Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. maí 1989 Minning KATRIN VIÐAR F. 1.9.1895 — D. 27.4.1989 Katrín Viðar var fædd í Reykja- vík, og var hún elsta barn hjónanna Jóns Norðmanns frá Barði í Fljót- um og Jórunnar Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Systkini Katrínar voru: Jón, dó ungur og ókvæntur, Kristín, kqna Páls ís- ólfssonar tónskálds, Óskar, fram- kvæmdastjóri og eigandi bygging- arvöruverslunarinnar J. Þorláks- son og Norðmann, kvæntur Sigríði Benediktsdóttur Þórarinssonar kaupm. í Reykjavík, Ásta, dans- kennari í Reykjavík, kona Egils Árnasonar kaupmanns, og Jórunn, gift Jóni Geirssyni lækni, þau skildu, og seinni maður hennar var Þorkell Gíslason. Foreldrar Katrínar fluttust til Akureyrar og var faðir hennar þar útgerðarmaður til dauðadags, en hann dó ungur. Eftir lát hans fluttist Jórunn til Reykjavíkur með börnin, og Katrín hóf nám í Verslunarskóla íslands. Að því námi loknu fór hún til Þýskalands og stundaði þar nám í píanóleik í tvö ár. Þegar hún kom heim frá Þýskalandi hóf hún kennslu í píanóleik og hélt því starfi áfram framundir áttrætt. Á fyrri árum var hún'oft með 30—40 nem- endur á vetri, og eru þeir þvi orðnir margir sem lært hafa hjá henni, enda var hún afburðagóður kenn- ari. Katrín giftist Einari Viðar, bankaritara og söngvara í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Indriði Einarsson, skrifstofustjóri og rit- höfundur, og kona hans, Martha María Guðjohnsen. Þau Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jór- unni Viðar tónskáld, f. 7.12. 1918, gift Lárusi Fjeldsted lögfræðingi. Þeirra börn eru Lárus, Katrín og Lovísa, og Drífu Viðar rithöfund, f. 5.3. 1920, d. 19.5. 1971, gift Skúla Thoroddsen lækni, börn þeirraeru: Einar, Theódóra, Guðmundur og Jón. Katrín missti mann sinn eftir nokkurra ára sambúð. Hún giftist öðru sinni árið 1937 og var seinni maður hennar Jón Sigurðsson, skólastjóri við Laugarnesskólann. Hann var mikill menningarfröm- uður og hugsjónamaður og voru þau hjón mjög samhent. Jón dó ár- ið 1977. Árið 1925 stofnsetti Katrín versl- un með hljóðfæri og Iistmuni í Lækjargötu 2 og rak hana í mörg ár. Jón Norðmann, faðir Katrínar, var móðurbróðir móður minnar, og var hún tvo vetur við nám á heimili þeirra hjóna á ungdómsárum sín- um. Þá bast hún þeim vináttubönd- um við Katrínu frænku sína sem ekki slitnuðu upp frá þyí. Fyrstu minningar mínar um Katrínu frænku mína eru því bréfin frá henni, sem hún skrifaði móður minni, og komu eins og fréttir úr annarri veröld inn á lítið sveita- heimili norður í Skagafirði, en svo langt var á milli Reykjavíkur og skagfirskrar sveitar á þessum árum. Þá var líka myndin af henni, sem stóð á kommóðunni heima. Mynd af ungri stúlku á hvítum kjól, svo fallegri, að ég hugsaði mér að svona myndu englarnir á himnum líta út. En það var á sólbjörtum júlídegi sumarið 1932, að ég sá Katrínu frænku mína fyrsta sinni. Hún kom í heimsókn, ásamt Guðrúnu Sveins- dóttur vinkonu sinni, en þær voru á ferð um landið á hestum. Þá bauð Katrín mér að koma suður um haustið til náms, og dveljast á heim- ili sínu. Þetta var ekki lítill fengur fyrir námsþyrsta sveitastúlku, það var sannarlega að detta í lukkupott- inn. Um haustið fór ég suður og stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur næstu tvo vetur. Þau ár eru mér ógleymanleg. En þó skólinn væri þroskandi og þar lærði ég margt sem kom mér að gagni í lífinu var ekki síður mikilsvert að verða þess Iáns aðnjótandi að fá að dveljast á heimili Katrínar frænku minnar. Það var menningar- og menntaheimili, einn samofinn heimur lita og tóna, listar og feg- urðar. Ég held ekki að á neinn af samferðafólki mínu sé hallað, þó mér finnist Katrín Viðar vera ein- hver göfugasta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það var lærdómsríkt að ræða við hana, og var þá sama um hvað var rætt, sjón- deildarhringur hennar var víður, þekking á mönnum og málefnum staðgóð, og hún