Alþýðublaðið - 25.04.1989, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1989, Síða 1
Guðrún Agnarsdóttir um húsbréfafrumvarpið: Kvennalistinn kannar málið með opnum huga Misskilningur að Kvennalistinn vilji koma í veg fyrir af- greiðslu á yfirstandandi þingi. Ungmennafélag lslands Umfangsmesta landhreinsun frá upphafi Ungmennafélag íslands gengsl fyrir umfangsmesta hreinsunarátaki sem ráðist hefur verið í hér á landi, helg- ina 10.-11. júní í sumar. Ætl- unin er hreinsa rusl meðfram 5000 km af þjóðvegum landsins. Að sögn Jóhönnu Leóp- oldsdóttur hjá Ungmennafé- lagi íslands er hér ekki um fjáröflunarverkefni að ræða, heldur vildu félögin nýta sitt afl til að taka á þessu brýna verkefni. Um 8000 félagar úr 233 fé- lögum munu taka höndum saman og hreinsa rusl með-. fram þjóðvegum landsins. Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvennalista segir byggt á misskilningi að Kvennalistinn hafi þegar hafnað afgreiðslu hús- bréfafrumvarpsins á yfir- standandi þingi. „Við höf- um sannarlega opinn huga í þessu máli, en það er mörgum spurningum ósvarað og við munum leita svara við þeim. Þetta er opin afstaða hjá okk- ur,“ sagði Guðrún í sam- tali við Alþýðublaðið. Guðrún sagði að Kvennalistinn hefði sínar efasemdir, eins og komið hefði fram strax í þeirri nefnd sem fjallaði um breytingar á húsnæðis- lánakerfinu og samdi frumvarpið um húsbréfa- kerfið. Þeim efasemdum hefði ekki verið eytt við umfjöllum málsins í þing- inu. „Við munum halda áfram að leita nákvæmari og betri upplýsinga. Það er fullur vilji fyrir því að kanna málið til þrautar áð- ur en við tökum afstöðu,“ sagði Guðrún Agnarsdótt- ir. Aðspurð sagði hún ómögulegt að segja hvort eða hvaða breytingartillög- ur Kvennalistinn kemur til með gera, eða hvort af- staða Kvennalistans kæmi í veg fyrir framgöngu máls- ins á þessu þingi. Til stóð að afgreiða hús- bréfafrumvarpið frá fé- lagsmálanefnd neðri deild- ar í gær. Stjórnarliðar vilja reyna til þrautar að ná sam- komulagi, áður en málið verður afgreitt frá nefnd- inni, þar sem óvíst er um meirihluta í deildinni sem' stendur. Innan Framsókn- arflokksins hafa fjórir þingmenn lýst yfir að þeir vilji að óbreyttu fresta mál- inu til hausts. Sjálfstæðis- flokkur og Borgaraflokkur hafa einnig lýst þeirri skoð- un. Seinkun á herœfingunum: Hermönnum fækkað um þriðjung Umdeild heræfing varaliós landhers Bandaríkjanna hér á landi mun fara fram sagói Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í skýrslu sinni til Alþingis um utanrík- ismál í gær. Þar (ilkynnti hann að endanleg ákvörðun hefði verið tekin en sagði jafnframt að hann hefði til- kynnt bandarískum stjórn- völdum breytingar á fram- kvæmdinni. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að varalið- ið mun ekki koma til lands- ins fyrr en 20. júní. Þá sagði ráðherra: ‘Jafnframt hefur þátttakendum í æfingunum verið fækkað urn sem svarar þriðjungi, þannig að fjöldi þátttakenda er nú minni en verið hefur í ýmsum æfing- um sem áður hafa farið fram á varnarsvæðunum." Þetta þýðir væntanlega að æfingarnar telji ekki lengur 1200-1300 manns, heldur 800-870 manns. Þá hefur verið ákveðið að fram fari sérstök prófun á samhæfingu fjarskiptakerfa Almannavarna og varnar- liðsins. Loks hefur það verið tilskilið „að allar upplýsing- ar og áætlanir um slíkar æf- ingar í framtíðinni verði til- kynntar strax á byrjunarstigi til utanríkisráðuneytisins, þannig að ráðuneytið geti í tæka tíð lagt sjálfstætt mat á markmið og framkvæmd slíkra æfinga og tekið endan- legar ákvarðanir um hvort þær verði og þá hvar, í sam- ræmi við islenska öryggis- hagsmuni" sagði ráðherra. