Alþýðublaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 12. apríl 1989 í MIÐRI VIKU Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skrifar „Akvörðun vestrænna rlkja aö slá saman skjaldborg gegn útþenslustefnu Sovétrlkjanna, verður aö skoð- ast í Ijósi atburöanna á árunum eftir síðari heimsstyrjöld," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanrlkisráð- herra m.a. í grein sinni um Atlantshafsbandalagið. Myndin sýnir hóp V-Berlínarbúa fylgjast með banda- riskri vöruflutningavél af gerðinni C-47 búast til lendingar áTemplehof-flugvelli. í júnlmánuöi 1948 lokuðu Sovétmenn af V-Berlín en Vesturlönd flugu birgðum og vistum I sögulegri „flugbrú“ allt þartil Sovétmenn gáfust upp og afléttu einangrun borgarinnar í maímánuði 1949. ER ATLANTSHAFSBANDA LAGIÐ TÍMASKEKKJA? I ljóði sem hann nefnir „Til friðarráðstefnu í London 1946“ spyr Davíð Stefánsson: Hví treystið þér á vopnsem vi/j- ið frið? Á öll vor heill að hvíla ú stálsins stoðum? Þessar meitluðu spurningar skáldsins snerta áleitið íhugunar- efni sem menn hafa glímt við um langan aldur, en það er sú mót- sögn sem mörgúm virðist í því fólgin að sjálf vopnin, tákn of- beldis, eru oftar en ekki forsenda þess að takast megi að halda frið- inn. Hugleiðing Davíðs virðist eiga einkar vel við um þessar mundir, í ljósi þeirrar friðvænlegu þróun- ar sem átt hefur sér stað í alþjóða- málum. Hér á landi hafa undan- farna daga átt sér stað harkalegar deilur um ákveðna tegund hern- aðarumsvifa á íslensku land- svæði. í umræðunni hefur orðið „tímaskekkja" verið einkar áber- andi, en í íslensku máli vísar það til einhvers sem gerist eða er látið koma fyrir á röngum tíma. Hefur sú röksemd heyrst að varnaræf- ingar af ákveðinni stærð væru tímaskekkja, þar sem friður hefði þegar „brotist út“ í okkar heims- hluta. Umræðan vekur réttmætar spurningar um almennt gildi hernaðarumsvifa á tímum ört batnandi samskipta austurs og vesturs. Jafnframt hlýtur hún að vekja menn til umhugsunar um hlutverk varnarbandalags vest- rænna þjóða, Atlantshafsbanda- lagsins, við núverandi aðstæður. Spyrja má hvort dregið hafi úr mikilvægi Atlantshafsbandalags- ins og hvort því hafi láðst að laga sig að breyttum kringumstæðum? Með öðrum orðum, er Atlants- hafsbandalagið sjálft, á fertugs- afmælinu, orðið „tímaskekkja“? Stalín og Austur-Evrópa Til að unnt sé að gera spurning- unni fullnægjandi skil er nauð- synlegt að bregða upp mynd af eðli þeirrarstarfsemi sem fram fer á vegum Atlantshafsbandalags- ins. í daglegu tali verður þess vart að menn gera sér ákveðna hug- mynd, meðvitaða eða ómeðvit- aða, um hvers konar stofnun At- lantshafsbandalagið er. Einna út- breiddust virðist sú hugmynd að Atlantshafsbandalagið sé hern- aðarbandalag, sem okkar frið- elskandi þjóð hafi gengið til liðs við af illri nauðsyn. Ég vil ekki halda því fram að hugmyndin sé röng. En ég flýti mér að bæta við að hún er heldur ekki nema hálfur sannleikur. Til að útskýra hvað ég á við vil ég byrja á því að huga að þeim aðstæðum, sem urðu þess valdandi að Atlantshafsbanda- lagið var sett á laggirnar fyrir fjörutíu árum. Heimsmynd okkar daga var þegar tekin að mótast fyrir Iok síðustu heimsstyrjaldar. Á tíma- bilinu 1940-1945 hafði Stalín þeg- ar lagt undir sig um 300.000 fer- kílómetra Iandsvæði í Austur- Evrópu, sem þýddi að um 23 milljónir manna utan Sovétríkj- anna lifðu undir hamri og sigð áð- ur en stríðinu Iauk. Eftir uppgjöf Þjóðverja höfðu Vesturlönd von- ast til að Stalín Iéti staðar numið. Raunin varð hins vegar önnur. Á árunum 1945-1948 treystu Sovét- menn ekki einungis yfirráð sín á svæðunum sem þeir höfðu þegar sölsað undið sig, heldur þvinguðu þeir 90 milljónir manna til viðbót- ar, á 650.000 ferkílómetra land- svæði, til að lúta sínu ægivaldi. Við stofnun Atlantshafsbanda- lagsins 4. apríl 1949 höfðu Sovét- menn því útvíkkað áhrifasvæði sitt um samtals 950.000 ferkíló- metra með 113 milljónum íbúa. Herlið Bandaríkjanna_________ í Evrópu Annað atriði var ekki síður mikilvægt. Á árunum 1945-1947, meðan Evrópa var enn í rústum, Jón Baldvin Hannibalsson Fyrri hluti fækkuðu Bandaríkin herliði í Evrópu úr 12 milljónum í 1.4 milljónir. Stalín á hinn bóginn hélt eftir 5 til 6 milljón