Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. apríl 1989 MÞY9UBLM9 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreif ingastjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaó hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johansson Siguröur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið HROÐVIRKNISLEGT ÚTVARPSLAGAFRUMVARP M enntamálaráðherra hefur dreift frumvarpsdrögum að nýjum út- vacpslögum til þingflokka stjórnarflokkanna. Þessi frumvarpsdrög hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og nú síðast á Stöð 2 í gær- kvöldi þar sern kostir og gallar þessa frumvarps voru til umræðu. Kjarninn í nýmælum frumvarpsins er að fjölmiðlasjóður leysi af hólmi söluskatt og menningarsjóðsgjald í Ijósvakamiðlum, sett verði á ný stjórnskipan Ríkisútvarpsins og tekjustofnum Ríkisút- varpsins breytt. I heild má segja, að hið nýja frumvarp geri ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði eins konaryfirfjölmiðill landsmanna. Með fjölmiðlasjóði, sem áað vera upp á u.þ.b. 300 milljónir króna, er í raun verið að fela Ríkis- útvarpinu að skattleggja aðra fjölmiöla en dreifa síðan til þeirra styrkjum aftur eftir eigin geðþótta. Þessi lénsskipulagshugsun er bæði alröng, ólýðræðisleg og gamaldags. Vissulega er rétt að styrkja innlenda dagskrárgerð og væntanlega þarafleiðandi ís- lenska menningu — þótt það þurfi alls ekki að fara saman — en rétta leiðin til þess er ekki að búa til fjölmiðlasjóð. Miklu nær væri að stofna sérstakan menningar- og tungumálasjóð í hvern Ijós- vakamiðlar gætu sótt um styrki til dagskrárgerðar. Slíkur sjóður væri ekki í höndum Ríkisútvarpsins og mun heppilegri til eftirlits með að peningunum væri í raun varið til innlendrar dagskrárgerðar en rynnu ekki til annnarraþarfaljósvakamiðlanna. Það áheldurekki að vera í höndum Ríkisútvarpsins að styrkja útgáfu dagblaða í land- inu undir þeim formerkjum að verið sé að styrkja „lítil“ dagblöð. Vissulega á að tryggja minni dagblöðum aðstöðu til jöfnunar svo aðrar skoðanir megi heyrast en þær sem auðugir miðlar hafa efni á að setja fram; það verður að styrkja tjáningarfrelsiö og prentfrels- ið. En það á að gera með öðrum hætti en fela Ríkisútvarpinu slíkt hlutverk. Þær hugmyndir um stjórnskipan Ríkisútvarpsins, sem fram koma ( frumvarpi menntamálaráðherra, miða fyrst og fremst að því að gera Ríkisútvarpið að starfsmannastofnun. Svonefnd fram- kvæmdastjórn, skipuð starfsmönnum einvörðungu, taki við af út- varpsráði og útvarpsstjóra. Þótt atvinnulýöræði sé æskilegt er þetta fulllangt gengið. Þaö getur ekki talist æskilegt, að starfs- menn beri einir alla ábyrgð á rekstri og stjórn Ríkisútvarpsins. Það er eðlilegt að starfsmenn og yfirmenn stofnunarinnar beri ábyrgð á sínu starfssviöi og að einstakar mannaráðningar verði ( höndum yfirmanna stofnunarinnar. Hins vegar verður yfirstjórn Ríkisút- varpsins, hvernig sem hún er skipuð eða sett, að vera ( höndum ut- anaðkomandi manna, sem ekki eiga daglegra hagsmuna að gæta hjá stofnuninni. Annað myndi ekki viðgangast hjá neinu fyrirtæki. Hins vegar er hugmyndin góð um svonefnt dagskrárráð sem leysti af hólmi pólitískar forvarnir útvarpsráðs. Dagskrárráö tæki að sér umsögn og kvartanir varöandi útsenda dagskrá, en legöi ekki l(n- urnar um dagskrárgerð heldur væri hún í höndum starfsmanna. Þetta er rétt stefna. Þriðja meginbreytingin frá núgildandi útvarpslögum fjallar um nýja og breytta tekjustofna Rlkisútvarpsins. Þar er gert ráð fyrir að megintekjustofnarnir veröi afnotagjöld og auglýsingatekjur. Slðari liöurinn er réttur; Ríkisútvarpið á og veröur að vera ( fullri sam- keppni við aðra Ijósvakamiöla hvaö varöar tekjur af auglýsingum. Hins vegar eru hinar faslsku hugmyndir um innheimtuaögerðir af- notagjalda með öllu óviðunandi. Tillögur um lögveðsrétt inn- heimtuskulda i eignum einstaklinga og fyrirtækja eru méð öliu