horfði á heiminn hleypidómalausum augum. Eitt af því sem Katrín bar fyrir brjósti var að því yrði komið til leið- ar að allar ungar stúlkur lærðu eitt- hvert starf, sem gæfi þeim svo af- dráttarlaus réttindi, að þær gætu alltaf séð sér og sínum farborða, hvað sem í skærist á lífsleiðinni. Hún var þannig manneskja sem kveikti í mér þann neista kvenrétt- inda sem ég hef að Ieiðarljósi enn í dag. Þá var Katrín mikill íþróttaunn- andi. Hún stundaði bæði skíða- og skautaíþrótt, og það var hennar framtíðarsýn að hér yrði byggð skautahöll svo hægt væri að stunda skautaíþróttina bæði sumar og vet- ur og burtséð frá veðri. Þegar skautahöllin var reist var Katrín orðin 72ja ára gömul. Þá hringdi sjónvarpið til hennar og bað hana að vígja skautahöllina. Hún lét til leiðast þó hún hefði ekki stigið á skauta í fimm ár. Og þegar maður sér sjónvarpskvikmynd frá þeirri athöfn má sjá hvar Katrín Viðar fer þar fremst í flokki, og verður ekki annað séð en þar fari ung stúlka, svo léttar voru hreyfingar hennar á svellinu. Skautahöllin var síðar gerð að bílastæði. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér heimilið á Laufásvegi 35 bera af öllum heimilum sem ég hef kynnst, ekki aðeins að fegurð og smekkvísi, heldur var það ekki síð- ur sá andi sem ríkti þar innan veggja. Það var sannarlega heimili þar sem gleðin og bjartsýnin réðu ríkjum. Ég held að ekki finnist sam- heldnari fjölskylda en Katrín og dætur hennar, þær Jórunn og Drífa, voru. Og heimili Katrínar stóð opið öllum okkar vinum og félögum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þá var Katrín ekki síður hjálparhella allri sinni fjólskyldu og vinum, ef eitt- hvað bjátaði á. Á stundum gleðinn- ar og einnig sárustu sorgarinnar var Katrín jafnan nálæg, og það var alltaf jafngott að finna hennar styrku hönd. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með djúpu þakk- læti fyrir allt sem Katrín frænka mín hefur fyrir mig gert, fyrir allt sem ég á henni að þakka. Nú er hún horfin okkur, en minningin um góða og göfuga konu lifir í hugum okkar. Guð blessi minningu hennar. María Þorsteinsdóttir Norðurlöndin samtaka um bann við útbreiðslu kjarnavopna Noröurlöndin fimm greiddu fyrirfram hluta sinn af kostnaðinum við að halda fjórðu endurskoðunarráð- stefnu aðildarrlkja samnings- ins um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og af und- irbúningi hennar. Fyrirfram- . greiðslur þessar voru inntar af hendi fyrir 1. maí sl. Norðurlöndin voru meöal fyrstu ríkja til að staðfesta samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna, en hann var lagður fram til und- irritunar í Washington 1968. Þau hafa undanfarin ár geng- ið fram fyrir skjöldu um að hvetja öll ríki til að gerasta aðilar að honum. Á þriðja auka-allsherjarþingi S.Þ. sl. sumar dreifðu þau t.d. sam- eiginlegu minnisblaði um mikilvægi NPT-samningsins. Rúmlega 140 ríki hafa gerst aðilar að honum. Ríkisstjómir Norðurland- anna telja samninginn mjög mikilvægan (viðleitninni til að hefta útbreiðslu kjarna- vopna og til að tryggja að kjarnorkan sé aðeins þróuð í friðsamlegum tilgangi. Samn- ingurinn er mikíivægasta al- þjóðlega samkomulagið, sem náðst hefur um takmörkun vopna hingað til. Samningur- inn hefur svo um munar auk- ið stöðugleika og öryggi á al- þjóðavettvangi. Noróurlöndin leggja áherslu á að samningurinn um bann við útbreiðslu kjarnavopna verði við lýði um ókomin ár og að öll ríki ger- ist aðilar. Fyrirframgreiðsla Norðurlandanna er tákn um þennan norræna áhuga. UMRÆÐA I OFUGU HLUTFALLI Sú var tiðin að Aiþýðuflokkurinn var stór í sniðum hér á landi. Ekki bara við kjörkassann heldur líka út um allar koppagrundir. Flokkurinn var loðinn um lófana og hélt fast um hinn þétta leir eins og hver annar alvörukapítalisti. Jafnaðarmenn stóðu fyrir margvíslegum atvinnurekstri á myndarlegan hátt og nálguðust umsvif in næstum þvi sjálf- an Framsóknarflokkinn um tíma. Aðeins nokkrar fjöl- skyldur í Sjálfstædisf