Alþýðublaðið - 07.04.1989, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Qupperneq 1
Páll Halldórsson, formaður BSRB: BSRB semur ekki fyrir okkur BHMR stcndur enn að nokkru utan þeirra samn- ingalotna sem nú er verið að gera hjá BSRB. Á með- an ASÍ situr og bíður eftir því að BSRB klári sína samninga við ríkið, þannig að ASI hafi fordæmis - samningtil að fara eftir í viðræðum við VSÍ, er BHMR með sjálfstæða kröfugerð og berst hat- rammri baráttu fyrir því að láta ekki draga sig inn í sama farveg og hin sam- tökin. Verkfall BHMR hófst á miðnætti, siðastliðna nótt. Áður en verkfallið hófst var gerð lokatilraun til að ná samningum en ekki gekk saman. Ekki virðist vera neinar líkur á að ríkið nái samningum við BHMR að óbreyttu. Hínsvegar velta menn því fyrir sér hvaða fordæmisgildi hugs- anlegur samningur BSRB, hafi fyrir BHMR. Fundur var boðaður hjá BSRB kl. 19.30 í gærkvöldi og síðan klukkan 22.00 hjá BHMR. í ljósi þess að saman virtist vera að ganga hjá BSRB, veltu menn fyrir sér hvort ríkið myndi semja fljótt við BSRB, halda síðan á fund BHMR með samn- inginn og setja punkt þar við sín tilboð. Páll Halldórsson, for- maður BHMR, sagði í við- tali við Alþýðublaðið i gær að allar tilraunir ríkisins um þessar mundir snerust um að draga BHMR í sama farveg og hin samtök launamanna sem stæðu í samningaviðræðum um þessar mundir. „Við lítum á frumkvæði BSRB sem frumkvæði fyrir BSRB en ekki aðra. Þeir auðvitað stilla upp kröfugerð fyrir sitt fólk og reyna að gera það sem þeim hentar. Ef að við værum eitthvað að hugsa á þeim nótum vær- um við ekkert að ómaka okkur við að fara út i átök heldur biðum við bara eftir því að einhver annar gérði samning sem við síðan gætum skrifað undir. Við erum með sjálfstæða kröfugerð og erum komin út í átök vegna þess að við ætlum ekki að láta aðra semja fyrir okkur.“ í gær fór samninga- nefnd BHMR yfir hug- mynd að grundvelli frá samninganefnd ríkisins, sem reyndar hefur af sum- um verið kallað tilboð. Páll sagði að BHMR liti aðeins á þetta sem einn hluta þess sem ræða ætti. „Að líta á þetta sem tilboð sem við annað hvort samþykktum eða höfnuðum, það er al- veg út úr myndinni hjá okkur. Við erum að reyna að semja okkur niður á lausn.“ Páll sagði að BHMR hefði í engu fallið frá sín- um kröfum, hinsvegar væri kröfugerð ekki niðurstaða, enda væri þá verið að skiptast á úrslitakostum en ekki verið að semja. LÖNGU SÍM- TALI LOKIÐ. Það var dramatiskt andrúmsloft í herbúðum BSRB við Grettisgötu siðdegis i gær. Beðlð var eftir svarl rikfsstjórnar- innar viö veröstöðvunar- kröfu samtakanna. Ögmundur Jónasson sést hér koma út úr elnu herberginu eftir að hafa átt hálfrar klukkustund- ar samtal vlð Ólaf Ragn- ar Qrfmsson i sima. Hann snaraðist siðan inn I næsta herbergi þar sem formenn aðildarfé- laga BSRB sátu. Nokkr- um minútum siðar komu fundarmenn út — þá hafði verlð afráðlð að ganga til samnlngafund- ar um kvöldið. Fundar sem ef tll vill leiðlr til samnlngs. það var a.m.k. samnlngahljóð f fólki i höfuðstöðvum BSRB i gær. Drögin lofa góðu Svar ríkisins við verðstöðvunarkröfu BSRB: Strangt verðlagseftirlit auknar niðurgreiðslur Ögmundur Jónasson, for- maóur BSRB, sagði að sam- tökin teldu þau samnings- drög viðunandi sem fyrir lágu áður en fundur hófst með samninganefnd ríkisins í gærkvöld. Ríkið hafði þá sent þau skilaðboð sem beð- ið var eftir allan daginn. Ög- mundur ítrekaði þó að kjarasamningur hefði ekki verið gerður, þrátt fyrir nokkrar líkur þar á. