Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 2. sept. 1989 * Ibróttaviöburöur fyrri tíma Fyrstu íslandsmeistararnir — KR 1912: Fremst: Geir Konráðsson. Önnur röð (frá vinstri); Jón Þorsteinsson, Kristinn Pétursson. Þriðja röð: Nieljohnius Ólafsson, Ben. G. Wáge, Skúli Jónsson og Sig. Guð- laugsson. Efsta röð: Davíð Ólafsson, Guðm. Þorláksson, Lúövík Ein- arsson, Kjartan Konráðsson og Björn Þórðarson. Sigurvegarar Fram 1911: Fremst: Gunnar Kvaran. Önnur röð (frá vinstri); Areboe Clausen og Ágúst Ármann. Þriðja röð: Sig. Lárusson, Axel Thorsteinsson og Magnús Björnsson. Fjórða röð: Pétur Hoff- mann, Karl Magnússon, Friðþj. Thorsteinsson, Gunnar Halldórsson og Hinrik Thorarensen. og ekki síður hernám íslands 10. maí 1940 urðu þess valdandi, að nokkur afturkippur kom í félags- starfsemina og badmintoniðkun al- mennt hér í Reykjavík. Talið er að um 40—60 manns hafi iðkað bad- minton á vegum TBR á þessum ár- um. íþróttafélag Reykjavíkur héit þá einnig uppi æfingum. A vegum TBR voru haidin innanfélagsmót og Reykjavíkurmeistaramót fóru fram öll stríðsárin. Árið 1944 gaf ÍSÍ út leikreglur fyrir tennis og badmin- ton, sem Lárus heitinn Pétursson tók saman. Frá árinu 1945 og allt fram á þenn- an dag hefur þátttaka í þessari ágætu íþrótt aukist jafnt og þétt og nú eru iðkendur tæplega 9.000 á öllu landinu, jafnt konur sem karlar. Mikil þrengsli voru í íþróttahúsinu í upphafi og því erfitt að fá tíma, en með tilkomu badmintonhússins hér í Reykjavík og fjölgun íþróttahúsa í landinu hefur þetta lagast og fyrir utan að vera vinsæl keppnisíþrótt iðka fjölmargir badminton ein- göngu ánægjunnar vegna. Áhugi vaknar úti á landi Fyrst í stað var badminton ein- göngu stundað í höfuðborginni, en smám saman jókst útbreiðsla íþrótt- arinnar. Þegar litið er til baka kemur Stykkishólmur upp í hugann, en Hólmarar tóku fyrstir utanbæjar- manna ástfóstri við badminton- íþróttina. Þar komu fram mjög góðir badmintonspilarar og félagar í Umf. Snæfelli í Stykkishólmi áttu marga Islandsmeistara á fyrstu árum meist- aramótanna. Það var skólastjórinn á staðnum, Þorgeir Ibsen, ásamt fleirum, sem hafði forgöngu um æf- ingar og stjórnun íþróttarinnar í Stykkishólmi. Fyrsta íslandsmótið Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan fyrsta Islandsmeistaramótið var haldið, en það fór fram í Reykjavík 1949. Þátttakendur voru frekar fáir og eingöngu karlar. Fyrstu íslands- meistarar urðu: Einleiðaleikur karla: Einar Jónsson, ÍR. Tvíliðaleik- ur karla: Guðjón Einarsson og Frið- rik Sigurbjörnsson, TBR. Annað íslandsmeistaramótið í badminton fór fram í Stykkishólmi um páskana 1950 og nú voru kon- urnar með í fyrsta sinn. íslands- meistarar urðu: Einliðakeppni kvenna: Halla Árnadóttir, Umf. Snæfelli. Einliðakeppni'karla: Ágúst Bjartmars, Umf. Snæfelli. Tvíliða- Jón Baldvin á opnum fundum Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, lagði upp í fundaferð um landið sl. föstudag. Safnahúsiö Sauöárkróki, sunnud. 3. sept., Alþýðuhúsið Akureyri, sama dag Félagsbíó Keflavík, Hótel Akranes, Hótel Valhöll Eskifiröi, Hótel Valaskjálf Egilsst., Hótel Selfoss, kl. 14.00 kl. 20.30 kl. 21.00 kl. 21.00 kl. 14.00 kl. 21.00 kl. 21.00 þriðjud. 