Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 8
Pólarsíld á Fáskrúðsfirði: Föstudagur 7. apríl 1989 Siglt með allan afla til Færeyja Svipað verð og á íslensku mörkuð- unum, en mun minni kostnaður. Bátar Pólarsíldar á Fá- skrúrtsfirði hafa frá áramót- um selt allan sinn afla í Færeyjum. Hallgrímur Bergsson hjá Pólarsíld segir verðið svipað og á mörkuð- um á Reykjavikursvæðinu, en kostnaðinn mun minni. Töluvert atvinnuleysi hef- ur verið á Fáskrúðsfirði síð- ustu mánuði, en eftir að annar togari kaupfélagsins kom til landsins eftir endur- byggingu er vonast til að úr rætist á næstunni. Hallgrímur segir að ekki þurfi að greiða neinn lönd- unarkostnað í Færeyjum auk þess sem ís sé settur ókeypis um borð. Eini kostnaðurinn sem Pólarsíld þarf að greiða er IVo þóknun til þess aðila sem skipuleggur þjónustu fyrir bátana í Þórshöfn. Hallgrímur bendir á að sigl- ing til Færeyja sé um 8 tímum styttri en til Hafnarfjarðar. Þetta spari stórfé, ekki síst i olíu. Bátarnir tveir, Guðmund- ur Kristinn SU 404 og Þorri SU 402, eru báðir um 200 tonn. Miðstjórnarfundur A Ibýðubandalags: Gagnrýnis- tillögur felldar Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins fjallaði um launa- stefnu formannsins, fjármálaráðherra, á löngum fundi í fyrrakvöld. Tillögur sem fólu i sér harða gagnrýni á formanninn voru felldar með yfirgnæfandi meiri- hluta i atkvæðagreiðslum. í ályktun fundarins er vís- að til þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins frá því vor, þar sem m.a. er lagt til að lögbundin lágmarkslaun fyr- ir dagvinnu verði 45-50 þús- und krónur á mánuði. Þá er lýst stuðningi við samþykkt verkalýðsmálaráðs flokksins um að kaupmáttur síðustu samninga verði endurheimt- ur, fullar verðbætur á laun og trygga atvinnu um allt land. Að auki er minnt á stefnu ríkisstjórnarinnar um verulega lækkun raunvaxta. Til fundarins var boðað vegna skriflegrar óskar frá hópi miðstjórnarmanna, sem vildi kryfja launastefnu fjármálaráðherrans til mergjar. Kröfuspjöldum var haldlö á lofftl á fundl Ki I Tompl- arahttllinnl. A-mynd/E.OI. 500 kennarar á baráttufundi Kennarar í Kennarasambandi íslands fengu sér frí frá vinnu í gær til að sýna félögum í HÍK stuðning í verkfalli. Fundir voru haldnir í skólum víða á þéttbýlisstöðum og í Reykjavík komu 500 kennarar saman til fundar í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Þaðan var gengið á fund Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra og honum afhentar ályktanir og áskoranir kennara um allt land. Biðstaða h já ASI og VSI VSÍ VILL RÆDA SKATTALÆKKUN Qunnar J. Frlttrlkason, VSi 09 HJttrtur Eiriksson, Vlnnumálasambandlnu, bara aaman bsakur alnar fyrlr fund matt róðhorrum. A-mynd/E.ÓI. ASÍ biður eftir því sem kemur út úr samningum BSRB og ríkisins. VSÍ óttast hinsvegar þá niðurstöðu, tel- ur sig alls ekki geta greitt sömu kauphækkanir og rjk- ið virðist tilbúið að gera. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í viðtali við Al- þýðublaðið i gær að engin hreyfing fengist á málin fyrr en sæist fyrir endann á samn- ingum BSRB og rikisins. Guðmundur J. Guðmunds- son, sagöi hinsvegar að stað- an væri þannig að tala mætti um nokkurskonar einskins- mannsland. Hann sagði og Ijóst að frumkvæðið væri> ekki hjá ASÍ, hvar svo sem það væri. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, var svartsýnn þegar Alþýðublað- ið ræddi við hann í gær. Hann sagði stöðuna ó - breytta.beðið væri eftir rík- inu: „Af okkar hálfu sjáum við reyndar ekki hvernig á að standa undir þeim launa- hækkunum sem ríkið virðist tilbúið að greiða. Ríkið er engin sjálfsaflastofnun og getur aðeins tekið þessa pen- inga með því að hækka skatta.“ Varðandi framtíðina sagði Guðmundur J. að ASÍ væri ekki stætt á að semja um minna heldur en BSRB semdi um fyrir sína umbjóð- endur. Þórarinn V. og aðrir forsvarsmenn vinnuveitenda hafa hinsvegar marglýst því yfir að engir fjármunir séu til í fyrirtækjum landsmanna til að greiða slíkar launahækk- anir. Framámenn í sjávarút- vegi hafa sömuieiðis marg- lýst því yfir að þær kaup- hækkanir sem ríkið hefur talað um við BSRB væri dauðadómur yfir sjávarút- veginum. Þar á bæ hafa menn, sem og oft áður farið fram á gengisfellingar en þær eru eitur í beinum Iauna- manna, enda var það eitt skilyrða BSRB að gengið yrði ekki fellt á samningstím- anum. ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði við Alþýðublaðið að BSRB teldi sig hafa fullvissu fyrir því að gengið yrði ekki fellt á samn- ingstímanum. Þórarinn sagði ennfremur að VSÍ hefði áhuga á að ræða skattalækkanir á fyrir- tæki við ríkisvaldið, engar viðræður um slíkt hafa þó enn farið fram: „Ríkisvaldið hefur boðið þessa samninga og enn höfum við ekkert séð frá þeim annað en skatta- hækkanir. Það er því Ijóst að það verður, þegar launa- hækkanir streyma til fólks, að gera eitthvað fyrir fyrir- tæki i landinu svo þau geti borið þessar hækkanir uppi.“ Itttiaðarmenn voru I geer att stttrfum á veantanlegrl skrlfstofu Quðjóns B. Ólafssonar forstjóra. Quðjón flytur Inn I nmstu vlku. A-mynd/E.ÓL. SÍS FLYTUR Höfuðstöðvar SÍS skipta nú um stað eftir að hafa verið í tæp 70 ár á Sölvhólsgötu. Nýju húsakynnin eru á Kirkjusandi, þar scm áður var frystihús í eigu Sam- hundsins. Sjávarafurðadeildin er flutt og í dag verður lokið við að flytja, búvöru- og fjár- hagsdeiídina. í næstu viku verður flutningum lokið frá Sölvhólsgötunni, en eftir mánuð flytur skipadeildin frá Lindargötu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.