Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 24
MMUBieiB Laugardagur29. apríl 1989 Flugleiðir: Fyrsta nýja Boeing-vélin afhent í gær Fyrsta Boeing 737-400 flugvél Flugleiða var afhent formlega í Seattle í Banda- ríkjunum í gær. Um leið greiddu Flugleiðir Boeing verksmiðjunum eftirstöðvar 30 milljón dollara kaupverðs vélarinnar, um 20 milljónir dollara eða sem svarar tæp- lega 1,5 milljarði íslenskra króna. Vélinni verður flogið heim 5. maí og lendir hún á Keflavíkurflugvelli árdegis 6. maí þar sem henni verður gefið nafn. 1. Maí: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabankans: HAGKVÆMT AÐ BREYTA RÍK- ISBÖNKUNUM í HLUTAFÉLÖG A ársfundi Seðlabankans í gær sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í ræðu sinni að fullnægjandi sam- keppni í íslensku bankakerfi verði ekki tryggð nema með því að opna það fyrir þátt- töku erlendra fjármmála- stofnana. „1 því ljósi er fækkun bankanna forsendaaukinnar samkeppni því hún stuðlar að bættri samkeppnishæfni íslenskra banka gagnvart er- lendum bönkum. Annað at- riði sem stuðlað gæti að bættri samkeppnishæfni ís- lenska bankakerfisins felst í því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélagsbanka sem þó væru að minnsta kosti fyrst um sinn að öllu leyti í eigu ríkisins," sagði viðskiptaráð- herra. „Tilgangur þessarar breyt- ingar væri að gera þessum bönkum kleift að styrkja eig- infjárstöðu sína með sölu hlutabréfa. Jafnframt er ástæða til að kanna hvort ekki er æskilegt og tímabært að breyta rekstrarformi sparisjóðanna jafnvel í hlutafélög," sagði Jón Sig- urðsson í ávarpi sínu. Ffann sagði ennfremur að fari svo að sameiningarvið- ræður einkabankanna með þátttöku Útvegsbankans skili ekki árangri verði stjórnvöld að ná fram skipu- lagsumbótum í bankakerf- inu í gegnum eignarhald rík- isins á stærstum hluta þess. Hátíðahöld á Lækjartorgi Fulltrúaráð verkalýðsfé- iaganna í Reykjavík, Banda- lag starfsmanna ríkis og Iræju og Iðnnemasamband ís- lands gangast fyrir hátíðar- höldum 1. Maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. í ár verður safnast saman við Hlemm kl. 13.30 og geng- ið niður Laugaveginn að Lækjartorgi þar sem fundur verður haldinn. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur munu leika fyrir gongunm. Ræðumenn dagsins verða Örn Friðriksson annar vara- forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Auk þeirra koma fram á fundinum Sigrún Valgerður Guðjónsdóttir og Sigur- sveimi Magnússon og munu þau syngja og leika á píanó. Fundarstjóri verður Hildur Kjartansdóttir varaformað- ur Iðju. Áætlað er að fundin- um l.júki kl. 15.00. Barnaefnið þýtt og talsett: Leikhljóð undanskilin Nemendur kalla á lausn Framhaldsskólanemar söfnuðust saman á Skólavörðuholti í gærdag og fylktu siðan liði niður á Lækjartorg, þar sem fram fórútifundurvegna ástandsíns í skólamálum. Nemendurnírskoruðu á stjórnvöld að gera þegar í stað viðeigandí ráðstafanir til að koma í veg fyrir að alvarlegar afleiðingar hljótist af deilu ríkisins og kennara. Krafan var: Semjið strax. A-mynd/E.