óskiljanlegar. Réttast er að fella niður afnotagjöld Rfkisútvarpsins með öllu og tryggja notendum jafna aðstööu til allra Ijósvaka- stööva. Tekjutap af niðurfellingu afnotagjalda gæti Rfkisútvarpió hins vegar unnið upp með öruggum og skilvirkum hætti gegnum skattakerfið. Samanlagt má segja um frumvarp menntamálaráð- herra til útvarpslaga, að það þurfi verulega endurskoóun og meiri hugsun. I raun er þaó óskiljanlegt að jafn illa unnið frumvarp hafi þegar verið lagt til samþykktar hjá stjórnartlokkunum. Benedikt: Albert fær kaldar kveðjur frá arftakanum. OMNUB SJONflBMIÐ BENEDIKT Bogason, sem tekið hefur sæti Alberts Guð- mundssonar á þingi fyrir Borg- araflokkinn, er spurður nokkurra spurninga af þessu tilefni í Þjóð- viljanum í gær. Meðal annars er Benedikt innt- ur eftir stefnubreytingum Alberts. Benedikt svarar: „Fjölmiðlalæsi er forsenda þess að sjá í gegnum boðskap auglýsinga og pólitíska umfjöllun fjölmiðla. Dagblöðin voru t.d. flest nátengd stjórnmálaflokkum en á sl. áratug hefur losnað um tengsl blaðanna við stjórnmála- flokka og því orðið erfiðara að sjá í gegnum þau. Tengsl fjölmiðla við eigendur innflutnings- og sölufyrirtækja er enn erfiðara að sjá þvi að það er ekki merkimiði á auglýsingum þeirra sem segir að þau eigi í þessu eða hinu blaðinu eða útvarpsstöðinni." Sem sagt; Albert fær kaldar kveðjur frá arftakanum. ISLENSK tunga og málfar eru mjög til umræðu þessa stundina. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, fjallar um þessi mál í leiðara blaðsins í gær. Hann víkur að þvi, að Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, hafi sakað dagblöðin um lélegt málfar og vonda íslensku. Ellert svarar þessu eftirfarandi: „Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjóri á Stöð tvö, gerði ís- lenskuna að umtalsefni í svoköll- uðum leiðara stöðvarinnar síðast- liðið þriðjudagskvöld. Var þar margl vel sagt og tímabært, en Jón Óttar féll í þá gryfju að end- urtaka ýmsan óhróður í garð dag- blaðanna og sakaði þau um hor- titti og ambögur og lélegt málfar. Sams konar dylgjur hafa áður heyrst. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að dagblöðin eru upp til hópa vönduð og vel skrifuð. Öll blöðin hafa prófarkalesara á sín- um snærum og aðalreglan er sú að texti er tví- og jafnvel þrílesinn fyrir birtingu.“ Og síðar segir ritstjórinn í leið- ara sínum: „Rætur vandans liggja ekki í dagblöðunum og þegar menn vilja efla íslenska tungu eiga þeir að láta hjá liða að hengja rakara fyrir smið. Menntamálaráðherra á að líta eigin barm skólakerfisins sem hann ræður yfir og sjón- varpsstjórinn á að líta sér nær á skjáinn sem hann stjórnar. ís- lenskunni hefur hrakað vegna slælegrar kennslu og íslenskan er í vörn vegna dagskrárgerðar í sjónvarpi sem hefur ensku í fyrir- rúmi. Veikleiki tungunnar er í hinu talaða máli, ekki í hinu rit- aða. Fólk slettir og notar slangur- yrði í talmáli, gerir ekki greinar- mun á þágufalli og þolfalli og hef- ur ekki orðaforða til að tjá sig.“ Undir þessi sjónarmið Ellerts tekur klippari Alþýðublaðsins. LEIÐBEINANDI kennara- nema í Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum, Ingólfur nokkur Á. Jóhannesson, skrifar pistil í DV í gær þar sem hann fjallar um fjölmiðla og hve erfitt er að sjá í gegnum þá, eins og hann orðar það. Ingólfur segir á einum stað: „Síðan verður ákveðin stefnu- breyting hjá Albert, sem hefur sýnt sig og sannað núna síðustu daga. Við það að hann nær aftur sambandi við Sjálfstæðisflokks- mennina, Þorstein Pálsson og fleiri, fer hann að hallast að sínum fornu hugsjónum um Sjálfstæðis- flokkinn aftur og þar með vill hann teyma Borgaraflokkinn inn í einhver tengsl við Sjálfstæðis- flokkinn. Meirihluti þingflokks- ins hélt áfram og fór í sjórnar- myndunarviðræður í janúar með vitund Alberts. Þær viðræður voru framhald á þeim viðræðum sem féllu á tíma í september. Þá er það sem Albert hcldur því fram opinberlega að flokkurinn hafi breytt um stefnu, en staðreyndin er sú að það var hann sem breytti um stefnu. Fæst af þessu fólki í Borgaraflokknum er tilbúið að skríða undir pilsfald frjálshyggju sjálfstæðisliðsins." Orö til íhugunar. EINN MEÐ KAFFINU Tveir menn voru að rífast um þekkingu tiltekins sagn- fræðings. „Það fer ekkert á milli mála,“ sagði annar þeirra, „að fáir hafa kafað jafn djúpt ( brunn þekkingar og visku." Hinn svaraði: „Og komið jafn þurrir upp!