Alþýðublaðið - 29.04.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Síða 2
2 030; íi'ins iU^ciriSGueJ Laugardagur 29. apríl 1989 JjmilBIAÐffl Útgefandi: Blað hf. FramKvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: ’ Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hfSlöumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö- MANNGILDI LEITT TIL HÁSÆTIS 1 ■ maf er óumflýjanlegur einu sinni á ári. Deilur um kaup og kjör eru aðrar í dag en er fyrstasinni var gengið niður Laugaveginn 1923. Þá hljóöuðu kröfur jafnaðarmanna: „Framleiðslutæki þjóðareign" og „Vinnan ein skapar auðinn“. Slagorðin um brauð og vinnu hafa snúist upp í „réttláta skiptingu þjóðarkökunnar". Kakan sjálf er löngu bökuð. Nýgerðir kjarasamningar setja svip sinn á verkalýðsdaginn, og sem fyrr eru samningar milli aðila vinnumarkaðarins ekki gerðir án þess að ríkisvaldið komi inn í. Alþýðublaðið birtir i dag viðtal við for- ystufólk ( samtökum launafólks. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ minnir á að velferðarkerf ið sé af rakstur baráttu verkalýðshreyf ingar- innar og samninga við ríkið. Það sé hins vegar háð (jeim þrýstingi sem er úti i þjóðfélaginu hvort samningar um félagsleg réttindi haldist til lengdar. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segist full- viss um ný og breytt viðhorf í þjóðfélaginu í kjölfar þess að frjáls- hyggjan lenti á flæðiskeri. Samningar BSRB beri vott um bjartsýni fólks. Sú samstaða sem hafi komið í Ijós staðfesti að fólk líti svo á að ekki séu eintómar ófærur á leiðinni inn í framtíðarlandið. Og í framtíðarlandinu þar sem manngildið er leitt til hásætis. Skilaboð tveggja forystumanna langstærstu verkalýðssamtaka landsins beinast í tvær áttir. Annars vegar til ríkisstjórnarinnar um að leiða deilur til lykta með því að stíga frekari skref á velferðar- braut, og hins vegar til almennings í landinu um að halda vöku sinni. Það hafa engin skref verið stigin né áunnin réttindi haldið án vöku okkar. Sú lýðræðislega skylda hvílir á hverjum og einum að hann stuðli sjálfur að framgangi þeirra mála sem brýnust eru. Viljum við aukinn jöfnuð kemur hann ekki af sjálfu sér. Verkalýðsfélög geta aldrei skrifað upp á réttlæti í eitt skipti fyriröll. Og öll félagsleg rétt- indi sem ávinnast kosta sitt. Ríkisstjórnin er ekki allt of vel haldin um þessar mundir. Það er er ekkert gamanmál að hafaþurft að Ieggja7 milljarðaskattaáþjóðina til þess að koma ríkisbúskapnum á kjöl eins og stjórnin varð að gera. Það erauðvelt að dragafram eitt og annað sem væri skemmti- legra að draga fram úr pússi sínu. Það hefði t.d. verið æskilegra að taka stærri skref í átt til réttlátara þjóðfélags en við höfum efni á miðað við aðstæður. Við kæmumst lengra, ef þeir sem í dag greiða ekki sinn hlut til samfélagsþjónustunnar endurgreiddu gamlar skuldir — vegna barnanna, vegna aldraðra, vegna sjúkra — og til allra hinna sem minna mega sín. En sem ekki njóta þeirrar þjónustu sem ‘jeppakynslóðin" ætti að geta veitt þeim sem minna mega sín í dag. En því miður, sumir telja það til sérréttinda að greiða ekki skatta sem þeim ber. „Skattsvikastigið" er það hátt á íslandi, segir forseti ASÍ í viðtalinu í blaðinu (dag, að við getum ekki nýtt skatta- kerfið til að ná fram meira réttlæti. Jón Baldvin formaður Alþýðuflokksins viöurkenndi í eldhúsdag- sumræðunni í síðastliðinni viku að ríkisstjórnin hefði fram að þessu einbeitt sér fyrst og fremst að skammtímavandamálum. Þýð- ingarmikil umbótamál væru á óskalistanum og ríkisstjórnin væri staðráðin í að snúavörn í sókn. Mörg mikilvæg mál væru áóskalist- anum, eitt af þeim er samræmd fjölskyldustefna. Jón Baldvin sagði um hana: „Það er veigamikill þáttur i þeirri viðleitni að festa velferð- arrfkið í sessi og gera það manneskjulegra. Fjölskyldustefna hlýtur að taka á þáttum eins og vinnutíma, hlut kvenna á vinnumarkaði, dagvistun barna, átaki við byggingu félagslegra íbúða, samræm- ingu á lífeyrisréttindum aldraöra o.fl.“ Það er viðbúið að verkalýös- hreyfingin geti á 1. maí skrifað upp á þessi fyrirheit leiðtoga jafnað- armanna. En til þess að árangur náist verðum við öll að leggjast á eitt og styðja stjórn til góðra verka. Alþýðublaðið flytur launþegum bestu kveðjur í tilefni dagsins. Guðný Þóra Árnasóttir: „Mamma gerði allt til að við systurnar værum penar og finar.