Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 1
Viðskiptaráðherra: Raunvaxtamunur mikill og vaxandi Munurinn á vöxtum innlána og útlána er4,5—7,5%, bankakerfinu ívil. Aukið frjálsrœði í bankamálum spilar hér inn L Munurinn er talsvert meiri en í nágrannalöndunum. Raunvaxtamunur heild- arinnlána og heildarútlána bankakerfisins jókst úr 2—2,5% á árunum 1980—81 í 4,5—7,5% á ár- unum 1984—88. Heildar- vaxtamunur á Norður- löndunum virðist hins veg- ar hafa verið að jafnaði 1,5—4,5% 1982—1986 eða mun minni en hér. í svari Jóns Sigurðsson- ar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Agústssonar um þessi efni kemur fram að ólíklegt sé að verðtrygging hafi leitt til hækkunar raunvaxta, en gæti hafa aukið óstöðug- leikann. „Þótt verðtryggingin hafi að öllum líkindum átt lítinn þátt í auknum raun- vaxtamun í íslenska banka- kerfinu síðustu ár er hugs- anlegt að aukið frelsi inn- lánsstofnana til að ákveða vexti í lánsviðskiptum sín- um hafi stuðlað að aukn- um raunvaxtamun. Á ís- lenska fjármagnsmarkað- inum er mikil samkeppni á innlánahlið en lítil á út- lánahlið og þar er einnig því sem næst ótakmörkuð eftirspurn eftir lánsfé. Þessar aðstæður gætu leitt til aukningar á raunvaxta- Jón Sigurðsson viðskipta ráðherra mun í bankakerfinu við aukið frjálsræði banka- stofnana til að ákveða vaxtakjör í lánsviðskiptum sínum,“ segir ráðherra. Raunvaxtamunur er að jafnaði hærri hjá spari- sjóðunum en hjá við- skiptabönkunum. Munur- inn þar hefur aukist úr 4—5% árin 1972—1977 upp í 8—9% síðustu ár. Hjá viðskiptabönkunum hefur munurinn aukist úr 3—4% upp í 6—6,5% á sama tíma. Raunvaxta- munur hefur hins vegar farið stórlega lækkandi í Danmörku, Finnlandi og Noregi, en hækkandi i Sví- þjóð. Neðri deild Alþingis: Húsbréfin samþykkt Frávísunartillaga Sjálfstœðisflokksins var felld þrátt fyrir meðatkvœði þriggja stjórnarliða Húsbréfafrumvarp ríkisstjórnarinnar var i gær afgreitt til efri deildar Al- þingis, eftir að feild hafði verið frávísunartillaga sjálfstæðismanna. Ætti því málið að vera komið í höfn — nema það falli á tíma eða óvænt andstaða vakni í efri deild. Frávísunartillaga sjálf- stæðismanna var felld með 19 atkvæðum gegn 21. Fjarverandi voru Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir og Páll Pétursson, en meðal þeirra sem greiddu atkvæði með frávísun voru Alex- ander Stefánsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson. Kvennalistinn greiddi atkvæði á móti frávísuninni. Frumvarpið var síðan samþykkt til efri deildar með sama 21 atkvæðinu, en á móti voru þrír, þeir Al- exander Stefánsson, Bene- dikt Bogason og Óli Þ. Guðbjartsson. Nú var fjar- staddur, auk Aðalheiðar og Páls, Ólafur Þ. Þórðar- son. Aðrir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir greiðir atkvœði í einni af tnörgum at-\ kvœðagreiðstum um húsbréfafrumvarpið. Efri deild œtti að vera\ ráðherranum Ijúfþœgari og fátt sem bendir til annars en málið verði að lögum. A-mynd / EJÓl. STRAND SEM STENDUR? Oformlegar þreifingar í deilu BHMR og ríkisins: SIGLDAR í Virðast þó enn eina leiðin til sátta Þreifingar milli BHMR og ríkisins halda áfram bak við tjöldin. Sendimenn frá BHMR hafa gengið á fund ráðherra í ríkisstjórninni og kynnt þeim ýmsar hugmynd- ir til lausnar deilunni. Ekkert hefur enn komiö út úr þess- um þreifingum og er jafnvel koinið í þær bakslag. Páll Halldórsson, formaður BHMR, staðfesti í samtali við Alþýöublaðið í gær, að unnið væri að því að finna samningsgrundvöll og að óformlegir fundir hefðu átt sér stað. Halldór