Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. apríl 1989 5 ÞÁ SKALTU BARA PRÓFA íslenska óperan frumsýndi fyrir viku Brúðkaup Fígarós eftir Mozart og Da Ponte, upp úr samnefndu leikriti Beaumarchais frá 1784. „Svona verk vill maður fá vel flutt. Að vísu er viðmiðunin vægast sagt ógnvekjandi fyrir litið islenskt þjóöfé- lag ... Það er óhætt aö mæla meö þessari sýningu. Hún læknar efahyggju beint í æö. Prófaðu!“ segir Rik- aröur Örn Pálsson, tónlistargagnrýnandi Alþýðublaðsins, meðal annars í grein sinni.i. „Fígaró" er meistaraverk. E.t.v. bezta ítalska „búffa“ — eða gam- anópera tónsögunnar, og ofarlega á topp tíu-lista óperuunnenda í tvær aldir. Enda hvað ætti svosum að trekkja betur en ómótstæðileg blanda af laufléttum ærslum, perlufesti af arium sem loða við minnið líkt og hunang, glitrandi hljómsveit og mögnuðum hóp- söng, þegar ofan á allt bætist galdur varanleikans? Mann lang- ar strax að heyra stykkið aftur — og aftur einu sinni enn. Hinn varla þrítugi Wolfgang Amadé kunni óneitanlega tökin á „Kenner und Liebhaber“ eftir reynslu undangenginna æsku- ópera, er enduðu á Brottnáminu úr kvennabúrinu (1781). Hann sá um þarfir lærðra sem leikra ein- faldlega með því að skrifa fyrir hvoratveggju. Hvargetur sterkari „formúlu" í músík en röð af dúndursmellum með þeim ósköp- um samin, að sífellt koma ný atriði í Ijós við hverja endur- heyrn? Það hefði mátt handjárna Fenrisúlfinn með jafnmjúkum og jafnmögnuðum ráðum. Hljóm- sveitarstjóri ÍÓ líkti styrkleika áhrifanna við eiturlyf. Ég lái hon- um ekki. Svona verk vill maður fá vel flutt. Að vísu er viðmiðunin væg- ast sagt ógnvekjandi fyrir lítið ís- lenzkt óperufélag. Fjöldi framúr- skarandi uppfærslna og hljóm- plötuútgáfna af Fígaró er mikill. Hérlendir leikhúsgestir ganga inn um dyr með kliðinn af túlkun Te Kanawa, von Stade og álíka stór- stjarna í eyrunum og ætlast til að fá að heyra annað eins, vitandi að það er ekki hægt. Auðvitað. Kiri, Placido, LSO og allt þetta lið er einhversstaðar úti í löndum, ekki hér. Sambæri- legt apparat mundi kosta aðskilj- anleg prósent af vergri þjóðar- framleiðslu okkar. Til að byrja með vantar sjö—fjórtánhundruð milljónir í viðunandi óperuhús — jafnvel þótt það snúist ekki . . . Maður ætti að vera farinn að þekkja aðstæðurnar og leggjast í skilyrta naflaskoðandi sjálfs- ánægju yfir því að við yfirhöfuð skulum láta okkur detta í hug að bjástra við svonalagað í stað þess að einbeita okkur að þorskveið- um og öðru sem við ráðum við. Og menningarneytandinn skrúfar ósjálfrátt niður fyrir væntingar og fer að miða við fólksfjölda. Það er því meiriháttar sjokk að labba inn í Gamla bíó og upp- götva, að maður getur alltíeinu leyft sér þann munað að miða við eilífan stormbeljandann erlendis, sem svo sjaldan nær að rjúfa æð- ardúnalognið hér á klakanum. Við getum alltíeinu hætt að miða við þann marglúna paternoster, fólksfjöldann, og skellt okkur beint við hlið nágrannalandanna í suðri. Það þarf ekkert local boy- dekur hér. Það er meira í boði. Sýningin er útflutningshæf. Á köflum greip maður andann á lofti. Það byrjaði þegar í for- leiknum. Upphafsstefið, sem iðar pianissimo eins og kappsfull hús- fluga, er erkidæmi óperubók- menntanna um eftirvæntingar- sköpun. Spilurum gefst enginn tími til að hita sig upp í ró og næði, öðru nær. Þeir þurfa að halda á öllu sínu frá fyrstu nótu. Og viti menn — þetta hljómaði eins og á alvöru sinfóníutónleik- um. Enginn skjögrandi leikhús- hljómsveitarbragur hér, þökk sé Mr. Anthony Hose, sem gaf inn og í með eldmóði og nákvæmni frá byrjun til enda, rífandi allt með sér. Tempó, tempó, tempó. Hinum brezka maestró hefur tek- izt að gæða þurslund okkar suð- rænni snerpu. Það lá við, að mað- ur gleymdi augnayndinu af frá- bærum búningum og leiktjöldum út af high fidelityinu