Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. apríl 1989 13 AÐ KVEÐA NIÐUR (FORTÍÐAR)DRAUGA Reimleikar_______________ Gamalreyndur sjávarútvegs- höldur sagði í nýlegri blaðagrein að fimm draugar hefðu sótt að sjávarútveginum á undanförnum árum. Hverjir eru þessir fortíðar- draugar? Hverjir vöktu þá upp? Hvernig verða þeir kveðnir niður? Við skulum virða fyrir okkur þetta draugagallerí. 1. Minni atli. 2. Lækkandi verð á erlendum mörkuðum. 3. Mikill skuldsetning frá fyrri tíð (einkum í góðærinu). 4. Óhóflegur fjármagnskostnað- ur. 5. Heimatilbúin verðbólga langt umfram verðbólgu í viðskipta- löndum. Það fer ekki framhjá neinum að fórystusauðir Sjálfstæðis- flokksins þykjast nú vera miklir særingameistarar. Þeir fara í tíma og ótíma með sömu særingaþul- una: Patentlausnin er ný gengis- fellingarkollsteypa. Annað hafa þeir ekki til málanna að leggja. Ég minnist þess hins vegar að þeir voru svo draughræddir undir lokin, í tíð fyrri ríkisstjórnar að þeir máttu vart vatni halda. For- maðurinn lagðist undir feld í Florída; varaformaðurinn gróf sig í sand á Kípur. Heimkomnum of- bauð þeim svo draugagangurinn að þeir stukku fyrir borð. Eg veit ekki hvort var háðulegra: drauga- hræðslan þá — eða mannalætin núna. Eða hvort er verra: barlóm- urinn eða patentlausnin. En kíkjum nú framan í fortíð- ardrauga þeirra Sjálfstæðis- manna og prófum, hversu vel gefst særingarþulan. 1. Aflasamdráttur: Ekki bætir gengisfellingin úr því. Við honum þarfað bregðast með því að sækja aflann með minni tilkostnaði. Með úreldingu fiskiskipa, eins og frv. sjávarútvegsráðherra leggur til. Með því að færa kvóta milli skipa og leggja öðrum. Með því að draga úr tilkostnaði eða auka söluverðmæti. Til þess duga eng- ar patentlausnir, eins og allir þekkja sem reynslu hafa af rekstri. Að þessu er unnið í sam- starfi fyrirtækja og stjórnvalda, með sýnilegum árangri. 2. Lækkandi fiskverð erlendis: Gengislækkun fjölgar að vísu krónum í vasa útflytjenda í bili. En á móti kemur að hún hækkar höfuðstól skulda, verðbólgu, vexti og verð á innfluttum aðföng- um jafnóðum. Sumsé: Skottu- lækning, við óbreyttar aðstæður. Hinn gullni meðalvegur Sjálfstæðismenn tala heldur ekki hátt um það að gengisfelling- arkollsteypan þeirra mundi rústa lífskjör fólksins í landinu, og þar með rjúfa vinnufriðinn, sem ríkis- stjórnin er nú að tryggja með hóf- legum kjarasamningum. Ríkisstjórnin hefur vissulega aðlagað gengið í áföngum, án þess að efna til kollsteypu sem mundi ríða fyrirtækjunum að fullu. Markmið hennar er að lækka raungengið, þ.e. tilkostnað fyrirtækja í samanburði við keppinauta. Þarna er vandrataður meðal- vegurinn: Að tryggja viðunandi rekstrargrundvöll og fulla at- vinnu, án þess að níðast á Iífskjör- um þeirra sem verst eru settir. Ríkisstjórnin hefur reynt að þræða hinn gullna meðalveg með: hóflegri gengisaðlögun, lengingu lána, lækkun vaxta, fjárhagslegri endurskipulagningu, samruna fyrirtækja, o.s.frv. Sum fyrirtæki voru svo grátt leikin að þeim verð- ur ekki bjargað. Önnur eru að komast á lygnari sjó í rekstri. Töl- ur forsætisráðherra tala sínu máli: Framlegð, tekjuöflun ríkissjóðs. Af meðaltölum____________ Meðaltöl um afkomu í sjávar- útvegi villandi: Manni sem stend- ur með annan fótinn í sjóðheitu vatni en hinn frosinn upp að hné, býsna kalt að meðaltali. Afkomu- tölur taka ekki nægilegt tillit til: Verðbóta á frystan fisk, skuld- breytinga, lækkunar vaxta, fyrir utan að gjörgæslufyrirtækin draga meðaltalið niður. Vandi fyrirtækjanna núna er fyrst og fremst skuldabyrði frá Ráð Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum er því líka óráð. Hann reyndist illa í ríkisstjórn og hann reynist óráðhollur í stjórn- arandstöðu. Slysagildra_______________ frjálshyggjunnar__________ í þjóðsögunni fitnaði púkinn á fjósbitanum af illum munnsöfn- uði sbr. barlóm og bölmóðstjórn- arandstöðunnar. í veruleika