Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. aprd 1989 ÚTTEKT á FÖSTUDEGI Varnarliðið ÆFINGARNAR LIÐUR Í EFLINGU HERSINS Á því leikur enginn vafi að mikil breyting hefur orðið á starfsemi og að- stöðu varnarliðsins á Keflavikurflugvelli á undanförnum áratug, einkum þó síðustu 5-6 árin. Breytingar þessar eru margháttaðar og snúa jafnt að félagslegri aðstöðu varnarliðsmanna og hernaðarlegri getu þeirra til að gegna hlutverki sínu. Umræöan um heræfinguna fyrirhuguðu hefur eink- um snúist um hverjir hafi tekiö ákvörðun, hverjir hafi vitað af henni, hve- nær og svo framvegis. í raun er heræfing þessi þó aðeins einn iítill liður í mikilli uppbyggingu og nútímavæðingu varnarliðsins á undanförnum árum, til góðs eða ills eftir atvikum. Um nokkurt árabil hafði lítið gerst á Keflavíkurflugvelli sem flokka má undir stórvægilegar hernaðarlegar framkvæmdir eða innleiðingu nýrrar hernaðar- tækni. Völlurinn var „ljótasti bær íslands", þar sem bæjarbúar hafa um langt skeið verið ríflega 5.000 talsins, þar af rúmlega 3.000 her- menn/herkonur (voru 3.180 um síðustu áramót). Upp úr miðjum síðasta áratug fór að bera á vand- ræðum vegna þess hversu úreltur allur búnaður var orðinn. Fyrst AWACS og svo Geir Einhver þýðingarmesta bragar- bótin sem gerð var hér á var koma tveggja E-3A Sentry ratsjárflug- véla — AWACS — til landsins í lok september 1978. Þetta þótti harla óvenjulegt á sinum tíma, enda um rándýrar vélar að ræða sem hvergi voru staðsettar annars staðar utan Bandaríkjanna. Þess- ar vélar teljast til fullkomnustu fljúgandi ratsjár- og stjórnstöðva sem völ er á, í 30 þúsund feta hæð geta þær greint vélar í lágflugi í allt að 400 kílómetra radíus og í háflugi yfir 550 kílómetra. Sama ár var samþykkt lang- tímaáætlun Atlantshafsbanda- lagsins þar sem meðal forgangsatriða var efling loft- varna, stækkun eldsneytisgeyma fyrir flugvélar, styrkt flugskýíi og stjórnstöðvar, efling ratsjáreftir- lits og svo framvegis. Þessi áætlun tengdist íslandi mjög eins og í ljós kom. Hér fór nútímavæðingin þó hægt af stað og kann helsta skýr- ingin á því að vera þátttaka Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- unum 1978-1983. Þó voru á þessu tímabili m.a. viðræður hafnar um endurnýjun olíugeyma 1 Helgu- vík, fjárveiting úr Mannvirkja- sjóði NATO fékkst fyrir nýjum flugskýlum og fleira var rætt án þess að skriður kæmist á málin. Hlutirnir fóru hins vegar að rúlla fyrir alvöru um leið og Al- þýðubandalagið hvarf úr stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn tók við utanríkisráðuneytinu 1983, með Geir Hallgrímsson þar í broddi fylkingar og síðar Matthías Á. Mathiesen. í ráðherratið þeirra 1983-1987 var lagður grunnurinn að flestum þeim framkvæmdum sem gerbreytt hafa stöðu varnar- liðsins, getu og aðstöðu. Nokkrar framkvæmdir og ákvarðanir síð- ustu 5-6 ára standa upp úr, fyrir utan tilkomu ratsjárflugvélanna áðurnefndu. Vélar, skýll, eldsneytl, ratsjárstöðvar_________________ 1) 18 F-15 Eagle orrustuflugvél- ar hafa leyst af hólmi 12 F-4E Phantom orrustuþotur. F-15 þot- urnar eru miklu fullkomnari vél- ar, með margfalt betri ratsjá og mun stærri „vígradíus". 