Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. apríl 1989 MMJMÐIÐ Útgefandi: Blaö hf. FramKvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Siöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu'50 kr. eintakiö. VERND OG UMHYGGJU Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um fjöl- skylduráðgjöf. Þar er kveðið á um að hið opinbera skuli veita ráðgjöf í skilnaðarmálum. Sérstakri miðstöð verði falið að fræða um málefni barna í sambúðarslitum foreldra og leið- beinaí forsjár-og umgengnismálum. í greinargerð með frum- varpinu er þess meðal annars getið að í könnun á högum fjögurra ára barna hafi komið í Ijós að fjölskyldur fimmta hvers barns þurfi einhvers konar aðstoð. Enginn efast um að þörf er á efla fyrirbyggjandi starf til að upplýsa verðandi foreldra um réttindi og skyldur til að forða því að börn lendi í þeim ógöngum sem skilnaðir leiða af sér. Á síðari árum hafafleiri og fleiri hjónabönd endað í upplausn heimila og óbærilegum afleiðingum, þar sem allir eru þol- endur. Börnin verða allt of oft að skiptimynt í deilum foreldra ár og síð og bíða þess seint eða aldrei bætur. Það ber að fagna því að alþingismenn skuli ræða málefna fjölskyldunnar. Þvi miður er eins og horsteinar samfélagsins gleymist í efnahags- og atvinnuumræðum á hinu háa Al- þingi. í deilum um kaup og kjör verða tölur um þjóðarhag og framfærslu allt of oft að aðalefni, en uppistaðan í þjóðarbú- inu, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili í landinu eins og hver önnur peð, sem má fórna í endataflinu. Þegar til stendur að reyna að finna leiðir til að heimilin komist af er fyrst tekinn púls á „þjóðarhag“,og reynist æðaslög hans ekki sem skyldi, verða lærðir og leikir að bíða um sinn með að fá uppfyllt óskum um batnandi hag. Aldrei í sögu launabarátt- unnar hefur verið „rétti tíminn“ til að sinna heimilunum, vegna heilsuleysis þjóðarbúsins. Launþegasamtök og stjórnmálaflokkar hafa allir sett í stefnuplögg að það beri að hlúaað fjölskyldunni, og í launa- karpi liðinna vikna hefurfjölskyldan birst á pappír í fylgiskjöl- um um það sem gera skuli á næstu tímum. Eða þegar þjóðar- búið þolir. Framundan eru samningaviðræður milli Alþýðusamabands íslands og atvinnurekenda. Fyrir tveimur árum héldu ÁSI °9 BSRB ráðstefnu um fjölskyldumál og nýlokið er sér- stakri barna- og unglingaviku á vegum stéttarfélaga. Aukin atvinnuþátttaka kvenna á launamarkaði kallar á aðgerðír til stuðnings heimilum og þörf er breyttraviðhorfaávinnumark- aðnum. Ásmundur Stefánsson formaður stærstu samtaka launþega í landinu hefur m.a. bent á að með þátttöku beggja foreldra í störfum á vinnumarkaði „berum við ábyrgð á því að þjónusta þjóðfélagsins sé aukin, þannig að aldraðirog sjúkir verði ekki útundan og að kostnaðurinn við útivinnu foreldr- annaverði ekki lagðuráherðar barnanna. Ellamun framtíðin gjalda þess dýru verði." Engin ástæða er að ætla að ASÍ muni leggja minni áherslu á vernd fjölskyldunnar í komandi samnningum en hingað til hefur verið gert. Það er til umhugsunar fyrir forvígismenn þessarar þjóðar að gefa því gaum, sem forseti ASÍ hefur látið í Ijós í umboði 65 þúsund launþega í þessu landi. Það ber að efla þjónustu við heimilin, við sjúka, aldraða og ekki síst beint við konuna á heimilinu. „Samkvæmt hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna bera konurnar ábyrgð á heimilis- störfum, barnauppeldi og umönnunarstörfum á heimilinu. Ófullnægjandi þjónusta kemur því beinast niður á konunum og aðstöðu þeirra til að ganga til verka úti á vinnumarkaðin- um án þess að hafa áhyggjur af heimilisábyrgðinni." Þessi boð forseta ASÍ eiga fullt erindi inn í kjaraumræðuna. Það getur ekki gengið upp samtímis að ætla að gera kjör opin- berra starfsmanna að skiptimynt í stundardeilum um skipt- ingu þjóðarkökunnar og tala fjálglega um sameiginlega ábyrgð. Vernd og umhyggja felst í því að búa sem best að börnum okkar. Þau þurfa góða skóla og hæfa kennara. Og sjúkrahúsin eiga ekki að vera einhvers konar uppboðsmark- aðir, þar sem það ræður úrslitum um heilbrigðisþjónustu hvort það tekst „að manna“ sjúkrahúsin menntuðu hjúkrun- arfólki. Jafnarmenn gera þá kröfu til félagshyggjustjórnar að hún líti til lengri tíma en dags í senn. ÖNNUR SJONARMIÐ Diplómatían stokkuð upp Alþýðublaðið greindi sl. laugardag frá viðamiklum breytingum á skipulagi og starfsháttum utanríkisþjónust- unnar. Meðal annars verða nýjar stöður mannaðar með tilfærslum innan ráðuneytisins og starfsmönnum sendi- ráða erlendis fækkað. „Ég skil vel að það þurfi að stokka upp I þessum sendiráðum. En ég skil ekki alveg þessa endurmenntun sendiráös- manna!