Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 5. apríl 1989 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skrifar SVEITARFÉLÖGIN OG VIÐ bent á þriðja stjórnsýslustigið. Margir, sem um það hafa rætt, hafa talið það heppilegustu leið- ina til að auka völd og áhrif lands- byggðarinnar. í þessum efnum hefur gjarnan verið bent á for- dæmi frá hinum Norðurlöndun- um. Ég hefi áður látið þá skoðun í ljós að mér virðist umræðan um þriðja stjórnsýslustigið vera kom- in í nokkra sjálheldu, sem brýnt sé að koma henni úr. Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort þriðja stjórnsýslustigið geti breytt einhverju um þá þróun sem leitt hefur af sér sívaxandi mis- vægi milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er engan veginn einhlítt að fyrir- komulag sem hentar milljóna þjóðum henti okkur. Á vegum félagsmálaráðuneytis- ins hefur nýlega verið aflað heil- mikilla gagna um fyrirkomulag sveitarstjórnarmála á hinum Norðurlöndunum. Eru þessar upplýsingar bæði um sveitar- stjórnarskipulagið og þar með fylkin og einnig um verkaskipt- ingu sveitarfélaga, fylkja og ríkis. Ég hefi falið þremur starfs- mönnum ráðuneytisins, þeim Berglindi Ásgeirsdóttur, Hún- boga Þorsteinssyni og Þórhildi Líndal að yfirfara þessi gögn og taka saman greinargerð þar sem m.a. kemur fram hver reynsla ná- grannaþjóðanna er af fylkjafyrir- komulaginu og hvaða lærdóm við getum dregið af þeirri reynslu. Ég vona að þetta geti legið fyrir nú um mitt árið þannig að ég geti þá kynnt niðurstöðuna fyrir Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, og leitað samráðs um frekari fram- vindu þessa máls. Ég vil taka það skýrt fram að með þessu hefi ég ekki tekið neina afstöðu til þess hvort hér eigi að efna til þriðja stjórnsýslustigsins, en ég vil leggja mitt af mörkum til að koma umræðunni um þriðja stjórnsýslustigið úr þeirri sjálf- heldu sem hún hefur verið í. (Síðari hluti greinar Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra verður birtur í Alþýðublaðinu n.k. laugardag, þ. 14. apríl. Þar mun félagsmálaráðherra fjalla um húsnæðismál, rammalöggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga og atvinnumál). Jóhanna Sigurðardottir félagsmálaráðherra telur að frumvörpin um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga og um tekjustofna sveitarfélaga nái fram að ganga á Alþingi fyrir þingslitin i vor. í eftirfarandi grein og í grein sem birt- ist í Alþýðublaðinu nk. laugardag, viðrar félagsmálaráð- herra mikilsverð mál sem sérstaklega snerta sveitarfélög- in og unnið hefur verið að i félagsmálaráðuneytinu að undanförnu. Ég mun í eftirfarandi grein ræða um nokkur mikilsverð mái, sem undanfarið hefur verið unnið að i félagsmálaráðuneytinu og sér- staklega snerta sveitarfélögin. Sum þessara mála eru lesendum raunar eflaust vel kunn. Engu að síður tel ég rétt áð ég fari hér um þau nokkrum orðum. Verkaskipting ríkis og sveitarfélags________________ Frumvarp til laga um breyting- ar á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga var lagt fram í efri deild Alþingis í desembersl. og þá vísað til félagsmálanefndar deildarinn- ar, þar sem það hefur síðan verið til meðferðar. Frumvarpið var grundvallað á tillögum nefndar sem skipuð var fulltrúum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi ráðuneyta. Nefnd þessi yfirfór fyrri tillögur og gerði á þeim nokkrar breytingar til sam- ræmis við gagnrýni sem fram hafði komið. Nefndin varð sam- mála í öllum meginatriðum um niðurstöðu. Tekjustofnar sveitarfélaga I maí á sl. ári skipaði ég nefnd til að endurskoða lög um tekju- stofna sveitarfélaga. Nefndin gekk frá frumvarpi sem Iagt var fram á Alþingi samhliða verka- skiptafrumvarpinu og er nú til meðferðar í sömu deild og það frumvarp. Sveitarstjórnarmenn hafa lagt mikla áherslu á bæði þessi mál. Umræðan um breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur staðið í a.m.k. tvo áratugi og umræðan um breytingar á tekjustofnalögunum í einn ára- tug. í málefnasamningi þeirrar rík- isstjórnar, sem nú situr, er lögð áhersla á bæði þessi mál. Þar er lögð áhersla á að sveitarfélögin verði efld og aðstaða þeirra til að veita íbúum sínum félagslega þjónustu jöfnuð. Lög um tekju- stofna sveitarfélaga verði endur- skoðuð með það að markmiði að auka sjálfræði og jafna aðstöðu sveitarfélaga til áiagningar fast- eignaskatts og aðstöðugjalds. Stærri hluta af tekjum Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga verði varið til tekjujöfnunar milli sveitarfélaga. Samtímis verði verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga breytt með hliðsjón af tillögum verkaskipta- nefndar. Komi það til fram- kvæmda á næstu tveimur til þremur árum. Hliðstæð ákvæði voru í málefnasamningi síðustu ríkisstjórnar. Miðað við þær undirtektir, sem frumvörpin fengu við fyrstu um- ræðu í efri deild Alþingis geri ég mér vonir um víðtækan stuðning við þau og að þau nái fram að ganga fyrir þingslitin í vor. Ég tel að verulega hafi greitt fyrir stuðn- ingi við verkaskiptamálið að sam- hliða eru Iögð fram frumvörp um breytingar á tekjustofnum