2) Byggð hafa verið eða verða meiri nákvæmni en ella, þ.e. sprengjur yrðu að hitta flugskýlin sjálf ætti árásin að bera árangur. 3) Stórfelldar framkvæmdir hafa átt sér stað í Helguvík sem farið hafa framhjá fáum. Þar er Hatrammar deilur hafa blossað upp út af heræfingu og tímasetningu hennar. Hlinna hefur farið fyrir umræðu um táknrænt gildi æfingarinnar: Hún er litill angi af stökkbreytingu i stöðu varnarliðsins á íslandi á undanförnum 5-6 árum. 9-13 sérstaklega styrkt flugskýli fyrir orrustuþoturnar. Hlutverk þeirra er að torvelda að flugvélum verði grandað á jörðu niðri í skyndiárás. Skýlin valda því að slíka árás verður að gera af mun verið að reisa olíugeyma og olíu- höfn. Þar á að vera birgðarými fyrir 186 þúsund rúmetra af elædsneyti, aðallega þotuelds- neyti. Tilgangurinn er hernaðar- lega sá, að núverandi birgðarými nægir aðeins til 6 daga reksturs stöðvarinnar á dögum ófriðar. Áætlunin miðar við að þessi tími lengist í 45 daga. 4) Ratsjárstöðvunum verður fjölgað úr tveimur í fjórar og þær gerðar mun fullkomnari. Fyrir voru ratsjárstöðvar á Miðnesheiði og á Stokksnesi í Hornafirði, en nú eiga að bætast við stöðvar á Stigahlíðarfjalli við Bolungarvík og á Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkafjörð. Allar stöðvarnar verða mannaðar íslendingum, en allar upplýsingar fara ógreindar til stjórnstöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Varallðið og þáttur Islands 5) Styrkt stjórnstöð á Keflavík- urflugvelli, þar sem stjórnað verð- ur bæði gagnkafbátahernaði og loftvörnum, er útbúin þannig að starfslið þar getur verið innilokað í stöðinni í sjö daga án nokkurs sambands við umheiminn nema í gegnum talstöðvar. Hreinsistöðv- ar eru innbyggðar vegna hættunn- ar á notkun eiturefnaog lífefnavopna. 6) Miklar „félagslegar" fram- kvæmdir hafa átt sér stað til að bæta aðstöðu varnarliðsmann- anna. Aðbúnaður allur hefur batnað, þjónustan hefur eflst, umhverfið hefur verið fegrað og svo framvegis. Um leið hefur Bandarískt sérkenni stöðvarinnar aukist með tilkomu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, „óviðkom- andi“ umferð hefur minnkað og öryggi aukist. 7) 1984 var tekin ákvörðun um sérstakar hersveitir sem kallaðar yrðu út á hættutímum. Hermenn á Keflavíkurflugvelli hafa um ára- bil verið rúmlega 3 þúsund. Áætl- anir eru til um tilkomu allt að 7 þúsund rnanna liðs úr fastaher landhersins og varaliði á hættu- tímum. Æfingar þessara liða hafa farið tvisvar fram, 1985 og 1987, ein margumrædd æfing er fram- undan og á pappírnum eru æfing- ar 1991 og 1993. 8) íslendingar sjálfir eru að verða óaðskiljanlegur hluti af starfsemi varnarliðsins. Varnar- málaskrifstofa og Öryggismála- deild hafa komið til, 2 sérlegir öryggismálafulltrúar hafa verið ráðnir, ísland hefur frá 1984 tekið fullan þátt í störfum hermála- nefndar NATO, Ratsjárstofnun hefur verið stofnuð og íslending- ar ráðnir til ratsjárstöðvanna, áætlanir hafa verið gerðar með Almannavörnum, landhelgis- gæslu og fleirum og i kjölfar út- tektar á innra öryggi landsins hefur verið brugðist við hættunni á hryðjuverkastarfsemi og ólög- legri upplýsingaöflun. Efllnfl en akkl eðllsbreytlng Fleira mætti tína til skjalanna til að undirstrika þá miklu breyt- ingu sem átt hefur sér stað