Ásgrímsson, sem gegndi starfi forsætisráð- herra, stendur fastur fyrir, eftir því sem Alþýðublaðið fregnar. Forráðamenn BHMR gengu á fund hans og lögðu fram hugmyndir sem hann mun hafa túlkað sem óbreytta kröfugerð. Enn- fremur ku það hafa hleypt illu blóði í Halldór að nátt- úrufræðingar neituðu sjáv- arútvegsráðuneytinu um heimild til að loka veiði- svæði. Þeir sem Alþýðublað- ið ræddi við telja að þetta at- vik hafi komið upp á óheppi- legum tíma fyrir samninga- viðræðurnar. Náttúrufræð- ingar töldu hinsvegar að þeir gætu ekki heimilað þessa lokun, þá kæmi næst krafa um að haldið yrði áfram rannsóknum á hvölum og um að innflutningur á fóðri yrði leyfður á undanþágu. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra ku vera sá maður innan ríkisstjórnar- innar sem mestar vonir eru bundnar við að geti höggvið á hnútinn sem stendur. Páll Halldórsson vildi þó ekki staðfesta að BHMR nyti meiri skilnings hjá honum en öðrum. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki til viðræðu við BHMR um þessar mund- ir. Þá er ekki ólíklegt að menn bindi einnig vonir við að Steingrímur Hermanns- son muni geta miðlað mál- um, en hann kom frá Ung- verjalandi í gær. Það byggist á yfirlýsingu hans á Alþingi í síðustu viku um að leiðrétta þyrfti kjör háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, það þyrfti hinsvegar að gera á lengri tíma en hingað til hef- ur verið rætt um. Samningstilboðið sem rík- ið setti fram á mánudaginn inniheldur a.m.k. hluta þess sem BHMR var að biðja um. Hinsvegar er það ekki nógu skýrt orðað að mati BHMR og þeir vilja að þar verði kveðið miklu nánar og skýr- ar á um hvernig ná á fram leiðréttingum á kjörum með kerfisbreytingum innan rík- isins og launahækkun miðað við menntun og ábyrgð. BHMR treystir alls ekki loðnum yfirlýsingum frá stjórnvöldum og bendir í því samhengi á það að nú þegar er í kjarasamningi félagsins ákvæði um að stefnt skuli að því að háskólamenntaðir rík- isstarfsmenn hafi sambæri- leg laun og viðmiðunarhópar á almennum markaði. Auk þess er bent á að ríkið hafi alls ekki staðið við sam- komulagið sem það gerði við lögreglumenn þegar þeir af- söluðu sér verkfallsréttinum fyrir nokkru, þrátt fyrir að þar hafi verið skýr ákvæði um að laun þeirra skyldu hækka í takt við viðmiðunar- hópa, rétt eins og gildandi kjarasamningur BHMR ger- ir ráð fyrir. Samkomulag með almennu orðalagi, svo sem „stefnt skal að“, dugar BHMR ekki, þó slíkt orðalag hafi þótt fullgott í þeim samningum sem gerðir hafa verið að undanförnu. Páll Halldórsson sagði að BHMR hefði ekki farið fram á sáttafund, þeir teldu rétt að láta sáttasemjara meta stöð- una og boða til fundar þegar hann teldi rétt. Samninga- hefnd ríkisins hefur lýst yfir að hún sé ekki tilbúin að mæta til fundar til að ræða markaðslaunakröfu BHMR. Páll segir BHMR vilja fund og sé tilbúið að mæta skil- yrðislaust. Hinsvegar bjóði ríkið ekki upp á slikt. Þeir vilji bara mæta til að láta skrifa undir það tilboð sem ríkið setti fram. Fundur hefur hinsvegar verið boðaður með KÍ og samninganefnd ríkisins í dag. Alþýðublaðið hefur heimildir fyrir því að ákveðnir aðilar innan KÍ vilji kalla saman fulltrúafund hjá KÍ, með það að markmiði að hann samþykki að gengið verði til samninga, þrátt fyrir að HÍK verði áfram í verk- falli. Mjög vafasamt er að samningur KÍ geti orðið BHMR fordæmi, félagar samtakanna virðast ákveðnir í að verkfallið sé orðið alltof langt til að hætta því án þess að það skili þeim verulegum árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.