Alþýðublaðið - 29.04.1989, Side 10

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Side 10
10 Laugardagur 29. aprll 1989 Hilma af Klint lét eftir sig 1200 lista- verk. Hún var sögð mála í and- legri vímu. Myndirnar eru teknar í Listasafni íslands. Einstœð syning í Listasafni íslands HULUNNI LYFT EFTIR DflUÐfl Nú er búið að lyfta hulunni af leyndardómsfullum mynd- heimi Hilmu af Klint. Hún lést 1944 og hafði þá bannað sýningar á málverkum sínum í tuttugu ár eftir dauða sinn. Nú er litið á þessa sænsku listakonu sem einn af brautryðj- endum nútimalistar. Hún málaði óhlutbundnar myndir löngu á undan frægum málurum eins og Kandinsky og Mondian. Hún var í leiðslu þegar hún málaði merkilegar opinberanir sínar. Síðar sagði hún að hún hefði orðið skyggn. Sýning á verkum hennar var opnuð í Listasafni ís- lands fyrir skemmstu. fæddist I862í Karlbergs höll, for- eldrar hennar voru Fredrik Viktor af Klint, háttsettur herforingi, og kona hans Andrietta Mathilda. Strax á barnsaldri hafði hún yf- irnáttúrulega hæfileika. Hilma Iitla taldi sig sjá og heyra það, sem aðrir urðu ekki varir við. Þegar hún var 17 ára varð hún fyrst fyrir Þegar Hilma af Klint andaðist haustið 1944 lét hún eftir sig um 1200 listaverk sem engin óvið- komandi hafði séð. í erfðaskrá hennar stóð að ekki mætti sýna nokkra þessara mynda fyrr en 20 árum eftir dauða hennar. Hún vonaði að ókomin kynslóð gæti skilið þessar leyndardómsfullu myndir. Sjálf skildi hún þær ekki. Nú er þessi sænska listakona talin frumherji abstraktlistar ásamt frægum málurum á borð við Kandinsky, Malevitj, Mondri- an og Kupka. Óhlutbundin málverk Hilmu af Kling voru í fyrsta sinn sýnd opin- berlega á sýningunni The Spiri- tual in Art. Abstract Painting 1890-1985 sem opnuð var í Los Angeles í nóvember 1986. Háspekileg list hennar vakti þegar feikilega athygli. Ekki að- eins í Los Angeles heldur einnig í Chicago og í Haag þar sem sýn- ingin var sett upp í haust. Það er óneitanlega stórmerkilegt að óþekkt sænsk kona skyldi, án þess að nokkur vissi, mála óhlut- bundnar myndir mörgum árum á undan hinum frægu brautryðj- endum. Yfirnáttúrulegir hæfileikar Þessi merkilega listakona 2D ARUNI HENNAR miðilsreynslu og gekk þá í sálar- rannsóknafélag. Um það leyti dó ein systir hennar og gæti það skýrt áhuga hennar á að komast í sam- band við annan heim. Eftir samtöl við ættingja Hilmu af Klint sjáum við fyrir okkur fíngerða, smávaxna konu með skærblá, hreinskilnisleg augu. Hún var mjög ákveðin og teinrétt í baki. „Hilma frænka var harðdugleg kona sem vissi hvað hún vildi,“ segir bróðursonur hennar, Björje af Klint. Að loknu námi við Lista- háskólann varð Hilma þekkt fyrir að mála myndir úti í náttúrunni, einkum af landslagi og vötnum. Hún málaði einnig andlitsmyndir eftir pöntunum. Þegar Hilma af Klint var ung varð hún ástfangin af lækni og hann bað hennar. En hún vildi ekki giftast. Hún taldi sín bíða merkilegri viðfangsefni en bú- sýslu í hjónabandi. Hún var kosin ritari í félagi sænskra listamanna árið 1912. Um það leyti vissu fáir að hún hafði lengi málað undir dulræn- um áhrifum. Það hafði farið mjög leynt. Hilma af Klint var síður en svo einræn. Hún hafði um sig hóp af vinkonum og um tíma deildi hún íbúð með Önnu Cassel, sem hún hafði kynnst í kvennaskóla Lista- háskólans. „Hilma var í alla staði eðlileg, “ segir Ulla af Klint sem oft bauð föðursystur bónda síns í mat. Það gat sópað að henni, en hún var aldrei skrýtin á nokkurn hátt. Hún hafði áhuga á börnunum og var grænmetisæta af trúarástæð- um.“ Miðilsfundir Hilma og nókkrar vinkonur hennar, þar á meðal Anna Cassel félagi hennar úr Akademíunni, mynduðu saman trúarhóp. Þær kölluðu sig „Hinar fimm“ eða „Föstudagshópinn“. Þær hittust einu sinni í viku og héldu miðils- fund. Þá komust þær I samband við anda sem hétu nöfnun eins og Clemens, Gregor, Amaliel og Ananda. Það var ekki nóg með að Föstudagshópurinn gæti túlkað boðskap þeirra um miðilinn með „andapenna"; þegar konurnar voru í leiðslu gátu þær einnig teiknað þau skilaboð sem andarn- ir fluttu sjónum þeirra. Fyrsta andatrúar-teikning þeirra varð til 1892. Miðilsfundir af þessu tagi voru alls ekki fátíðir í lok 19. aldar. Áhugi á dulrænum málum var í tísku, ekki síst meðal myndlistar- manna og rithöfunda. Ernst Josephson fór t.d. að teikna ósjálfráðar teikningar fyrir innblástur anda árið 1888. Hann tók þátt í miðilsfundum á eynni Bréhat í Bretagne, upp frá því var hann gripinn trúarangist og varð síðar ólæknandi geðveikur. Örlög þessa listamanns vöktu skelfingu í Föstudagshópnum. Það var bara Hilma af Klint, sem ekki lét deigan síga. Hún var nógu þrákelkin og sterk til þess að þora áfram að teikna í leiðslu. Guðspekilegir þankar Undir lok 19. aldar varð hún æ hugfangnari af guðspekikenning- um um yfirskilvitlegan raunveru- leika. Hún las t.d. rit rússneska

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.