Alþýðublaðið - 07.04.1989, Síða 6

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Síða 6
6 Föstudagur 7. aprfl 1989 FRÉTTIR • Krossgátan Blaðamanna- félagið ályktar gegn tilhneig- ingu til rit- skoðunar Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Blaðamannafélagsins 14. mars 1989. Stjórn Blaðamannafélags- ins varar alvarlega viö þeirri þróun f átt til ritskoðunar í landinu, að ríkissaksóknari höfði opinber mál á hendur einstaklingum fyrir skrif þeirra um opinbera embætt- ismenn í fjölmiðlum, á grund- velli eftirfarandi lagagreinar nr. 108 lögum nr. 19 frá 1940: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar mó&ganir í orðum eða athöfnum éða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum. Aðdrótt- un, þótt sönnuð sé, varöar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Stjórn Blaðamannafélags- ins telur löngu tímabært að ofangreind lagagrein verði endurskoðuð.' Ákærur af hálfu hins opinbera eru vís- asti vegur til að hefta eðli- lega umfjöllun um öll gagn- rýnisverð mál. Góð aðsókn að SÚM-sýningu Það voru margir sem ráku upp stór augu um miðjan 7. áratuginn, þegar nokkrir framsæknir listamenn mynd- uðu félagsskap, sem þeir nefndu SÚM og sýndu list með áður óséðum formerkj- um. Olli þetta miklu fjarða- foki og djúpum ágreiningi meðal listamanna, sem end- urspeglaðist m.a. (fjörmikl- um ritdeilum. Greinilegt var, að upp voru komnar efa- semdir um það, hvað væri „LIST“. íslenskir listunnendur stóðu andspænis listaverk- um sem þeir áttu erfitt með að njóta, út frá sínum lærðu menningarlegu og fagur- fræðilegu forsendum. Nú, rúmum tveimur áratug- um síðar, á list SÚM hópsins ekki að koma neinum á óvart. Hún er orðin hluti af listasög- unni og sú sýning, sem nú prýðir sali Kjarvalsstaða er menningarviðburður, sem undirstrikar gildi SÚM hóps- ins. Enda er víst, að uppákoma SUM hópsins nú, er ekki sú hneysklunarhella sem hún forðum var; viðbrögð listunn- enda við sýningunni að Kjar- valsstöðum hafa verið með fádæmum góð og má segja, að um metaðsókn hafi verið að ræða. Minnt er á, að sýningunni lýkur 9. apríl n.k. og ættu list- vinir að hafa það hugfast, að láta ekki þessa yfirlitssýn- ingu SÚM fram hjá sér fara. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00 til kl. 18.00 • Gengið Gengisskráning nr. 65 — 6. april 1989 Kaup Sala Bandarikjadollar 52,760 52,900 Sterlingspund 89,753 89,991 Kanadadollar 44,234 44,351 Dönsk króna 7,2597 7,2790 Norsk króna 7,7657 7,7863 Sænsk króna 8,2852 8,3072 Finnskt mark 12,5440 12,5773 Franskur franki 8,3521 8,3742 Belgiskur franki 1,3470 1,3506 Svissn. franki 32,1315 32,2168 Holl. gyllini 25,0077 25,0741 Vesturþýskt mark 28,2064 28,2812 Itölsk lira 0,03846 0,03856 Austurr. sch. 3,0079 4,0185 Portúg. escudo 0,3418 0,3427 Spánskur peseti 0,4545 0,4557 Japanskt yen 0,39905 0,40011 írskt pund 75,270 75,470 SDR 68,5743 68,7562 Evrópumynt 58.7034 58,8592 □ 1 2 3 r 4 5 6 □ 7 S 9 10 □ 11 □ 12 13 □ Lárétt: 1 gagnslaust, 5 friður, 6 rödd, 7 kall, 8 lýsa, 10 eins, 11 lánað, 12 varmi, 13 illt. Lóðrétt: 1 vanstillt, 2 spil, 3 pípa, 4 glataði, 5 nirfill, 7 þung- uð, 9 skoðuð, 12 samstæðir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hrópa, 5 bjóð, 6 röm, 7 ei, 8 árabil, 10 ðð, 11 æða, 12 al- ur, 13 ritir. Lóðrétt: 1 hjörð, 2 róma, 3 óð, 4 aðilar, 5 bráður, 7 eiður, 9 bæli, 12 at. RAÐAUGLÝSINGAR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri óskar aö ráða deildarstjóra á 20 rúma Lyflækningadeild frá 1. maí nk. í a.m.k. eitt ár. Einnig hjúkrunarfræðing í K I stöðu. Á deildinni fer fram hjúkrun sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, auk almennr- ar lyflækningahjúkrunar. Hjúkrunin er í formi hóphjúkrunar og byggir á markvissri upplýsingasöfnun, áætlanagerð, framkvæmd og mati. Nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og sjúkraliðanemar frá Verkmennta- skólanum á Akureyri fáverklegt nám ádeildinni. