Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. okt. 1989 3 FRÉTTASKÝRING Útuarpsrád uill annan þingfréttamann í Sjónuarpid: Er Ingimar , ,0F GÓÐUR" fréttamaður? Utvarpsráð vill losna við Ingimar Ingimarsson, fréttamann sjónvarpsins, úr fréttaflutningi af Alþingi. Annað verður að minnsta kosti ekki skilið af frétta- flutningi síðustu daga. Fréttamenn útvarps og sjón- varps munu fáu vanari en því að útvarpsráðsmenn setji út á störf þeirra. Venjulega eru þó slíkar ákúrur byggðar á flokkspólitískum forsendum, enda er út- varpsráð pólitískt skipað og hlutverk ráðsmanna hef- ur frá fornu fari einkum verið að standa vörð um hags- muni síns flokks, þótt þessa hlutverks sé raunar ekki getið í útvarpslögum. Það sem vekur athygli í sam- bandi við mál Ingimars Ingimarssonar, er einkum það, að útvarpsráð virðist allt vera hjartanlega sammála. Ingimar átti sér ekki einn einasta forsvarsmann í út- varpsráði þegar ráðið fór þess á leit að hann yrði ekki Iátinn einn um þingfréttir sjónvarpsins í vetur. Við- mælendur Alþýðublaðsins mundu ekki í fljótu bragði eftir hliðstæðum atburðum, þar sem útvarpsráðs- menn hafi allir verið sammála um að ávíta einstaka fréttamenn. Útvarpsráð er skipað full- trúum stjórnmálaflokk- anna eins og allir vita. Þótt nefna megi nokkur dæmi um að flokkarnir hafi skip- að vana fjöimiðlamenn í út- varpsráð, er hitt þó sýnu al- gengara að fulltrúar í út- varpsráði hafi lítið eða ekki kynnst fjölmiðlum nema sem leikmenn. Þegar tekið er tillit til hinnar flokkspól- itísku skipunar ráðsins er einkum unnt að hugsa sér- tvær mögulegar skýringar á samhljóða ákúrum út- varpsráðs. Annað hvort er Ingimar Ingimarsson ein- faldlega „lélegur" frétta- maður sem ekki er starfi sínu vaxinn, eða hann er „of góður“ fyrir smekk hins pólitíska samtryggingar- kerfis. Þeir fulltrúar í út- varpsráði sem fjölmiðlar hafa rætt við að undan- förnu, halda fram fyrr- nefndu skýringunni en sumir viðmælendur okkar hölluðust fremur að hinni. Raunar má einnig vera að einhverjir útvarpsráðs- menn hafi talið að þing- fréttamennskan sé orðin svo viðamikið starf að tæp- ast sé á færi eins manns að sinna því. Engu að síður verður að líta á samþykkt ráðsins sem vantraust á Ingimar Ingimarsson. Treður jafnt á allar tær Fleiri en einn af viðmæl- endum Alþýðublaðsins létu í Ijós þá skoðun sína að Ingimar Ingimarsson virtist jafn harður við alla stjórn- málamenn, hvar sem þeir stæðu í flokki, træði „jafnt á allar tær“, eins og einn þeirra komst að orði. Út frá sjónarmiðum hlutlausrar fréttamennsku er auðvitað ekkert nema gott um það að segja að þingfréttamað- ur sjónvarpsins skuli gera öllum flokkum jafnhátt- eða lágt — undir höfði. í hinu gamalgróna sam- tryggingarkerfi flokkanna, kann málið hins vegar að horfa nokkuð öðruvísi við. Þegar tekið er tillit til þess eignarhalds sem hinir pólit- ísku flokkar telja sig hafa á ákveðnum fréttamönnum, er ekki fráleitt að t.d. sjálf- stæðismenn séu enn hör- undssárari en ella, þegar í hlut á fréttamaður, sem þeir hafa talið að ætti frem- ur að vera hollur undir þá. Um hlutverk útvarpsráðs er fjallað í útvarpslögum og þar er m.a. kveðið á um að útvarpsráð skuli gæta þess að hlutleysisreglur séu ekki brotnar. Frá fornu fari hefur þetta hlutverk verið rækt þannig að fulltrúar í ráðinu hafa hver um sig gætt hags- muna síns flokks, auk þess sem fulltrúar ríkisstjórnar- flokka á hverjum tíma hafa myndað meirihluta gegn fulltrúum annarra flokka. Tvenns konar hlutleysi Hin pólitísku áhrif ná þó mun lengra inn í stofnun- ina. A fréttastofu sjónvarps- ins virðast mannaráðning- ar enn að einhverju leyti gerðar á flokkspólitískum forsendum, að minnsta kosti telja ýmsir stjórn- málaflokkar sig eiga þar fulltrúa. Hér, eins og víða annarsstaðar, er hið gamla samtryggingarkerfi stjórn- málaflokkanna enn við lýði, a.m.k. að hluta. Þetta samtryggingarkerfi á sér langa hefð og birtist áratug- um saman í því kynduga formi hlutleysis að um við- kvæmari mál á vettvangi stjórnmálanna var oft alls ekki fjallað. Meðan unnt var að framfylgja þessari tegund af hlutleysi þurftu útvarpsráðsfulltrúar að sjálfsögðu tiltölulega lítið að hafa áhyggjur af flokks- pólitískri afstöðu frétta- manna, þótt þess væri jafn- an gætt að viðhalda einhvers konar pólitísku jafnvægi. Hér eins og annarsstaðar hefur fjölmiðlabyltingin markað djúp spor. Sérstak- lega með tilkomu hinna nýju og svonefndu frjálsu fjölmiðla, hafa ríkisfjöl- miðlarnir neyðst út í mun harðari umfjöllun en áður