Alþýðublaðið - 29.04.1989, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 29. apríl 1989 3 Tryggingasto fnun: Frágengnar bætur áfram greiddar Tryggingasíofnun rí kisins kveðst ætla að greiða áfram frágengnar bætur og telur sig ekki ganga með því í störf lögfræðinga. „í tilefni fréttar í Morgun- blaðinu í dag varðandi bóta- greiðslur Tryggingastofnun- ar ríkisins í verkfalli háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna skal tekið fram, að ráðuneyt- ið og Tryggingastofnun ríkis- ins hafa gert fulltrúum Stétt- arfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu grein fyrir því að þegar ákveðnar bætur verði greiddar á venjubundinn hátt meðan á verkfallinu stendur. Með því er á engan hátt geng- ið inn í störf lögfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins, sem eru í verkfalli, enda um sjálfvirkar greiðslur að ræða. Afgreiðsla ófrágenginna og óleiðréttra bóta liggur hins vegar niðri meðan verk- fallið varirþ segir í frétt frá ráðuneytinu og Trygginga- stofnun. Náttúru verndarráð: Fagnar frumvarpi um umhverfismál Náttúruverndarráð lýsir ánægju sinni með að frum- varpið um umhverfismál ger- ir ráð fyrir stofnun umhverf- isráðuneytis en leggur jafn- framt áherslu á að ráðuneyt- inu verði falin stjórnun sem flestra þátta umhverfismála. Ráðið er sammála því hlutverki sem umhverfis- ráðuneyti er ætlað á fyrsta stigi, samkvæmt annarri grein frumvarpsins. í ályktun ráðsins er undir- strikað mikilvægi þess að eft- irlit og varnir gegn mengun svo og eftirlit með ástandi gróðurs í landinu heyri undir umhverfisráðuneyti frá upp- hafi ásamt verndunar og friðunarmálum. Þá vill ráðið benda á, að mikilvægt er að umhverfisráðuneyti sinni forvarnarstarfi í formi fræðslu um umhverfismál. Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans: ÁRANGUR VERÐSTÖÐV- UNAR EKKI VARANLEGUR Aldrei jafn gott jafnvœgi á lánsfjármarkaði síðan frjálsir vextir voru teknir upp Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, telur að þrátt fyrir langt verðstöðvunar- tímabil hafi undirstöður þjóðfélagsins ekki verið nægilega styrktar til þess að árangur verðstöðvunar hafi orðið varanlegur. Þetta kom fram í ræðu Jó- hannesar sem hann hélt á ársfundi Seðlabankans i gær. í ræðu Jóhannesar kom einnig fram að við nú- verandi skilyrði þjóðarbús- ins geti launahækkanir einungis leitt til verðbólgu en engra raunverulegra kjarabóta. Jóhannes ræddi almennt um ástandið í efnahags- málunum á síðastu tveimur árum og einnig yfirstand- andi ári. Hann sagði m.a. að ekki væri hægt að rekja hin snöggu umskipti sem urðu í þjóðarbúskapnum síðarihlutaárs, 1987, nema að nokkru leyti til utanað- komandi skilyðra. Jóhann- es segir orðrétt: „Það sem reið baggamuninn voru áhrif hinnar miklu hækk- unar framleiðslukostnaðar hér á landi.“ í máli Jóhannesar kom fram að hækkun launaút- gjalda virðist ekki hafa valdið fyrirtækjum veru- legum áhyggjum á árinu 1987, þrátt fyrir að hlut- deild launa í þjóðartekjum hafi hækkað verulega á því ári, úr 64*70 í 71,4*7o. í fyrra hækkuðu laun svo um tæplega eitt prósent af þióðartekjum og hefur nlutdeild þeirra aldrei verið hærri áður, en skýrslur um þetta ná til ársins 1973. Landsframleiðsla dróst saman um I.2*7o árið 1988, segir Jóhannes og þjóðar- tekjur um sömu tölu. Litil breyting varð hinsvegar á viðskiptajöfnuði á árinu, íbúðabyggingar jukust um 5*7o og opinberar fram- kvæmdir um 3.5*7o. Breyt- ing varð á einkaneyslu, dró úr henni sem nemur 4*7o en samneyslan jókst á hinn bóginn um 4.5*7o. Um það sagði Jóhannes að svo virt- ist sem samneyslan ykist jafnt og þétt, án tillits til þeirra markmiða sem ríkis- stjórnir settu sér um út- gjöld ríkisins. Skuldabyrði vegna langra erlendra lána hækkaði um tæpt eitt pró- sent, er nú 41.3*7o af lands- framleiðslu. Jóhannes vék svo að stjórn efnahagsmála á undangengnu ári og segir margt hafa farið öðruvísi en vonir stóðu til. Hann bendir á að kjarasamning- ar sem gerðir voru á síðasta ári hafi verið gerðir þvert ofan í versnandi stöðu at- vinnuveganna. Niðurstaða launafrystingar og tveggja gengisbreytinga hafði að mati hans lítil áhrif til hins betra á samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Jóhannes fullyrðir að sá árangur sem þó náðist með verðstöðvun hafi fyrst og fremst verið að þakka hjöðnun í eftir- spurn eftir lánsfé og þeirr- ar hugarfarsbreytingar til nýframkvæmda sem til kom. í síðari hluta ræðu sinn- ar ræddi seðlabankastjóri vaxta- og bankamálin, ít- rekaði að hagræða yrði innan bankakerfisns og rýmka ætti reglur fyrir er- lenda banka sem hér vilja starfa. Jóhannes ræddi síð- an frjálsa vexti og sagði: „Er óhætt að fullyrða, að ekki hafi verið betra heild- arjafnvægi á lánsfjár- markaðinum síðan vaxta- frelsið kom fyrst til sög- unnar fyrir nálægt fimm árum. Bendir flest til þess að tilhneiging sé til enn frekari raunvaxtalækkun- ar á markaðnum á næst- unni.