sam- tímans hafa fjármagnseigendur leikið þetta hlutverk. En hverjir vöktu upp þann draug og þorðu síðan ekki að horfast í augu við hann? Sá gæfusnauði galdra- Loftur býr í Valhöll og kennir sig við frjálshyggjutrúboðið. For- ustumenn Sjálfstæðisflokksins eru alltaf að rugla saman frjáls- lyndi og stjórnleysi. Þeim tókst að Jafnaðarmenn höfðu gert á fjör- tíu árum. Frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum ber alla ábyrgð á fjörbrotum þessara fyr- irtækja. Því miður munu þeir ekki reynast borgunarmenn fyrir þeim reikningum, ef þeim væri framvísað. En þeir ættu að sjá sóma sinn í að hafa hægt um sig, meðan aðrir sinna björgunar- störfum á slysstað: Það var nefni- lega ekki bara að þeir sinntu ekki slysavörnum; þeir bjuggu til slysa- gildrur. Þeir ættu því ekki að nefna snöru í hengds manns húsi — en það er f jármagnskostnaður- inn í Valhöll íhaldsins. 5. Verðbólgan: Allir vita að geng- isfelling virkar sem olía á eld verð- bólgunnar svo að enn reynist sær- ingaþula íhaldsins óráð hið mesta. Verðbólga verður ekki kveðin niður nema með sam- Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins á eldhúsdegi Alþingis fyrri tíð og of hár fjármagns- kostnaður. Hann verður ekki lag- aður með gengisfellingu — þvert á móti. 3. Skuldsetning í góðærinu: Leys- ir gengisfelling þann vanda? Nei, hún mundi ríða mörgum skuldug- um fyritækjum að fullu. Hún hækkar höfuðstól skulda, hækk- ar fjármagnskostnað og mundi framkalla þvílík átök á vinnu- markaði, að ekki þyrfti um sárt að binda. Sumsé skottulækning. Það eru fá góð ráð í hagstjórn nema þau sem í tíma eru tekin. • Hvers vegna stigu Sjálfstæðis- menn ekki á bremsurnar þegar fjárfestingaræðið var á fullu. • Hvers vegna létu þeir eyðileggja Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins, sem átti að safna fé til mögru áranna? • Gamli húsgangurinn Iýsir þeim rétt: Þeir sem aldrei kunna ráð, þeir eiga að bjarga hinum. 4. Óhóflegur fjármagnskostnað- ur: Gengisfelling þýðir óðaverð- bólgu og vaxtasprengingu. Hún mundi gera ill verra. Ríkisstjórnin vinnur sam- kvæmt áætlun að endurskipu- lagningu fjármagnsmarkaðarins og lækkunar raunvaxta. Ríkið gengur á undan með góðu for- dæmi í samningum við lífeyris- sjóði og með lækkun raunvaxta á spariskírteinum ríkissjóðs (9,5-7, 5-5,0%). Verðbréfafyrirtækin hafa neyðst til að lækka vexti. Með lækkandi verðbólgu er stefnt að afnámi verðtryggingar. Með nýrri gengis- og verðbólgukoll- steypu mundum við fjarlægjast það markmið. virkja verstu öfgar frjáls markað- ar í þjónkunarþörf sinni við eig- endur fjármagnsins. • Þeir koma óorði á frelsið eins og rónarnir á brennivínið forðum. Afleiðingarnar blasa nú við: Útflutningsfyrirtækin að kikna undan fjármagnskostnaði, rúin eigin fé sem nemur milljörðum, sem hefur hafnað í fjárhirslum víxlaranna. Fyrirhyggjuleysið í góðærinu endaði í frjálshyggju- slysi, sem atvinnulífið sýpur nú seyðið af. Af ávöxtunum skuluð______ þér þekkja þá_____________ • Vextir voru gefnir fjálsir án þess að sett væri rammalöggjöf um starfsemi verðbréfa- og fjár- mögnunarfyrirtækja; • án þess að bankakerfið væri endurskipulagt til þess að draga úr vaxtamun; • án þess að Sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir því að hér væri um að ræða lokaðan fá- keppnismarkað, þar sem óseðj- andi eftirspurn eftir Iánsfjár- magni mundi sprengja vexti upp fyrir öll okurlög; • án þess að þeir Sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna: Að ávöxtunarkröfur fjármagns urðu langt umfram það sem nokkur venjulegur rekstur getur skilað eigendum sínum í arð. Svo kalla þeir þetta þjóðnýt- ingu fyrirtækjanna bakdyrameg- in. Fyrir nokkrum árum var borg- araleg ríkisstjórn í Svíþjóð. Hún þjóðnýtti meira á fjórum árum en ræmdum aðgerðum á mörgum sviðum: T.d. með því að koma á jafnvægi á peningamarkaði og opna hann fyrir erlendri sam- keppni; með því aí