Alþýðublaðið - 29.04.1989, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Qupperneq 6
6 Laugardagur 29. apríl 1989 Ný viðhorf að kvikna út um allt... arnar að draga það besta úr for- tíðinni og leggja það við það sem hver kynslóð hlýtur að færa fram. Við skulum vona að við þurfum aldrei að horfa upp á þá andlegu stéttaskiptingu sem margar aðrar þjóðir búa við, og sem eru afleið- ingar af efnahagslegum ójöfnuði. Hér er ekki gjá milli valdhafa og almennings í þeim skilningi sem gerist víða erlendis. íslendingar gapa ekki upp í valdið. Flestir hafa meiri sjálfsvirðingu en svo. Ásmundur: Ójöfnuður er að aukast. Með meiri sérhæfingu eykst sérhyggja, og mannfjöldinn hefur leitt af sér meiri einangrun. í Reykjavík eru fjölskyldur með góðar tekjur sem ekki umgangast aðra en kollega sína. Þetta fólk sem hefur nægar tekjur barmar sér. Kannski er það hinn stóri vandi okkar í dag að skilningur á stöðu þess sem verður að ná end- um saman með 40 þúsund krónur á mánuði er ekki alls staðar til staðar. Það er einfaldlega miklu verra að komast af í þessu þjóðfé- lagi með 40 þúsund krónur á mánuði en 60 eða 100 þúsund krónur. Þetta virðist sumum erfitt að skilja. Eru þeir sem eru með hærri laun tilbúnir að slaka á til þess að gefa þeim sem eru með 34 þúsund krónurnar, sem eru lægstu laun, möguleika á kjarabótum? Við björgum okkur ekki með því að segja að aliir séu láglaunamenn. Það er ekki bara spurning um að hafa í sig og á heldur að geta keppt við alla hina. Þess vegna er jöfn- uður í tekjum mikið grundvallar- mál. Það brýtur gegn réttlætistilfinningu minni að fólk skuli hafa misjöfn laun. þarna tókst þér að stela af okkur orlofsdeginum____________ Ögmundur: Vandinn er bara sá að þegar á að taka á þessu misrétti innan samtaka launafólks, þá er- um við að fást við aðeins lítinn hluta samfélagsins. Við erum að smækka samfélagið niður i þessi samtök okkar. Og þar sjáum við aðeins hluta af misréttinu. Þetta er íslenska samfélagið. Við erum ekki að tala um liðið semraðar jeppunumí Bláfjöllum. Hátekju-ísland er ekkert inni í okkar samtökum. Ef við ætlum að jafna kjörin, verðum við að viðurkenna að það er ekki nóg að skoða bara þessi iaunakerfi okkar. Það þarf að taka á skattakerf- inu og á fjármagnsokrinu. Þjóðin hefur í skoðanakönnununt tjáð hug sinn unt jafnrétti. Það hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill meira launajafnrétti. Og það er i þessu Ijósi sem ég sé framtíðina. — En verður þá verkalýðs- hreyfingin að verða pólitískari til að ná markmiðum eins og launa- jafnrétti sem meirihluti þjóðar- innar vill að hún keppi að? Ögmundur: Þetta er pólitík. — En það eru allir sammála um þetta, og þjóðin sammála, en samt færist launamunur í vöxt.. Ásmundur: Þegar á reynir er ekki víst að þjóðin sé sammála. Ég segi oft sögu sem Snorri Jóns- son forveri minn sagði af því þeg- ar í upphafi síns ferils samdi um Iengingu orlofs. Á þeim vinnustað sem hann vann höfðu menn fyrir haft lengra orlof, en nú náðist lengingin fyrir alla. Þegar hann kom með samninginn á sinn vinnustað klöppuðu menn ekki á öxlina á honum heldur sögðu við hann: Þarna tókst þér að stela af okkur orlofsdeginum. Eg held að þessi hugsun sé of ríkjandi. Það vili engin missa það alltaf litið á hvað aðrir hafa hækkað í stað þess að skoða kjör- in sjálf? Ógmundur: Ég vil árétta að það er réttur hvers og eins að bera úr bítum sanngjarnan hlut af verð- mætum þjóðarinnar, okkar sam- eiginlegu verðmætum. Frjálshyggjudraugur að falli kominn_________________ — Efþið ætlið inn íframtíðar- landið góða, hvað er þá brýnast að glíma við? Húsnœðismál, skattakerfi, jajnvœgi í byggð landsins. Wincie: Ef ég á að segja frá minni reynslu þá eru það húsnæð- ismálin. Þau snerta öll