Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. apríl 1989 3 FRETTASKYRING Ríkisbankarnir 1985-1988: 2 MILLJARÐAR Í FASTEIGNAKAUP Seðlabankahöllin kostaði samtals 1,8 milljarð króna. Landsbankinn fjár- festi í fasteignum fyrir 600 milljónir á 4 árum og Búnaðarbankinn fyrir 245 milljónir. Seðlabankinn og ríkisviðskiptabankarnir Landsbankinn og Búnaðarbankinn lögðu út í samtals ríflega 2.100 milljóna króna fjárfest- ingu i fasteignum á fjögurra ára tímabili, 1985-1988. Um nær hreina aukningu á fast- eignum er að ræða, þar sem seldar fasteignir á móti hljóðuðu upp á aðeins rúmlega 134 millj- ónir auk tæplega 95 milljóna króna hluti fast- eignar að Austurstræti 11 sem Seðlabankinn seldi Landsbankanum. Þetta kemurfram i svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um fjárfestingar rikisbanka. 60% þessara 2.100 millj- óna króna liggja í fram- kvæmdakostnaðinum við nýbyggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg á þessu tímabili. Framkvæmdir þar hófust í ársbyrjun 1982 og er nú sem kunnugt er lokið. Byggingakostnaður- inn var kominn upp í um 400 milljónir króna að nú- virði í árslok 1984. Næstu ár var byggingakostnaður- inn sem hér segir: 1985 rúmlega212milljónir. 1986 rúmlega 462 milljónir. 1987 rúmlega 447 milljónir og 1988 tæplega 143 millj- ónir króna, allt á verðlagi nú í apríl. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar hjá Seðlabankanum 1982-1988 reyndist að núvirði vera tæplega 1.815 milljónir króna, þegar búið er að bæta við fjárfestingum í öryggisbúnaði, varaafls- stöð, seðlabrennsluofni og fleiru um á tæplega 147 milljónir króna. Þar af eru 1.264 milljónir frá því 1985-1988. 116 milljónir I_________ félagsmiðstöð___________ Landsbanki íslands hef- ur fjárfest í fasteignum fyr- ir tæplega 600 milljónir króna frá 1985 til síðustu áramóta. 1985 var fjárfest fyrir 52,4 milljónir, þar af fyrir tæplega 28 milljónir króna vegna byggingar á Selvík Grímsne§i undir fræðslu- og félagsmiðstöð. Einnig var keypt íbúð á Akureyri sem framreiknað hefur kostað rúmar 9 millj- ónir króna. 1986 var fjárfest í fast- eignum fyrir alls tæplega 275 milljónir króna. Bera þar hæst fjárfestingakaup að Suðurlandsbraut 24 fyr- ir 117,4 milljónir króna og kaup á hluta af Austur- stræti ll af Seðlabankan- um fyrir rúmlega 93 milljónir króna. Þetta árið var einnig fjárfest í íbúð í Þorlákshöfn fyrir rúmar 6 milljónir króna og um 18 milljónir fóru í Selvíkina áðurnefndu. 1987 fjárfesti Lands- bankinn fyrir tæplega 130 milljónir króna í fasteign- um. Þar af voru 57 milljón- 1 róna vegna Suðurlands- orautar 24, 35 milljónir vegna banka- og íbúðar- húss i Grindavík og 29 milljónir vegna Selvíkur. Á móti var gamla bankahús- ið í Grindavík selt fyrir 17,5 milljónir króna að núvirði. 1988 var síðan fjárfest fyrir rúmar 140 milljónir króna, þar af fóru 81 millj- ón í Suðurlandsbraut 24 og um 42 milljónir í Selvíkina. Einnig má nefna 11 millj- ónir króna vegna íbúðar í Keflavík fyrir útibústjór- ann í Sandgerði. Á móti var hluti af húsinu að Suð- urlandsbraut 24 seldur, fyrir tæplega 90 milljónir króna. Engar áætlanir í_______ Búnaðarbanka Búnaðarbankinn hefur frá 1985 fjárfest í fasteign- um fyrir alls 245 milljónir króna. Þar af eru um 57 milljónir vegna Kringlunn- ar 8-12, um 44 milljónir vegna Hamraborg 9 og um 40 milljónir vegna Smiðju- vegs 4 í Kópavogi. Fjárfest- ingar vegna Þönglabakka í Breiðholti og Garðatorgs i Garðabæ voru um 36 millj- ónir á hvora fasteign. Athygli hlýtur að vekja að í svari viðskiptaráð- herra kemur fram, að hjá Búnaðarbankanum eru engar fjárfestingaráætlan- ir gerðar sérstaklega. í Landsbankanum hins veg- ar eru slíkar áætlanir gerð- ar í lok hvers árs fyrir það ár sem framundan er ásamt ábendingum um það sem skipulag leggur til að verði á dagskrá næstu tvö ár þar á eftir. Þessi áætlun fer fyrst fyrir bankastjórn en síðan fyrir bankaráð og gildir samþykkt þess fyrir eitt ár í senn. Þetta breytir því hins vegar ekki að fjár- festingar Búnaðarbankans hafa verið svipaðar sem hlutfall af veltu og fjárfest- ingar Landsbankans. í svari viðskiptaráðherra eru ekki tíundaðar fjárfest- ingar Útvegsbankans frá 1985 á þeim tíma sem hann var ríkisbanki, fram til maí 1987. Fjárfestingar ríkis- bankanna á þessu tímabili eru því í raun nokkru hærri en áðurgreindar 2.100 milljónir króna, ef gengið er frá því sem vísu að Út- vegsbankinn hafi sem rík- isbanki fjárfest í ein- hverjum fasteignum á þess- um tíma! Seðlabankahúsið kostaði um 1,8 milljarð króna á 7 ára byggingaferli. Upp i þetta tókst þó að selja Landsbankanum eignina að Austurstræti fyrir 95 milljónir. þróunar aðstoð Utanríkis- og þróunarráðherrar Norðurlanda Þróuðu rikin efli Bein tengsl milli ísraels ogPLO. Áframhald efnahagslegra þvingana gegn stjórnvöldum Suður-Afríku. Fundur utanríkis- og þróunarmálaráðherra Norðurlandanna var haldinn i Þórshöfn hinn 30.