Alþýðublaðið - 29.04.1989, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Síða 5
5 Laugardagur 29. apríl 1989 Viðtal: Þorlákur Helgason önnur samtök beitt sér á þessum vígstöðvum vegna stærðar sam- bandsins og vegna þess að í okkar samtökum eru þeir sem búa við bágust kjör í þjóðfélaginu. Velferðarkerfið sem við búum við er afrakstur verkalýðsbaráttu, afrakstur samninga okkar við ríkisstjórnir hverju sinni og þeirra pólitísku baráttu sem verkalýðs- hreyfingin hefur háð á hverjum tíma. — Hafa ríkisstjórnir úhuga ú að efla félagslega kerfið? Ögmundur: Eg held að reyndin sé sú að ríkisvaldið reyni ávallt að komast af með eins lítið og mögu- kjósendum. Telji þeir sig komast upp með að svíkja það sem þeir hafa lofað, sýnir reynslan að æði stór hluti geri það. Þess vegna gildir fyrir verkalýðshreyfinguna að vinna í daglegum áróðri að því að afla stuðnings við þessi félags- legu viðhorf. Það er kannski hér sem mér finnst við hafa verið í vörn síðari árin. Frjálshyggjan hefur sótt á. Við sjáum afleiðing- ar hennar í sérhyggju í okkar röð- um, þegar hver hópur fyrir sig reynir að draga til sín á kostnað heildarinnar. Sérhyggjan hefur sótt á gegn hefðbundnum viðhorfum verka- kostað sitt, og í sumum tilvikum er hún út í hött. Þessi viðhorfsbreyting á eftir að skila sér betur inn i stjórnmála- flokkana. Fólk treystir ekki___________ flokkunum____________________ Ásmundur: Það er rangt að mæla afstöðu til félagshyggju með atkvæðatölum stjórnmála- flokka. Skoðanakannanir segja eitthvað til um hvernig fólk treyst- ir flokkum til að skila því ein- hverju í félagslegum efnum. Og það er ekki það sama og að svara Ögmundur Jónasson: Sannfæröur um að það eru að byrja breyttir tímar. Þetta eru boð um að setja manngildi ofar auðgildi. legt er að komast upp með. Ég vil þó ekki setja alla flokka og stjórn- málamenn undir sama hatt. Hinu vil ég lýsa miklum áhyggjum yfir, hvernig Iaunakerfinu í landinu er komið, og þeim hættum sem fel- ast i því að eyðileggja kauptaxta- kerfið. Víða á markaðnum er taxtakerfið hrunið og hjá ríkinu er það að hrynja. Vegna tregðu ríkisvaldsins að horfast í augu við veruleikann. Geri menn það ekki laga menn hann með öðrum hætti. Oftast með því að greiða undir borðið, og með óunninni yfirtíð, sem sumir kalla ómeðvit- aða yfirtíð. Þetta er slæm þróun vegna þess að aukagreiðslurnar verða oft að skiptimynt og það er auðvelt að afnema þær. Þær geta þannig aukið á vald yfirboðarans og leitt til undirgefni ef því er að skipta. Gagnvart ellilífeyrisþegum er þetta einnig bagalegt, þar sem viðmiðun þeirra er kauptaxti en ekki sporslukerfið. En við megum ekki gleyma því að kjörin eru annað og meira en krónur og aurar í launaumslag- inu. Þær eru líka þær aðstæður sem við búum hverjum og einum í samfélaginu. Ég hitti mann sem er með tvö börn hjá dagmóður. Hann borgar 38 þúsund krónur á mánuði. Ásmundur: Þetta er meira en lágmarkslaun fyrir fullan vinnudag. Breyttir timar með blóm í... Wincie: Þó að við í BHMR höf- um trú á félagsmálapökkum, er slíkur trúnaðarbrestur milli fé- laga og viðsemjenda að miklar efasemdir eru um að gefin loforð verði uppfyllt. Af reynslu undan- genginna ára höfurn við ekki ástæðu til að treysta þeim. Ásmundur: Vinnum við okkur inn félagsleg réttindi í samningum fer það eftir þeim félagslega þrýstingi senr er úti í þjóðfélaginu hvort við höldum þeim til lengdar. Stjórnmálamenn stjórnast nefni- lega af þeim ótta sem þeir hafa af lýðshreyfingarinnar um gagn- kvæma ábyrgð einstaklings á öðrum. Ögmundur: Þegar frjálshyggj- an reið hér yfir í byrjun áratugar- ins, skilaði hún sér inn í alla flokka. Það sem er að gerast núna er að almenningur er að fá sig fullsaddan af þessu rugli. Menn eru búnir að sjá þessa markaðs- fræðinga frjálshyggjunnar skilja eftir sviðna jörð og sigla öllu í strand. Þessu hafa fylgt alls kyns við- horf og afstaða sem fólk rís nú gegn. í öllum flokkum. Og ég