svið. Vinnuþrælkunin vegna ófull- nægjandi húsnæðismála dregur allt annað með sér. Við sinnum ekki fjölskyldunni, ekki gamla fólkinu og hyggjum ekki að sjúk- um og öldruðum. Og margir verða undir í hringiðunni. Ögmundur: Húsnæðismál, skattabreytingar, dagvistarmál. Allt skiptir þetta miklu máli. En stóra málið núna held ég að sé að komast út úr kreddunum og kveða frjálshyggjudrauginnend- anlega niður. Ög ég held að hann riði til falls. Ásmundur: Ég held að það sé erfitt að draga eitt nauðsynjamál fram fyrir annað. En húsnæðis- málin eru eitt af því allra stærsta. Ég hef verulegar áhyggjur af því að ætla markaðskerfinu að leysa þau mál eins og ráðherra leggur til. Það verður okkur dýrkeypt. Við þurfum félagslegan þátt í al- menna kerfið, ekki bara félagslegt húsnæðiskerfi. Ég held að dag- vistarmál séu líka stórmál, því að við erum að leggja á börnin hættulegan skatt af útivinnu beggja foreldra. Erfiðleikar eldra fólks eru líka miklir, sérstaklega hjá því sem ekki býr við góða heilsu og þarf viðvarandi þjón- ustu. Það býr í mörgum tilfellum við óhugnanlegar aðstæður. Og enn má nefna skattsvikin sem verður að taka á. Það er engin leið að reka skynsamlega skattheimtu- pólitík við það skattsvikastig sem við búum við. Verkefnin eru gífurleg. Það skiptir mjög miklu máli að við rekum áróður fyrir því að það þurfi að sinna þeim. En við verð- um að gera okkur grein fyrir því að þetta kostar sitt, og að við verðum að fórna einhverju fyrir það. Vandamál að virkja félaga Öginundur: En við verðum líka að sjá til þess að okurbransinn fari núna að fórna. Að sá hluti þjóðarinnar sem hefur komist upp með það að axla enga ábyrgð árum saman. Sem hefur sogað til sín fjármagn og sérréttindi, og hefur aldrei þurft að herða neinar ólar á sama tíma og almenningur hefur þurft að búa við oft á tíðum kröpp kjör og erfið skilyrði. Það er kominn tími til að þessi hluti þjóðarinnar fari að sýna ábyrgð. Og það er krafa á stjórn- völd að þetta verði gert. Þetta er hin pólitíska ábyrgð sem hvílir á þeim. — Kostar ekki barátta fyrir iífskjarajöfnuði aukna samstöðu samtaka í milli. Ögmundur: Ég held að á því sé vaxandi skilningur. Ásmundur: Ég ætla ekki að draga úr nauðsyn þess að vinna saman, en ég held að það sé ennþá meiri nauðsyn að það sé unnið betur innan samtakanna. Vanda- málið er að okkur tekst ekki að virkja félagsmenn nógu vel. Ögmundur: Ég held að einmitt þetta sé að gerast. Fólk vill mann- eskjulegra samfélag og menn gera sér grein fyrir því að öflugt lýð- ræðislegt átak þarf til að sporna gegn sérgæsku peningahyggjunn- ar. Fólk vill þessar breytingar og það ætlar sér að ná þeim fram. Wincie: Það liggur við að þú sért farin að sannfæra mig um að betri tíð sé í vændum. Er það ekki sameiginlegt keppikefli okkar allra? Hringborðið i miðstöð ASÍ. Upphaf að víðtækara samstarfi? „Velferðarkerfið sem við búum við er afrakstur verkalýðsbaráttu." sem hann hefur umfram aðra. Þess vegna eigum við í reynd erf- iðara með aðganga í þessa jöfnun en tala um hana. Þóaðþaðsé auðvitaðgrund- vallaratriði samtaka launafólks að auka hlut launafólks á kostnað gróðaaflanna í þjóðfélaginu, get- um við ekki litið fram hjá því að launamunurinn i þjóðfélaginu skiptir máli. Við verðum að beita okkur fyrir jöfnuði alls staðar, þar sem við getum. Jöfnuður er forsenda þess að einstaklingurinn hafi jafna stöðu til að njóta sín og taka þátt í Iýðræðislegu starfi. Þú spurðir hvort verkalýðs- hreyfingin þyrfti að vera pólitísk- ari. Ég held það. Hún þarf að reka miklu markvissari áróður fyrir jöfnuði. Kröfunni um jöfnuð hef- ur verið ýtt til hliðar hjá stjórn- málaflokkunum. Wincie: Er verkalýðshreyfingin tilbúin að jafna kjörin? Er ekki

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.