Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 12. maí 1989 Setustofa fyrir Saga Class farþega Flugleiðir hafa nú tekið í notkun níundu Saga Class setustofu sína sem ætluð er Saga Class farþegum sem bíða flugs á viðkomustöðum félagsins. Níunda Saga Class stofan er á Heathrow flugvelli i London. Stofan, sem er í Terminal 1, er vel staðsett fyr- ir Flugleiðafarþega, rétt inn- an við vegabréfaskoðun. Þar eins og annars staðar í Saga Class stofunum er ró og næði frá ys og þys flugvallar- ins til afslöppunar eða vinnu. Gestum er boðið uppá drykki og eitthvað til að narta i. Ný tímarit og dagböð liggja frammi og gestir hafa aðgang að símaþjónustu og sjón- varpi. Úr Saga Class setustofu Flug- leiöa í Terminal 1 á Heathrowflug- velli. Linnið er að því að koma upp setustofum á öllum áætlunarstöðum Flugleiða erlendis. Setustofan á Heathrow er sú níunda í röð- inni. Hinar eru í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi, Frankfurt, Luxemburg, Glasgow, New York, Orlando og Keflavík. Nú er unnið að því að opna Saga Class stofur í þeim tveimur viðkomustöðum sem eftir eru, Osló og Gautaborg. Breytingar á Kjarvalsstöðum Undanfarnar vikur hafa átt sér stað breytingar á Kjar- valsstöðum. Opnaður hefur veriö fundarsalur og þar munu myndbandasýningar hefjast þann 10. maí og standa frá kl. 11-18. Fyrsta myndaröðin, sem sýnd verður, er um nútimalist í New York. Dagskrá með tímasetning- um mynda og nánari upplýs- ingum um efnið liggur frammi á staðnum. Er það von forráðamanna safnsins að almenningur eigi eftir að njóta góðs af þessum sýningum í framtíðinni. Prestaköll laus til umsóknar Biskup íslands hefur aug- lýst laust til umsóknar Gler- árprestakall í Eyjafjarðar- prófastsdæmi og er umsókn- arfrestur til 5. júní nk. Gler- árprestakalli tilheyra tvær sóknir, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey. Sr. Pálmi Matthíasson, sem þjónað hefur prestakallinu frá stofnun þess, hefur nú verið kallaður til prests í Bú- staðaprestakalli í Reykjavík- urprófastsdæmi og mun taka við því starfi um miðjan júlí nk. Aðalfundur Þjóðfræða- félagsins Aðalfundur Þjóðfræðafé- lagsins verður haldinn laug- ardaginn 13. maí kl. 17 i stofu 101 í Odda, húsi Félagsvís- indadeildar Háskóla Islands. Venjuleg aðalfundarstörf en síðan heldur Helga Gunn- arsdóttir erindi um þjóðlaga- tónlist. Sumarstarf fyrir börn og unglinga Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1989“ er kominn út og er honum dreift til allra aldurshópa í skólum Reykjavíkurborgar um þessar mundir. í bæklingi þessum er að finna upplýs- ingar um framboð félaga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í borginni sumarið 1989. Starfsþættir þeir sem um ■getur í bæklingnum eru fyrir aldurinn 2—16 ára. Flest atriði snerta íþróttir og úti- vist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisam- komur ungs fólks. Útgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna eru mjög mis- munandi. Foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér fram- boð borgarinnar og félag- anna fyrir börn sín eru hvattir til að draga ekki innritun þeirra. Útgefandi bæklingsins er íþrótta- og tómstundaráð. * Krossgátan □ 1 2 3 4 5 6 n 7 8 9 10 □ 11 □ 12 ' 13 u i ■ Lárétt: 1 lin, 5, afturhluti, 6 hreysi, 7 bardagi, 8 tíðast, 10 guð, 11 eira, 12 kveikur, 13 svar- ar. Lóðrétt: 1 salur, 2 auðvelt, 3 drykkur, 4 fingur, 5skel, 7 fífl, 9 stækka, 12 eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 Hákon, 5 háll, 6 oka, 7 et, 8 rorrir, 10 tt, 11 eða, 12 akir, 13 galið. Lóðrétt: 1 Hákot, 2 álar, 3 kl, 4 nötrar, 5 hortug, 7 eiðiö, 9 reki, 12 al. • Gengið Gengisskráning nr. 87 — 11. maí 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 54,390 54,550 Sterlingspund 90,630 90,897 Kanadadollar 45,916 46.051 Dönsk króna 7,3179 7,3394 Norsk króna 7,8792 7,9024 Sænsk króna 8,4195 8,4443 Finnskt mark 12,8097 12,8492 Franskur franki 8,4244 8,4492 Belgiskur franki 1,3599 1,3639 Svissn. franki 31,9659 32,0599 Holl. gyllini 25,2630 25,3373 Vesturþýskt mark 28,4653 28,5490 Itölsk lira 0,03907 0,03919 Austurr. sch. 4,0482 4,0601 Portúg. escudo 0,3453 0,3463 Spánskur peseti 0,4579 0,4593 Japanskt yen 0,40356 0,40475 irskt pund 76,105 76,329 SDR 69,7508 69,9560 Evrópumynt 59,3069 59,4813 RAÐAÖGLÝSINGAR Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið ekki ökuskírteinið heldur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. * IUMFERÐAR 'RÁÐ Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 16. maí n.k. kl. 17.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15. maí n.k. Launaskatt ber launagreiðandaað greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Fríkirkjusöfnuöurinn i Reykjavík Auglýsing um prestskosningu Kjörstjórn vegna prestskosninga í Fríkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík, kosin á aðalfundi 15. apríl sl., hefur ákveðið, skv. 22. gr. laga safnaðarins, að prestskosningar fari fram dagana3. og 4. júní 1989. Kosið verður í safnaðarheimilinu að Lauf- ásvegi 13 (Betaníu). Umsækjandi ereinn, séraCecil Haraldsson. Kjörskrá liggur frammi í safnaðarheimilinu frá og með 11. maí n.k. hvern þriðjudag og fimmtu- dag kl. 17-18. Upplýsingar eru gefnar í síma 27270 ásamatíma. Kærurskulu hafaborist kjör- stjórn eigi síðar en kl. 18, fimmtudaginn 1. júní n.k. Kosningarétt hafa, skv. 17. gr. safnaðarlaganna ... „þeir safnaðarmenn, sem náð hafa 16 ára aldri og greitt lögboðin gjöld safnaðarins, enda séu þeir ekki skráðir meðlimir í öðrum söfnuð- um.“ Athygli skal vakin á því, að kjörskrár miðast við trúfélagsaðild skv. þjóðskrá 1. desember næst- an á undan kjördegi. Reykjavik, 8. maí 1989, f.h. kjörstjórnar, Ragnar Tómasson, form.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.