5. sept., fimmtud. 7. sept., sunnud. 10. sept., sama dag þriðjud. 12. sept., Auk Jóns Baldvins verður Jón Sæmundur Sigur- jónsson alþingismaður á fundunum á Siglufirði og Sauðárkróki. Ennfremur er ákveðið að Árni Gunnarsson alþingis- maður verði með Jóni á fundunum á Akureyri og Húsavfk. Alþýðuflokkurinn Nú eru liðin nærri 60 ár síðan regluleg iðkun badmintons hófst hér á landi. Segja má að frumkvöðull þessarar íþróttar hérlendis sé Jón Jóhannesson kaupmaður, sem lærði að Ieika badminton í Kaupmannahöfn er hann var þar á ferðaiagi. Mun Jóni þegar í stað hafa leikið hug- ur á að iæra þessa íþrótt til hlít- ar, svo hann gæti unnið að því að kynna hana hér á landi þegar heim kæmi. Við heimkomuna fékk Jón Jó- hannesson í lið með sér nokkra fé- laga sína, aðállega úr íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR), og kenndi þeim badminton og má segja að hann hafi ínnleitt íþróttina hér. Stofnun TBR — éhuginn eykst Þátttaka í badminton jókst nokk- uð í Reykjavík á árunum 1935—38, og höfðu IR-ingar forgöngu þau ár. Hinn 4. desember 1938 stofnaði Jón Jóhannesson ásamt fleiri áhuga- mönnum Tennis- og badmintonfé- lag Reykjavíkur (TBR) og hefur það félag síðan haft forystu þessarar vin- sælu íþróttagreinar hér í höfuð- staðnum. Stofnendur félagsins voru 29 talsins. TBR átti því láni að fagna að á fyrsta starfsvetri sínum fékk það danskan badmintonkennara, Ingvad Jorgensen, sem leiðbein- anda. Átti hann mikinn þátt í að áhugi manna glæddist og þátttakan jókst mikið fyrsta starfsárið. Því miður hvarf Jörgensen af landi brott árið eftir stofnun TBR. Leikreglur og Reykjavíkurmót Heimsstyrjöldin síðari (1939—^45) Örn Eiðsson skrifar íslandsmeistararnir í badminton 1950. Frá vinstri: Jón Jóhannesson, Georg L. Sveinss., Unnur Briem, Jakobína Jósefsdóttir, Halla Árnadóttir, Ágúst Bjartmars. keppni kvenna: Jakobína Jósefs- dóttir og Unnur Briem, TBR. Tví- liðakeppni karla: Jón Jóhannesson og Georg L. Sveinsson, TBR. Tvenndarkeppni: Unnur Briem og Georg L. Sveinsson, TBR. Badminton ólympíugrein Fyrst í stað var það mést fólk á miðjum aldri sem lagði stund á bad- minton og íþróttin hefur ávallt verið vinsæl trimmíþrótt. Á síðustu árum hefur þetta gjörbreyst og ungt fólk æfir nú badminton sem keppnis- grein í vaxandi mæli. Samskipti og keppni við erlenda badmintonleik- ara hefur aukist jafnt og þétt og ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa, bæði hjá landsliði og félags- liðum. Nú hefur það einnig gerst, að badminton er orðið ólympíuíþrótt og keppt verður í badminton á Olympíuleikunum í Barcelona 1992. Vonandi verða þar íslenskir badmintonleikarar meðal þátttak- enda. íslandsmeistari í einliðaleik karla 1949. Einar Jónsson. Leiðrétting Vegna mistaka í prentvinnslu víxluðust myndir á síðunni í síð- ustu viku þegar Örn Eiðsson fjall- aði um upphaf knattspyrnunnar á Islandi. Alþýðublaðið biðst vel- virðingar á því og birtir hér tvær myndanna aftur og rétta mynda- texta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.