á örfá- um árum. Árlegar framkvæmdir sem samið er um við varnarliðið hljóða nú orðið upp á 60-70 millj- ónir dollara. íslenskir aðalverk- — Hverjir eru að þinu mati mikilvægustu áfangarnir i þeirri viðleitni undanfarinna ára að endurnýja og nútimavæða varn- ariiðið? „Mikilvægustu atriðin eru þrjú. Ég nefni 1 fyrsta lagi komu AWACS ratsjárþotanna 1978 í staðinn fyrir gömlu Constellation vélanna. Af öðrum þýðingar- miklum breytingum má nefna í öðru lagi nýju ratsjárstððvarnar og í þriðja lagi tölvuvæðingu loft- varnarkerfisins. Það er verið að tölvuvæða allt stjórnkerfið — áð- ur fyrr fóru samskiptin að mestu leyti þannig fram í þessu kerfi að menn töluðust einfaldlega saman í síma eða telexskeyti voru send og hið sama má segja um samskiptin milli Keflavíkurflugvallar og her- stjórna í Bandaríkjunum og NATO. Nú er þetta allt tölvuvætt þannig að upplýsingar frá ratsjár- þotunum og ratsjárstöðvunum fara í gegnum tölvur og hraðinn í kerfinu hefur fjórfaldast. Þessi 3 atriði eru því að mínu mati veiga- mestu breytingarnar á hernaðar- og eftirlitsgetu varnarliðsins á undanförnum árum. Síðan má bæta við að orrustuþoturnar eru öflugri og fullkomnari en áður.“ — Hvað þýðir þetta í stuttu rnáii? „Það er hægt að bregðast miklu fyrr og hraðar við öllu með þessu — Var tekin um það ákvörðun á einhverjum sérstökum tíma- punkti að efla hernaðarlega getu varnarliðsins? „Nei, það er ekki þar með sagt að ákvörðun hafi verið tekin um að efla getu stöðvarinnar, heldur öllu heldur var ákveðið að inn- leiða nýjan tækjabúnað í staðinn Æfingarnar beinast fyrst og fremst að vörnum gegn loftárásum og skemmda- verkum Sovéskra Spetznaz-sveita. móti. Nýju stöðvarnar fyrir vest- an og norðan þýða að það er hægt að halda ratsjárþotunum úti miklu norðar. Viðvörunartíminn og eftirlitsgetan í heild eykst veru- lega um leið. Á sama tíma er búið að efla verulega ratsjárkerfið víð- ar á norðurslóðum.“ fyrir gamlan og úreltan og þar með eflist getan. Að byggja tvær nýjar ratsjárstöðvar er hins vegar bein ákvörðun um eflingu." — Nú er mikiö rætt um fyrir- hugaöa heræfingu fastaliös og varaliös varnarliðsins. Hvenær komu þessar sveitir til skjalanna Albert Jónsson Örvssismálanefnd: Innrás er f jarlægur möguleiki og undir hvaða kringumstæöum kemur til kasta þeirra? „Það er árið 1984 sem þetta varalið merkt íslandi verður til. Við erum í raun að tala um tvenns konar áætlanir. Annars -vegar er gert ráð fyrir að hingað kæmu sveitir úr fastahernum og hins vegar sveitir úr varaliði landhers- ins. Sveitirnar úr fastahernum væri hægt að senda hingað í meiri skyndingu en varaliðið, þær eru í sjálfu sér reiðubúnari og svo ligg- ur fyrir að til að kalla út varalið al- mennt þarf sérstaka ákvörðun Bandaríkjaforseta, sem þarf þá að lýsa yfir neyðarástandi. Fasta- sveitirnar er hins vegar hægt að senda án þess að það þurfi.“ —- Eru þetta þá hersveitir sem eru sérstaklega merktar íslandi? „Það er ekki hægt að segja að það séu ákveðnar sveitir fasta- hersins merktar íslandi, því allar fastasveitir í Bandaríska land- hernum hafa fleiri en eitt verkefni og ræður atburðarás hvaða verk- efnum þeim yrði falið. Það er þó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.