Alþýðublaðið - 06.05.1989, Síða 15

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Síða 15
'* O ' • 1 »”> ~ • : t » - Laugardagur 6. maí 1989 ÚTLÖND Hinn margháttaði Woody Allen Allen Stewart Koningsberg fæddist í New York árið 1935. Það er ekki auð- velt fyrir hina fjölmörgu aðdá- endur Woody Allen, að segja eitthvað nýtt um hann. Það hefur allt verið sagt áður. „Anti- hetjan“, þessi smávaxni rindill, með þunnar hár- lýjur og sorg- mœdd augu. Allt þetta virðist höfða til blíðra tilfinn- inga, jafnvel móðurlegra til- finninga hjá aðdá- endum hans. Skrifaði texta Næst tók hann sér lyrir hendur að skrifa texta fyrir sjónvarps- þáttinn „The Gary Moore Show“, sem var með vinsælli þáttum í Bandaríkjunum árum saman og í þeim þáttum hóf gamanleikkon- an Carol Burnett feril sinn. Hann varð fljótlega leiður á að skrifa fyrir aðra og árið 1961 fór hann að skrifa texta fyrir sjálfan sig, og með aðstoð góðra vina fór hann að troða upp í klúbbunum í Greenwich Village. Á einum þess- ara klúbba „The Blue Angel “, sáu leikkonan fræga, Shirley Maelai- ne og kvikmyndaframleiðandinn Charles Feldman skemmtiþátt Allen, og sögðust hafa hlegið sig máttlaus af tragikonhk hans. Árangur þessara kynna varð sá, að Woody Allen bæði skrifaði handrit og lék, í kvikmyndinni „Whats New Pussycat". Að þessu verki loknu, ákvað Allen að verða Woody Allen.....anti-hetjan“ virð- ist framleiða kvikmyndir á færi- bandi. Þegar hann var 15 ára, tók hann York pressunnar og sendir þær upp á þvi að senda skrítlur til New undir nafninu Woody Allen. Skólaganga hans gekk svona og svona. Að loknu námi í mennta- skóla, fór hann í New York há- skólann, en var rekinn fljótlega. Það sama skeði við City Collage og New York. Ástæðan fyrir þess- um brottrekstrum var ■- lélegar mætingar og léleg frammistaða þegar mætt var ... algjörlega sinn eiginn herra. Síð- an hefur hjólið rúllað stanslaust, um það bil 20 kvikmyndir frá ár- inu 1964. Woody Allen kann best við að vinna með fólki, sem hann þekkir. Það er þvi engin tilviljun að sam- býliskonur hans hafa verið aðal- leikkonur hans. Eiginkona nr. 2 Louisa Lasser, lék t flestum af fyrstu kvikmyndum hans. (Hann var 19 ára, þegar hann kvæntist fyrstu eiginkonunni, Harlene Rosen sem var 16 ára). Þær, sem voru þó þýðingamestar fyrir hann voru Diane Keaton og Mia Farrow. Það, sem þykir einkenna kvik- myndir hans er, það gólátlega grín, sem hann gerir að sjálfum sér, þó með broddi af kaldhæðni, fyndinn texti en jafnframt hlýleg- ur, og bláttáfram mannkærleikur. Þeir eru þó sannarlega til, sem afskrifa allt sem Woody Allen gerir, með því að segja það allt saman bölvaða vitleysu og að ntaðurinn ætti ekki að vera að auglýsa fyrir alheiminum hvað hann sé snargalinn ... (Arbeiderbladet.) INGIBJORG ÁRNADÓTTIR RAÐAUGLÝSINGAR Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur Félagsfundurverðurhaldinn mánudaginn 8. maí kl. 13.00 i Bíóborginni (áður Austurbæjarbíó). Fundarefni: Nýir kjarasamriingar. Dagsbrúnar- menn, komið beint úrvinnu og sýnið styrk ykkar með því aö hafa fullt hús. Stjórn Dagsbrúnar. ÚTBOÐ Austurlandsvegur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu tveggja kafla á Austurlandsvegi í Suð- ur-Múlasýslu: Fossárvík Framnes (12 km) og Merki - Valtýskambur (3 km). Helstu magntölur: Fyllingar 33.000 m3, skeringar 36.000 m3, þar af bergskering- ar 5.000 m3, burðarlag 54.000 m3 og rofvörn 5.000 m3. Verkið skal að fullu lokið 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðar- firði og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 22. maí 1989. Vegamálastjóri Lögtök Eftirkröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöld- um gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-3. greiðslutímabil 1989 með eindögum 15 hvers mánaðar frá febr- úar 1989 til apríl 1989. Reykjavik 2. maí 1989, Borgarfógetaembættið í Reykjavík. HAGFRÆÐINGUR Hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun er laus til umsóknar staða yfirhagfræð- ings. Starfið tengist vinnu við fjárlagagerð, m.a. mat á áhrifum verðlags- og launaþróunar og vinnu við tölvukerfi sem notuð eru við fjárlagavinnsluna. Ennfremur felur í sér vinnu við athuganir og út- tektir í ríkisfjármálum. Nauðsynlegt er að við- komandi sé talnaglöggur og hafi áhuga á töl- fræði. Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störf- um umsækjanda, skal skilað til Fjárlaga-og hag- sýslustofnunar, Arnarhvoli, eigi síðar en 16. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslu- stofnun se: Alþingi ÍSLENDINGA FRÁ ALÞINGI íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1989 til 31. ágúst 1990. Fræðimenn sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum i Kaupmannahöfn geta sótt um af- notarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbún- aður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalar- tími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mán- uðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrif- stofu Alþingis eigi síðar en 30. mai n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og mennt- un og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað ereftir íbúðinni, svo og fjöl- skyldustærð umsækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlut- aðan tíma sinn að fuilu við störf í Kaupmanna- höfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Al- þingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.