Alþýðublaðið - 02.09.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 02.09.1989, Side 3
3 FRÉTTASKÝRING Þjóðhagsstofnun gefur tóninn um svartari tíma í þjódfélaginu: Meira atvinnuleysi — minnkandi kaupmdttur Ef fram heldur sem horfir verða 5.500 manns at- vinnulausir fyrir jólin. í fyrsta sinn um áraraðir þurfa íslendingar að búa við það sem kalla má viðvarandi atvinnuleysi. Drög Þjóðhagsstofnunar að þjóðhagsspá fyrir árið 1990 gefa vart tilefni til mikillar bjartsýni um þróun efnahagslífsins og atvinnu- horfur. I drögunum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á næsta ári og verði nálægt 2,5 af hundraði að meðal- tali, samanborið við 1,7 nú og 0,7 á síðasta ári. Fiskaflaspá hiiðrað til I forsendum spárinnar er vikið að tillögum Hafrann- sóknastofnunar um fiskafla á næsta ári. Samkvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir 13—14% samdrætti. Þjóðhagsstofnun bendir hins vegar á að lítið sé vitað á þessari stundu um há- marksafla rækju og loðnu og því feli forsendur í sér minni samdrátt fiskafla, eða um 6,5%. Vegna þessara breyttu forsendna hefur spá um framleiðslu sjávarafurða verið endurskoðuð. Þar gætir töluverðrar bjartsýni, því Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að framleiðslan dragist minna saman en heildaraflinn, eða verði um 5—6% minni, þar sem miðað er við að aflanum verið ráðstafað á hagkvæmari hátt. Hvað varðar aðra mikilvæga útflutningsframleiðslu, ál og kísilgúr, telur Þjóðhagsstofnun ekki aukningar að vænta. Óbreytt raungengi Þjóðhagsstofnun bendir á að verð á sjávarafurðum hafi haldist að jafnaði því sem næst óbreytt í erlendri mynt, þvert ofan í spár um umtalsverðar verðhækk- anir í upphafi árs. í svipuð- um dúr og áður er nú gert ráð fyrir að verð á sjávaraf- urðum hækki lítillega, eða að meðaltali um 5—6% í er- lendri mynt, á árinu 1990. Þessi hækkunarspá er rök- studd með þrennu: Horfur eru á að framboð á botn- fiski minnki talsvert, m.a. vegna takmarkana á veið- um við Kanada, Noreg og ísland. Freðfiskmarkaðir munu fremur styrkjast en veikjast, samkvæmt upp- lýsingum frá útflytjendum. í þriðja lagi er bent á að Þrátt fyrir allt er Þjóö- hagsstofnun bjartsýnni en tillögur Hafrann- sóknastofnunar gefa til kynna. Að höfðu samráði við sjávarútvegsráðu- neytið telur Þjóðhags- stofnun að aflinn dragist saman um 6,5%, í stað 13—14%, sem felst i til- lögum Hafrannsókna- stofnunar. verð á sjávarafurðum hafi farið lækkandi á undan- förnum misserum í saman- burði við almenna verð- lagsþróun í viðskiptalönd- um. I drögunum er gert ráð fyrir að raungengi miðað við verðlag verði hið sama á næsta ári og í ár og er þá reiknað með að innflutn- ingsverðlag hækki um 4—5%. Með þessum forsendum bendi áætlanir til að framfærsluvísitalan hækki um 14% á milli ára, en um 6—7% frá upphafi til loka árs. Þá segir að í spánni felist að verðbreytingar síðustu þriggja mánaða ársins 1990 samsvari því að árshraði verðbólgunnar verði undir 5%. Á hinn bóginn sýni áætlanirnar að kaupmáttur launa lækki á næsta ári um 3—4% frá meðaltali þessa árs. Áframhaldandi bullandi tap Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs ís- lands, er mjög ósammála spámönnum Þjóðhags- stofnunar, að því er varðar þróun gengis og verðlags. Hann segir gengisbreyting- ar verða óhjákvæmilegar svo og verðhækkanir. Út- flutningsatvinnuvegir séu að tapa núna og búið að veðsetja allt upp í topp. „Það er byrjað að þjóð- nýta í stórum stíl fyrirtæki í sjávarútvegi, sem ekki eiga fyrir veðum. Ef fyrirtækin halda áfram að tapa sé ég ekki annað en farið verði að lána þeim meira og halda áfram á sömu braut," sagði Vilhjálmur. ,,Ég held að það gangi ekki upp og ríkis- stjórnin muni í einhverjum mæli halda þessu í mátu- legum mínus, en halda áfram að þjóðnýta þótt eitt og eitt fyrirtæki detti upp fyrir." Kaupmáttarskerðing fyrirséð úrræði Vilhjálmur er í hópi þeirra sem telja nauðsyn- legt að botninum verði náð svo fljótt sem unnt er, svo hægt sé að vinna sig út úr vandanum sem fyrst. „Með því að fara strax niður á botninri í kaupmætti mynd- um við tryggja atvinnuna og koma í veg fyrir at- vinnuleysi, auk þess að koma okkur út úr vandan- um fyrr. Með því að láta at- vinnulífið veslast svona upp og safna meiri og meiri skuldum þá er líka verið að búa til atvinnuleysi og draga þennan samdrátt of mikið á langinn — gera þarf miklu erfiðara." Ragnar Árnason prófess- or segir síður en svo nauð- synlegt að keyra niður kaupmáttinn, þótt það geti vissulega verið leið til að ná markmiðum. Hann segir að ekki megi gleyma að kaupmátturinn hafi lækkað mjög mikið og í raun mun meira en þjóðartekjurnar. Þriðja samdréttarérið framundan Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að fjárfesting á næsta ári verði óbreytt að raungildi frá því sem var á þessu ári. Athygli vekur að hér skiptir miklu fjárfesting eins fyrirtækis, Flugleiða, þar sem fjárfesting utan flugvélakaupa er talin drag- ast saman um 8%. Eins vek- ur athygli að ekki er gert ráð fyrir stóriðjufram- kvæmdum þrátt fyrir yfir- lýsingar stjórnvalda þess efnis. Samantekið er gert ráð Eins og myndin sýnir má búast við að 5.500 manns verði atvinnulausir fyrir jólin. fyrir að landsframleiðslan verði um 1,5% minni á næsta ári og að þjóðartekj- ur dragist svipað saman, þar sem gert sé ráð fyrir óbreyttum viðskiptakjör- um. Gangi þessar spár eftir eru Islendingar að ganga inn í þriðja samdráttarárið og enn og aftur munu þjóð- arútgjöldin ekki minnka að sama skapi og því mun við- skiptahallinn aukast. „Mið- að við stefnu ríkisstjórnar- innar á greinilega að lifa á erlendum lánum og skött- um á næsta ári," segir Vil- hjálmur Egilsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.