Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. apríl 1989 11 „Ég veit að ég er lítil og óásjáleg en ég finn að ég hef kraft hið innra með mér, " sagði Hilma af Klint eitt sinn við bróður- son sinn. Það sem varð til af þessum krafti var sýnt i Norrænu listamið- stöðinni í Sveaborg. dul- og guðspekingsins Helenu Blavatsky sem voru þýdd á sænsku 1895. Jafnvel framúr- stefnu listamenn eins og Wassily Kandinsky og Piet Mondrian urðu fyrir áhrifum af ritum frú Blavatsky. Á einum síðasta miðilsfundi Föstudagshópsins 21. febrúar 1905 fengu konurnar dularfull skilaboð frá andanum Amaliel. Samkvæmt því sem þær skráðu hljóðuðu þessi torráðu skilaboð svo: „Gcetið teikninga ykkar. Þœr eru myndir af baðandi Ijós- vakabylgjum sem bíða yðar einhverju sinni þegar eyru yð- ar og augu megna að skynja æðri boðskap." Stuttu síðar lýsti Hilma þvi yfir að hún ætlaði að hætta að mála venjuleg málverk í eitt ár og vera algjörlega í þjónustu andans Amaliels. Hún bjó sig undir hið nýja verkefni með meinlætalífi, föstu "og bæn. Hilma af Klint var orðin 44 ára þegar hún sneri sér að þessari leyndu list, sem hún nefndi „Mál- verk í Musterið". Hún hugsaði sér musterið helgað íhugun. Salir þess skyldu fylltir andlegum mál- verkum, þrungnum háspekilegum boðskap til mannkynsins. Sjálf var hún miðillinn fyrir þessa skreytingu. Hilma af Klint Ieit á sig sem auðsveipt verkfæri hins ósýnilega meistara. Hún málaði í leiðslu, viss um að það væri and- legur kraftur Amaliels sem stýrði hendi hennar yfir blaðið. Leynimálverk_____________ Frá nóvember 1906 til apríl 1908 málaði hún 111 myndir af ýmsum stærðum, allt frá litlum vatnslitamyndum til risastórra verka með tempera eða olíulitun. Myndirnar eru bæði hlut- bundnar og óhlutbundnar. Þar má oft sjá almenn form eins og hringa, þríhyrninga og krossa og einnig skrifuð orð. Stærstu mynd- irnar eru rúmlega 3x2 metrar. Henni þótti sjálfri að stóru mynd- irnar væru undurfagrar. En hún gat ekki skýrt innihald mynd- anna. Margar óhlutbundnar myndir hennar frá 1906-08 minna á „skynvíkkunar"-myndir, sem ýmsir listamenn máluðu upp úr 1960 undir áhrifum LSD, en lyf það gefur meðal annars ofskynj- anir í litum. Hilma af Klint var þó ekki í lyfjavímu, þegar hún málaði. Húh vann í einhvers konar and- legri vímu. Fundir við Steiner________ 1908 hitti hún Rudolf Steiner sem þá var framkvæmdastjóri guðspekifélagsins í Þýskalandi. Listakonan sýndi honum málverk sín í von um að fá skýringu á þeim. En Steiner vildi ekki skýra þau. Hún tók það óskaplega nærri sér að enginn gat skýrt málverk hennar; ekki einu sinni hún sjálf. Þrátt fyrir þetta tók hún aftur til við leynimálverk sín árið 1912. Þá hélt hún áfram að mála aðra myndaröð í Musterið, þó öðru vísi en áður þegar hún vann ósjálfrátt í leiðslu og andinn stjórnaði henni. Nú málaði hún af eigin krafti, en innblásturinn gaf hugsýnir og orð innri raddar. Myndefnin urðu hnitmiðuð og voru valin af vandfýsni. Nú heyrði hún og sá nákvæmlega hvernig hún átti að mála. Sjálf sagði hún að hún hefði orðið skyggn. Aldrei gift________________ Hilma af Klint giftist aldrei. Sem ung annaðist hún móður sína, sem hún var tengd sterkum böndum. Þegar jafnaldrar hennar fóru til annarra landa til þess að þroskast í myndlistinni sat Hilma um kyrrt sem góða barnið heima í Stokkhólmi. Hún fór einungis nokkrar námsferðir sem ung kona. Að þessu leyti varð Hilma af Klint heimalningur sem listamað- ur. Hún stóð utan við allar nýjar Iistastefnur, sem komu fram á fyrsta áratugnum tuttugustu ald- ar. En þótt undarlegt megi virðast varð miðilsstarf hennar til þess að hún málaði samt sem áður mynd- ir, sem standa nálægt verkum frumhverja