Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 5. apríl 1989 MMDUBUWni Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. ALVARA í VERKFALLI m A miðnætti í nótt munu fjölmargir opinberir starfsmenn hefjaverkfall til að fylgjaeftirkröfum um bætt lífskjör. Meóal þeirra sem yfirgefa vinnustaði sina verða hákólamenntaðir kennarar. Á eftir þeim munu svo fylgja 15-20 þúsund nemend- ur sem búa við fullkomna óvissu um frekara skólahald og nám. Atvinna er víða bágborin um þessar mundir og þess vegna er hætt við lausagangur nemendanna muni skapa meiri óróaheimaog raska víðaren fjöldinn einn segirtil um. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekki séð ástæðu til að búa sig undir hugsanlegt verkfall. Og þegarfarið var af stað tókst henni að klúðra því sem hægt var við samningaborð. Þúsund króna boð Ólafs Ragnars til opinberra starfsmanna er bág- borin tilraun til að halda úti opinberum rekstri með sæmd og fullboólegri á við þann rikisrekna „einkarekstur" sem blómstrar I landinu. Fagurgali Alþýðubandalagsráðherra sem fyrrum töluðu um nauðsyn opinberrar þjónustu til að viðhalda jöfnuði og réttlæti I samfélaginu hljómar nú sem tónleysa. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var ætlað að bæta kjör og jafna lífskjör I landinu. Fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að ilit hafi verið að taka við búi hægri stjórnar, og því verði að sýna ráðherrum biðlund. Hálft ár er ekki lang- urtími til að hreinsa til. Orð að sönnu en þúsund kallinn hans Ólafs Ragnars sýnir aðra hlið mála. Hvað snýr upp á tilverunni? Er það „vandi þjóðarbúsins" eða blákaldur raunveruleiki fjölskyldunnar? Meðalfjölskylda I landinu þarf nú um 200 þúsund krónur á mánuði til að fram- fleyta sér og sínum samkvæmt opinberum staðli um raun- veruleg útgjöld til viðurværis og til þess að hægt sé að greiða skatt I staðgreiðslunni. Vísitölufjölskyldan reiknast nú 3,46 einstaklingar að meðaltali og er því kostnaður hvers einstaklings I fjölskyldunni tæpar 60 þúsnd krónur á mán- uði. Verðbólgan lifir góðu lífi um þessar mundir og hækkaði framfærslan t.d. um 4200 krónur I febrúar sl. Upp I þessar hækkanir býður fjármálaráðherrann opinberum starfsmönn- um þúsund krónur á næstunni. Verði því boði tekið er Ijóst að atvinnurekendur koma sömu skilaboðum til sinna við- semjenda. Líklega munu háskólamenntaðir rikisstarfsmenn verða I verkfalli góða stund. Háskólamenn eru engir þungavigtar- menn I kjaramálum. Og ríkisstjórnin hefursáralítinn áhugaá þessari stétt. Ekkert bendir því til þess að verkfall sem skell- ur á I nótt leysist I bráð. Til þess skilur allt of langt á milli eitt þúsnd króna og krafa launþega. Og til þess er skilningur for- ystumannaí þjóðfélaginu ástarfi opinberrastarfsmannaallt of takmarkaður. Það er eins og enginn átti sig á því til dæmis hvað það þýðirað þúsundir nemendayfirgefi námsbækurnar og gangi út á vinnumarkaðinn. Um þýðingu þess að halda úti skólastarfi með reisn þarf meira en einn fyrirlestur yfir „vin- veittri" ríkisstjórn. STEINGRÍMUR GAF LEYFI TIL HERBRÖLTS M ikið fjaðrafok hefur orðið út af fyrirhugaðri æfingu her- liðsins I sumar. Svo virðist sem stjórnmálamenn komi af fjöll- um. