Alþýðublaðið - 07.04.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Síða 7
Föstudagur 7. apríl 1989 7 ÚTLÖND FALL TENNISKONUNGSINS Menn spyrja hvers vegna? Þessi ungi tennismeistari, sem hefur lifað ævintýralegu lífi, er margfaldur milljónam- æringur, alltaf að finna hina einu sönnu ást (í hvert skipti); hvað getur valdið því að maður sem lífið virðist leika við grípur til þess ráðs að fremja sjálfsmorð? Þessu hefur ekki verið svarað og fréttamenn sem reynt hafa að afla sér upplýsinga, í íbúðinni sem Borg hefur búið í með Loreda Bertés í Mílanó, hafa farið bón- leiðir til búðar. Það er þó altalað að svefnlyfjum hafi verið dælt upp úr honum á sjúkrahúsinu. Björn Borg, sem er 32 ára, hefur Þann 7. febrúar var Björn Borg fluttur meövitundarlaus á sjúkrahús í Mílanó. Orðrómur þess efnis, að hann hefði gert tilraun til sjálfs- morðs, gekk fjöllun- um hœrra. Persónu- legur ráðgjafi Borg segir hann hafa fengið einhverskonar magaeitrun. aldrei verið bendlaður við eitur- lyf, þannig að þar er ekki að leita ástæðunnar. Aftur á móti segja ýmsir vinir Borg, að hann hafi verið mjög þunglyndur nú undanfarið vegna þess að Vatíkanið bannaði honum og Loredu að giftast, vegna þess að bæði eiga hjónabönd að baki. Loreda er vinsæl ítölsk rokksöng- kona. Þessi fimmfaldi Wimbledon- meistari hefur verið mjög heilsu- hraustur, en hann hefur, frá því hann vann fyrsta Wimbledon sig- ur sinn, verið undir miklum þrýst- ingi og til mikils verið ætlast af honum. Borg hefur stundum verið kall- aður Barysjnikov tennisins og hrósað með fögrum lýsingarorð- um. Það stóð þó ekki á stórum fyrirsögnum ef hann sló vind- högg: „Ertu búinn að vera Björn Borg? “ o.s.frv. Borg þótti ekki mannblendinn og yfir honum var einhver leyndardómur sem ung- um stúlkum þótti spennandi. Hann gaf sig lítið að konum, ein- beitti sér að tennisleiknum. Þegar hann kynntist Maríönu frá Rúm- eníu varð þó tennisleikurinn að lúta í lægra haldi og hann kvænt- ist Maríönu árið 1980. Hjóna- bandið gekk ekki vel, kannski vegna þess, að fljótlega eftir gift- inguna skrifaði Borg æviminning- ar sínar, þar sem hann sagði með- al annars: „Það er tæplega hægt að ætlast til þess að ein kona dugi manni allt lífið." Það reyndust orð að sönnu. Hann átti í heitu ástarsambandi við sænska stúlku að nafni Jannike og fékk þá ósk sína uppfyllta að verða faðir. Jannike varð þó ekki frú Borg en Robin, sonurinn, er dýrkaður af föður sínum og nýja ástkonan, Loreda segir Robin vera fallegasta barn í heimi! Nánustu aðstandendur Björns Borg vélta því nú fyrir sér, hvort Loreda sé „sú eina rétta“, en það hefur Borg sagt. Ekki er ástæða til að ætla að parið komi til með að líða skort, þó enginn viti ná- kvæmlega hve mikil auðæfi hans eru, Nefnd hefur verið upphæðin 75 milljónir dollara, sem hann á að hafa grætt á tennisleikum Hann hefur einnig selt nafn sitt til framleiðenda tískufatnaðar, sem ku gefa góðan arð. Björn Borg bjó í Monakó í ell- efu ár en flutti til Svíþjóðar fyrir þremur árum en hefur undanfarið dvalið á Ítalíu með elskunni sinni. Líkamlega var Borg kominn til góðrar heilsu þegar hann kom til bústaðar síns í Mílanó frá spítal- anum og vinir hans og ættingjar segjast vona, að andlega heilsan fari að lagast. (Det fri Aktuelt) Menn geta sér til þess, að erfiðleikar Björns Borg þessa dagana stafi af þvi að svo margar hindranir standa í vegi fyrir því að hann geti kvænst ítölsku ástinni sinni. