Alþýðublaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 1
iIHIIIUID Miðvikudagur 12. apríl 1989 STOFNAÐ 1919 54. tbl. 70. árg. BHMR og ríkið Rætt um launalið til skamms tíma Staðan í kjaradeilu BHMR og ríkisins er óljós sem stendur. Fyrir u.þ.b. viku bauð BHMR upp á þriggja ára samning þar sem inn í voru faldar miklar kaup- kröfur. Samningarnir núna snúast um langtímasamning varðandi ýmis réttindamál, hinsvegar vill ríkið ekki semja um launamálin nema til skamms tíma. Eitthvað hefur miðað í þeim málum sem rædd hafa verið eftir því sem Alþýðu- blaðið kemst næst. Samn- inganefndir deiluaðila hafa ræðst við undanfarna daga, mestan part óformlegir vinnufundir. Rætt hefur ver- ið um þau atriði sem ríkið er tilbúið að semja um til lengri tíma og jafnframt um launa- málin en ríkið vill aðeins semja um laun til skamms tíma. Einnig hafa önnur mál verið rædd en þau sem bein- línis heyra undir kjarasamn- inga. A Iþýðuflokksfélag Reykjavíkur: FORYSTAN RÆÐIR FLOKKSSTARFIÐ Flokksstarfið í Reykjavík verður til umfjöllunar á fundi sem Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur heldur i kvöld í félagsmiðstöð flokks- ins við Hverfisgötu. Forystu- menn flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður og utanrikisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður og félagsmála- ráðherra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráð- herra og Birgir Árnason for- maður SUJ mæta. Fundur- inn hefst klukkan 20.30. Grásleppuvertíð hafin. Vertiðin hefur farið mjög vel af stað, sérstaklega hefur veiðin verið góð á NA-landi, allt að 11 tunnur i vitjun. A mynd/E.ÓI. Fimm stjórnarmenn í Húsnœðisstjórn gefa neikvœða umsögn um húsbréfafrumvarpið „Undarleg vinnubrögÖ" segir Rannveig Guðmundsdóttir formaður húsnœðisstjórnar. „Þetta eru afskaplega undarleg vinnubrögð," segir Rannveig Guð- niuiidsdótiir formaður stjórnar Húsnæðisstofn- unar ríkisins um umsögn sem 5 stjórnarmenn af 10 sendu f rá sér í gær um hús- bréfafrumvarpið. Rann- veig segir að húsnæðis- málastjórn hafi verið ein- huga um að gefa ekki um- sögn um frumvarpið og haf i bókun þess ef nis verið samþykkt samhljóða þegar málið var tekið fyrir á dög- uniini. „í stjórninni eru sterkir talsmenn þeirra skoðana sem uppi eru um húsbréfa- frumvarpið. Það var ljóst að það yrði mjög sundur- leit úmsögn sem frá stjórn- inni kæmi. Spurningin var hvort stjórnin ætti að fara að sitjast niður í starfs- hópa til að gera umsögn, eða umsagnir, sem yrðu hvorki fugl né fiskur vegna mjög skiptra skoðana. En í ljósi þess sem síðan gerðist spyr maður sig hvort það hafi verið viturlegt," sagði Rannveig þegar blaðið spurði hana hvort ekki hefði verið eðlilegt að hús- næðisstjórn gæfi umsögn um frumvarpið. „Það var einhuga niður- staða að vegna mjög skiptra skoðana gæfi hús- næðismálastjórn ekki um- sögn. Mig óraði því ekki fyrir því að 5 fulltrúar í stjórn tækju sig saman eft- ir á og sendu frá sér um- sögn," sagði Rannveig. Hún vildi ekki svara ein- staka gagnrýni sem fram kemur í umsögninni, því þegar blaðið náði tali af henni í gærkvöldi hafði hún ekki séð plaggið að- eins heyrt fréttir í útvarpi. Nánar er fjallað um um- sögn fimmmenninganna á bls3 Ögmundur Jónasson um gengisfellingartal M ERUM SALLAROLEG a Halldór Asgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag, að óhjákvæmilegt væri að fella gengið á þessu ári. Sjávarút- vegurinn myndi ekki lifa án þess. í nýgerðum kjarasamn- ingi BSRB fólst vilyrði ríkis- stjórnarinnar um að gengið yrði ekki fellt á samningstím- iinum nema í brýnustu nauð- ir ræki. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, segir þá stund ekki komna og sagði samtökin sallaróleg þrátt fyrir að menn blésu á þennan hátt, eins og hann orðaði það. Ögmundur sagðist telja gengisfellingu úrelta aðferð, hugsaða fyrst og fremst sem skattlagningu á almenning. „Ég hélt að menn væru búnir að fá sig fullsadda af þessum gengisfellingahrossalækn- ingum sem engu hafa skilað og miða aðeins að því að færa peninga frá launafólki til allra fyrirtækja, óháð stöðu þeirra. Ég hefði haldið að menn myndu fremur vilja skoða einstök fyrirtæki og meta stöðuna út frá því." Um viðbrögð við samning- unum sagði Ögmundur að sér þættu þau undarleg, eig- inlega kleyfhuga. Annars- vegar fordæmdu menn samninginn fyrir að vera á of háum nótum, hinsvegar fyrir að vera á of lágum nótum. „Þetta bendir til þess að við höfum fetað það einstigi sem veitt var til í þessari stöðu." Um orðróm þess efnis að samningurinn hefði gengið svo hratt sem raun bar vitni vegna sérstakrar vináttu eða samkomulags fjármálaráð- herra og formanns BSRB sagði Ögmundur: „Mér þyk- ir þetta afar undarleg sögu- skýring og eiginlega verið að vanmeta og vanvirða allt það starf sem samninganefndir unnu með því að eigna þetta allt einstökum mönnum. Þessi kenning er af einhverj- um undarlegum toga spunn- in." Þingmenn vilja afnema eigin sérréttindi „Afsali þingmaður sér þingmennsku og hverfi til annarra starfa fellur réttur hans til biðlauna niður". Þannig hljóðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingfararkaup, sem þing- menn fimm stjórnarmála- flokka hafa mælt fyrir á Al- þingi. Með þessu vilja þing- mennirnir af nema sérréttindi sem þingmenn hafa notið hingað til. í vetur greindi PRESSAN frá þvi að Sverrir Hermanns- son hefði þegið 6 mánaða biðlaun, þótt hann hef ði þeg- ar tekið við embætti banka- stjóra í Landsbankanum. Samkvæmt núgildandi lögum um þingfararkaup al- þingismanna nýtur alþingis- maður biðlauna er hann hættir þingmennsku, í þrjá mánuði eftir eins kjörtíma- bils setu, en í sex mánuði eftir tíu ára eða lengri. Lögin. kveða hins vegar ekki sér- staklega á um að það hvort alþingismaður skuli njóta biðlauna ef hann afsalar sér þingmennsku og tekur við öðru starfi. í greinargerð með frum- varpinu segja flutnings- menn, að eftir upphaflegum tilgangi hafi ekki verið ætl- unin að þingmenn sem segðu af sér þingmennsku og hverfa til annarra launaðra starfa, nytu biðlauna. „Tíðk- ast hvorki á almennum vinnumarkaði né hjá ríkinu að sá er segir upp störfum njóti launa eftir að hætt er störfum. í frumvarpi þessu er því lagt til að kveðið sé skýrt á um að réttur til bið - launa falli niður afsali þing- maður sér þingmennsku fyr- ir lok kjörtímabils og taki við öðru starfi. Þessi breyting hefur hins vegar engin áhrif á rétt þingmanna til biðlauna að kjörtímabili loknu, „ seg- ir í greingargerðinni. Flutningsmenn eru: Jón Helgason, Framsóknar- flokki, Guðrún Agnarsdótt- ir, Kvennalista, Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokki, Salome Þorkelsdóttir, Sjálf- stæðisflokki og Margrét Frí- mannsdóttir Alþýðubanda- laginu. Blaðamaður þýsks fiskitímarits: Hvalamynd Magnúsar léleg blaðamennska Herby Neubacher, blaða- maður við V-Þýska fiski- fréttatímaritið Fisch Maga- zine í Hamborg, segir í við- tali við Alþýðublaðið að „Lífsbjörg í norðurhöfum", heimildarmynd Magnúsar Guðmundsonar, sé léleg blaðamennska. Neubacher segir enn frem- ur að hvalamálið sé mikið til- finningamál og að það hafi skaðað hagsmuni íslands mikið hversu íslensk stjórn- völd voru sein að bregðast við áróðri og efnahagsþving- unum grænfriðunga. Sjá bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.