er sannfærður um að það eru að byrja breyttir tímar. Þetta er alls staðar að kvikna úti í samfélag- inu. Þetta eru boð um að setja manngildi ofar auðgildi. Wincie: Sannfærðu mig, Ög- mundur, um að þessi viðhorf séu að fæðast út um allt. Ég vil svo gjarnan vera sannfærð um það. Ögmundur: Taktu samningana okkar. Ekki eru það sérhyggju- samningar. Þegar fólk greiddi at- kvæði með þessum samningum var það ekki að segja að það væri ánægt með kjör sín. Síður en svo. Það var hins vegar að sýna sam- stöðu um ákveðin viðhorf. Ann- ars var þetta enginn lokapunktur. Við ætlum ekki að sitja auðum höndum,þar til þetta bráða- birgðasamkomulag rennur út. Við erum rétt að byrja. Ég er sannfærður um að það er að verða viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. — Ekki kemur hún fram í skoðanakönnunum. Ögmundur: Ekki í skoðana- könnunum? Um hvað er spurt í skoðanakönnunum? Heldurðu að lesa megi úr tölum um fylgi flokka afstöðu fólks til markaðs- hyggjunnar? Fólk hefur horft upp á það að arðvænlegustu viðskipti í landinu eru viðskipti með pen- inga. Menn hafa séð offjárfest- ingu. Fyrir nokkrum árum átti samkeppnin að leysa allan vanda. Nú hafa menn séð hvað það kost- ar að reka þessa spmkeppni. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að vera samkeppni en hún getur því hvort þú sért félagslega sinn- aður. Félagsvísindastofnun kann- aði viðhorf 1986. Sú niðurstaða sýndi mjög eindregna kröfu al- mennings um úrbætur í félags- legri þjónustu og samhjálp. Ögmundur: Þaðer sitthvaðein- staklingsfrelsi og sérhyggja. Ég vil að einstaklingar geti borið höfuð- ið hátt, geti borið virðingu fyrir sér sem einstaklingar. Ef þú berð ekki virðingu fyrir sjálfum þér, virðir þú ekki aðra heldur. Sam- tök eiga að starfa þannig að þau virði vilja einstaklinganna sem fylla raðirnar. í atkvæðagreiðslu um samningana var mikil þátt- taka. Ríkisstjórninni ber að skilja þau skilaboð sem þar komu fram. Allt þetta fólk krefst þess að það verði staðið við þau fyrirheit sem voru gefin við gerð samninganna. — Þú metur samstöðuna ú við „rauð strik “ og meir en það? Ögmundur: Já, það verða engin rauð strik án samstöðu. Eru til launþegaflokkar? — Eru einhverjir flokkar eig- inlegir launþegaflokkar? Ásmundur: í sjálfu sér fiska allir í sama vatni. Flestir lands- menn eru einfaldlega launþegar. En það er Ijóst að lítum við til landa í kringum okkur getum við dregið fram ákveðna flokka sem reka „félagslega" pólitik en hér er það erfiðara. Þeir flokkar hafa reynt að standa við bakið á laun- þegasamtökum og byggja félags- legt kerfi sem tryggir að allir fái hlutdeild í þeirri velmegun sem þjóðfélagið skapar. Og þeir hafa jafnframt byggt upp öflugt at- vinnulif. Þettaeru þau þrjú atriði sem ráða því hvort ég tel stjórn- málaflokk launþegasinnaðan. Ég hef tekið afstöðu út frá þess- um áherslum. Því er hins vegar ekki að leyna að minn flokkur er stórgallaður eins og fleiri. Ég var mjög ósáttur við það hvernig Al- þýðubandaiagið fór inn í þessa stjórn og árangurinn i stjórninni er alls ekki sá sem ég hefði vænt. Stjórnin er ekki sú félagslega stjórn, hvorki í kjaramálum, fé- lagsmálum eða i atvinnumálum. Með nesti úr fortiðinni Wincie: Ég vona að sú breytta framtíðarsýn sem við þykjumst finna að sé að vakna, verði ósk um visst afturhvarf til fortíðarinnar. Það sem heillaði var sú sam- ábyrgð sem meðal annars birtist í því að hver og einn leit á sig sem jafningja annars. Það réði því til dæmis á sínum tíma að ég ákvað að ala barn mitt upp á íslandi en ekki á Bretlandi þar sem ég átti heitna. Um ntiðjan áttunda áratuginn var ekki þessi rosalega efnis- hyggja og mismunur á lífskjörum og nú er orðin. Við skulum blanda þessu góða sem var inn í okkar framtíðarsamfélag. Ögmundur: í því felast nýjung- Varnarsamningar kallar Ásmundur BSRB-samninginn. Þetta er aðeins upphafið, segir Ögmundur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.