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 21.55 SVAKALEG SAMBÚÐ Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð 1987, leikstjóri Jim Frawley, aðal- hlutverk, Jill Eikenberry, Michael Tucker. Myndin segir frá hjónakornum sem líkar flest betur en sambúðin hvort við annað og myndu, ef færi gæfist á, ekki segja sínar farir sléttar af til- hugalífi og framhaldi þess í hei - lögu...Eiginmaðurinn sér fram á að geta losnað undan stöðugu naggi eiginkonunnar fneð því að koma henni fyrir kattarnef. Sömuleiðis kennir eiginkonan manni sínum um allt sem miður fer í lífi hennar og hefur farið. Henni kemur það snjallræði til hugar að losna við kallinn. Báðar eru áætlanirnar heldur vafasamar. Aðalhlutverkin eru leikin af hjónum, alvöru hjón- um, sem sömuleiðis hjón í fram- haldsmyndaflokkunum LA Law (Lagakrókar) sem sýndur er á Stöð 2. Vafalítið kunn andlit sumum þessvegna. En aftur að myndinni, fyrst þau vilja bæði losna úr prí- sundinni, afhverju skilja þau þá ekki bara. Virðist miklu einfaldara en þá hefði myndin aldrei orðið til. Sjónvarpið kl. 22.30 LÍKIÐ Á GANGSTÉTTINNI Bandarísk sjónvarpsmynd, leik- stjóri Peter Levin, aðalhlutverk Ed O’Neill, Matthew Laurance, Au- drey Landers. Myndin segir frá lögreglumannin- um Doyle sem fær það verkefni að rannsaka morð á ungri stúlku. Mál- ið virðist í upphafi ekki tiltakanlega flókið en... Eins og alltaf er þetta flóknara en virðist í fyrstu og í ljós kemur að stúlkan sú arna hefur ver- ið í tygjum við háttsettan embættis- mann. í Bandaríkjunum gengur það auðvitað ekki, hvorki meðan á slíkum samböndum stendur, né heldur eftir að þeim lýkur. En spurningin sem vaknar á auðvitað að vera sú hvort embættismaðurinn hafi myrt stúlkuna — ellegar hvort hann hafi sagt henni eitthvað sem hann ekki mátti segja. í þessari mynd kemur fram Audrey Landers sem garðinn gerði frægan, og kannski af endemum, í framhalds- framhaldsframhaldsframhalds- myndaflokknum Dallas. Vonandi fyrir alla leiklistaráhugamenn að hún leiki líkið. Det er nu det. Stöð 2 kl. 23.35 BEKKJARPARTÝ Bandarísk kvikmynd, gerð 1982, leikstjóri Michael Miller, aðalhlut- verk Gerrit Graham, Michael Lerner, Fred McCarren. Myndin heitir á frummálinu Na- tional Lampoon’s Class Reunion, og er í flokki gamanmynda sem eiga fátt sameiginlegt annað en að vera allar kenndar við National Lampo- on. Myndin segir frá árgangi úr menntaskólasem ætlar sér að halda ærlega upp á 10 ára útskriftaraf- mæli sitt. Hinsvegar er einhvers- staðar á ferðinni morðóður maður sem hefur útskriftarárgang þennan sem skotmark. Þetta er eiginlega geðveikislega ófyndin mynd að öllu leyti, eins og flestar myndanna í þessum flokki voru reyndar. Það er ljóst að hver sá sem gengið hefði í menntaskóla með þessu fólki sem í myndinni birtist hefði átt vísa náð- un þrátt fyrir að ganga milli bols og höfuðs á árganginum. í það heila: Hrein hörmung. Engin stjarna. 0 STÖÐ2 15.45 Santa Bar- bara. 16.30 Þeir bestu. Top Gun. 1800 18.00 Gosi (15). Teiknimynd. 18.25 Kátir krakkar (7). Kanadiskur myndaflokkur. 18.50 Táknmáls- fréttir. 18.55 Austurbæing- ar. Breskur mynda- flokkur I léttum dúr. 18.15 Pepsi-popp. 1900 19.25 Leðurblöku- maðurinn (Batman). 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Libba og Tibba. Þáttur fyrir ungt fólk þar sem m.a. veröur fjallað um fermingar. 21.05 Þingsjá. 21.25 Derrick. 22.30 Likiðágang- stéttinni (Popey Doyle). 19.19 19.19. 20.30 Klassapiur. Gamanmyndaflokk- ur. 21.05 Ohara. Spennumyndaflokk- ur. 21.55 Svakaleg sambúð. (Assault and Matrimony.) Jill Eikenberry og Michael Tucker eru betur þekkt úr hln- um vinsælu þáttum Lagakrókar. I raun og veru eru þau hjón en hér fara þau með hlutverk ósam- lynds ektapars 2300 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 23.35 Bekkjarpartý. (National Lamp- oon’s Class Re- union). 00.45 Kristin. (Christine.) Spennu- mynd byggð á met- sölubók Stehpen King um rauöa og hvita augnayndiö Kristlnu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.