neðan úr hljómsveitargryfju. Það tæki aldrei enda, ef farið yrði út í til- greiningu smáatriða í jafnviða- miklu verki, en þó hefði fagottið mátt berast betur út í sal, einkum er leikið er staccato. Kór íslensku óperunnar er góð- ur og gegnir furðu, að jafnmikið skuli fást úr aðeins 12 hræðum. Hreyfingar hans og einsöngvar- anna voru hraðar og hnitmiðaðar og ágætur vitnisburður um færni leikstjórans, Þórhildar Þorleifs- dóttur. Dansinn í hinum kostu- lega menúett, þar sem Mozart skreppur vísvitandi 50 ár aftur í tíma, var skemmtilegur, og yfir- leitt mörg tiltæki bráðfyndin, sem of langt yrði upp að telja. Samspil hreyfinga, Ijósa, búninga og leik- tjalda gekk upp í eftirminnilega heild, er minnti á e.k. jónsmessu- næturdraum frá rókokótíma, leiftrandi kviksjá í bleikum og gljábláum aðallitum. Einsöngvararnir eru einatt þeir sem mest lenda milli tanna leik- húsgesta, og við hæfi að enda á þeirra framlagi. John Speight sá um titilhlutverkið. Verandi tón- smiður sjálfur ætti hann öðrum einsöngvurum fremur að skilja hugsun Mozarts sem kompónista. Víst er túlkun Johns lifleg, og sjónrænt séð vel af hendi leyst. En röddin er fulllitil fyrir safaríkar ariur einsog Si vuol ballare og Non piu andrai. Kristinn Signtundsson söng Almavíva greifa með glæsibrag, eins og við mátti búast. Það hefði ekki verið slor að heyra hann sem Fígaró. Einkennilegt, að bari- tónaekla skuli vera svo mikil, að ekki skuli finnast jafningi Krist- ins í öðru aðalkarlhlutverkinu. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng súbrettuhlutverkið, Súsönnu þjónustu, af krafti og gáska. Maður getur varla beðið eftir að heyra hana takast á við nætur- drottninguna í Töfraflautunni. Hér er rétta röddin í það. Auðvit- að þolir Sigrún vel meiri reynslu, en frammistaða hennar i krefj- andi spintórullu Súsönnu er meiriháttar áfangi. Segja má, að ÍÓ hafi teflt djarf- lega með því að láta debútant í stórt hlutverk hirðsveinsins Kerú- bínós. En Hrafnhildur Guð- mundsdóttir stóð sig undravel miðað við þessar taugatrekkjandi aðstæður. Röddin er tær og furðu þroskuð, og söngurinn var hreinn, sem er lygilega óalgengt. Hví í ósköpunum uppgötvaðist þetta efni ekki 10—15 árum fyrr? Prímadonna íslensku óperunn- ar, Ólöf K. Harðardóttir, túlkaði greifafrúna af fágun og tíginni innlifun. Leikræn tjáning hennar hýtur sín vel á sviði, hlutverkið er sem skapað fyrir hana að öllu leyti nema einu: víbratóið er í stærra lagi. Ólöf hefur það mik- inn raddstyrk afgangs, að hún getur leyft sér að draga úr val- kyrjutitringnum, sem veldur „of mörgum (auka-)nótum“, eins og Jósep II gefði getað sagt með réttu. Öll minni hlutverk voru í góð- um höndum, þar sem einkum hinn dásamlegi bolmsbassi Viðars Gunnarssonar stóð uppúr. Svona rödd, gegnheil og þykk eins og koppafeiti, fyllir hvaða sal sem er. Viðar söng reyndar tvö hlutverk (er aldrei eru á sviði samtímis), Dr. Bartóló og garðyrkjumann- inn. Sama fyrirkomulag gilti um Sigurð Björnsson, er auk Don Basilíós söngkennara fór með hlutverk hins þurrpumpulega dómara, Don Kúrziós, af öryggi atvinnumanns. Hrönn Hafliða- dóttir og Sigríður Gröndal voru ljómandi góðar sent Marsellina og Barbarína, og gerðu jafnvel enn meira gagn í hinum stórkost- legu hópsöngsatriðum en hlut- verk þeirra gáfu tilefni til. Sem betur fer virðist hafa verið lögð mikil áherzla á vandaða út- færslu þessara flóknu „ensemble"- atriða i lok hvers þáttar, enda tón- sköpunarleg þungamiðja verks- ins. Hinar stórbrotnu (en á ytra borði fisléttu) söngfléttur sátu eftir í huganum, ekki sízt fyrir framúrskarandi góða samvinnu hljómsveitar og einsöngvara. Mr. Hose hefur ekki legið á liði sínu þar. Það er óhætt að mæla með þessari sýningu. Hún læknar efahyggju — beint í æð. Prófaðu! — RÖP

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.