“ EG ER SATT VIÐ GUÐ OG l.maí er framundan. Kröfurnar um bætt kjör eru ekki hinar sömu. Mörgum svíður þó órétt- lætiö. „Þetta eru bara öðruvísi Bjarnarborgir í dag,“ segir Guð- ný Þóra Árnadóttir, sem ég heim- sótti í tilefni dagsins. „Maður heyrði það að pabbi væri krati. Hann var stoltur af því, og ég fann það að pabbi naut þess að vinna fyrir þá sem voru minni máttar.“ Guðný Þóra er fædd í Reykja- vík 1915. „Það var afskaplega gaman að alast upp við Laugaveg- inn og þægilegt að finna straum mannlífsins enn í dag á sömu slóðum.“ Penar og fínar Enn í dag er hún sami jafn- réttissinninn og þegar hún var að hjálpa pabba sínum. Guðný minnist þess t.d. er pabbi hennar var að skrapa sér aukavinnu. Einu sinni aðstoðaði hún hann er hann var að steypa yfir leiði í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þetta var um miðja nótt. Faðir hennar sem var steinsmiður í Reykjavík varð að vinna langan vinnudag. „Mamma gerði allt til að við systurnar værumpenarogfín- ar, en hvað átti það fólk að gera sem bjó við krappari kjör en við. Ég man t.d. eftir því að ég var send til fólks sem bjó á Bergstaðastræti þar sem var moldargólf. Og það mátti fjölskylda með átta börn gera sér að góðu. Ég er sannfærð um að það vantar eitthvað þegar aðstæður eru svona. Og maður vorkenndi þeim sem bjuggu í Bjarnarborg. Maður skilur það núna hvers konar óréttlæti þetta var,“ segir Guðný. Ég er nefnilega krati________ „Mamma nefndi ekki pólitík en pabbi var mikill jafnaðarmaður. Ég man eftir því að í kreppunni var verið að afhenda atvinnuleysi- smiða. Þetta voru tilkynningar um vinnu og nákvæmlega sagt frá hvað hver og einn mátti vinna Iengi. Pabba fannst óskaplega leiðinlegt, ef aðrir sem þurftu að metta fleiri fengu minna skammt- að en hann.“ — Þetta hafa verið erfiðir tím- ar en fyrir hverja er barist núna? „Fólk býr enn við allt of kröpp kjör. Það eru öðruvísi Bjarnar- borgir í dag , eða hvað á að kalla það þegar gamla fólkið hýrist eitt í kjöllurum í dag? Og hvað er það annað en misrétti þegar fólk kemst ekki að í leiguíbúðir eða þjónustuíbúðir nema þekkja ein- hvern? Ég var til dæmis spurð að því þegar ég kom hingað í þessa dásamlegu leiguíbúð borgarinn- ar: Hvern þekktir þú? Ég sagði bara að ég hlyti að hafa rétt á þess- ari íbúð eftir að hafa lokið mínu dagsverki," segir Guðný og bætir við: „Ég er nefnilega krati og það hljóta allir að vera jafnir.“ Guðný hefur unnið hörðum höndum um ævina. 1959 skildi hún við mann sinn, og varð að berjast til að halda íbúðinni sem þá var að mestu í skuld. Maðurinn neitað' að borga meðlag og þar við sat. Næstu tíu árin vann hún öllum stundum til að borga af íbúðinni. Guðný bjó á Suðureyri um tíma. Þar flakaði hún á dag- inn og vann við útskipun á nótt- unni — ein kvenna. íbúðina eignaðist Guðný. „Þetta gat gamla konan,“ segir Guðný stolt. En hún viðurkennir að brauðstrit sitt hafi byrjað þeg- ar hún fór að vinna úti, eftir að hún stóð ein uppi með þrjú börn. Það elsta reyndar að mestu farið að heiman. Ég er sátt við guð og menn Nú nýtur hún efri áranna í þægilegri íbúð í Furugerði í Reykjavík. Fjölskyldumyndirnar á sínum stað, börnin og barna- börnin — og pönnukökur bakað- ar í tilefni viðtals. Guðný sækir fundi reglulega hjá gamla verkalýðsfélaginu sínu, Framsókn. Þar tekur hún í spil. Og tvisvar í viku er hún í leikfimi með gamla fólkinu. Endurminningarnar eru úr sama umhverfinu. Réttlæti, jöfn- uður: „Pabbi fylgdi Jóni Bald- vinssyni að máli og ég æxlaðist inn í Félag ungra jafnaðarmn- anna. Við gengum 1. maí í dökk- bláu pilsi, blárri skyrtu og með rautt bindi. Allir gátu séð að þar fóru ungir jafnaðarmenn. En ein- um af kunningjum okkar fannst nóg um. „Þú ert foreldrum þinum til skammar,“ sagði hann, og átti þá við klæðaburð minn á 1. maí. Það var víst eintómt íhald í kring- um mann, þar sem við bjuggum á Fjölnisveginum." Að lokum spyr ég hana fyrir hverju jafnaðarmannaflokkur eigi að berjast í dag? „Eru ekki málin hin sömu og áður, að berjast fyrir rétti þeirra sem minna mega sín. Margt er vel gert, þó að mér finnist að margt megi betur gera. Og eitt skil ég ekki. Ég er akaflega hrifin af henni Jóhönnu en mér finnst ein- kennilegt að konur geti ekki stað- ið saman í þingsölum. Sjálf er ég afskaplega ánægð með mín dagsverk. Ég skulda eng- um neitt og er sátt við guð og menn,“ segir Guðný Þóra Árna- dóttir. íbúar Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aöalfundur Rauðakrossdeildar Garöabæj- ar og Bessastaðahrepps verður haldinn þann 8. maí kl. 20.00 að Goðatúni 2. Rk-deild Garðabæjar og Bessastaðahrepps.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.