abstraktmálverka. Þegar móðir Hilmu af Klint andaðist varð Hilma frjáls og gat ferðast um heiminn. Hún fór þá þegar til Dornach í Sviss til þess að hitta hinn dáða Rodolf Steiner. Allt frá því að Steiner sagði skilið við Guðspekifélagið 1913 hafði hann og „mannspeki" hans, hug- myndir hans um leiðir mannkyns til andlegs þroska, verið hið nýja leiðarljós hennar. Hugfall___________________ Fundirnir við Rudolf Steiner drógu næstum allan kjark úr listakonunni, sem þá var 58 ára. Öll listsköpun hennar stangaðist á við listskoðanir áhrifamannsins mikla, en hann gekk út frá hug- myndum um liti. Þegar Hilma stóð frammi fyrir þessu missti hún listsköpunarmáttinn. í tvö ár kom hún engu í verk. Um 1922 fór hún að mála í anda Rudolfs Steiner. Hún túlkaði yfir- skilvitlega reynslu sína af náttúr- unni með frjálsum, flæðandi vatnslitum sem var gjörsamlega nýr háttur í málverkum hennar. Tvær slíkar vatnslitamyndir frá árunum upp úr 1930 voru seldar vorið 1988 á uppboði Bukowskis á nútímalist. Önnur myndin fór á 14.000, hin á 17.000 sænskar krónur. Síðasta verk sitt málaði Hilma af Klint 79 ára gömul, þremur ár- um áður en hún andaðist 1944. Máttu ekki dreifast________ „Ég veit að ég er lítil og óásjáleg en ég finn að ég hef kraft innra með mér," sagði listakonan af trúareinlægni við bróðurson sinn, Erik af Klint, vísiaðmírál. Hann var eftirlæti frænku sinnar og trúnaðarvinur. Hilma af Klint arfleiddi Erik frænda sinn að öllum leynimynd- unum sínum, minnisblöðum og dagbókum. Hinsta ósk hennar var að safninu yrði ekki sundrað. Nú eru verkin í umsjón Stiftelsen Hilma af Klints Verk og er Gustaf af Klint, bróðursonur listakon- unnar, stjórnarformaður stofn- unarinnar. Margir mannspeking- ar (áhangendur Steiners) sitja í stjórninni. Einn þeirra er doktor Áke Fant frá listfræðistofnun Stokkhólmsháskóla. Undanfarin sjö ár hefur hann rannsakað líf og list Hilmu af Klint og kynnt verk þessa sérkennilega listamanns í greinum á sænsku, þýsku og ensku. Ennþá hafa aðeins örfáar leyni- myndir Hilmu af Klint verið sýnd- ar í Svíþjóð. Listunnendur gátu þó kynnst þeim í Finnlandi en þar voru 110 myndir hennar til sýnis í Norrænu listamiðstöðinni í Svea- borg haustið 1988. Þarna voru myndir hennar sýndar sérstaklega í fyrsta sinn. Nýlistasafnið (Moderna museet) i Stokkhólmi ráðgerir að halda sýningu á þessum merki- legu myndum vorið 1990. Grein: Márta Holkers Þýðing: Aðalsteinn Davíðsson ¦ - „Ýmsar f ráleitar staðhæf ingar um kaup okkar og kjör heyrast daglega i um- ræöu manna á milli, og viröast hvorki yfirboðarar okkar né almenningur skilja hvernig vinnutilhögun okkar er háttaö," skrifar Þyri Árnadóttir m.a. í umræðugrein sinni um kjör og kröfur kennara. Hver eru kjör kennara Hvers krefjast þeir? Þyrí Árnadóttir kennari hóf kennarastörf árið 1973. í dag fær kennari á byrjendalaunum 1600 lítra minna af mjölk fyrir mánaðarkaupið sitt en 1973, 600 litra minna af bensini og greiðir helminginn i húsaleigu í stað einn fimmta. Þyri reikn- ast til að ef byrjendalaun kennara ættu að halda kaupmætt- inum frá 1973, yrðu þau að vera 130 þúsund kr. á mánuði. Undirrituð hóf störf sem grunn- skólakennari í Reykjavík í septem- ber árið 1973, með kennarapróf og 2ja ára nám frá kennaraháskóla er- lendis að baki. Mánaðarlaun mín voru þá rétt tæp 50 þúsund gamlar krónur. Laun tæknifræðings á almenn- um markaði voru þau sömu. í sept. 1973 greiddi ég 10 þús. kr. í leigu fyrir góða 3ja herbergja íbúð á almennum leigumarkaði í Reykja- vík, mjólkurlítrinn kostaði um 20 kr., bensínið 23 kr. Fyrir mánaðarkaupið fengust því 25001 af mjólk, 21741 af bensíni og húsaleigan var 1/5 af mánaðar- laununum. Nú