Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 8
MMUMMHI Laugardagur 2. sept. 1989 Innganga Borgaraflokks í ríkisstjórn Reykjavíkurhöfn: Nýr hafnar- stjóri Hannes Valdimarsson byggingarverkfræðingur hefur tekið við stöðu hafn- arstjóra í Reykjavík af Gunnari B. Guðmundssyni hafnarstjóra, sem gegnt hefur embættinu frá árinu 1965, en lét nú af störfum að eigin ósk. Hannes hefur verið aðstoð- arhafnarstjóri frá árinu 1986 og starfað í náinni samvinnu við fráfarandi hafnarstjóra að verkefnum tengdum yfir- stjórn og framtíðaruppbygg- ingu hafnarinnar. Jafnframt hefur hann verið fulltrúi í ýmsum samstarfsnefndum borgarstofnana á sviði skipu- lags- og atvinnumála. Frá upphafi hafa hafnar- stjórar höfuðborgarinnar verið fjórir og eiga þeir það sammerkt að hafa allir lokið verkfræðiprófi frá Danmarks Tekniske Hajskole í Kaup- mannahöfn. Hafnarstjórar hafa verið þeir Þórarinn Kristjánsson, Valgeir Björns- son, Gunnar B. Guðmunds- son og nú Hannes Valdimars- son. Guömundur J. Guömundsson um hœkkanirnar á búvörum: Landbúnaðarkerfið með dauðann I brjósti sér 11—15% hækkun er ekkert annad en alvar- leg bilun hjá ríkisstjórn og bœndasamtök- unum, segir formaöur Verkamannasam- bands íslands. „Það stefnir beint í tor- tímingu landbúnaðar- kerfisins. Það ber dauð- ann í brjósti sér,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamannasambands íslands, þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær um 11—14% hækk- un á mjólkurvörum sem tók gildi í gær. Guðmundur sagði að þótt bændur væru stritandi fólk stæðist landbúnaðar- kerfið ekki lengur. Síhækk- andi verð á dilkakjöti kæmi fram í minni neyslu og sama hlyti gerast með mjólkina. Neyslan hlyti að stórminnka. ,,Ég býst alveg eins við stórsprengingum enda vinnubrögðin út í hött. 11—15% hækkun er ekkert annað en alvarleg bilun af hálfu stjórnvalda og bændasamtakanna," sagði Guðmundur aðspuröur um viðbrögð verkalýðshreyf- ingarinnar. „í stað þess að auglýsa „mjólk er holl“ ráðlegg ég Mjólkursamsölunni ein- dregið að auglýsa „mjólk er dýr". Það væri heiðar- legra," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Is- lands. SIS selur Samvinnubankann Landsbanki keypti 52% hlut Samband íslenskra sam- vinnufélaga og Lands- bankinn hafa komist að niðurstöðu um að Lands- bankinn kaupi allt hlutafé SIS og dótturfyrirtækja þess í Samvinnubankan- um. Viðræður milli aðil- anna hafa staðið yfir í allt sumar og nú virðist sjá fyr- ir endann á þeim. Landsbankinn kaupir með þessu meirihluta í Samvinnu- bankanum, 52%, en verðið hefur ekki verið gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar SÍS og bankaráðs Landsbankans. Stjórn SÍS kemur saman á sunnudaginn og tekur ákvörðun í málinu en bankaráð Landsbankans á fimmtudaginn. Endanleg dkvörðun í dag Nú lítur út fyrir að end- anleg ákvörðun um það hvort Borgaraflokkurinn gengur til liðs við ríkis- stjórnina verði tekin í dag. Aðalstjórn fiokksins kem- ur saman til fundar í dag og tekur endanlega ákvörðun um hvort sagt verður já og gengið til liðs Skattar á f jármagn Fjármagnsskattanefnd, sem m.a. hefur fjallað um skatta af fjármagnstekj- um, leggur til breytingu sem feli í sér 1—1,5 millj arða tekjur, sem verði not aðar til að lækka eigna skatta. Samkvæmt tillög um nefndarinnar yrði skatturinn innheimtur staðgreiðslu. Jafnframt gerir nefndin ráð fyrir að arðgreiðslur fyrir- tækja verði skattfrjálsar en einstaklingar greiði arð sem fenginn er af hlutafjáreign. En til að greiða fyrir viðskipt- um með hlutabréf leggur nefndin til aö sett verði ákvæði um skattafrádrátt. Þrátt fyrir breytingarnar leggur nefndin m.a. til að vextir af sparisjóðsbókum og öðrum svipuðum reikningum verði áfram skattfrjálsir. við ríkisstjórnina eða hvort sagt verður nei og Borgaraflokkurinn fylli hóp stjórnarandstöðú- flokka á þingi í vetur. Formenn stjórnarflokk- anna áttu fund með þing- mönnum Borgaraflokksins í gær og þar var þeim gerð grein fyrir að ekki yrði lengra gengið til að fá þá til liðs við stjórnina. Eftir því sem næst veröur komist er enn rætt nokkuð um matvælaverð í viðræðun- um, en ljóst jafnframt að rík- isstjórnin er ekki tilbúin að ganga að þeim kröfum Borg- araflokks að lækka matar- verð með auknum niður- greiðslum. Ríkisstjórnin hef- ur sömuleiðis ekki á stefnu- skrá sinni að hækka skatta miðað við þjóðarframleiðslu umfram það sem nú er. Guðmundur Árni Stefánsson fagnar hafnfirskum polia, Jóni H. Jónssyni fjög- urra ára, sem fékk þann heiður að klippa á borðann í Flensborgarhöfn í gær. Hafnarfjöröur: A-mynd/Björg Bætt úr aðstöðu fyrir smóbátana Flensborgarhöfn í Hafnarfirði var formlega tekin í notkun í gær en mikill uppgangur hefur verið í höfninni í Hafnar- firði. Má þar nefna að á síðustu árum hafa risið fiskmarkaður, frysti- geymsla, saltbirgðastöð og fleira. Með Flens- borgarhöfn hefur verið bætt úr þörf smábátaeig- enda fyrir legupláss. í Flensborgarhöfn hafa VEÐRID í DAG Ailhvasst eða hvasst og rigning sunnan- og vest- anlands undir hádegið, en hægara og þurrt fram eftir degi á norður- og austur- landi. Fer hlýnandi. Hiti 7—9 stig. ISLflND Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 í gær að islenskum tima. 1 r* Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag verið settar út þrjár flot- bryggjur og hefur á tveim- ur þeirra verið komið fyrir örmum sem afmarka bása fyrir báta. Básarnir sem nú hafa verið teknir í notkun eru 55 talsins og er langur biðlisti eftir plássum. Vegna mikillar fjölgunar smábáta stefnir í að eftir- spurn eftir föstu plássi í Flensborgarhöfn verði langt umfram framboð. Framkvæmdir við höfn- ina hófust síðastliðið vor. Dýpkunarfélagið hf. á Siglufirði annaðist dýpkun og fjarlægði tæplega 25 þúsund rúmmetra af botn- efni. Heildarkostnaður við dýpkunina nam um 10,2 milljónum króna. Að sögn hafnaryfirvalda er unnið að hönnun um- hverfis Flensborgarhafnar með það fyrir augum að hún geti orðið staður sem allir Hafnfirðingar og gestir þeirra hafi gaman af að heimsækja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.