Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 12
Laugardagur 8. apríl 1989 Ingi Björn og Hreggviður bingmenn Borgaraflokksins VILJA VÍTUR Á ÓLA OG AÐALHEIÐI „Kemur ekki til greina að niðurlœgja neinn, “ segir Guðmundur Ágústsson. Afram rætt við Atlantal Fulltrúar íslenskra stjórn- valda og forsvarsmenn Alu- suisse, Aluminecd, Austria Metall og Gránges Alumin- ium ræddu í gær hugsanlega aukningu álframleiðslu á Is- landi og liafa ákvcðið að halda áfram viðræðum. Athugun Bechtel á hag- kvæmni nýs 185.000 tonna álvers var rædd. Jafnframt var fjallað um hugsanlega stækkun núverandi ál- bræðslu ísal við Straumsvík. Ákveðið var að fyrirtækin fjögur tilkynntu hvert um sig íslenskum stjórnvöldum nið- urstöðu sína um þátttöku í nýju álveri eða stækkun ísal eigi síðar en 3. maí 1989. Viðræðurnar skýrðu mál- in og lýstu aðilarnir sig al- mennt jákvæða varðandi uppbyggingu áliðnaðar á ís- landi. Næsti fundur fulltrúa Atlantal-aðilanna og ís- lensku viðræðunefndarinnar var ákveðinn 24. maí nk. og verður þá farið yfir svör aðil- anna og framhald viðræðna ákveðið. Á næsta hálfa mánuói, ef ekki fyrr, má heita að fram- tíð Borgaraflokksins ráðist. Aðalstjórnarfundur flokks- ins verður haldinn 22. apríl næstkoinandi og ganga samningaumleitanir um áframhaldandi flokkslega þátttöku Inga Björns Al- bertssonar og Hreggviðs Jónssonar treglega sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins. Allar líkur benda til þess að aðrir þingmenn flokksins geti ekki sætt sig við skilyrði þeirra Inga Björns og Hreggviðs. í samtali við Alþýðublað- ið staðfesti Guðmundur Ágústsson, þingmaður flokksins, að staðan væri al- varleg. „Málið markast af stefn- unni gagnvart ríkisstjórn- inni. Óli og Aðalheiður eru hlynnt því að fara í þessa ríkisstjórn. Júlíus og ég vilj- um ekki fara í hana, að minnsta kosti að svo komnu máli, og teljum það reyndar fáránlegt eins og staðan er. Við höfum ekki trú á því sem hún er að gera. Hreggviður og Ingi Björn setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi veru sinni í flokknum að við skuldbindum okkur að fara ekki í ríkisstjórnina. Þeir setja einnig það skilyrði, eftir því sem mér hefur skilist, að það verði samþykktar vítur á þau Aðalheiði og Óla eða að í ályktun verði sett ofan í við þau vegna afstöðu þeirra. Við erum ekki tilbúin til að fallast á slík skilyrði. Annað- hvort koma menn í flokkinn eða ekki, við getum ekki samþykkt nein skilyrði um að niðurlægja einn eða ann- an. Það kemur ekki til greina." Varðandi mögulega þátt- töku í ríkisstjórninni sagði Guðmundur það ekkert úr- slitaatriði hvort flokkurinn samþykkti slikt núna. „En auðvitað er það fáránlegt að binda sig til framtíðar um að hafa ekki samvinnu við aðra flokka, sama hvað þeir flokkar heita. Við erum í póli- tík og í henni verður maður alltaf að vera tilbúinn til að ræða við hvern sem er, hve- nær sem er, á grundvelli stefnuskrár flokksins. í því sambandi er það ekkert eitt mál fremur en annað sem ræður úrslitum, það verður að ráðast,“ sagði Guð- mundur. Fundurinn í apríl er talinn ráða mestu í þessu máli, en hins vegar hefur Ingi Björn lýst því yfir að staðan sé von- laus ef ekki verður samið strax fyrir eða um helgina. Landslög kynnt á Stöð 2 Lögin sem keppa til úrslita í „Landslaginu“ — Söngva- keppni íslands — verða kynnt á Stöð 2, eitt á dag í tíu daga frá 15. til 24. apríl kl. 20.25. Með sanni má segja að þetta sé söngvakeppni ailra landsmanna, því ölluin var heimil þátttaka og rúmlega 300 lög bárust hvaðanæva af landinu. Dómnefnd valdi tíu iög til úrslita: Brotnar myndir, eftir Rún- ar Þór Pétursson, sem flytur ásamt Andreu Gylfadóttur. Dúnmjúka dimma, eftir Ólaf Ragnarsson. Höfundur flyt- ur ásamt bræðrum sínum, Jóni og Ágústi Ragnarsson- um. Ég sigli í nótt, eftir Bjarna Hafþór Helgason, Júlíus Guðmundsson flytur. Ég útiloka ekkert, eftir Bjarna Hafþór Helgason, Inga Eydal flytur. Fugl í búri, eftir Bergþóru Árnadóttur, höfundur flytur. Prinsipp- mál, eftir Þórhall „Ladda“ Sigurðsson, höfundur flytur. Ráðhúsið, eftir Ágúst Ragn- arsson, höfundurog „Sveitin niilli