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins sagói I umræðu utan dagskrár á Alþingi I fyrradag, að hann hefði alls ekki gert sér grein fyrir því að herinn æfði sig með alls kyns vopn. Ríkissjónvarpið hafði kvöldinu áðursýnt mynd af heræfingum sem fóru fram I hitteðfyrraog sem báru með sér að alvöru her væri á Miðnesheiði. Ýmsir stjórnar- sinnar hafa skorað á utanríkisráðherra að banna æfingarnar I sumar og forsætisráðherra hefur sagt þær vera tíma- skekkju. I umræðunum á þingi I fyrrakvöld kom þó fram að það var sami framsóknarráðherrann sem nú situr I stóli for- sætisráðherra sem leyfði heræfinguna sem á að fara fram I sumar. Framsókn þarf nauðsynlega að undirbúa sig betur áður en utanríkismál verða næst rædd I þinginu. ÖNNUR SJ0NARMID Veit ekki hvort analýsera eigi leið- ara Þjóðviljans sem aprílgabb. FORMENN A-flokkanna eru greinilega í dálitlum vandræðum með flokksmálgögn sín þessa dag- ana ef dæma má fréttaskrif Morg- unblaðsins í gær. Morgunblaðið birtir fréttaviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðubanda- lagsins undir fyrirsögninni ERF- ITT AÐ LESA ÞJÓÐVILJANN. Formaður Alþýðubandalagsins segir í Morgunblaðinu í gær: „Ég verð nú að játa það að ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að lesa Þjóðviljann í tvöfalt stærra broti en venjulega,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið um leiðara Þjóðviljans frá síðast- liðnum laugardegi. I leiðaranum kom fram hörð gagnrýni á störf rík- isstjórnarinnar undanfarna sex mánuði og stjárnarþátttöku Al- þýðubandalagsins. „Sumt var nú greinilega apríl- gabb og annað ekki,“ sagði fjár- málaráðherrann. hann var spurður hvort hann teldi að leiðarinn hefði verið aprilgabb: „Ég skal nú ekkert um það segja. Hann var vel skrifað- ur og margar góðar hugsanir þar. Auðvitað er það hárrétt með þessa ríkisstjórn eins og aðrar að margt hefði mátt takast betur.“ FORMAÐUR Alþýðuflokks- ins segir nokkrum síðum aftur í sama Morgunblaði í fréttafyrir- sögn: LEIÐARI ALÞÝÐUBLAÐS- INS FREKAR ÞUNNUR í ROÐ- Vil gjarnan meiri viti bornar analýs- ur i Alþýðublaðinu. INU. Þar höfðar formaðurinn til leiðara Alþýðublaðsins sl. laugar- dag er störf Alþýðuflokksins í nú- verandi ríkisstjórn voru analýseruð og gagnrýnd nokkuð. Jón Baldvin Hannibalsson segir í fréttaviðtali Morgunblaðsins: „Þessi leiðari staðfestir að rit- stjóri blaðsins metur það réttilega svo, að hann sé frjáls að sjálfstæðu mati á stjórnmálaástandinu.Hann skrifar augljóslega á þann veg, að hann verður ekki sakaður um það að vera einhver leigupenni flokks- yfirvalda, og það út af fyrir sig er gott,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, er hann var spurður álits á leiðara Alþýðublaðsins frá því sl. laugardag, en þar eru störf Alþýðu- flokksins í þessari ríkisstjórn gagn- rýnd harðlega undir fyrirsögninni: „Aðra „Eyðimerkurgöngu“?“. Jón Baldvin sagðist í annan stað vilja segja þetta: „Mér finnst leiðar- inn vera frekar þunnur í roðinu, út frá greiningu á ástandi. Auk þess vildi ég gjarnan sjá meiri pólitii ska viti borna analysu á síðum Alþýðu- blaðsins.“ Þetta hlýtur að vera hvatning fyr- ir alla alþýðuflokksmenn að skrifa í Alþýðublaðið. En greinilegt er að Morgunblaðið átti sældardag með formönnum A- flokkanna í gær. Morgunblaðs- menn eru greinilega búnir að gleyma hvað aumingja Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins mátti oft þola í leiðurum Areiðanlegast að skrifa analýsur um Alþýðubandalagið eftirá. Morgunblaðsins meðan hann sat í stóli forsætisráðherra. Og fannst eflaust nóg um þær viti bornu ana- lýsur. TALANDI um viti bornar ana- lýsur: Ein slik birtist i Þjóðviljanum í gær. Mörður Árnason ritstjóri fjallar i fréttaskýringu og analýsu um kjaramálin, stöðu Ólafs Ragn- ars í Alþýðubandalaginu og mið- stjórnarflokksfundinn sem haldinn verður í kvöld. Mörður skrifar. „En auk þess að dagur getur gjörbreytt stöðunni í póiitík er Al- þýðubandalagið óútreiknanlegt og árciðanlegast að skrifa um það fréttaskýringar eftirá og ekki fyrir- fram.