Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 21
r Laugardagur 29. apríl 1989
ö#1
Konurnar á vinnumarkaðinn, en...
Launabilið hefur aukist
Konur flykkjast á launamarkaðinn og sigldu
nœr körlum í launum á sjöunda áratugnum.
Nú virðist bilið breikka.
Launabilið milli karla og
kvenna hefur aukist síðari ár. Það
gerist samtímis því sem konur
flykkjast í ríkari mæli á launa-
markaðinn. Á sama tíma og þátt-
taka kvenna eykst eru litlar
sveiflur hjá körlum. Ársverkum
fjölgar ár frá ári einkum vegna
meiri vinnu kvenna. Fleiri og fleiri
konur breyta til og fara úr hluta-
Atvinnuþátttaka karla breytist Iítið hin síðari ár en miklar breytingar eiga sér stað meðal kvennanna:
ATVINNA KARLA OG KVENNA 1981 OG 1986
KONUR KARLAR
Vinna samtals 1981 1986 1981 1986
0-13 vikur 21.1 16.0 9.7 8.9
14-26 vikur 24.6 21.2 11.3 11.0
27-39 vikur 18.9 19.5 12.1 11.4
40-52 vikur 35.3 43.2 66.9 68.7
Konum fækkar hlutfallslega sem vinna hluta úr degi, en að sama skapi fjölgar þeim konum sem vinna fulla
vinnu.
starfi í fulla vinnu utan heimilis.
Svo virðist sem konur hafi orð-
ið undir í samkeppninni á hinum
almenna vinnumarkaði. Enn í
dag er greitt tímakaup til kvenna
aðeins 3/4 af launum karla meðal
afgreiðslufólks og á skrifstofum.
Lítill munur er á laun'um verka-
kvenna og verkakarla, en þar eins
og meðal annarra starfsstétta
eykst Iaunabilið.
Á þriðja ársfjórðungi 1989
voru laun skrifstofukvenna 72.1%
af launum karla í sömu stétt og
hafði launabilið breikkað frá 1981
4%.
Á sama tíma hafði svipað gerst
meðal verkafólks og afgreiðslu-
fólks.
Launamunur er minnstur með-
al verkafólks. Greitt tímakaup
verkakvenna er 95.9% af launum
verkakarla, en laun afgreiðslu-
kvenna 76.3% af launum karl-
anna. A sama tíma og
verkakonan vinnur fyrir 95.90
krónum þénar verkamaður 100
krónur, en á sama tíma og af-
greiðslukonan vinnur fyrir 76.30
krónum fær karl i sömu stétt 100
krónur.
Eins og sést af töflunni eru
sáralitlar breytingar hjá körlum.
Örlitlu fleiri vinna fulla vinnu
(eða næstum fulla) 1986 miðað
við 1981 eða 68.7 af hverjum 100
( en 66.9% árið 1981).
Taflan sýnir hins vegar glöggt
að konur sækja meir á. Meir en
fimmta hver kona hefur fært sig
úr hlutastarfi í fullt starf (eða
næstum fullt) á tímabilinu. Ríf-
Iega 43 af hverjum 100 konum
sem eru á vinnumarkaði vinna
fulla vinnu eða næstum fulla, en
vóru rúmlega 35 1981.
Launamunur er minni innbyrð-
is meðal kvenna en karla.
KAUP KVENNA SEM HLUTFALL AF KAUPI KARLA
(Laun karla: 100)
AFGREIÐSLUFOLK SKRIFSTOFUFÓLK VERKAFÓLK
AR KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR
1981 79.6 100 76.0 100 97.8 100
1984 78.6 100 73.9 100 96.3 100
1986 73.8 100 73.3 100 95.8 100
1988 76.3 100 72.1 100 95.1 100
X: Tolur fyrir 1988 miðast viö 3. ársfjórðung
Þorlákur
Helgason
skrifar
:.:?¦¦ ¦ :í
RAÐAUGLYSINGAR
ÁSKORUN
til eigenda og ábyrgöarmanna fasteigna
um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1989 eru nú öll gjald-
fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan
30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega
búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á
eignum þeirra í samræmi við I. nr. 49/1951 um
sölu lögveða án undangengins lögtaks.
Reykjavík 27. apríl 1989
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík
Gódar veislur enda vel!
Eftir einn
-ei aki neinn
UMFERÐAR
RÁÐ
ll
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í
renniloka (Solid wedge gate valves)
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík.
Tiulboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 7. júní 1989 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboö
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
gatnamálastjórans í Reykjavíkóskareftirtilboð-
um í steyptar gangstéttir og ræktun víðsvegar
um borgina.
Helsltu magntölur eru:
Steyptar gangstéttar 15.000 m2
10.00 m2
Verklok eru 15. september n.k.
sáningar
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík frá miðvikudeginum 3 mai
gegn krónum 5.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 10. maí kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
FELAGSMALASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Öldrunarþjónustu-
deild
Laus er staða verkefnastjóra á vistunarsviði
öldrunarþjpnustudeildar.
Æskileg er menntun félagsráðgjafa, en starfið
felst í yfirumsjón með húsnæðis- og vistunar-
málum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Um er að
ræða 100% stöðu sem er laus nú þegar..
Umsóknarfrestur er til 12. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, t. hæð.
Nánari upplýsingar veitir Þórir S. Guðbergsson
og Ásta Þórðardóttir í sima 25500.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
tengi fyrir brunahanastúta (Storz Adaptors).'
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 7. iúní 1989 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800