reka ríkissjóð án halla; með þvi að vinna kerfis- bundið að lækkun tilkostnaðar í opinberum rekstri; með lækkun ríkisútgjalda. Sjálfstæðisflokkurinn lætur mikinn um nauðsyn þess — í orði; í ríkisstjórn reyndist hann hins vegar þungur á fóðrum í þágu sér- hagsmuna og fyrirgreiðslupots. Að sitja fastur við sinn keip Alþýðuflokkurinn lætur frýj- unarorð þeirra Sjálfstæðismanna um stefnubrigð sem vind um eyr- un þjóta. Við munum ekki hlaup- ast frá borði þó eitthvað bjáti á um sinn. Það hvarflar ekki að okkur að leggjast í hugsýki með barlómskórnum. Þessi ríkisstjórn mun sitja út kjörtímabilið og stýra skipi sínu heilu í höfn. Við munum ótrauðir vinna áfram að því að Ieysa fjárhags- kreppu útflutningsfyrirtækjanna án þess að fórna markmiðum um stöðugleika i efnahagsumhverf- inu með ótímabærum gengiskoll- steypum. Þetta gerum við með skuldbreytingu, fjárhagslegri endurskipulagningu og samruna fyrirtækja, endurskipulagningu fjármagnskerfisins og opnun þess, lækkun vaxta og fjármagns- kostnaðar. ; Ríkisstjórhin vinnur að því í kyrrþey að skapa forsendur fyrir hóflegum kjarasamningum sem ætlað er að draga úr kaupmáttar- fallinu, án þess að stofna atvinnu- örygginu í hættu: Verkin sýna merkin. Mála- fjöldinn á borðum þingmanna sannar að hér er að verki athafna- söm umbótastjórn sem hugsar fram í tímann, þótt stjórnarand- staðan vilji æðrast í fortíðinni. Húsbréfin________________ Besta dæmið um þetta er hús- bréfafrumvarp félagsmálaráð- herra. Hringlandaháttur Sjálf- stæðisflokksins í því máli segir allt sem segja þarf um stjórnar- andstöðu hans. Við undirbúning málsins studdu Sjálfstæðismenn húsbréfakerfið dyggilega. Þegar þeir héldu að þeir gætu komið höggi á ríkisstjórnina — jafnvel banahöggi — þá hlupust þeir frá sannfæringu sinni. Hvað varðar þá um þjóðarhag? var einu sinni spurt. Hvað varðaði þá um neyð húsbyggjenda — ef hægt var að koma fram pólitískum hefndar- verkum. en sjaldan er hönd höggi fegin — eins og e.t.v. mun brátt koma á daginn. Kostir húsbréfakerfisins eru ótviræðir_____________ 1. Aukin innri fjármögnun fast- eignaeigenda skapar svigrúm fyr- ir aukin fjárframlög til félagslega kerfisins. 2. Aukin hluti íbúðaverðs fæst að láni með tryggum hætti á ein- um stað. Hin rándýra skamm- tímafjármögnun hverfur úr sög- unni og þar með lækkar greiðslu- byrðin. 3. Afgreiðslutími styttist úr allt að 37 mánuðum í 2-3 vikur. 4. Húsnæðiskaupin eru fjár- mögnuð samhliða því að kaup- samningur er gerður. 5. Niðurgreiðsla húsnæðis- kostnaðar færist yfir í skattakerf- ið. Vaxtabætur koma þeim eink- um til góða sem eiga engar eða litlar eignir og búa við lágar tekjur — þannig er húsbréfakerfið þátt- ur í tekjujöfnunaraðgerðum. 6. Fasteignaviðskipti verða mun einfaldari fyrir fólk á lands- byggðinni, þar sem unnt er að fela banka á staðnum alla nauðsyn- lega fyrirgreiðslu. 7. I stað þess að híma aftast í biðröðinni getur unga fólkið komist að strax. 8. Hinir eldri geta losnað við skuldlitlar eignir sínar á öruggan hátt. Það nýtir aftur mun betur fjárfestingu í rótgrónum hverf- um. Það þarf ekki að byggja nýja skóla á sama tíma og skólinn í gamla hverfinu er að tæmast. Þeir sem bera ábyrgð á hinu gamla og gjaldþrota húsnæðis- kerfi reyna að hræða fólk frá hús- bréfakerfinu með tröllasögum um afföll og fóður fyrir gráa markað- inn. Staðreyndin er hins vegar sú að lánsloforð þeirra sem nú eru í húsnæðisbiðröðinni eru seld með miklum afföllum. Hins vegar hafa verið gerðar margvíslegar ráðstafanir til að tryggja að hús- bréfin stuðli að lækkun vaxta, og hafi jákvæð áhrif á peninga- og fasteignamarkað. • Húsbréfin seljast á svipuðum vöxtum og spariskírteini ríkis- sjóðs. Þau eru örugg þar sem þau eru ríkistryggð. • Byggingasjóður ríkisins og Seðlabanki eru ávallt kaup- og söluaðilar. Verðbréfamarkaðnum verður óheimilt að kaupa eöa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.