Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. apríl 1989 Atyýðublaðið 1923: EG. ÆTLA 40 NOTA ELIASAR-TUNIÐ þegar það er orðið grœnt — 1. mai var i f yrsta sinni haldinn hátíðlegur i Rey kjavik f yr- ir 66 árum. Þá var lifið einfaldara en i dag — en meiri skil milli ríkra og fátækra. Hér verður brugðið upp smámynd- um af mannlifi eins og Alþýðublaðið greinir frá á þvi herr- ans ári, 1923. K. Zimsen borgarstjóri i Reykjavik auglýsir 19. apríl: BYGGiNGAREFNI Bðejarstjómin hefur látið gera sand- og malamámu í Langholti norðanvert við þjóðveginn. Fæst þar möl ogsandurfyrirfyrir2kr. teningsmetrinn,eða60aura vagninn, er tekur 3 tunnur. Tunnan er talin 1/10 hluti teningsmetra. Á Vesturbrú 15 í Hafnarfiröi er auglýst til leigu „þægileg, raflýst íbúð, 2herbergiogeldhús, laus 11. maí. — FinniðMiagnús Jóhannes- son verkstjóra." Alþýðublaðið segir frá því að Steingrímur Matthíasson læknir hafi haldið fyrirlestur 8. apríl í Nýja Bíó og hafi verið húsfyllir. „Kom ræðumaður víða við. Vítti hann meðal annars hóglífi og iðjuleysi efnuðu stéttanna, sem aðeins leiddi til úrkynjunar." ¥ I sama blaði er þessi frétt að ut- an: Trotzki veikur. Rússneska fréttastofa hermir að Trotzki sé orðinn veikur af krabbameini í maganum. MORÐ Kristinn Benjamínsson frá Nýjabæ í Njarðvíkum, kyndari á „Borg" var nýlega stunginn með hnífi af spánverskum manni, svo að hann beið bana af stuttu á eft- ir. Kristinn sálugi var félagi í Sjó- mannafélaginu síðan 1919. Jón Baldvinsson flutti í sam- einuðu þingi tillögu til þingsálykt- unar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til þess að koma á verzlunarsamn- ingi milli íslands og Rússlands." í greinargerð með tillögunni tekur Jón fram að aðrar þjóðir Norður- álfunnar hafi gert verslunarsamn- inga, en til þess að verslun geti komist verði að að hafa samning við „rússneska lýðríkið." * 11. apríl birtist þessi tilkynning á forsíðu: unar. Mun ég halda þeim sið með- an ég á í því þúsundir króna. Jón Jónsson, beykir. 11. apríl segir frá því afli hafi mjög glæðst upp á síðkastið í ver- stöðvum hér og austan fjalls. Baldur kom með 80 föt af veiðum, Rán með 45 föt og Skúli fógeti með rúm 86 föt Iifrar. ¥ Dagsbrún hélt félagsfund í G-T-húsinu 12. apríl. Fundarefni: 1. Jón Baldvinsson talar um þingmál. 2. Ræktun bæjarlandsins. ¥ Ingibjörg H. Bjarnason flutti tillögu til þingsályktunar: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að láta byggja landsspítala svo fljótt sem verða má og sitja fyrir öllum öðrum meiri háttar framkvæmdum ríkisins." ¥ Steinsmiðafélagið heldur fund laugard. 14. þ.m. kl. 8 e.h. Verið stundvísir. , Vönduð og ódýr VERKA- MANNAÚR og fermingarúr, ný- komin á Laugaveg 10. Jóh. Norðfjörð ^ MERKILEG UPPFUNDNING Rafmagnsfræðingur einn danskur, Arnold Kristensen að nafni, sem á rafmagnsfræðistofn- un í Maribo, hefir fundið upp merkilegt firðtalsáhald, sem gerir Hálf húseign nr. 26 við Þórsgötu er auglýst til sölu. Söluverð: 3500, þar af útborgun við samningsgjörð 1500 krónur. TUNIÐ HANS ELÍASAR Nú fyrir skömmu sá ég í ein- hverju dagblaðinu tilkynningu um, að menn mættu ekki ganga um tún Elíasar. heitins Stefáns- sonar. Þannig er þá komið á dag- ,inn þegjandi og hljóðalaust, að Elías Stefánsson átti hlutafélagið „Eggert Olafsson", þrátt fyrir alla speki lögvitringanna. Ekki mun ég fara blóðugum brandi að þeim góðu herrum, því að ég er stirður orðinn til hernaðar