“ Jóhannes benti einnig á að gera yrði ráðstafanir til þess að fólki yrði það fýsi- legur kostur að leggja fé í atvinnurekstur og talaði um tímabundnar skatta- frádráttarheimildir til þeirra sem slíkt gerðu. Seðlabankastjóri taldi þetta vera mun vænlegri leið fyrir fyrirtæki að end- urfjármagna sig og endur- skipuleggja fjárhaginn, heldur en lánafyrirgreiðsla ríkisins og ábyrgðir, sem eru leiðir sem hingað til hafa oftast verið farnar. Dagsbrún og Hlíf í samflot: SAMNINGAR I SÓKNAR EÐA ANDA VERKFALL Verkamannafélögin Dags- brún og Hlíf í Hafnarfirði ætla að standa saman að verkíallsaðgerðum neiti at- vinfiurekendur filboði uin samning sem er hliðstæður samningi ríkisins við starfs- mannafélagið Sókn. Á fundi hjá Hlíf á fimmtu- dag var þetta áréttað með eft- irfarandi ályktun: Verkamannafélagið Hiíf stefnir að því að ná sem fyrst sama kaupmætti verka- mannalauna og var í maí- mánuði fyrir ári síðan. Sem þátt í að ná því mark- miði er félagið reiðubúið að undirrita kjarasamning hlið- stæðan samningi ríkisins við Starfsmannafélagið Sókn, þó að þvi tilskildu að sam- komulag náist við ri kis- stjórnina um lagfæringar á ýmsum mikilvægum málum s.s. atvinnumálum, húsnæð- ismálum, orlofsmálum o.fl. Verkamannafélagið Hlíf mun leitast við að ná frið- samlegu samkomulagi við atvinnurekendur og lætur einskis ófreistað að svo geti orðið. Neiti atvinnurekendur þessu tilboði mun félagið boða til vinnustöðvunnar í samráði og samvinnu við Verkamannafélagið Dags- brún. Félögin munu síðan standa saman að verkfallsað- gerðum, sem linnir ekki fyrr en sigur er unninn. Verkalýðsfélag Borgarness: Aðgerðir vegna óreiðu í lífeyrissjóði Vesturlands Mikill og vaxandi ágrein- um málefni Lifeyrissjóðs ingur ríkir um þessar mundir Vesturlands. Fundir í full- Stjórnarráðið: Starfsdagur fram um 1 klukkustund Akveðið hefur verið að færa starfsdag í Stjórnarráð- inu fram um klukkutíma yfir sumarmánuðina. Verða skrifstofur Stjórnarráðs ís- lands opnar kl. 8.00 til kl. 16 mánudaga til föstudaga frá 2. maí til 30. september 1989. trúaráði sjóðsins hafa dregist árum saman og einnig út- sending yfirlita um greiðslur. Verkalýðsfélag Borgarness hefur um nokkurt skeið mót- mælt þessari stöðu harðlega og krafist þess að ný stjórn taki við og nýr framkvæmda- stjóri ráðinn. jafnframt að málefni sjóðsins verði tekin til gagngerrar endurskoð- unar. I nýlegri ályktun verka- lýðsfélagsins eru fyrri sam- þykktir ítrekaðar og mikil- vægt talið að sjóðsfélagar í LV efni þegar til róttækra að- gerða til að knýja á um að málefni sjóðsins komist á hreint. „Fundurinn felur stjórn félagsins að taka upp við- ræður við atvinnurekendur á svæðinu um aðgerðir varð- andi sjóðinn. Fundurinn leggur til að meðan óbreytt ástand ríkir hjá sjóðnum verði lífeyrisgjöld lögð inn á bankareikninga á nafni hvers og eins sjóðfélaga. Fundurinn telur nauðsyn- legt að svar fáist við því hver er ábyrgur fyrir þeirri óreiðu sem ríkir varðandi lífeyris- sjóð Vesturlands.“ Formaður og varaformaður BHMR gengu á fund fjármálaráð- herra i Alþingishúsinu i gærmorgun. Ráðherrann lét biða eftir sér, en þau Páll Halldórsson og Wincie Jóhannsdóttir biðu hin rólegustu á meðan. A-mynd/E.ÓI. BHMR reiknar út laun háskólakennara: Meiri hækkun en hjá Áfangahækkanir með sér- ákvæðum til Félags Háskóla- kennara nema rúmum 15 þúsund kr. samkvæmt út- reikningi BHMR. Til saman- burðar nemur sami liður í samningi BSRB tæpum 6.000 kr. Mcðallaun í Félagi Háskólakennara voru rúm 93 þús. kr. í mars. Meðallaun BSRB voru á sama tima 55.500 krónur tæpar. í útreikningum BHMR á samningi Félags háskóla- kennara kernur fram að sá samningur er all miklu hærri en samningur BSRB sem hingað til hefur verið talinn viðmiðunarsamningur. Óvíst er hverju þetta kann að BSRB breyta í samningum BHMR við ríkið. Þegar samningarnir eru bornir saman í prósentum kemur í ljós að BSRB hefur O.I*7o hærri samning á hækk- un launaliða án sérákvæða. Á hinn bóginn þegar sér- ákvæðin ltafa verið tekin með í reikninginn verður samningur Félags háskóla- kennara rúmlega 6*7o hærri, þar er hækkunin 16.9*70 á móti 10.797o hjá BSRB. Inn í þessum tölum er hækkun sem kemur til hjá Félagi há- skólakennara um næstu ára- mót enda er samningstíminn lengri hjá þeim, samið var til loka janúar 1990.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.