Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 8
rimiiiiíiniiii Miövikudagur 19. apríl 1989 Jón Baldvin erlendis: ALDARAFMÆLI HJÁ SÆNSKUM KRÖTUM Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lieldur í dag utan til Brussel, þar sem liann inun meðal annars eiga viðræður við þann yfirmann Evrópubandalagsins sem hefur með inálefni utan- bandala"sþjóða að gera. Ferðin verðureinnig notuð til þess að heimsækja sænska jafnaðarmenn, sem um þess- ar mundir halda upp á I00 ára afmæli Jafnaðarmanna- flokksins. Jón Baldvin er væntanleg- ur til baka á sunnudag. Þess má geta að untræður um skýrslu utanríkisráðherra, sent frestað var á mánudag vegna utandagskrárum- ræðna, átti að fara frant í gær, en þegar sýnt þótti að heill dagur dygði ekki fyrir umræðurnar sá forseti sam- einaðs þings sig knúinn til aö fresta umræðununt fram yfir helgi. Miðstjórn ASI um húsbréf: Fallast á útboð í litlum mæli Miðstjórn Alþýðusam- bandsins telur að hugmynd Júlíusar Sólness og Guð- mundar Agústssonar uin að afla l'jár fyrir lánum til þeirra sem ekki eiga rétt á láni úr Byggingarsjóði ríkisins með skiildahrélaúthoði húsbréfa komi (il álita. Telur ASÍ að sá fyrirvari verði að koina til að úthoðið verði í tiltölulega litluin mæli. Þeir Júlíusog Guðmundur leggja nánar liltekið til að tekið verði upp tvöfalt hús- næðislánakerfi, að rikiö sjái aðeins unt félagleg húsnæðis- lán, sem unt 40% lána í nú- verandi kerfi beggja bygg- ingasjóðanna ná til, en að varðandi afganginn leggja þeir til að stofnaðir verði húsbankar, sent fjármagna eiga útlán sín nteð útgáfu sér- stakra húsbréfa sem þeir hafa einkarétt til að gefa út og selja á frjálsum peninga- markaði. Miðstjórnin ítrekaði hins vegar á fundi sínum í vikunni andstöðu ASÍ við húsbréfa- frumvarp félagsmálaráð- Iterra, „en eins og kunnugt er LIST 06 LISTGAGNRÝNI Málþing um listir og list- gagnrýni verður lialdið í Norræna húsinu dagana 20.- 24. apríl. Þingið er á vegum Norræna hússins og verða hér margir góðir gestir nor- -íænir af þessum sökurn. Rætt verður um allar greinar lista og iistgagnrýni á þinginu. Dagskráin hefst á fimmtu- daginn, sumardaginn fyrsta, með setningu menntamála- ráðherra, Svavars Gestssonar og einnig verða afhent verð- laun í myndlistarsamkeppni um þemað: List og listgagn- rýni. Föstudagurinn ferí um- ræður um leiklist og myndlist, sú síðarnefnda fyr- ir hádegið, á laugardaginn verður rætt um bókmenntir og kvikmyndir og á sunnu- daginn eru það tónlist ann- arsvegar og hinsvegar ballett og ópera. Fjöldi erlendra fyr- irlesara mun heimsækja ís- land og taka þátt í pall borðsumræðum sem verða um hverja listgrein. byggir það ekki á skulda- bréfaútboði heldur skulda- brél'askiptum“. Sameining Landsvirkjunar og Rarik Oæskilegur kostur til verðjöfnunar segir Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri Kristján Jónsson, raf- við eru hinsvegar þeirrar magnsveitustjóri Raf- skoðunar að sameining magnsveitna Ríkisins telur ekki að það sé vænlegur kostur til verðjöfnunar á rafmagni að sameina Raf- magnsveiturnar Lands- virkjun. Þetta kom fram í samtali sem Alþýðublaðið átti við Kristján í gær. Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var fyrir skömmu, kom frain sama skoðun hjá stjórnarfor- manni Landsvirkjunar, Jó- hannesi Nordal. Menn innan Rarik sem Alþýðublaðið hefur talað þessara fyrirtækja sé fær- asta leiðin til þess að jafna raforkuverð og létta halla- rekstri af erfiðu dreifikerfi Rarik. Eftir því sem heintildir Alþýðublaðsins herma er umtalsvert tap á dreifingu Rafmagnsveitna ríkisins í dreifbýli, nefndar hafa ver- ið tölur allt að 200 milljón- um. Þessi tala þýðir að landsbyggðarbúar þeir sem kaupa rafmagn af Raf- magnsveitum ríkisins þurfa að borga 7000 krón- ur i skatt til að fjármagna þennan halla. Greiddu allir landsmenn þennan skatt yrði hann sennilegast um 800 krónur fyrir hvert mannsbarn i landinu. Sem stendur er um 30% munur á gjaldskrá Rarik og Rafmagnsveitna ríkis- ins og til að laga hallarekst- ur Rarik