í apríl 1989 fær byrjandi í HÍK 58.932 kr. í mánaðarlaun. Fyr- ir þá upphæð fást 990 I af mjólk, 1600 færri en 1973, 1345 1 af ben- síni, eða 8001 færri en 1973 og telja má vel sloppið ef helmingur laun- anna dugar fyrir leigu á 3ja herb. íþúð. Til þess að fá sama hlutfall milli kostnaðar á húsaleigu, mjólk og bensíni og fyrir 15 árum, reiknast mér svo til að byrjendalaunin nú þyrftu að vera a.m.k. 130 þús. Ég hef kennt óslitið frá 1973, að undanskildum 4 árum, sem ég hef notað til að taka BA próf og viðbót- arnám í uppeldisfræði, og laun mín eru nú kr. 71 þús. og 16 kr. á mán- uði. Samkvæmt upplýsingum Tækni- fræðingafélagsins eru laun tækni- fræðings sem starfað hefur óslitið síðan 1973 en ekki bætt við sig menntun, nú kr. 122.379 á mánuði, munurinn er 51 þús. 363 kr. Vísitölufjölskyldan telst í dag vera 3,45 einstaklingar og miðað við verðlagsgrundvöll nú í apríl- mán. notar hún 163 þús. 730 kr. á mánuði. Það þarf því t.d. 2.8 kenn- ara á byrjunarlaunum HÍK, til þess að afla þess sem vísitölufjölskyldan eyðir á mánuði, eða nærri 3 full- vinnandi háskólamenntaða ríkis- starfsmenn, hvar sem er úr röðum verkfallsmanna, til að framfleyta þremur fullorðnum, og svo sem eins og einu ungbarni og ketti. Ýmsar fráleitar staðhæfingar um kaup okkar og kjör heyrast daglega í umræðu manna á milli, og virðast hvorki yfirboðarar okkar né al- menningur skilja hvernig vinnutil- högun okkar er háttað. Fólk virðist t.d. ekki skilja að þá yfirvinnu, sem við vinnum hverja viku allan veturinn, er okkur skylt að taka út í fríi á sumrin, að þessi vinnutilhögun er ekki tilkomin vegna óska kennara, heldur vegna hefðbundinna atvinnuhátta í ís- lensku þjóðfélagi, sem kröfðust allra vinnandi handa yfir hábjarg- ræðistímann. Menn vita Iíklega heldur ekki, að við verðum oftar en ekki á eigin kostnað að leggja okkur til vinnu- aðstöðu og tæki, svo sem tölvur og ritvélar, vegna þess að skólarnir eru vanbúnir og svo má lengi telja. Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson lét eftirfarandi orð falla í viðræðuþætti á Rás 2 á dögunum: „Ef vel á að vera og ef það á að sinna þessum undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, sem eru mennta- mál, með skaplegum hætti, þá þarf að kalla þar inn talsvert mikla við- bótarfjármuni frá því sem nú er, bæði að því er varðar endurbætur í skólastarfi en auðvitað líka að því er varðar hin almennu kjör kennar- anna á íslandi, sem að ég tel að þurfi að lyfta, og sem að ég tel að verði best gert með allsherjar þró- unarátaki fyrir íslenska skóla." Ekki verður annað séð en að kröfur kennara um „að ríkisstarfs- menn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð sem vinna hlið- stæð störf hjá öðrum en ríkinu" gætu orðið til þess að „lyfta kjörum kennara". Og að nefna menntun undirstöðuatvinnuveg er eins og talað út úr okkar hjörtum, sem ár- um saman höfum talað fyrir dauf- um eyrum viðsemjenda okkar um, að forsendan fyrir bættum þjóðar- hag sé að hlúa að þeirri auðlegð sem menntun og menning okkar er. í nútímaþjóðfélagi eru gerðar sí- auknar kröfur um menntun í öllum greinum atvinnulífsins. Þessum kröfum verður ekki mætt nema með vel menntuðum kennurum, vel búnum skólum menningar- og vís- indastofnunum. Sinnum við ekki þessum kröfum, drögumst við ein- faldlega aftur úr i samkeppninni við umheiminn, sem þýðir lakari þjóðarafkomu þegar til lengri tíma er litið. Við höfum lengi haldið því fram að löngu hafi verið sannað að bók- vitið verði í askana látið og það þarf líka að sannast á okkur persónu- lega, áður en dugmesta starfsliðið flýr ríkiskerfið vegna lélegra launa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.