“ DAGATAL Okkar maður Eg horfði á sjónvarpið um helg- ina. Sem er auðvitað ekki í frásög- ur færandi. Yfirleitt er sjónvarpið sem slíkt ekki í frásögur færandi. En nú kem ég að efninu, eins og saumakonan sagði. Á sunnudagskvöld var þáttur um málfar stjórnmálamanna og embættismanna að ógleymdri tungu efnahagssérfræðinga. Þátt- ur þessi var svo sem ekkert frum- legur, né velti upp nýjum flötum á gamaltuggðu máli. Nema; rithöf- undur einn sagði nokkra skemmtilega hluti sem urðu mér umhugsunarefni. í fyrsta lagi sagði hann, að umræðan á íslandi stjórnaðist af grátkór bókhaldara sem ekki kynnu mannasiði. Þessir bókarar ættu að skammast sin og vera ekki að þreyta almenning á væli um gjaldþrot. Fyrirtækja- mönnum væri nær að reka betri bisness. í öðru Iagi sagði rithöfundur- inn enn snjallari hlut; að við sjón- varpsáhorfendur værum oðnir svo gleymnir, óupplýstir og plat- aðir, að þegar stjórnmálaforingi kæmi á skerminn og segði það sama um sjálfan sig, þá yrði sá hinn sami sjálfkrafa Okkar mað- ur. Og átti náttúrlega við Stein- grím. Steingrímúr er sem sagt Okkar maður vegna þess að hann endur- ómar þær tilfinningar sem við berum hið innra með okkur. Við munum ekki hlutina, okkur skjátlast, við heyrum aðra segja ýmislegt og myndum okkar engar skoðanir sjálf, heldur lepjum upp það sem aðrir segja. Við erum alltaf göbbuð og við viljum alltaf vel. Þetta eru hinir mannlegu þættir sem gera Steingrím að Okkar manni. Og þá fór ég að hugsa í fram- haldi af því; hvað er það sem gerir Þorstein, Jón Baldvin, Guðrúnu Agnars, Albert, Ólaf Ragnar og Stebba Valgeirs að Okkar mönn- um? Byrjum á Þorsteini. Þorsteinn höfðar til vanmáttarkenndar okk- ar. Hann er maðurinn sem alltaf verður undir, en vill öllum vel. Hann er sætur, vel klæddur og góður strákur. Svoleiðis viljum við að synir okkar eða tengdasyn- ir séu. Áferðarfallegur. Það eru alltaf einhverjir vondir kallar að gera Þorsteini skráveifu. Albert að rífa flokkinn hans í tvennt, Jón Baldvin að ásaka hann um rýt- ingsstungu, Ólafur Ragnar að hneyklast á því að Þorsteinn viti ekki hvað fiskflakið kostar. Hver kannast ekki við þessa til- finningu að láta skamma sig að ósekju? Allir hafa verið skamm- aðir og beittir misrétti í æsku að eigin sögn. Þess vegna er Þor- steinn Okkar maður. Hvað með Jón Baldvin? Þegar Jón Baldvin talar um Stóra jafn- aðarmannaflokkinn sem hillir undir, þá hrífur hann okkur með. Við finnum æskudraumana kvikna á nyjan leik. Þegar Jón Baldvin talar á skipulagðan og hrífandi hátt um pólitíkina þá kemur hann orðum að því sem við vildum hafa sagt. Orðin frá honum eru orðin sem aldrei komust upp úr okkur. Þess vegna er Jón Baldvin Okkar mað- ur. Albert er hins vegar vegar maður- inn sem „meikaði það.“ Albert er líka ríki maðurinn sem gefur fá- tækum. ÖIl vildum við verða Hrói höttur. Hrói og Albert eiga það sameiginlegt, að hafa báðir gefið alþýðunni úr ríkiskassanum. Hrói með því að stela úr skattsjóði sýslumannsins í Nottingham. Al- bert með því að verða fjármála- ráðherra. Þess vegna er Albert Okkar maður. Guðrún Agnars grætur. Það ger- um við líka. Þess vegna er Guðrún Okkar (kven)maður. Ólafur Ragnar ferðast um allan heim. Við höfum alltaf viljað ferðast. Ólafur hefur einnig gefið pólitík- inni ræðuhöld sem kirkjan hefur glatað. Þess vegna er Ólafur Ragnar Okkar maður. Aftur á móti hef ég aldrei skilið hvers vegna Stebbi Valgeirs er Okkar maður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.