manna herliði, 50.000 skriðdrekum og 20.000 flugvélum. Er varla tekið of djúpt í árinni að segja að þetta ójafnvægi hafi öðru fremur orðið undirrótin að vaxandi viðsjám í samskiptum austurs og vesturs á árunum eftir stríð. Það er ekki ætlun mín að rekja í smáatriðum aðdragandann að stofnun Atlantshafsbandalags- ins. Ég læt nægja að benda á að ákvörðun vestrænna lýðræðis- ríkja um að slá saman skjaldborg gegn útþenslustefnu Sovétmanna verður að skoðast í þessu ljósi. Innrás Sovétmanna í Ungverja- land 1956, í Tékkóslóvakíu 1968 og Afghanistan 1979 færði mönn- um heim sanninn um að full ástæða var fyrir Vesturlönd til að halda vöku sinni áfram. Þegar hugað er að upphafsár- um Atlantshafsbandalagsins er því enguni vafa undirorpið að því var ætlað að veita mótvægi gegn hernaðarógn Rauða hersins. Markmið bandalagsins er að þessu leyti óbreytt enn í dag, þrátt fyrir að starfsvið þess hafi í tím- ans rás orðið æ margþættara og flóknara. Áhrif Suez-deilunnar__________ Þegar grannt er að gáð kemur í ljós að áherslan á hernaðarþátt Atlantsbandalagsins var einkum einkennandi á fyrstu árum banda- lagsins, þ.e. fram að dauða Stalíns 1952. Um miðjan sjötta áratuginn varð mönnum ljóst í æ ríkari mæli að til að varðveita frið og stöðug- leika væri það ekki nóg að hafa menn undir vopnum í fremstu víg- línu, heldur yrðu vestræn ríki einnig að efla samráð sín innbyrð- is á öðrum sviðum en því hernað- arlega. Má segja að viðhorfs- breyting þessi hafi öðru fremur átt rætur að rekja til Suez-deil- unnar 1956, en þá varð alvarlegur misbrestur á samvinnu nokkurra aðildarríkja. Breytingin endur- speglaðist glögglega í skýrslu At- lantshafsráðsins það sama ár,sem nefnd er eftir „vitringunum þrem- ur“, en það voru þrír þáverandi ut- anríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsins, sem að henni stóðu. Óhætt er að fullyrða að allt frá 1956 hafi pólitískt ekki síður en hernaðarlegt samstarf verið snar þáttur í allri starfsemi At- lantshafsbandalagsins. Bæta má því við að greinargerð „vitring- anna“ hefur sérstaka þýðingu fyr- ir íslendinga, þar sem hún leggur aukna áherslu á 2. grein Atlants- hafssáttmálans. Grein þessi skuldbindur aðildarríkin til að greiða úr ágreiningi sín á milli á sviði efnahags og viðskipta. Ekki þarf að orðlengja að efl- ing pólitísks samstarfs gerði At- lantshafsbandalagið betur í stakk búið til að aðlaga sig breyttum að- stæðum. Svo nefnt sé dæmi, var ekki nema ár frá því að Atlants- hafsráðið tileinkaði sér niður- stöður „vitringanna þriggja" þeg- ar Sovétmenn skutu á loft sínum fyrsta Sputnik. Áhrif þessa at- burðar, bæði pólitísk og hernað- arleg, verða e.t.v. seint ofmetin. Kúbu-deilan og_______________ Kjarnorkuógnir Afrek Sovétmanna sannfærði Bandaríkjamenn um að ef til átaka kæmi í Evrópu gætu þeir ekki lengur treyst því að vera óhultir fyrir langdrægum kjarna- vopnum Sovétmanna. Upp frá þessu — og sérstaklega eftir að Sovétmenn náðu jafnræði við Bandaríkjamenn á sviði kjarna- vopna á sjöunda áratugnum — varð það sjónarmið smám saman ríkjandi að þrátt fyrir alla sam- keppni ættu hagsmunir stórveld- anna samleið í tilraunum til að koma í veg fyrir gereyðingarstyrj- öld. Þetta mótsagnakennda sam- band, sem nafntogaður franskur hugsuður, Raymond Aron, nefndi á sínum tíma „fjand-bræðralag“ endurspeglaðist ekki síst í Kúbu- deilunni 1962, þegar heimurinn virtist um skeið ramba á barmi kjarnorkustyrjaldar. Hin nýju viðhorf höfðu afger- andi áhrif á hernaðarstefnu At- lantshafsbandalagsins. Horfið var frá kenningunni um stórfellda kjarnorku-gagnárás og tekin upp sú stefna sem kennd hefur verið við sveigjanleg viðbrögð, en kjarni hennar er sá, að i stað þess að eiga um það að velja að sprengja jarðkringluna í loft upp eða leggja upp laupana í upphafi átaka yrði það metið hverju sinni hvernig árás yrði svarað. Litið var svo á að hin nýja stefna gæfi At- lantshafsbandalaginu kost á að stigmagna átökin, með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum, léti and- stæðingurinn sér ekki segjast. (Síðari hluti greinar utanríkisráð- herra um Atlantshafsbandalagið verður birtur í Alþýðublaðinu laugardaginn 15. apríl n.k.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.