“ Þetta er nokkuð góð analýsa. EINN MEÐ KAFFINU Maðureinn sem varorðinn þreyttur á því að lána vinum sínum bækur án þess að fá þær aftur, sagði eitt sinn: „Ég heimsæki stundum vini mínatil að skoða bóksasafn- ið mitt.“ DAGATAL Púðurskot og heimavarnarlið NATO — umræðan verður skemmtilegri og skemmtilegri. Herstöðvaandstæðingar hafa verið að halda upp á 40 ára af- mæli inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Þetta hafa þeir gert með því að kveðja til helstu listamenn þjóðarinnar sem enn kjósa Alþýðubandalagið og feng- ið þá til að flytja hugverk opin- berlega inn á milli annarra skemmtiatriða sem stjórnmála- menn flytja af ýmsu tagi. En nú eru samtök herstöðvar- andstæðinga búnir að fá nýja hugmynd, enda þessi gamla með listamennina orðin dálítið þreytt. Herstöðvaandstæðingar eru bún- ir að boða stofnun heimavarnar- liðs til að „stöðva yfirgang erlends hervalds í landinu," eins og Þjóð- viljinn kemst að orði í fyrirsögn í gær. Nú vil ég taka fram að ég les alls ekki Þjóðviljann að jafnaði, held- ur kemur konan stundum með síðu og síðu úr honum heim eftir að hafa verið í fiskbúðinni. Fisk- salinn er nefnilega gamall kommi sem enn kaupir blaðið, „hvort sem það stækkar eða smækkar“ eins og hann kemst að orði. Að lestrinum loknum, „sem ekki tek- ur langan tíma,“ vefur hann fisknum inn í blaðið. Það er von- andi að ýsan komist fyrir í blað- inu í framtíðinni. En það var þetta með heimavarn- arlið herstöðvaandstæðinga. Skyldi Páll Pétursson veljast til generaltignar? Verður Hjörleifur Guttormsson major eða öferste- löjtenant? Hvaða vopn verða bor- in af þessu heimavarnarliði? Þingræður Steingríms Her- mannssonar? Talandi um Steingrím. Honum finnst heræfingar NATO vera tímaskekkja. En greinilega er tím- inn eitthvað skakkur í hausnum á forsætisráðherra. Þessi umdeilda æfing sem allir eru að reyna að núa aumingja Jóni Baldvin um nasir var tilkynnt í tíð Steingríms sem utanríkisráðherra. Voru Steingrímur og Páll Pétursson búnir að gleyma því? Eða var Steingrímur bara plataður? Kannski finnst Steingrími heræf- ingarnar tímaskekkja af því að hann vill heldur hafa heimavarn- arlið. Ef til vill hefur hann hug á því að verða varnarmálaráðherra og æðsti yfirmaður heimavarnar- liðsins. Annars hefur það komið fram í þingumræðunni, að NATO — herinn mun ekki nota alvöru skot, heldur aðeins púðurskot. Eins og þeir á þinginu. Það er hins vegar spurning hvers konar skot heimavarnarliðið ís- lenska mun nota. Og verða konur með í íslenska heimavarnarlið- inu? Ef svo er, mun eflaust Kvennalistinn vilja leggja undir sig heimavarnarliðið og hleypa engum strákum að. Og þá verða engin vopn borin í heimavarnar- liðinu, því stelpurnar eru á móti hermennsku og vopnaskaki eins og frægt er orðið. Þær munu nota mjúk púðurskot. Talandi um púðurskot. Fyrrum fulltrúi Framsóknarflokksins í ut- anríkismálanefnd Alþingis lagði fram 11 spurningar á Álþingi fyrir Jón Baldvin um hernaðaræfingu NATO sem stendur fyrir íslensk- um dyrum. í ljós kom að lengi hafa legið fyrir allar upplýsipgar um þessa æfingu og meðal annars birti Mogginn ítarlega frétt um hana í nóvember í fyrra. Þetta heitir víst að vera upplýstur þing- maður. Sem skýtur púðurskotum í heimavarnarliði Framsóknar. Reyndar var Páll Pétursson settur af sem fulltrúi Framsóknar í utan- ríkismálanefnd í síðasta nefndar- kjöri. Þingflokkurinn sagði pent nei takk og dró Pál úr varnar- málaumræðunni. Þetta heitir að gleyma engu — og læra ekkert nýtt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.