ÓI. Útvarpsráð hefur sam- þykkt að framvegis verði ís- lenskt tal við allt efni í sjón- varpi sem ætlað er börnum yngri en 10 ára. Er þá miðað við að efni verði talsett ann- aðhvort með sögumanni eða leikröddum eftir atvikum. „Myndefni, sem svo til ein- vörðungu byggir á leikhljóð- um er hér undanskilið," segir i ályktun útvarpsráðs. Einnig verða leiknir myndaflokkar þar sem sam- an verður að fara fullkomið samræmi raddar og vara- hreyfingar áfram útbúnir með íslenskum texta. Útvarpsráð hef ur á undan- fórnum misserum lagt áherslu á að setja islenskt tal við efni sem ætlað er yngri börnum í sjónvarpi með þeim árangri, að því er segir í ályktun útvarpsráðs, að á liðnum vetri náðist að tal- setja að meðaltali um 85% þess efnis. „Útvarpsráð telur nauð- synlegt að auka hlut inn- lendrar framleiðslu á barna- efni Sjónvarpsins og sarri- þykkir að með næstu vetrar- dagskrá verði gert sérstakt átak í þessum efnum." Húsbréfafrumvarpið: Seinkun vegna misskilnings í herbúðum stjórnarflokka Ekki var hægt að afgreiða f rumvarpið um húsbréf úr fé- lagsmálanefnd neðri deildar fyrir helgi eins og útlit var fyrir. Engu að síður eru tald- ar miklar líkur á afgreiðslu frumvarpsins á þessu þingi. „Það á eftir að útkljá mis- skilning sem kominn er upp í herbúðum ríkisstjórnarinnar um vaxtamál í gamla kerf- inu. Það er ljóst að aðilar sem standa utan ríkisstjórn- arinnar vilja að stjórnar- flokkarnir verði sammála um hvað þeir ætli að gera áður en þeir ganga frá samkomulagi við þá," sagði Jón Sæmund- ur Sigurjónsson formaður félagsmálanefndar i samtali við Alþýðublaðið. Málið snýst um meðferð vaxta í núverandi kerfi. Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, þeir Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hafa lýst yfir í fjölmiðlum að þeir hafi annan skilning en fram hafi komið. Kvennalist- inn hefur nefnt sín skilyrði fyrir stuðningi við húsbréfa- frumvarpið, en vill jafnframt hafa á hreinu að stjórnar- flokkamir séu samróma í af- stöðu til einstakra mála sem viðkoma frumvarpinu. Skilyrði Kvennalistaeru að framlög til félagslega hús- næðiskerfisins verði aukín um 600 milljónir króna á næstu fjárlögum. Ríkis- stjórnin er reiðubúin að skoða þetta, en talið er koma til greina að lífeyrissjóðirnir taki þátt í þeirri fjármögnun, þannig að ekki verði um að ræða aukin ríkisútgjöld. Þá vili Kvennalistinn að nefnd verði skipuð til að endur- skipuleggja félagslega kerfið og að vextir á eldri lánum í húsnæðiskerfinu hækki ekki. „Þetta eru allt tillögur sem falla alþýðuflokksmönum vel í geð, enda í samræmi við stefnu okkar og starf," sagði Jón Sæmundur Sigurjóns- son. ASÍ: Samið til 1. feb.? „Annað hvort verður sam- ið um helgina eða strax eftir hana, eða ekkert verður úr samningum" sagði Ragna Bergmann formaður Fram- sóknar í gær þegar Alþýðu- blaðið kynnti sér stöðu mála í viðræðum ASÍ og VSÍ hjá Ríkissáttasemjara. Gærdag- urinn var að mestu notaður í viðræður sérhópa. I viðræðunum í gær var augljóslega verið að ræða samninga í anda BSRB-samningsins, þótt al- talað sé að samningur há- skólakennara hafi fært meiri hækkanir. Einnig er orðið ofarlega á dagskrá að semja til 1. febrúar. Alþýðublaðinu er kunnugt um að fisk- vinnsluhópur ASÍ hafi lagt fram tilboð um taxtahækk- anir, en að VSÍ hafi þvernei- tað og komu upp raddir um að fiskvinnslufólkið drægi sig úr samflotinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.