“ DflGATAL í réttum hópi Stundum þegar ég er í þreyttu skapi og vil komast í gott skap rölti ég út í sjoppu og kaupi Tím- ann. Forsíða Tímans kemur mér yfirleitt í mjög gott skap. Um dag- inn til dæmis, þegar ég var með dúndrandi hausverk eftir nóttina, var ég í mjög slæmu skapi. En þá fór ég út í sjoppu og keypti Tím- ann. Hann bregst aldrei. Og hvað blasti ekki við: HEGNING HERT VIÐ KYN- FERÐISGLÆPUM. Og við hlið- ina á fyrirsögninni flennistór mynd af Halldóri Ásgrímssyni ráðherra. í fyrstu hugsaði ég: Getur það verið? En svo rann upp fyrir mér ljós. Halldór er jú dómsmálaráð- herra. Það er alsó hann sem er að herða hegninguna við kynferðis- glæpunum. Mér stórlétti og svo komst ég í gott skap. I gær var ég dálítið daufur fyrir hádegi. Ég hafði nefnilega hugsað um það allan morguninn hve litlir möguleikarnir væru á því að ég ynni tvöfalda pottinn í lottóinu í kvöld. Eiginlega eru möguleik- arnir svo litlir að það tekur því varla að spiia. Og þetta eru náttúrulega niður- drepandi þankar. Eins og það kæmi sér vel að vinna tvöfalda pottinn. Sérstak- lega eftir að ríkið gerði svona hag- stæða samninga við BSRB. En hvað um það. Ég komst í dálítið hvekkt skap. Og datt þá í hug að labba niður í sjoppu og tékka á forsíðu Tímans til að komast í gott skap. I sjoppunni voru nokkrir krakkar að spila á peningakassann og dóttir hans Sigga var að afgreiða. Það er að segja hún hékk með tyggjóið fram á afgreiðsluborðið og var að lesa glanstímarit með svip um leið og hún smellti með tyggjóinu og fékk sér smók. Eg þurfti að biðja þrisvar sinn- um um Tímann áður en hún fatt- aði að það var dagblað. í fyrsta skipti leit hún á klukkuna, í annað skipti leit hún á mig spyrjandi og í þriðja skiptið fór hún í sleiki- brjóstsykurshilluna áður en hún kveikti á perunni. Hún rétti mér blaðið og sagði að ég mætti alveg lesa það án þess að borga. En ég yrði að skila því aftur. „Svo við getum skilað því,“ sagði hún. Hvað sem hún átti nú við með því. Ég skil ekki alltaf unglingana nú til dags. Svo hélt hún áfram að lesa glanstímaritið. Á forsíðu Tímans stóð: TÍU ÞÚSUND MILLJÓNAMÆR- INGAR Á ÍSLANDI. Þetta fannst mér nokkuð forvitnileg fyrirsögn. Ég hugsaði með sjálf- um mér: „Helvíti erum við fá.“ Ég meina, ég tel mig til millj- ónamæringa. Milljónamæringur er sá, sem á andvirði einnar millj- ónar eða meira. Eftir að ég eign- aðist íbúðina á hagstæðu árun- um, eiginlega alveg ókeypis, þá hef ég litið á sjálfan mig sem millj- ónamæring. íbúðin er jú meira en ein milljón að andvirði. Svo er það bíllinn og innbúið og eitthvert dót. Sem sagt ég er millj- ónamæringur og vel það. En ég vissi ekki að við værum bara tíu þúsund manns. Eg komst í mjög gott skap við þessar fréttir. Ég sagði dóttur Sigga að ég væri forréttindamað- ur. Hún skildi ekki orðið svo ég sagðist vera milljónamæringur. Milli. Hún sagði: „Gvuð, þú ert svo lyginn, Dagfinnur." Én ég sagði hátt yfiralla sjoppuna: „Við erum bara tíu þúsund. Og ég er í hópnum!" Stelpan horfði á mig og sagði: „Ég held að þú sért að klikkast.” Ég hugsaði hins vegar með sjálfum mér, að auðvitað ætti ég ekki að vera að tala um fjármál við einhverja sjoppuskjátu. Ég til- heyri annarri og æðri stétt. Þegar ég gekk þegjandi og reist- ur út voru strákarnir ennþá að hamast við spilakassann. Kannski komast þeir í minn hóp einn góð- an veðurdag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.