Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 1
ilMUBLIlBIB Laugardagur 8. apríl 1989 Ögmundur Jónasson Réttur samningur á réttum tíma Rikið og BSRB skrifuðu undir samning í gærmorgun eftir að fundur hafði staðið alla nóttina. Þar var þjarkað og þrefað áður en samning- urinn varð til. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði við félaga sína í samn- inganefnd BSRB, að hann vissi ekki hvernig hægt væri að karpa svona lengi um 500 kall. Samningurinn felur í sér nokkrar kauphækkanir, í heild 4.500 krónur, auk or- lofsuppbótar upp á 6.500 krónur og 3.000 króna hækkunar á desemberupp- bót. Bæði fjármálaráðherra og formaður BSRB voru ánægðir með samninginn. Ólafur Ragnar Grímsson: „Þessi samningur er innan ramma fjárlaga hvað varðar launaliðinn og stenst fylli- lega þær markalínur sem settar voru hvað það varðar í áætlunum ríkisins. Þetta er góður samningur fyrir þjóð- arbúið og ávísun í átt að efnahagslegum stöðugleika og stuðlar að auki að launa- jöfnuði, er sérstaklega mikil- vægur fyrir kvennastörf. Hann er með öðrum orðum skref í átt að þjóðfélagslegu réttlæti og í honum felast margvísleg réttindamál.'' Sem kunnugt er er samn- ingurinn ekki tryggður með vísitölubindingu, en trygg- ingin felst í niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum, vilyrðum ríkisstjórnarinnar um verð- lagseftirlit og verðstöðvun á opinberri þjónustu, auk þess sem BSRB og ríkið munu hittast á tveggja mánaða fresti og ræða verðþróun og skoða hvort forsendur samn- ingsins hafa breyst. Eru BSRB-menn ánægð- ir? Ögmundur Jónasson: „Miðað við allar aðstæður er þetta góður samningur, þetta er áfangasamningur, áfangi í sókn BSRB til bættra lífs- kjara." STOFNAD 1919 52. tbl. 70. árg. Ríkið leitar sátta við lífeyrissjóðina NYJA VISITALAN DREGIN TIL BAKA Sjóðirnir spá í vaxtalœkkun. Keyptu skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 1,5 milljarð krónafyrstu þrjá mánuði ársins. Ekki er talið útilokað að samkomulag takist um helgina milli lífeyrissjóð- anna og stjómvalda um skuldabréfakaup af Hús- næðisstofnun ríkisins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er ríkisvaldið til í að bakka með nýju lánskjaravísitöluna i kom- andi samningum og taka upp aðrar viðmiðanir. Frá áramótum hafa skulda- bréf akaup lífeyrissjóðanna ekki raskað starfsemi Hús- næðisstofnunar og þykir sýnt að sjóðirnir eigi von á umtalsverðri lækkun vaxta í komandi samningum. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt skuldabréf af Hús- næðisstofnun ríkisins fyrir samtals 1.525 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins, þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist nýir samningar um vaxtakjör vegna kaupa á þessu ári og því næsta. Lít- ið var keypt í febrúar, en samtals fyrir 860 milljónir fyrir lok marsmánuðar þegar samningur gekk úr gildi. Því þykir Ijóst, að líf- eyrissjóðirnir eigi von á vaxtalækkun í næstu samningum. Samkvæmt samningun- um, sem giltu frá janúar út mars, báru skuldabréfin 6,8% vexti. Samkvæmt yfirlýstu markmiði ríkis- stjórnar er stefnt að því að ná vöxtum niður í 5%. Eft- ir því sem Alþýðublaðið kerost næst er stefnt að því að ná þessu markmiði i áföngum í samræmi við þróun vaxta almennt og jafnvel niður fyrir 5%. Stjórnvöld gera ráð fyrir að hægt verði að koma til móts við ¦ lífeyrissjóðina, með því að hluti af skulda- bréfakaupum í næstu samningum verði með gengistryggingu, þ.e.a.s. sambærilegu vaxtastigi og í viðskiptalöndum, og ann- ar hluti með innlendri verðtryggingu. í þeim hluta er gert ráð fyrir að vextir fari í áföngum niður í 5% eða neðar. Með öðrum orðum þýðir þetta, að ríkið er til í að bakka með nýju lánskjaravísitöluna í samn- ingum við lífeyrissjóðina. Jafnframt er til athugunar, að til leiðréttinga geti kom- ið í janúar. Fyrstu þrjá mánuðina var mest keypt í mars, eða samtals fyrir 860 milljónir. Lífeyrissjóður verslunar- manna keypti fyrir stærst- an hluta í marsmánuði, eða samtals fyrir 190 milljónir. Á síðustu tveimur árum hafa lifeyrissjóðirnir ekki náð að uppfylla skilyrði um kaup, sem nema 55% af ráðstöfunarfé, eins og ráð er fyrir gert. Sam- kvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun vantar enn um 1,4 milljarða upp