lokknum stóðu krötum á sporði i þá daga og formenn allaballa voru þá almennt ekki komnir í tauvörubransann. Eldri kratar muna vel eftir fyr- irtækjum jafnaðarmanna á borð við Alþýðuhúsið og Alþýðuprent- smiðjuna jafnt sem Alþýðubrauð- gerðina. Seinna kom svo Alþýðu- bankinn til sögunnar en fæst orð bera minnsta ábyrgð í því sam- bandi. Alþýðublaðið var stórveldi í þá daga, með Hannes á horninu og glæsilegt happdrætti ásamt krossgátu. Sjálfur Steinn Steinarr orti meira að segja soltinn og klæðlaus í blaðið og fékk skálda- laun, en allur heimurinn fyrirleit bæði blaðið og hann. Reykvíking- ar drukku líka morgunkaffið í Ingólfs Café og fengu sér loks einn snúning fyrir háttinn í Iðnó. Það má því með sanni segja að sólin hafi varla sest til viðar X heimsveldi jafnaðarmanna á ís- landi. Torfur og glæður________ En nú er öldin önnur í Alþýðu- flokknum. í dag má þakka fyrir ef sólin skín á hluta flokksins part úr degi. Að vísu eigum við soltnir og klæðlausir ennþá nokkurt skjól í Alþýðublaðinu, en skálda- laun eru öll upp urin fyrir löngu og krossgátan týnd. Allur annar atvinnurekstur með nafn sem byrjar á orðinu Alþýða er ýmist kominn undir græna torfu eða til borgarfógeta: Nár var þá prentið, nár var brauðgerðin, burtu var kaffihúsið, brunnið ballhúsið, höggvið Alþýðuhúsið. Bankinn stóð einn, tepptur við Seðlabank- ann og glotti við tönn. En þó er eins og lengi lifi í gömlum glæðum þrátt fyrir allt. Stundum grípur því eðalkrata óslökkvandi löngun til að stofna ný og ný fyrirtæki um svo sem ekki neitt sérstakt. Þar sem gömul brunasár hafa kennt brenndum krötum að forðast eldinn um sinn eru þessi fyrirtæki nú stofnuð undir pilsfaldi ríkisins frekar en úti í hálfhvimleiðri samkeppni í atvinnulifinu. Bilaskoðun og bréfahús Þannig gafst Alþýðuflokknum gullið tækifæri til að leggja niður Bifreiðaeftirlit ríkisins fyrir fullt Ásgeir Hannes Eiriksson og fast og færa bifreiðaskoðun inn á bílaverkstæðin í landinu. Spara ríkissjóði þar með stórfé og efla einkaframtakið að sama skapi. En allt kom fyrir ekki og kratar stofnuðu nýtt bákn í kerf- ínu. Bifreiðaskoðun íslands hf. er öldungis óþarft apparat á hjólum og meira að segja þannig í laginu að rífa þarf bæði staura og brýr og breikka jarðgöng til að það komist leiðar sinnar um landið. En þar með er ekki öll sagan sögð: Nú stendur Alþýðuflokkurinn frammi fyrir því einstæða tæki- færi að geta lagt niður alla Hús- næðisstofnun ríkisins eins og hún leggur sig með manni og mús. Draga umtalsverða burst úr nefi báknsins og koma loksins skikki á lánamál húsbyggjenda landsins, eins og grannar okkar gera í næstu löndum. En allt virðist ætla að koma fyrir ekki og kerfið kall- ar á nafna sinn. Þess í stað er verið að hella yfir þjóðina dularfullu húsbréfakerfi með engan sérstak- an botn. Stofna enn eina nýja og óþarfa deild við Húsnæðisstofn- un ríkisins og innrétta nýjan vinnustað fyrir fleiri skjólstæð- inga að hreiðra um sig. í öfugu hlutfalli___________ Húsbréf heita þau plögg sem nú eru óðum að hasla sér völl i Al- þýðuflokknum. Á þann pappír yrkja klæðlaus skáld ekki lengur sína þakkargjörð fyrir fengin skáldalaun á : fastandi maga. Meira að segja má búast við að allur heimurinn haldi áfram að fyrirlíta bæði blaðið og skáldið eins og forðum og nú húsbréfin líka. Þó er enn tími til að breyta vörn í sókn og tæplega vill Al- þýðuflokkurinn gera þessar loka- línur skáldsins að erfiljóði sínu í fölnandi ríkisstjórn: — Þau bláköldu sannindi, að alll sem innt er af hendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess. Með flokkskveðju! Ásgeir Hannes Eiríksson „Þannig gafst Alþýðuflokknum gullið tækifærí til að leggja niður Bif- reiöaeftirlit rikisins fyrir fullt og fast og færa bifreiðaskoðun inn á bila- verkstæði i landinu. Spara rikissjóði þar með stórfé og efla einkafram- takið að sama skapi," segir Ásgeir Hannes Eiriksson m.a. i grein sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.