Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. apríl 1989 7 KVENLEG FEGURÐ í SOVÉT Fegurðardís nr. 5 segir dálítið feimnislega að hún sé að lesa læknisfræði og heiti Ljúdmíla Belova. Blaðamaður Det fri Aktuelt var viðstaddur fegurðarsamkeppni i Moskvu á dögunum. Kynnir keppninnar heldur áfram að bera fram spurningar: ' „Finnst þér gaman að dansa, Ljúdmíla?“ spyr Boris og leiðir hana aftur fram fyrir dómaraborðið. Dómararnir eru grafalvarlegir á svip og fylgj- ast vel með, þegarLjúdmíla byrjar að dansa eftir Michael Jackson- metsöluplötunni „Bad“. Yfir leiksviðinu er stórt plakat, sem á er ritað: „Það sem sam- þykkt var á 27. flokksfundinum á að færast út í daglega lífið“. Tónlistin er stöðvuð og Boris spyr Ljúdmílu hvað foreldrar hennar hafi sagt þegar þeir vissu að hún ætlaði að taka þátt í feg- urðarsamkeppni. Ljúdmíla svarar að það hafi verið þau, sem þvöttu hana til þátttöku. Ef heppnin er með henni kemst hún í loka- keppnina í maí og á þar með möguleika á að verða ungfrú Sov- étríkin. Áhugi fyrir keppni þessari er mikill í Sovétríkjunum og for- keppnir eru út unr öll Sovétríkin. A Vesturlöndum er oft talið að fegurðarkeppnir séu niðurlægj- andi fyrir konur, en því er öðru- vísi farið í Sovét. Þar er litið á þær senr gott tækifæri fyrir stúlkurnar og þá ekki eingöngu fyrir þær sem bera sigur úr býturn og kornast i sýningar- og fyrirsætustörf. Það er sovéskum konutn kappsnrál að sýna fram á að þær séu ekki nein ímynd rússnesku konunnar erlendis er óðum að breytast. Hún er ekki lengur feitlagin, hálsstutt, og karlmannleg kona sem situr á traktor. ■ vinnudýr og að þær geti verið kvenlegar og kynþokkafullar, rétt eins og stallsystur þeirra á Vestur- löndum. „Þið nrunuð sjá að fullt er til af fallegum stúlkum hér,“ segir Na- tasja Osmanova og útlit hennar sjálfrar staðfestir þetta. Rússar segja að takist almennt að sýna að rússneskar konur séu fallegar sé það kjaftshögg á þá áráttu stalín- isrnans að halda konunr niðri á öllum sviðum. Jafnrétti á vinnumarkaðinum eftir byltinguna fólst í því að kon- ur fóru einnig í erfiðisvinnu, en Natasja Osmanova stillir sér upp tyrir Ijósmyndarann. það var hreint ekki það sama og að karlinn ætti að fara að hjálpa til við uppþvottinn! „Karlmennirnir kyssa á hendur okkar en láta okkur puða, þeir tala um okkur eins og guðlegar verur en fara með okkur eins og þræla,“ segir Natasja Osmanova. Oleg Dimitrev, framkvæmda- stjóri fegurðarsamkeppninnar i Moskvu, segir hana hafa rétt fyrir sér: „Koúur í Sovétríkjunum vinna of mikið og hafa of lítinn tíma og of lítið af peningum til þess að hirða um útlit sitt. Ég segi að þjóðfélag sem fer illa með konur sé vont þjóðfélag.“ Hann heldur áfram: „Ég spyr sjálfan mig stundum að þvi hvort þetta sem ég er að gera skipti nokkru máli. Svarið er já, ég vinn að þessu til að hjálpa konum. Ég held því fram að fegurðarsam- keppnir hér þjóni öðrum tilgangi en á Vesturlöndum; þar bera þess- ar keppnir keim af kjöt- og fisk- nrörkuðum. Því er alls ekki þann- ig farið hér. Það sem við erurn að keppa að er andlega og likamlega heilbrigt samfélag — og um leið frjálst. “ (Det fri Aktuelt) SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 22.15 REDL OFURSTI Ungversk kvikmynd, gerð 1984, leikstjóri Istvan Szabó, aðalhlut- verk Klaus Maria Brandauer, Armin MUer-Stahl, Gudrun Land- greb. Enn á ný sameina þeir krafta sína, Szabó og Brandauer, en þeir störfuðu áður saman að myndinni Mephistó, sem vakti mikla athygli, fékk m.a. Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1982. í þessari mynd segir frá Alfred Redl, sem Brandauer leikur, en hann er sonur fátæks stöðvarstjóra á fyrri hluta þessarar aldar. Sjálfur er hann iðinn og gáfaður ungur mað- ur með mikla drauma og vill klifra upp metorðastigann. Hann fer því að heiman til náms í herskóla, kynnist þar barón nokkrum og sér í honum fyrirmynd, bæði til orðs og æðis. En leiðin til metorða getur verið þyrnum stráð eins og Redl fær að finna. Stöð 2 kl. 23.25 ÖSKURUSKUFRÍ*** Bandarísk kvikmynd, gerð 1974, leikstjóri Mark Rydell, aðalhlut- verk James Caan, Marsha Mason, Kirk Calloway, Eli Wallach. Myndin segir frá góðhjörtuðum sjóara sem kynnist eitt sinn í land- gönguleyfi spilltri hóru og óskil- getnum svörtum syni hennar. Sjó- aranum þykir Iíf hórunnar og sonar hennar vera heldur aumt og vill því giftast stúlkunni til að sjá mæðgin- unum farborða. Myndin þykir góð, blandar á smekklegan hátt saman rómantík og raunsæi og í ofanálag standa Caan og Mason, í aðalhlut- verkunum, sig afbragðsvel. 0 STOÐ2 16.30 Fræðsluvarp. 1. Ljós, taka, Afríka. Mynd sem sýnir þ á þrautseigju og hugkvæmni sem liggur að baki tökum á náttúru- lífsmyndum. 2. Alles Gute 17. þáttur. Þýskukennska fyrir byrjendur. 15.45 Santa Barbara. 16.30 Topp 40. 17.25 Dægradvöl. Þátta- röð um frægt fólk með spennandi áhugamál. 1800 18.00 Töfragluggi Bomma. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.10 Handbolti. 1900 19.00 Poppkorn. 19.25 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?). Nýr bandariskur gaman- myndaflokkur um ein- stæðan föður sem tekur að sér heimilishaldiö fyrir einstæða móður. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Nýjasta tækni og visindi. Umsjón Sigurður Richter. 21.10 Á tali hjá Hemma Gunn. 22.15 Redl ofursti (Redl Ezredes). Ungversk bió- mynd frá 1984. - .Myndin byggist á sannsögulegum atburðum og fjallar um Redl ofursta sem er hátt- settur i her Ungverja. Hann fellir hug til svstur æskuvinar sins en hún kemst aö þvi að Redl ber svipaöan hug til bróð- ur sins. 19.19 19.19. 20.30 Skýjum ofar. Myndaflokkur um flugið. 7. þáttur. 21.35 Af borg i bæ. Gam- anmyndaflokkur. 22.00 Leyniskúffan. Loka- þáttur. 2300 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Redl ofursti, fram- hald. 00.40 Dagskrárlok. 23.00 Viðskipti. islenskur þáttum um viðskipti og efnahagsmál. 23.25 Oskubuskufri. (Cindarella Liberty). Sjó- maður kynnist lauslætis- drós og barstúlku sem hann veröur ástfanginn af upp fyrir haus. 01.15 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.