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Sonja Sveinsdóttir í síma 96-22100 kl. 13.00-14.00 virka daga. FJÓROUNGSSJÚKR AHÚSIO A AKUREYRI AÐALFUNDUR Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn fimmtudaginn 13. april kl. 20.00 að Skip- holti 50a í Sóknarsalnum. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf.. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin Útboð gangstéttir Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð steyptra gangstétta sumarið 1989, um 300 mJ. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6 gegn 5.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð verðaopnuðásamastað þriðjudaginn 18. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur mánaðarlegan fund sinn þriðjudaginn 11. apríl f Símonarsal, Naustinu kl. 20.30 stundvís- lega. Gestur fundarins er Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Allir velkomnir. Stjórnin EFLUM FLOKKSSTARFIÐ Ráðstefna haldin á Flughótelinu í Kefla- vík 15. apríl 1989. Sameiginlegur fundur flokksstjórnar og formanna. Dagskrá: Kl. 08.00 Brottför frá Hótel Loftleiðum með við- komu á Kópavogshálsi, biðskýlinu í Garðabæ og Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði. Kl. 10.00 Setning — Elín Alma Arthúrsdóttir. Kl. 10.05 Starfsemi félaganna — Kristinn T. Har- aldsson. Kl. 10.15 Skipt niður í umræðuhópa. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Stjórnmálaástandið — Jón Baldvin Hannibalsson. Kl. 13.30 Staða húsnæðismála — Jóhanna Sig- urðardóttir. Kl. 14.00 Umhverfismál — Jón Sigurðsson. Kl. 14.30 Starfsemi skrifstofunnar — Tryggvi Harðarson. Kl. 14.45 Umræðuhópar skila niðurstöðum verkefna. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Almennar umræður. Kl. 18.00 Ráðstefnuslit. Kl. 18.30 Brottför frá Keflavík. Hulda Finn- Jóhanna Sig- Ingólfur Mar- Áslaug Ein- bogadóttir. uröardóttir. geirsson. arsdóttir. Helga Jón Baldvin Jóna Ósk Kristín Hannibals- Gudjóns- Möller. son. dóttir. SVEITARSTJÓRNAR- RÁÐSTEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS Sveitarstjórnarráð heldur sina árlegu sveitar- stjórnarráðstefnu laugardaginn 8. apríl n.k. í félagsheimili Kópavogs. Ráðstefnustjóri: Hulda Finnbogadóttir, bæjar- fulltrúi Kópavogs. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning og framsaga, Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins. Kl. 10.45 Almennar umræður um sveitarstjórnar- mál. Kl. 11.45 Kosning I stjórn sveitarstjórnarráðs. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Málefnahópar. 1. Útgáfumál, umsjón Ingólfur Margeirsson rit- stjóri Alþýðublaðsins. 2. Megináhersla I sveitarstjórnarmálum, um- sjón Aslaug Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri. 3. Verka- og tekjuskiptingafrumvarpið, umsjón Þorbjörn Pálsson, bæjarfulltrúi I Vestmanna- eyjum. 4. Samskipti landsflokks og sveitarstjórnar- manna, umsjón Helga Kristín Möller, bæjarfull- trúi í Garðabæ. 14.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. Framsögu- menn Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins og utanríkisráðherra, Jóna Ósk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði, Ragnar Halldórsson, bæjarfulltrúi í Njarð- vík. Kl. 15.00 niðurstöður málefnahópa kynntar og almennar umræður. Kl. 16.30 Ráðstefnuslit. Sveitarstjórnarráð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.