á gamals aldri. Hitt get ég sagt öllum lögfræðing- um og dómendum, að ég ætla mér að nota Elíasar-túnið, þegar það er orðið grænt og hlýna tekur í veðri, mér til hvíldar og skemmt- það að verkum, að óviðkomandi menn geti ekki orðið áheyrsla að þráðlausu firðtali. Ruglar það hljóðunum á sendistöðinni, en viðeigandi áhald á viðtökustöð- inni skipar þeim rétt aftur. Þykir þetta mjög eftirtektarverð og merkileg uppfundning. ¥ íslandsbanki er oft til umræðu á Alþingi í aprílmánuði 1923. Jón Þorláksson mótmælti tillögu um að athuga fjárhagsstöðu bankans gangvart ríkinu. Alþýðublaðið segir að Jón hafi borið fram „ýmsar fáránlegar fjarstæður til varnar bankanum svo sem að töp hans hefðu runnið til verkamanna." Lýst var eftir botnum að fyrri- parti sem var svona: Lýsti setur, ljós og dæll, létti getur, tárin þerri, Þessi botn hlaut fyrstu verðlaun: happavetur, veðrasæll; við oss betur enginn gerði. • 18. apríl er sagt frá því að Magnús Jónsson ráðherra hafi sagt af sér, og ekki talið ólíklegt „að stjórnar- byggingin hrynji öll innan skamms, þegar þriðjungurinn hefur nú molnað úr henni." ¥ Héðinn Valdimarsson sendir pistil í Alþýðublaðið um alþýðu- bökasöfn: „Þegar togararnir voru seldir til útlanda á siríðsárunum, seitt i landsstjórnin það sem skil- yrði, að nokkrum hluta andvirðis þeirra yrði varið til þess að bæta verkalýðnum atvinnumissi og annað tjón við þá sölu eftir nánari ráðstöfun bæjarstjórnar. Um 100 þús. kr. af fénu var síðan lagt í slysatryggingarsjóð Alþýðusm- bandsins, sem nú hefur starfað í þrjú ár og veitir meðlimum verk- lýðsfélaganna í Alþýðusamband- inu styrk, er slys eða langvarandi heilsuleysi ber að höndum. Eftir- stöðvarnar, rúmar 20 þús. kr.voru lagðar i sjóð, er stofna átti með Alþýðubóksafn." Héðinn greinir frá því að safnið verði i 2 stórum herbergjum á Skólavörðustíg 3 niðri, undir Hagstofunni. safnið var opnað á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Síðasta dag aprílmánaöar birtist auglýsing um 1. mal: TIL ALÞÝÐUNNAR í REYKJAVÍK Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefir ákveðið að gengin skuli kröfuganga á morgun 1. maí, samadag sem alþýðan um allan heim heldur hátíð- legan og ber fram kröfur sínar. Þar sem margir al- þýðumenn eru nú burtu frá heimilum sínum og geta því ekki sótt þessa kröfugöngu, er þess meiri ástæða fyrir þá sem dvelja hér í bænum, til þess að fjölmenna. Við skorum á alt alþýðufólk, konur, karla og böm, að mæta á morgun kl. 1 e.h. í Bárubúð. Mæt- ið i vinnuklæðum, ef ekki er tækifæri til að hafa fat- askifti. Héðinn Valdimarsson form. verkamannafél. Dagsbrún Ólafur Friöriksson form. Jafnaðarmannafél. Erlendur Erlendsson form. Iðnnemafél. Reykjav. Sigurjón A. Olafsson form. sjómannafél. Reykjavikur Guömundur Ólafsson form. Steinsmiðafél. Rvk. Guðmundur Oddsson formaður Bakarasveinafél. Gunnar Einarsson form. Hins islenszka prentarafélags Þýskir sjóliðar á Skjaldbreið 1940 62 þýskir sjóliðarbjörguðust 1940 erskip þeirra lenti i hafís. 12 var komið fyrir á Hótel Skjaldbreið sem þá þótti finasta hótel. Ovölin var ekki löng. Þegar enskir gengu á land i mai 1940, voru Þjóðverjarnir allir handteknir og fluttir til Englands. Undirmennimir höfðu á orði að skipstjórinn hefði siglt skip- inu viljandi í strand — en yfirmennirnir sáust of t skjótast til þýska konsúlsins meöan þeir dvöldu hér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.