Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 1
Viðrœðunefnd ASI: Félögin afli sér verkfallsheimilda Viðrœður í strand og deilan kom- in til sáttasemjara Alþýðusambandið telur tilgangslaust að ræða lengur við atvinnurekendur, hefur vísað kjaradeilu aðilanna til ríkissáttasemjarar og hvetur aðildarfélög sín til að afla sér verkfallsheimilda. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund viðræðunefndar ASÍ við atvinnurekendur í gær, þar sem þeir höfnuðu alfarið að ganga til samn- inga. Varð samkomulag um að vísa deilunni til sáttasemj- ara og hvetur viðræðunefnd- in félögin til að bregðast skjótt við og sýna vilja sinn til að knýja á um samninga með því að afla sér nú þegar verkfallsheimilda. Albingi: Albert Guðmundsson fékk laun arftakans Samræmdu prófin verða skólapróf Prófin lögð fyrir þar sem KI- kennarar eru í vinnu Benedikt Bogason fœr engin laun fyrir þing- inennsku í apríl, þar sem Albert sat þrjá fyrstu daga mánaðarins. Að óbreyttu færAlbert einn- ig 810 þúsund krónur í biðlaun. Albert Guðmundsson fékk laun fyrir þing- mennsku í apríl, þótt hann hætti þingmennsku á þriðja degi mánaðarins. Þetta "gerir að verkum að Benedikt Bogason, sem tók sæti hans á Alþingi, fær engin laun fyrir apríl- mánuð. „Þetta mál hefur verið i athugun. Lögin eru ótvíræð um þetta og því má ekki búast við annarri afgreiðslu,“ sagði Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis þegar Alþýðu- blaðið bar þetta undir hann. Albert Guðmunds- son fær að óbreyttu greidd biðlaun um næstu inán- aðamót og næstu sex mán- uði, þótt hann liafi þcgar tekið við starfi sendiherra. Frumvarp sem lagt var fram í efri deild af frum- kvæði forseta þingsins, fel- ur í sér að biðlaun falli nið- ur segi þingmaður af sér og taki annað launað starf. Nái frumvarpið fram að ganga fyrir mánaðamót tekur það gildi strax og ekkert verður af biðlaun- um til Alberts Guðmunds- son. Þegar Sverrir Her- mannsson afsalaði sér þingmennsku á sl. ári og tók við starfi bankastjóra fékk hann biðlaun í 6 mán- uði. Samkvænit lögunum fær þingmaður sem setið hefur eitt kjörtímabil þriggja mánaða biðlaun, en þeir sem setið hal'a 10 ár eða lengur fá 6 mánuði. Að óbreyttu fær Albert Guð- ntundsson því 810 þúsund krónur á næstu ntánuðum, þótt hann hafi þegar tekið við öðru starfi. Auk þess hefur hann þegar þegið 135 þúsund króna þingmanns- laun og 6.700 krónur í ferðastyrk fyrir aprílmán- uð, þótt hann hafi ekki á þingi setið nema þrjá fyrstu daga mánaðarins. Albert kvaddi vini og vandamenn áður en hann hélt til Parísar. Að óbreyttu fær hann bæði laun sendiherra og biðlaun næstu sex mánuði. Ef ekki nást samningar í deilu BHMR og ríkisins ósk- ar menntamálaráöherra eftir því við skólastjóra grunn- skólanna, að þeir leggi próf- in fyrir sem skólapróf. „Þetta þýðir að prófin verða lögð fyrir þar sem KÍ-menn eru í vinnu, en verða náttúr- lega ekki lögð fyrir þar sem HIK-fólk er í verkfalli,“ sagði Svavar Gestsson mcnntamálaráðhcrra í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Menntamálaráðherra sagði nauðsynlegt að hafa í huga að prófin verði ekki lögð fyrir sem samræmd próf, heldur sem skólapróf. Um 90% af nemendum myndu þreyta þessi próf. En hvernig fer þá með hina? Svavar sagði ekki hægt að segja fyrir um það fyrr en deilan leysist, en væntanlega yrði farið út í samninga við viðkomandi kennarafélög. Samræmdu prófin áttu að hefjast nk. mánudag og verða samkvæmt áætlun ef deilan leysist fyrir þann tíma. í yfirlýsingu frá mennta- málaráðuneytinu í gær er minnt á, að samdræmdu prófin hafi ekki úrslitaáhrif á inngöngu nemenda í fram- haldsskóla né heldur útskrift úr grunnskóla. Kennarar í HÍK brugðust ókvæða við ákvörðun ráð- herrans og hyggjast koma í veg fyrir öll hugsanleg verk- fallsbrot. „Verði þetta frumvarp aö lögum er búið að finna leiö til fram- búöar,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir m.a. í framsögn sinni á borgarafundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavikur hélt um húsbréfakerfið á Hótel Borg i gærkvöldi. Auk Jóhönnu höfðu framsögn Kjartan Jóhannsson alþingismaður og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings: Ósátt við forystumenn samninganefndar ríkisins Guðrún Helgadóttir for- ræöum samninganefnda rík- seti sameinaðs þings segist isins og BHMR. Hún segir ósátt við framvinduna í við- síst til að liðka fyrir, að ákveðnir embættismenn hjá ríkinu sem hafi verið áber- andi í fyrri deilum virðist ennþá lciöa viðræðunefnd ríkisins. Þá segir hún að út í þjóðfélaginu séu uppi mjög óréttlát viöhorf í garð há- skólamenntaðs fólks, sem ýmsir forystumenn í verka- lýðshreyfingunni ýti gjarnan undir. Guðrún segir aðallega tvö atriði sem skili sér ekki í um- ræðunni: „Annars vegar sá tími sem þetta fólk er búið að eyða af ævi sinni í að læra, svo það geti stundað störf sin svo og sá tími sem fer í að viðhalda og auka við þá þekkingu. í öðru lagi vanmat á gildi vinnu þessa fólks.“ „Menn hafa komist upp með að setja upp ógeng göng á milli menntamanna og svo- kallaðs verkalýðs,“ segir Guðrún, „Það er haldið á lofti miklum ósannindum um svokallaða hálaunamenn og láglaunamenn. Það vill svo til í okkar þjóðfélagi, að i mörgum tilfellum eru svo- kallaðir láglaunamenn hærri en hálaunamennirnir.“ Guðrún bendir á að menntamenn hafi gjarnan leitt verkalýðsbaráttuna. „Ég hélt að það væri inntak sósí- aliskrar baráttu að sem allra flestir i hverju þjóðfélagi væru vel menntaðir. Að menntun væri ekki forrétt- indi heldur sjálfsögð krafa. En það fór svo, að þegar við sjómannabörnin fengum að fara í menntaskóla og læra eitthvað i hausinn á okkur, vorum við orðnir óvinir okk- ar eigin stétta. Það er afar hættulegt sjónarmið.“ Forystumenn í HÍK komu fyrir þingflokk Alþýðu- bandalagsins sl. mánudag og skýrðu sín sjónarmið í við- ræðum við ríkið. Af samtöl- um sem blaðið átti við BHMR-menn í gær virtust sjónarmið þingflokksins svipuð og komið hafa fram í máli fjármálaráðherra, for- manns flokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.