-31. mars sl. Helstu málin sem ráðherrarnir ræddu um á fundinum var ástandið i Mið-Aust- urlöndum, ástandið i sunnanverðri Afríku og þróunaraðstoð. Varðandi Mið-Austurlönd kváðu ráðherrarnir það vera jákvætt annars vegar, að Arafat leiðtogi LPO hefði á síðasta allsherjar- þingi samþykkt ályktanir öryggisráðsins nr. 242 og 338, viðurkennt tilverurétt Ísraelsríkis og hafnað hryðjuverkum alfarið og hins vegar, að skoðana- skipti væru hafin á milli Bandaríkjanna og PLO. Með þessu hefðu verið tek- in skref í átt að friðsam- legri og réttlátri lausn á deilu Araba og ísraela sem verðskulduðu jákvætt og skjótt svar af hálfu ísraels. Ráðherrarnir áréttuðu mikilvægi þess að stofnað yrði til beinna tengsla á milli ísraels og PLO, og ítrekuðu stuðning sinn við þá hugmynd að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna á veg- um Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi að leysa deil- una í Mið-Austurlöndum. Þeir ítrekuðu áhyggjur sín- ar af aðgerðum israelskra stjórnvalda gegn Palest- ínumönnum á herteknu svæðunum og hvöttu deiluaðila til að sýna still- ingu og komast hjá of- beldisverkum. Samkvæmt áliti ráðherranna lítur meirihluti Palestínumanna í dag á PLO sem talsmann sinn. Varðandi ástandið í sunnanverðri Afríku Iýstu ráðherrarnir yfir ánægju sinni með að loks hefði tekist að ná samkomulagi um sjálfstæði Namibíu og sögðu að ríki heims ættu að setja efnahagslega og stjórnmálalega aðstoð við Namibíu á oddinn á meðan unnið væri að sjálfstæði hennar. Þeir ákváðu að hefja viðræður um sam- starf við ríkisstjórn Namibíu þegar hún hefur verið kosin og samþykktu að samræma þjóunarað- stoð Norðurlandanna við landið. Ráðherrarnir lýstu því yfir að ástandið í S-Afríku gæfi ekki tilefni til bjart- sýni um afnám kynþátta- aðskilnaðar þar í landi og ákváðu að halda áfram að beita sér fyrir alþjóðlegum þvingunum gegn S-Afríku. Frjáls og lýðræðisleg S-Afríka án alls kynþátta- misréttis héldi áfram að vera markmið Norður- landanna. Ráðherrarnir vilja beita sér fyrir aukinni alþjóð- legri þróunaraðstoð á níunda áratugnum og beindu athyglinni að því að eina leiðin til að vinna bug á fátæktinni í heiminum væri að gefa þeim fátæk- ustu tækifæri til að auka fr&mleiðni sína. Þess vegna yrði á alþjóðavettvangi að leggja aðaláherslu á bar- áttu gegn fátækt og tryggja félagslega þróun. Áhersla var Iögð á að gera þyrfti sameiginlegt al- þjóðlegt átak á sviði um- hverfismála til að tryggja sameiginlega framtíð. Efnahagslegur vöxtur í þróunarlöndunum væri forsenda þess að jafnvægi og stöðugleiki ríkti í al- þjóðlegum efnahagsmál- um. Ráðherrarnir kváðust vonsviknir yfir því að þróuðu ríkin eyði eingöngu 0,34% af vergri þjóðar- framleiðslu til þróunarað- stoðar sem sé tæpur helm- ingur þeirrar prósentutölu, 0,7%, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt. Þeir skoruðu á þróuðu rík- in að uppfylla sem fyrst þau 0,7% sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt og að líta á það sem bind- andi markmið. Stefna bæri að því sem fyrsta áfanga að auka samanlagða þróunar- aðstoð árlega að minnsta kosti um 10 milljarða USD, fyrir árið 1992. í þróunaráætlun fyrir níunda áratuginn; væri nauðsyniegt að viður- kenna hversu ríki heims eru orðin háð hvert öðru. Ráðherrunum var gerð grein fyrir störfum vinnu- hóps forstöðumanna stjórnmáladeilda norrænu utanríkisráðuneytanna um kjarnorkuvopnalaust svæði á norðurslóðum. Vinnuhópurinn hefur lok- ið við fyrstu drög að kafla um herfræðilegt mikilvægi norðurslóða og aðliggj- andi hafsvæða, haldið áfram umfjöllun um drög að kafla um skyldur ríkj- anna á hugsanlegu kjarna- vopnalausu svæði á norð- urslóðum og byrjað um- fjöllun um tengsl slíks svæðis við afvopnunarþró- un í víðara evrópsku sam- hengi. Utanríkisráðherrar Norðurlanda eru óánægðir með of rýra aðstoð þróaðra rikja við þróun- arlöndin. í heijd þurfa þau að tvöfalda aðstoð sína til að uppfylla stefnu SÞ. ísland er reynd- ar ekki barnanna best í þessum efnum eins og Alþýðublaðið benti nýlega á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.