á, svo 55% reglunni verði fullnægt. Kaup á síðasta ári voru þó mun meiri en árið 1987. Árið 1988 keyptu sjóðirnir fyrir samtals 7.124 milljón- ir króna, eða sem nemur 53,2% af ráðstöfunarfé. Árið 1987 var keypt fyrir 42,6% af ráðstöfunarfénu. Vegna kjarasaminga hafa viðræður ríkis og líf- eyrissjóða að mestu Iegið niðri síðustu daga. Um eða cftir helgi er búist við að þráðurinn verði tekinn upp að nýju og ekki er talið úti- lokað að samningum ljúki um helgina. Samkvæmt upplýsing- um hjá Húsnæðisstofnun hafa útlán frá áramótum verið með eðlilegum hætti og engin röskun orðið á þeim. Þessi miklu kaup hafa átt sér stað fyrstu mánuðina þrátt fyrir yfir- lýsingar lífeyrissjóða um vísitöluna og fyrirhuguð málaferli. AlbeiÍ Ofl BrynhÍidlir kVeðja. Franski sendiherrann á íslandi, Jacques Mer, hélt veislu til heiöurs hjónunum Albert Guðmundssyni og Brynhildi Jóhannsdóttur i gær. Fjöldi gesta tók þátt í samkvæminu. A-mynd/E.OI. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Sæki ekki um á meöan kommún- istinn Svavar hefur húsbónda- vald Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna: Samningur BSRB ráðherrum til skammar Björn Þórhallsson, for- maður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna o» fyrrverandi varaforseti ASI, segir að ríkisstjórnin virðist álíta að ríkisrekstur skipti meira máli en framleiðslan í landinu og að ráðamenn miði við það eitt að ríkissjóð- ur standi undir sér öðrum til hnjóðs — og að þetta sé ráð- herrum ríkisstjórnarinnar til skammar. „Atvinnuvegirnir standa á brauðfótum. Það sem komið hefur fram hjá Ólafi Ragnari fjármálaráðherra og hjá for- sætisráðherra bendir til þess að þeim finnist ekkert sjálf- sagt að kjarabætur komi jafnt yfir alla landsmenn, en að vegna bærilegrar stöðu ríkissjóðs um þessar mundir beri honum að veita launþeg- um sínum meiri kjarabætur en bágstöddum undirstöðu- atvinnuvegum væri mögu- legt að veita sinum launþeg- um. Þeir segja um leið við at- vinnuvegina: Farið þið á hausinn! En þá verður lítið úr skattheimtunni, þegar fyr- irtækin fara á hausinn og at- vinnulaust fólk borgar ekki skatta. Því hvaðan koma verðmætin? Eigum við á skandínavískan hátt að vísa öllum á sósíalinn?" spyr Björn. „Eg held að menn séu farnir að gleyma því hvaðan verðmætin koma. Þau koma ekki frá ríkisrekstrinum. Að- alágreiningurinn í þessu máli er ekki milli vinnuveitenda og fólksins sem vinnur við framleiðslugreinarnar, held- ur á milli fólksins og ríkis- stjórnarinnar. Þetta er ekki ný staða, en það er alveg nýtt að ríkisstjórn telji það sjálf- sagt mál, að minna komi til þeirra sem við atvinnuvegina vinna en þeirra sem eru á rík- isjötunni. Það hefur aldrei heyrst fyrr hjá nokkurri ríkisstjórn en nú, frá fjár- málaráðherra og forsætis- ráðherra. Og hafi þeir báðir skömm fyrir," sagði Björn. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Olduselsskóla í Reykjavík, hef ur gefið frá sér yfirlýsingu eftir að Ijóst varð að Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hafnaði sátta- boði hennar. Eins og fram lii'l'ur komið í fréttum bauðst Sjöfn til að sækja ekki aftur um skólastjórastöðuna, sem hún var ráðin til að gegna í eitt ár, að því tilskildu að menntamálaráðherra aug- lýsti stöðuna ekki lausa l'yrr en skólastarfi lyki. Að þessu sáttaboði vildi Svavar Gests- son ekki ganga og auglýsti stöðuna lausa til umsóknar fyrir nokkrum dögum. í yfir- lýsingu Sjafnar segir: „Ársleyfi mitt frá starfi við Fjölbrautaskólann í Breið- holti rennur út hinn 1. ágúst næstkomandi þegar ég, lög- um samkvæmt, læt af starfi við grunnskóla Reykjavíkur. Mun ég þá taka við mínu fyrra starfi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, þar sem ég hefi ákveðið að sækja ekki um stöður á vegum mennta- málaráðuneytisins á meðan kommúnistinn Svavar Gests- son fer þar með húsbónda- vald. Ég þakka velunnurum símhringingar, bréf, blóm og hlýhug. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skólastjóri." Sjöfn hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 9.00 í Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli, en hún, ásamt 9 öðrum skólastjórum í Reykjavíkurborg, er á leið í námsferð til Skotlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.