sveit- arfélaga. Einnig hitt að félags- málaráðuneytið hefur lagt áherslu á að samhliða meðferð málsins á þingi sé hægt að leggja drög að reglugerð sem kveði nánar á hvernig framlög úr Jöfnunarsjóði komi til með að breytast. Ég fagna því sérstaklega að breytingin felur í sér að jöfnunarhlutverk sjóðsins mun aukast gífurlega og verða í reynd veruleg lyftistöng fyrir minni og vanmegnugri sveitarfé- Iög. Við skulum þó alveg gera okkur grein fyrir því að þegar um jafnróttækar breytingar er að ræða og felast í þessum frumvörp- um, þá má reikna með andstöðu frá ýmsum aðilum, því hér er vissulega um víðtækar breytingar að ræða, sem ná til margra mála- flokka, en ég tel ávinninginn af þessu ótvíræðan ekki bara fyrir sveitarfélögin heldur þjóðina í heild. Því mun ég fylgja því fast eftir að þessi brýnu hagsmunamál sveitarfélaganna og íbúa þeirra verði lögfest á yfirstandandi þingi. Kjörnir sveitarstjórnarmenn í landinu munu vera á annað þús- und. Þá hlýtur að sjálfsögðu að greina á um marga hluti — annað væri óeðlilegt. Engu að síður er Ijóst að í svo þýðingarmiklum málum fyrir sveitarfélögin sem verkaskiptamálin og tekjustofna- málin eru verða sveitarstjórnar- menn að móta sameiginlega stefnu, sem stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga getur fylgt eftir. Ég vil minna á þá viðamiklu kynningu sem fram hefur farið bæði á verkaskipta- og tekju- stofnamálinu. Þessi mál voru til sérstakrar unrræðu á flestum að- alfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga á sl. ári. í vetur hefur Samband ísl. sveitarfélaga gengist fyrir kynningu á þeim í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og landshlutasamtök sveitarfélaga. Mér er ekki kunnugt um að áður hafi farið fram jafnviðamikil kynning á nokkrum málum með- al sveitarstjórnarmanna. Ég tel að bæði verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og tekju- stofnamál sveitarfélaga séu nú komin í þær ógöngur að óviðun- andi sé fyrir sveitarfélögin. Endurskoðun burðarþols- ákvaeða byggingar-____________ reglugerðar Nefnd sem unnið hefur að end- Fyrri grein „Mér virðist sem umræðan um þriðja stjórnsýslustigiö sé komin í nokkra sjáltheidu. Við verðum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort þriðja stjórnsýslustigið geti breytt einhverju um þá þróun sem leitt hefur af sér sivaxandi mis- vægi milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er engan veginn einhlitt að fyrir- komulag sem hentar milljóna- þjóðum henti okkur,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir m.a. i grein sinni um málefni sveitarfélaga. urskoðun á þeim ákvæðum bygg- ingarreglugerðarinnar frá 1979, sem varða burðarþol og hönnun burðarvirkja byggingarmann- virkja hefur nýverið lokið störf- um. Stefnt er að því að breyta nú reglugerðinni til samræmis við til- lögur nefndarinnar, en þær lúta að þremur atriðum: 1. Skilgreiningu á byggingar- stöðlum. 2. Réttindum, starfsreynslu og menntun þeirra, sem fást við hönnun burðarvirkja. 3. Um efni og gerð húsa. Endurskoðun____________________ lögheimilislaga Nefnd sem unnið hefur að end- urskoðun lögheimilislaga er nú að ljúka störfum. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um þetta efni á Alþingi næsta haust. Umhverfismál Umræða um umhverfismál hefur farið mjög vaxandi undan- farið, en umhverfismálin tengjast mjög sveitarfélögunum. Nú er unnið að samningu frumvarps um yfirstjórn umhverfismála, sem fljótlega verður lagt fyrir þing- flokkana. Ég vona sannarlega að samkomulag náist um þetta mál þannig að frumvarpið geti orðið að lögum á yfirstandandi þingi. Sameining sveitarfélaga Ný hyllir undir það að lokð verði sameiningu þeirra sveitarfé- lagá sem skylt er að sameina sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum þ.e. eru með færri en 50 íbúa. Ég tel nú mjög brýnt að hækka lágmarks- íbúafjölda í sveitarfélagi og tel að nú væri eðlilegt að færa þessa tölu upp í 200. Ég mun innan skamms ræða við stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga með það fyrir aug- um að frumvarp um þetta efni verði lagt fram á Alþingi næsta haust. priðja stjórnsýslustigið Undanfarin ár hefur alltaf af og til bryddað á umræðum um millistig í stjórnsýslunni, sem al- mennt hefur gengið undir nafn- inu þriðja stjórnsýslustigið. Þessi umræða á m.a. rætur að rekja til hins mikla ójafnvægis sem orðið er á milli höfuðborgarsvæðisins- og landsbyggðarinnar. Ástæður þess hversu mjög hef- ur hallað á landsbyggðina í ýms- um greinum eru margar og auð- vitað eru menn ekki sammála um þær. Þó er ljóst að þróun atvinnu- hátta á þarna drjúgan þátt. Mikið vinnuafl hefur á undanförnum árum fluttst úr frumvinnslugrein- um í úrvinnslu- og þjónustugrein- ar. Frumvinnslugreinarnar vega mjög þungt í atvinnulífi lands- byggðarinnar, en mestur vöxtur í þjónustugreinum hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Við þessar aðstæður er mjög eðlilegt að leitað sé allra mögu- legra leiða til úrbóta á hvern hátt megi bæta stöðu landsbyggðar- innar og þarna hafa menn m.a.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.