sanda“ flytja. Við eig- um samleið, el'tir Jóhann G. Jöhannsson, Sigríður Bein- teinsdóttir og Grétar Örvars- son flytja. Við fljótið, eftir Sigfús E. Arnþórsson, Júlíus Guðmundsson flytur. Við tvö, eftir Inga Gunnar Jó- hannsson, sem flytur ásamt Evu Albertsdóttur. Verktakasambandið um húsnœðismálin: Kerfið gengur ekki upp í núverandi mynd Verktakasamband íslands telur sýnt að núverandi hús- næðislánakerfi, sem sett var á laggirnar árið 1986, gengur ekki upp. Stjórn Verktaka- sambandsins er í meginatrið- um sammála niðurstöðum vinnuhóps á vegum félags- málaráðherra frá því sl. vor um nauðsyn þess, að gerðar verði grundvallarbreytingar á hinu almenna húsnæðis- lánakerfi. Um núverandi kerfi segir í ályktun sambandsins: „ . . . að engin von sé að breyta þeirri staðreynd nema til komi verulega aukin fram- lög úr ríkissjóði. Slík sé þjóð- hagslega óverjandi enda muni það að óbreyttu leiða til aukinnar skattheimtu á alla landsmenn í framtíð- inni.“ Stjórn sambandsins varar því við frumvarpinu í núver- andi mynd og bendir á að það muni allt eins auka á vandann í húsnæðislána- kerfinu og á peningamark- aðnum í stað þess að draga úr honum. Verktakar ítreka einnig mikilvægi þess að út- lánsvextir í núverandi kerfi verið færðir til samræmis við meðalvexti skuldabréfa líf- eyrissjóðanna hjá Húsnæð- isstofnun. Slík breyting er að mati stjórnar samtakanna forsenda þess að húsbréfa- kerfið gangi up samhliða nú- verandi kerfi, auk þess sem hún sé nauðsynlega til að tryggja fjárhagsafkomu Byggingarsjóðs. Fjórir þýskir blaðamenn eru staddir hér á landi i boði sjávarútvegsráðuneytisins að kynna sér málefni íslensks sjávarútvegs í tilefni af vænt- anlegri opinberri heimsókn Halldórs Ásgrimssonar til V-Þýskalands í næstu viku. Blaðamennirnir eru frá Hamborg og Frankfurt og hafa sjávarútvegsmál að sérgrein. Ékki vildu talsmenn sjáv- arútvegsráðuneytisins viður- kenna að hvalamálið væri efst á baugi í heimsókn þýsku blaðamannanna. „Þetta eru blaðamenn sem tengjast fyrst og fremst sjáv- arútvegi og matvælaiðnaði i Þýskalandi og þekkja vel til aðstæða í sambandi við við- skipti okkar með fisk og aðr- ar vörur. Þeir koma væntanlega til með að verða fiávnl-muMsíáJuíprra*!' Rnnn 1 tilefni af heimsókn sjávarútvegsráðherra til Bonn í næstu viku hafa 4 þýskir blaðamenn frá . ,, Hamborg og Frankfurt kynnt sér íslensk sjónarmið og staðhætti undanfarna daga. Blaða- 1 næstu viku og veróa þa von- mennirnir þýsku eru til hægri aö spyrja Halldór Ásgrimsson og félaga spjörunum úr. A-mynd/E.OI. Sjávarútvegsráðuneytið: Þýskir blaðamenn á ferð og flugi andi vel upplýstir um okkar mál í framhaldi af þessari neimsókn," sagði Hermapn Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra. „Þetta snýst um að kynna sjávarútveginn, stofnanir hans og útflutningsstarfsem- ina í heild sinni, en ekki er um áróður vegna hvalamáls- ins að ræða. Blaðamennirnir eru hins vegar mjög vel að sér um hvalamálið, eru forvitnir um þau mál, sem hljóta að vera eðlilegur hluti af þessari umfjöllun. í því sambandi má heita nokkuð bagalegt að okkar helsti sérfræðingur um vísindaleg sjónarmið í þeim efnum, Jóhann Sigur- jónsson líffræðingur, skuli vera í verkfalli!" Blaðamennirnir eru Dr. Umtalsverðar hækkanir voru samþykktar á fundi verðlagsráðs í gær. Bensín hækkar í dag um 2,1%, en ol- íufélögin höfðu farið frant á 2,8% hækkun. Gasolía hækkar um 6,9% og svartol- ía um 5,3%. Skipafélögin fá Albert Vollmer frá T.K. Re- port í Frankfurt, Dr. Klaus Wiborg frá Frankfurt Allge- meine Zeitung, Klaus Koch að hækka sín gjöld um 7% og sama hækkun var sam- þykkt í innanlandsflugi. Eimskip hafði farið fram á 13% hækkun farmgjalda og Flugleiðir höfðu farið fram á 13%. Umsóknir frá þessum frá Deutsche Presse Agentur í Hamburg og Herby Neub- acher frá Fisch Magazin í Hamborg. aðilum höfðu legið fyrir í u.þ.b. mánuð. Þá fékk Sem- entsverksmiðja ríkisins sam- þykkta 6% hækkun. Um- sóknir um allar þessar hækk- anir höfðu legið fyrir um nokkurt skeið. Verðlagsráð Umtalsverðar hækkanir samþykktar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.