Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. apríl 1989 11 Mannanna verk Jarðskjálftar eru náttúruhamfarir, sem mannskepnan getur ekki ennþáf?) ráðið við. Aftur á móti eiga menn að peta komið í veg fyrir að fjöldi fólks farist af völdum þeirra. I Armeníu voru það nýlegri húsin sem hrundu og þúsundir manna voru grafnar lifandi, en gömlu húsin stóðu skjálft- ana af sér. í jarðskjálftunum í Mexíkó fórust flestir í fá- tækrahverfunum, þar sem fátæktin réð því að húsin hrundu, sem úr pappir væru. Það leiðir hugann að því, að jafnvel i náttúruhamförum ríkir stéttaskipting. Jarðskjálftahamfar- irnar í Armeníu vöktu ótta og hryll- ing manna um gjörvallan heim. Þeir voru punktur- inn yfir i-ið á ári, sem var metár nátt- úruhamfara. Flóðin í Bangladesh voru einhver þau verstu í manna minnum. Hvað veldur? Tilvilj- anir? Reiði guðs, eða finnast nœrtœkari útskýringar? Við rannsóknir, sem breska Earthscan-stofnunin gerði, kom í ljós að náttúruhamfarir leika fá- tæku löndin verr en auðugu lönd- in og að fátæka fólkið í þessum Iöndum verður verr úti en auðuga og/eða miðstéttarfólkið. Nú eru miklar umræður og at- huganir í gangi um þau miklu um- hverfisspjöll, sem eiga sér stað í Ölpunum. Sífjölgandi kröfum ferðamannaiðnaðarins um æ fleiri staði, þar sem vetraríþróttir eru stundaðar, sem aftur kalla þá á fleiri og fleiri brautir fyrir hinar ýmsu greinar skíðaíþróttarinnar, eiga þarna stóran hlut að máli. Það er gróðavænlegt að fjár- festa í ferðamannahótelum í ÖIp- unum. Þess vegna eru byggð hótel á svæðum, sem þeir er gjörst þekkja til hafa álitið hættuleg vegna skriðuhættu. Þegar skóg- urinn verður að víkja fyrir skíða- lyftum og skíðabrautum er voð- inn vís. Skógurinn batt raka og snjó. Þegar skógurinn er horfinn er þessi náttúrulegi varnargarður horfinn. Fjallshlíðarnar eru þá svo til óvarðar fyrir vatnsflaumi og skriðurnar verða fleiri og kröftugri. Vatnsflaumurinn á greiðan aðgang og steypist niður í dalina. Þar leggst allt á eitt; skóg- urinn farinn, neðanjarðarrætur og gróður horfin og mengun frá bílum á einnig sinn þátt í skógar- dauðanum. Skíðabrekkurnar eru búnar til með þungavinnuvélum og snjódreifurum. Það er nauð- synlegt, því umhverfið verður að laða að sér íþróttaunnendur og gjaldeyririnn streymir í fjárhirsl- urnar. Þessar aðgerðir pressa jarðlögin svo þau verða hörð eins og steypa. Jarðlögin geta naumast bundið vatnið og því eykst hættan á snjóflóðum og skriðuföllum að miklum mun, ekki síst á haustin þegar regntíminn er mestur. Nú er svo komið, að ýmsar ökuleiðir í Ölpunum, sem áður voru taldar hættulausar, eru nú taldar hættu- legar, vegna hættu á skriðuföll- um. Nokkur fjallaþorp í Ölpun- um eru talin geta orðið fórnar- lömb náttúruhamfara í formi skriðu- og flóðahættu. Þetta vita menn, en raunverulegt átak til að stöðva þessa hættulegu þróun hefur ekki hingað til verið gert. Svipaðar ástæður eru fyrir flóðunum í Bangladesh. Að vísu hófst sú skemmdarstarfsemi fyrr og menn þekktu ekki afleiðing- arnar. Allt frá síðustu aldamót- um hefur verið framin rányrkja i hinum eðlu skógum í Himalaya, til þess að fullnægja eftirspurn Evrópubúa eftir fínum húsgögn- um. Þessu hefur verið haldið áfram á okkar timum, jafnframt því að neyðin þvingar fátæka fjallabúa í Náttúruhamfarir af mannavöldum. Indlandi, Bhutan og Nepal til þess að nýta það litla sem eftir er af trjám sem orkugjafa. Afleiðing- ar eru fyrirsjáanlegar; gífurlegt rennsli niður í dalina, nakinn jarðvegurinn rennur niður í mons- únregninu. Það sem eftir er er einskonar tungl-landslag, sem gerir hverskonar ræktun og land- búnað sífellt erfiðari. Það má þvi segja, að það sé ekki náttúran sem kemur hamförunum af stað, það eru verk mannanna, sem eiga einna stærstan þátt í náttúruham- förum nútímans. Ef þjóðir heims- ins fara ekki að taka sér tak munu hamfarirnar trúlega halda áfram, ef ekki aukast. (Arbeidcrbladet) RAÐAUGLÝSINGAR c^Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Nefnd sú sem sér um byggingu almennra kaup- leigulbúða I Miðneshreppi óskar eftir tilboðum í að fullgeraeinbýlishús, einnarhæðar, byggt úr steinsteypu, auk bílskúrs. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og viðskiptagreinum. Auk þess vantar stundakennara í faggreinum raf-, tré-, og málmiðna. Uþþlýsingar gefur skóla- meistari í símum 96-42095 og 96-41344. Við Framhaldsskólann á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu er laus til umsóknar staða skóla- meistara. ÍP Útboð Bæjarsjóður Kóþavogs óskar eftir tilboðum í byggingu 3. áfanga Hjallaskóla í Kópavogi. Verk- ið felst í að byggja 456 m2 skólahús á einni hæð. Húsið skal verða fokhelt 1. september 1989 og verkinu skal lokið 1. febrúar 1990. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð. Fráog með þriðjudeginum 11. apríl gegn 15.000 króna skilatryggingu. Brúttóflatarmál húss 105,6 m2. Brúttórúmmál húss 348,5 m3. Brúttóflatarmál bílskúrs 50,0 m2. Brúttórúmmál bílskúrs 145,8 m3. Húsin standa á lóðinni Vallargötu nr. 3 Sand- gerði og skal skila fullfrágengnum, sbr. útboðs- gögnum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 29. apríl. Umsóknir um stundakennslu sendist skóla- meistara sem veitir allar nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Miðnes- hrepps, Tjarnargötu 4, Miðneshreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunarríkisins, Lauga- vegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum, 11. apríl 1989, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilaö á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl 1989 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. bygginganefndar kaupleiguíbúða, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. JJL HUSNÆÐISSTOFNUN □§] RÍKISINS LJ LAUGAVEGI77 >01 REYKJAVÍK SiMI 696900 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í viðvörunarkerfi fyrir íbúa i stofnun aldraðra að Noröurbrún 1. Verktími er til 1. október 1989. Vettvangskönnun í Norðurbrún 1, 19. apríl kl. 13—16. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuveg 3 Reykjavik gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama staða þriðjudaginn 2. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 28500 Tilboðum skal skila á sama stað þriðjudaginn 25. apríl 1989 kl. 11 og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem mæta. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIP A AKUREYRI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða Yfirlæknis við fæðingar- og kvensjúk- dómadeild sjúkrahússins er laus til umsóknar. Staðan er laus strax eða síðar eftir samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjórasjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.