Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. apríl 1989 5 takar hafa á fáum árum aukist svo að umfangi að þeir eru nú á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Heræfingin sem nú er hvað mest rætt um er því aðeins einn angi af stórauknu umfangi varn- arliðsins og ráðstöfunum til efl- ingar varnar- og eftirlitsgetu þess hér á landi. Þessi æfing eins og fyrrnefndar framkvæmdir og ákvarðanir bera því ótvírætt vitni að verið er að búa landið undir möguleg stórátök: Öflugri vélar, styrkt skýli, styrkt stjórnstöð, auknar eldsneytisbirgðir, fjölgun ratsjárstöðva og svo framvegis. Því er staðfastlega neitað að eðli starfseminnar hafi breyst við þessar ákvarðanir, en sem fyrr sé fyrst og síðast um eftirlitshlutverk að ræða.einungis sé verið að g<;ra varnarliðið betra I þvi hlutverki. Við ræddum þessi mál við Albert Jónsson i Öryggismáladeild og birtist viðtalið hér á opnunni. ein sveit sem hefur meðal sinna verkefna að fara hingað og gert ráð fyrir því, en hún kynni þó að verða send annað og yrði þá að kalla til einhverjar aðrar sveitir úr fastahernum eða senda varaliðið strax. Þetta er stórfylki um 3 þús- und manna sem hefur aðsetur í Californiu, en í varaliðinu sem kemur frá Massachusettes eru um 4 þúsund manns.“ — Þetta gera 7 þúsund manns og fyrir eru yfir 3 þúsund her- menn. Er þá reiknað með 10 þús- und manna herliði hér á hættutimum? „Meiningin er sú, að ef talið væri nauðsynlegt á hættutíma að senda hingað landhersveitir með skjótum hætti og áður en forset- inn hefði tekið ákvörðun um neyðarástand, þá kæmi fastaher- inn hingað fyrst en síðan, ef hættutíminn þróaðist þannig að neyðarástandi væri lýst yfir, kæmi varaliðið og tæki við af fastahern- um. Það gæti tekið 2-3 vikur eða skemmri tíma eftir atvikum. Sú staða gæti einnig komið upp að fastasveitirnar yrðu ekki nauð- synlegar, t.d. gæti aðdragandinn allur orðið það langur að þær kæmu aldrei, heldur aðeins vara- liðið“. — Hvað er nánar tiltekið verið að æfa, er gert ráð fyrir vörnum gegn innrás? „Nei, það er síst verið að æfa varnir gegn innrás. Innrás er talin fjarlægur möguleiki, sem þó er ekki útilokaður. Sovétríkin eru langt í burtu. Til að koma hingað liði, hernema landið og halda því þyrftu Sovétmenn að sigra Atl- antshafsflota NATO og geta var- ist árásum flugvéla frá Skotlandi og öðrum stöðum.“ — Hvað er þá talinn helsta ógnin sem þyrfti að verjast? „Aðrir möguleikar væru auð- vitað loftárásir, sem yrðu einnig mikið hættuspil fyrir Sovétrikin, þar sem flugvélar þeirra yrðu að fara i gegnum svo öflugar varnir, ef áætlanir um liðsauka til íslands og þar með fjölgun flugvéla hefði verið hrundið í framkvæmd. Auk þess sem gera mætti ráð fyrir því að flugvélamóðurskip væru i ná- munda við landið." — Núerekkibaragertráðfyr- ir innrás eða loftárás. Þaö er einn- ig gert ráð fyrir nokkrum átökum á landi ekki satt? „Landhersveitirnar eiga að verja fyrst og fremst herstöðina og aðra mikilvæga staði gegn hugsanlegum árásum Sovéskra skemmdaverkaflokka. í Sovéska hernum eru svo kallaðar „Spetznaz-sveitir". Það er talið að það sé hugsanlegt, sérstaklega ef landherssveitirnar væru ekki komnar hingað, að Sovétmenn myndu í átökum reyna að koma hingað til lands skemmdaverka- sveitum sem myndu auðvitað ekki geta tortímt herstöðinni, en gætu unnið þar skemmdaverk sem í það minnsta gætu tafið og truflað starfsemi stöðvarinnar. Ef t.d. væri talið að - Spetznaz-sveitir væru einhversstaðar í nágrenninu, sem m.a. væru búnar vopnum til að granda flugvélum, þá væri hættulegt að senda flugvélar á loft frá Keflavíkurflugvelli þar til komið væri í veg fyrir þá ógn.“ — Hvað þarf að gerast til þess að farið yrðl að fjölga mannskap og búnaöi á þennan hátt? „Það yrðu alls kyns skipulags- legar kringumstæður og atburða- rásir sem of flókið mál væri að fara út í. ( grundvallaratriðum er miðað við að á hættutímum, áður en átök hæfust, yrði viðbúnaður herstöðvarinnar efldur verulega, til að fæla frá árás á landið." — En hvað gerist þá ef átök eru hafin? „Það er annar handleggur, því þá fer atburðarrás átakanna að skipta svo miklu máli. Við getum t.d. gefið okkur að Atlantshafs- flotinn færi halloka í norðurhöf- um og að Atlantshafsbandalagið færi halloka í Noregi, þá ykjust auðvitað möguleikar Sovétmanna á þvi að gera árás á ísland eða Keflavíkurherstöðina og i versta tilfelli ykjust möguieikar þeirra á því að hernema landið. Þegar tal- að er um átökin sjálf er verið að tala um atburðarrás sem er svo hlaðin óvissu að það er útilokað að ganga út frá einhverju sér- stöku. Eg hef hér einkum rætt um kringumstæður á hættutimum fyrir átök eða við upphaf átaka. Þróun þeirra gæti síðan auðvitað breytt mörgu.“ FRIÐRIK ÞÓR GUOMUKlDSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.