Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. apríl 1989 Árlegir tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins Lúörasveit verkalýösins heldur sína árlegu vortón- leika í Langholtskirkju I daa og hefjast þeir kl. 17. Efnis- skráin er aö vanda fjölbreytt, bæöi innlend og erlend tón- list viö allra hæfi. Stjórnandi á tónleikunum er Jóhann Ingólfsson og eru þetta aðrir tónleikar sveitarinnar undir hans stjórn, en hann tók við sveitinni sl. haust. Aögangur að tónleikunum er, eins og ávallt áöur, ókeypis. Starfsemi Lúörasveitar verkalýðsins hefur i vetur veriö mjög öflug. Samæfing- ar hafa verið reglulega einu sinni í viku, en auk þess hafa veriö raddæfingar I viku hverri. Sveitin hélt tónleika i lok nóvember í Langholts- kirkju. Að afloknum tónleikunum hefst undirbúningur aö ferö sveitarinnar til Tékkóslóvakiu, en þangaö hefur henni veriö boðið aö koma til að taka þátt í lúðrasveitamóti og -keppni, sem haldin er árlega í borginni Kolin. Fersveitin utan 14. júní og stendur ferö- in í vikutima. Strax aö lokinni ferö þessari, eöa 23. júní, verður haldið til Vestmanna- eyja, en þar fer fram lands- mót Sambands íslenskra lúörasveita helgina 23.—-25. júní. Hilma af Klint í dag, laugardaginn 8. april, veröur opnuö i Listasafni Is- lands sýning á oliu- og vatns- litamyndum sænsku lista- konunnar Hilmu af Klint. Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson,opnar sýninguna. Þetta er farandsýning sem fer um Norðurlöndin og Bandaríkin ávegum Lista- miðstöövarinnar i Sveaborg. Hilma af Klint fæddist í Sví- þjóð áriö 1862, nam við sænsku listaakademiuna 1882—1887 og var um siö- ustu aldamót eftirsóttur landslags- og andlitsmynda- málari í Stokkhólmi. Er Hilma lést, áriö 1944, arfleiddi hún bróöurson sinn aö öllum verkum sinum, sem eru um 1.000 talsins, ásamt fjölda teikninga og minnis- bóka. Samkvæmt ósk hennar skyldu verkin ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en tuttugu ár væru liðin frá dauða hennar. Trú hennar var, að þá fyrst væri hægt að vænta skilnings og réttrar túlkunar á þeim. Þessar leyndu myndir Hilmu komu fyrst fram á sýn- ingunni „Hiö andlega ( list- inni“, sem upphaflega var sett upp í Los Angeles árió 198$. A þeirri sýningu var hún kynnt viö hlið Kandinskys og Mondrians, þó list þeirra byggöi á gjöróllkum forsend- um, sem einn af sporgöngu- mönnum abstraktlistar. Dr. Áke Fant, sænskur list- fræðingur, sem hefur rann- sakaö og skrifaö um verk hennar, mun setja sýninguna upp og halda fyrirlestur um Hilmu af Klint og list hennar í Listasafninu laugardaginn 8. aprfl kl. 17.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeyp- is. Listasafn íslands er opiö alla daga nema mánudaga kl. 11—17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Jóhannes Geir sýnir pastel- og olíumyndir Gallerí Borg er með sýn- ingu á verkum Jóhannesar Geirs Jónssonar. Á sýning- unni eru pastel- og oliumynd- ir sem allar eru nýjar og sýna hesta og menn í umhverfi sínu, þá aðallega hér á Reykjavikursvæðinu. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningin er í Gallerí Borg Austurstræti 10, 2. h. (Penn- inn). Hún stendurtil 11. apríl og er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00. Aðgangur er ókeypis. * Krossgátan □ 1 2 3 4 ■■■ 5 6 □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 V. 13 □ m Lárétt: 1 málms, 5 elskaða, 6 spýja, 7 hvað, 8 heitið, 10 verk- smiðjur, 11 hlass, 12 tónar, 13 svartir. Lódrétt: 1 hamingjusamar, 2 bindi, 3 forfeöur, 4 skemmir, 5 klókindi, 7 tvístígur, 9 við- kvæmi, 12 mynni. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 ófært, 5 grið, 6 róm, 7 óp, 8 útmála, 10 tt, 11 léö, 12 hiti, 13 reitt. Lódrétt: 1 órótt, 2 fimm, 3 æö, 4 tapaði, 5 grútur. 7 ólétt, 9 álit, 12 hi. • Geng® Gengisskráning nr. 65 — 6. apríl 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 52,760 52,900 Sterlingspund 89,753 89,991 Kanadadollar 44,234 44,351 Dönsk króna 7,2597 7,2790 Norsk króna 7,7657 7,7863 Sænsk króna 8,2852 8,3072 Finnskt mark 12,5440 12,5773 Franskur franki 8,3521 8,3742 Belgiskur franki 1,3470 1,3506 Svissn. franki 32,1315 32,2168 Holl. gyllini 25,0077 25,0741 Vesturþýskt mark 28,2064 28,2812 itölsk líra 0,03846 0,03856 Austurr. sch. 3,0079 4,0185 Portúg. escudo 0,3418 0,3427 Spánskur peseti 0,4545 0,4557 Japanskt yen 0,39905 0,40011 írskt pund 75,270 75,470 SDR 68,5743 68,7562 Evrópumynt 58.7034 58,8592

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.