þyrfti að hækka gjaldskrá fyrirtækisins allt að 18% að óbreyttu. Kristján Jónsson vildi ekki staðfesta hallatölur en sagðist jafnframt ekki vera viss um að sameiningin væri rétta leiðin til verð- jöfnunar. Eins og Jóhann- es Nordal þótti honum stærð slíks fyrirtækis ekki fýsileg. Kristján benti einn- ig á að ákvörðun um þetta mál væri fyrst og fremst pólitísk ákvörðun eignar- aðila Landsvirkjunar, rík- isins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar en sagði jafnframt að hann væri mjög áfram um að raforkuverð yrði jafnað yfir landið. Það væri allt of mikill munur sem stendur. Komið í veg fyrir verkfallsbrot? Náttúrufræðingar í BHMR tóku sér stöðu við landgang tog- arans Haralds Kristjánssonar í Hafnarfjarðarhöfn i gær, þegar Jakob Magnússon aðstoðarforstjóri Hafrannsóknar- stofnunar gerði sig liklegan til að fara i fyrirhugaðan leið- angur Hafrannsóknarstofnunar. Jakob hætti við og gaf skipverjum merki um að fara án hans. Engu að siður taldi hann sig hafa fullan rétt til fararinnar. A-mynd/E.ÓI. Framlög skert 13 ár í röð Frá árinu 1976 hafa ríkis- stjórnir aldrei haldið lög um framlag til Ferðamálaráðs ís- lands. Á því ári voru sett lög sem heimiluðu 10% hækkun á vörugjaldi i Frihöfninni i Keflavík og skyldi sú hækk- un renna til Ferðamálaráðs. Reyndin hefur hinsvegar orð- ið önnur, nú — 13da árið í röð — hefur ekki verið staðið við þessi lög. Á þessu ári er reiknað með að þetta vöru- gjald gefi 150 milljónir en framlagið verður hinsvegar 28 milljónir. Skerðingin er á bilinu 50-80% á þessum þrettán áruni. Þetta kom fram í samtali við Birgi Þor- gilsson, ferðamálastjóra, sem Alþýðublaðið átti við hann í gær. í blaðinu í gær birtist viðtal við Dieter Wendler-Jóhannsson sem veitir forstöðu skrifstofu á vegum Ferðamálaráðs í Þýskalandi þar sem hann gagnrýnir m.a. litlar fjárveit- ingar til skrifstofu sinnar og bendir á að hægt væri að auka ferðamannastraum til íslands að miklum mun ef betri þjónustu væri hægt að veita þeim sem hingað ætla. Varnarliðið Framkvæmdir skornar um milljarð króna Varnarliðið að hægja á eftir ríflega tvöföldun framkvœmda á örfáum árum? Varnarliðið á Kcflavikur- Hugvelli ætlar sér að spara sem nemur rúmlega 1 niillj- arði króna í framkvæmdum á þessu ári. Á árlegum fundi í Norfolk sl. haust þar sem samið var um verktöku fyrir varnarliðið urðu niðurstöður þær að framkvæmdir ís- lenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka yrðu í ár í heild 56,7 milljónir dollara eða uin 3.000 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi. í fyrra námu framkvæmd- irnar alls 77 inilljónum doll- ara eða sem svarar um 4.080 milljónum króna. íslenskir aðalverktakar eiga í ár að fá heildarfram- kvæmdir upp á 2.600 millj- ónir króna, santanborið við 3.445 nt.kr. í fyrra og á sam- drátturinn því að verða 17,7%. Keflavíkurverktakar eiga nú að frainkvæma fyrir um 408 m.kr., santanborið við 636 nt.kr. í fyrra. Þetta má lesa út úr skýrslu utanrík- isráðherra. Samdrátturinn nú kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að umfang fram- kvæmda fyrir varnarliðið hefur vaxið stórlega hin síð- ari ár, bæði í áætlunum og í kostnaði umfram áætlanir. Framkvæmdir á síðasta ári urðu sem fyrr segir um 77 milljónir dollara eða um 4.080 m.kr., en áætlanir hljóðuðu upp á sem svarar rúmum 3.410 milljónum og hækkuðu þær því unt nær 20% — vegna áhrifa gengis- skráningar og kaupgjalds- þróunar hér á landi. Vaxandi umfang fram- kvæmdanna á síðustu árum sést meðal annars í því að heildarframkvæmdirnar 1985 urðu tæplega 34 millj- ónir dollara á móti 77 millj- ónum í fyrra. Á sama tíma hefur launakostnaður varn- arliðsins vegna íslenskra starfsmanna vaxið úr 19,3 milljónum dollara í 44,2 milljónir. Um síðustu ára- mót voru íslenskir starfs- menn varnarliðsins alls 1.103 talsins, sem er 111 fleiri en áramótin 1982-1983. Hefur stjórnendum fjölgað nokk- uð en iðnaðarfólki og skrif- stofu- og verslunarfólki fækkað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.