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins munu sætta sig við þessar breytingar á heræfing- unum, en Stöð tvö greindi hins vegar frá niðurstöðum skoðanakönnunar í gær, þar sem kom fram að tveir þriðju hlutar þeirra sem afstöðu tóku voru andvigir slíkum heræfingum, en þriðjungur hlynntur, Islenskir Aðalverktakar Itök ríkisins aukin Ákveðið hefur verið að auka ítök ríkisins í íslensk- um Aðalverktökum með því að fjölga stjórnarmönnum fyrirtækisins um einn, sem utanríkisráðherra tilncfnir og hefur ríkið þá tvo fulltrúa af fimm og þar af stjórnar- formann. A aðalfundi Aðalverktaka sem haldinn var nýlega var svo og bókuð viljayfirlýsing um að teknar verði upp við- ræður um breytingar á eign- araðild að fyrirtækinu. „Með þessari samþykkt hafa áhrif ríkisvaldsins á stjórn varnarliðsframkvæmda ver- ið aukin verulega sem er i alla staði eðlilegt, þar sem Aðal- verktakar njóta einokunar- aðstöðu í skjóli ríkisvalds- ins“ sagði Utanríkisráðherra á Alþingi í gær, þar sem hann gerði þetta heyrinkunnugt. Þess skal getið að hingað til hefur ríkisfulltrúinn, sem forsætisráðherra skipar, yfir- leitt verið beinn hagsmuna- aðili frá hinum eignaraðilun- um, Regin (SÍS) eða Samein- uðum verktökum. „í framhaldi af þessu verða teknar upp viðræður um hugsanlegar breytingar á eignaraðild og eignarhlut- föllum og er það von mín og vissa að um þau atriði geti tekist viðunandi samkomu- lag“ sagði ráðherra. BHMR og ríkið flöeins óformlegir fundir Oformlegar viðræður eru í gangi milli BHMR og ríkis- ins. Páll Halldórsson, for- maður BHMR, varðist allra frétta af gangi mála, þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við hann í gær. Hann sagði að ómögulegt væri að segja nokkuð um gang þeirra viðræðna sem stæðu yfir, menn væru að þreifa sig áfram og finna fleti til að ræða máiin. Ljóst er að málin hafa lítið skýrst enn sem komið er. Hnúturinn virðist illleysan- legur og verkfall BHMR hef- ur með hverjum deginum djúptækari áhrif á samfélag- ið í hinum ýmsu geirum. Úr- slitatilraunir til að ná samn- ingum munu án efa líta dags- ins ljós á næstu dögum. Hinsvegar er erfitt að sjá hvaða tillögur geta orðið til þess að ná deiluaðilum sam- an. Um 900 Dagsbrúnarfélagarvoru mættirá fund hjá félaginu í Bióborginni í gærog samþykktu einróma að veita stjórn félagsins og trúnaöarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður félagsins, sagði m.a. á fundinum að það eina sem vinnuveitendur skildu i stöðunni væri Dagsbrúnarfundur og hann boðaði að stjórn félagsins myndi fara fram á fund með VSÍ, ríkisstjórn, einstaka ráðherrum og einstaka vinnuveitendum. MYND: EINAR ÓLASON Dagsbrúnarfélagar; VEITTU HEIMILD TIL VERKFALLSBODUNAR Félagsmcnn í Dagsbrún samþykktu cinróma að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði félagsins heimild til verkfallsboðunar á fjöl- mennum fundi sem haldinn var í Bíóborginni um miðjan dag í gær. Áð auki var sam- þykkt að þcgar til atkvæða- greiðslu kcmur um hugsan- lega samninga verði hún skrifleg. Þessi samþykkt er gerð til þess að koma í veg fyrir að deilur komi upp við af- greiðslu samningsins, eins og gerðist síðast þegar samning- ur var samþykktur í félaginu. Dagsbrún er eitt margra félaga innan ASI sem hefur veitt stjórn og trúnaðar- mannaráði heimild til verk- fallsboðunar. Verkalýðs- hreyfingin er orðin lang- þreytt á því sem hún kallar stífni vinnuveitenda. Samn- ingafundur hjá VSÍ og ASÍ hefur verið boðaður á mið- vikudag en ekki er búist við stórum tíðindum af þeim fundi. Hjá ASÍ verða fundir saminganefnda og síðan miðstjórnar áður en til fund- arins með VSÍ kemur. ASÍ vonast eftir að heimildir til verkfallsboðana muni auka þrýsting á VSÍ i samninga- viðræðum, VSÍ hefur hins- vegar marg lýst yfir að ríkis- stjórnin eigi næsta leik — beðið sé eftir efnahagsað- gerðum af hennar hálfu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.