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur að nokkru fallist á kröfur BSRB um verðstöðvun, reyndar ekki algera. BSRB gerði sömuleiðis kröfu um raunvaxtalækkun og fastgengisstefnu. Alþýðu- blaðið innti ögmund Jónas- son eftir þessum atriðum, skömmu áður en samninga- fundurinn með samninga- nefnd ríkisins hófst í gærkvöldi. „Vaxtamálin höfum við rætt við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar, við ræddum þau í gær. Þetta er að vísu nokkuð sem erfitt er að binda í samn- inga en samtökin hafa sett allan sinn þrýsting á bak við kröfu sína um raunvaxta- lækkun. Það höfum við gert oft áður líkt og núna. Við höfum fengið fullvissu ráða- manna fyrir því að þau frum- vörp sem eru fyrir þinginu í þessum málum muni ná fram að ganga.“ — Hvað með trygging- arnar, verðstöðvun og verð- lagseftirlit. Er það öruggt að þetta haldi? „Við teljum þetta mjög stórt spor i þá átt að tryggja að kaupmáttur haldist, vegna þess að kaupmáttur er háður verðlagi, ekki síst nauðsynjavöru allri. Ef að hækkanir á landbúnaðar- vöru hefðu komið til um næstu mánaðamót, liklegast 12-13Vo, hefði það skipt sköpum. Það er sömuleiðis mjög mikilvægt að á tveggja mánaða fresti þá verði höfð hliðsjón af verðlags- og kaupmáttarþróun, og um leið ræddar leiðir til að bregðast við ef forsendur samningsins breytast." Ríkisstjórnin féllst á i gærkvöldi að samfara kjarasamningi við BSRB myndi hún auka niður- greiðslur á landbúnaðaraf- urðum og sjá til þess að strangt verðlagseftirlit yrði haft á samningstímanum. Þetta þýðir að, ef gengur saman hjá BSRB og ríkinu, en fundur hófst kl. 19.30 í gærkvöldi, þá munu nauð- synjavörur ekki hækka á samningstímanum né held- ur opinber þjónusta. Um algera verðstöðvun verður ekki að ræða en haft veró- ur strangt eftirlit með öll- um þeim einokunarfyrir- tækjum sem stjórna verð- myndun á markaðinum. Svo virðist sem gangi saman með BSRB og rík- inu á fundi sem hefjast átti kl. 19.30 í gærkvöldi. BSRB hafði sett fram kröf- ur, auk kauphækkana, um verðstöðvun, fastgengis- stefnu og raunvaxtalækk- un. Ríkisstjórnin hafnaði strax fastgengiskröfunni en í gær beið samninga- nefnd BSRB allan daginn eftir því að ríkisstjórnin tæki endanlégá afstöðu til verðstöðvunar. Þegar skilaboð bárust frá ríkis- stjórninni á sjöunda tím- anum í gærkvöldi, settust formenn aðildarfélaga BSRB á stuttan fund þar sem ákveðið var að ganga til viðræðna við samninga- nefnd ríkisins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins eru miklar líkur á því að samkomulag takist á þeim nótum sem áður var rætt urn að því frátöldu að beinar kaup- hækkanir verða ef til vill ekki þær sem fyrst voru nefndar. í stað þeirra kem- ur launaflokkatilfærsla. Fyrst var rætt um 2.000 króna kauphækkun 1. mars, 6.500 króna.orlofs- uppbót 1. júní og 3.000 króna hækkun síðar á samningstímanum sem standa á til 15. október. Eftir því sem heimildir Al- þýðublaðsins herma þótti samninganefndarmönnum ríkisins þetta samkomulag of hátt og drógu í land. Miðuðu þá við að öllum líkindum að kauphækkun yrði fyrst "tæpar 2.000 krónur en seinni hækkunin yrði 1.500 kr. í staðinn kæmu til einhverjar launa- flokkatilfærslur sem nteta mætti til jafns við þær krónutöluhækkanir sem áður voru nefndar. Orlofs- uppbótin, sem greiða á 1. júní verður óbreytt. Að auki er hugsanlegt að hækkuð desemberuppbót komi inn í samninginn. BSRB hefur lagt mikla áherslu á að það sem um verður samið haldi. TVygg- ingin felst í verðstöðvun á opinberri þjónustu, og al- mennu verðlagsaðhaldi. Að auki í því sem ynjög mikilvægt er að mati BSRB, að á tveggja mán- aða fresti munu samnings- aðilar setjast niður og meta hvort kaupmáttur launa hefur ekki haldist sá sem samið var um. Ennfremur vilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir því að gengið verði ekki fellt á samningstíman- um.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.