- um, 11/2 staða í stærðfræði og Vi staða í jarð- fræði. Þá vantarstundakennara í sögu og þýsku, versl- unarrétti, markaðsfræði og stjórnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 26. apríl. Umsóknir um stundakennslu sendist skóla- meistara sem veitrr allar nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið. Fógetaembættið í Keflavík Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á skrifstofuhúsnæði bæjarfógetans í Keflavík að Vatnsnesvegi 33. Húsið er tveggja hæða steinhús 300 m2 að grunnfleti. Verkefniðeraðendurinnréttaallaefri hæð hússins og breyta innréttingum á um helm- ingi neðri hæðar. Á verktímanum mun embættið hafa hluta af starfsemi sinni í þeim hluta húss- ins sem ekki er verið að vinna við eða lokið verð- ur við. Efri hæð hússins skal skila fullgerðri 18. ágúst 1989 en neðri hæð 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent frá kl. 14.00 þriðjudag- inn 4. apríl nk. til og með fimmtudags 13. apríl gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður til sýnis væntanlegum bjóðendum 6. apríl og 13. apríl nk. milli kl. 16.00 og 17.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgar- túni 7, þriðjudaginn 18. apríl 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. sími 26844

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.