tíðkaðist og að sjálfsögðu fer ekki hjá því að stjórn- málamönnum þyki iðulega á sig hallað. A síðari árum hefur því farið fjölgandi þeim tilvikum þegar full- trúar í útvarpsráði hafa séð sig tilknúna að setja út á umfjöllun fréttastofanna um einstök mál. Einhverjir ættu að muna óánægju Kvennalistans með umfjöll- un þingfréttamanns sjón- varpsins fyrir fáeinum ár- um. Þá var því haldið fram af fulltrúa Kvennalistans í útvarpsráði að mun minna væri fjallað um þingmál Kvennalistans en annarra flokka. Enn ferskara í minni manna er þó trúlega hið svokallaða Tangen mál, þar sem fréttastofa útvarpsins fékk rækilega á baukinn. Hin harða samkeppni fjölmiðla á síðari árum hef- ur í raun breytt yfirlýstu og lögbundu hlutleysi útvarps og sjónvarps í framkvæmd. Ríkisfjölmiðlarnir geta ekki lengur leyft sér láta hrein- lega hjá líða að fjalla um viðkvæmari mál á stjórn- málasviðinu. Hlutleysi nú- tímans felst því í staðinn í því, að báðir eða — eftir at- vikum — allir aðilar máls hafi jafna möguleika til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta tekst fréttamönnum auðvitað misvel og liggja til þess ýmsar ástæður. Vegna hinnar hörðu samkeppni fjölmiðla er nú á dögum erfitt að bíða með að birta ákveðna frétt þótt ekki hafi náðst í alla aðila málsins. Úr slíkum ágöllum er vissu- lega reynt að bæta með því að taka fram að ekki hafi náðst í þennan eða hinn og svo viðtölum síðar, en engu að síður er hæpið að slíkar fréttir standist hlutleysis- kröfur í allra strangasta skilningi. Gagnrýni til að viðhalda jafnvæginu Gagnrýni fulltrúa ein- stakra flokka í útvarpsráði á störf fréttastofanna getur m Ingimar Ingimarsson. Er hann lélegur fréttamaður, eða kannski þvert á móti „of góður" fyrir smekk útvarpsráðs? Útvarpsráð vill annan þingfréttamann i Sjónvarpið. þannig iðulega verið á nokkrum rökum reist. Á hitt er þó einnig að líta að eðlilega hefur gagnrýni út- varpsráðs eða einstakra ráðsmanna nokkur áhrif á störf fréttamanna. Þannig má gera ráð fyrir að ein- stakur fréttamaður sem sí- fellt er gagnrýndur fyrir vinstri sinnaðan fréttaflutn- ing, muni smám saman taka tillit til þeirrar gagn- rýni, þótt ekki sé til annars en að losna við skammirn- ar. Slíkt er ekki nema mannlegt. Sama gildir að sjálfsögðu um fréttamann sem að staðaldri má sæta gagnrýni frá vinstri. Af þessum sökum er kannski ekki nema eðlilegt að ein- stakir útvarpsráðsmenn, sjái ástæðu til að gera at- hugasemdir við fréttaflutn- ing annað slagið til að við- halda jafnvæginu. Á fréttastofu sjónvarpsins hafa ítök Sjálfstæðisflokks- ins raunar farið verulega vaxandi hin síðari ár. Þegar staða útvarpsstjóra losnaði í ráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur, skipaði hún flokksbundinn sjálfstæðis- mann, Markús Örn Antons- son, í stöðuna. Á ferli sínum í þessu embætti hefur Markús ráðið tvo frétta- stjóra að sjónvarpinu. Ingvi Hrafn Jónsson, sem Mark- ús neyddist raunar til að segja upp störfum, og Bogi Ágústsson, núverandi fréttastjóri, eru báðir taldir tii sjálfstæðismanna. Engin pólitísk staðarákvörðun Það er hins vegar athygli vert, að erfitt reynist að finna Ingimar Ingimarssyni staðarákvörðun í hinu pól- itíska litrófi. Því fór fjarri að viðmælendum Alþýðu- blaðsins kæmi saman um það hvort þessi fréttamað- ur sjónvarpsins væri vinstri eða hægri sinnaður. Það eru hins vegar fulltrúar flokkanna til hægri, Sjálf- stæðisflokks og Borgara- flokks sem harðast hafa gengið fram í málinu. Þetta bendir ótvírætt til þess að Ingimar hafi nýlega troðið á tær hægri manna. Einn þeirra sem Alþýðublaðið ræddi við um þetta mál, nefndi sem dæmi að um það leyti sem Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins tók við ráðherraembætti á dögunum hefði Magnús Er- lendsson, útvarpsráðsmað- ur, skrifað grein um Júlíus í Morgunblaðið og farið þar ófögrum orðúm um Július. í þessa grein vitnaði Ingi- mar Ingimarsson í sjón- varpsfréttum og taldi við- mælandi okkar að slík um- fjöllun gæti sem hægast nægt til að Borgaraflokks- mönnum sárnaði. Miðað við hefðbundna pólitíska stýringu útvarps- ráðs skyldi maður ætla að skoðanir útvarpsráðs- manna enduspegluðu ríkj- andi viðhorf í viðkomandi stjórnmálaflokkum og þá sérstaklega skoðanir þing- manna. Hvergi ætti þetta að eiga betur við en einmitt þegar um er að ræða þing- fréttamann sjónvarps. Svo bregður hins vegar við aö meðal þingmanna almennt virðist ekki vera að finna tiltakanlega harða afstöðu gegn Ingimar. Gagnrýnin virðist þannig vera upp- runnin innan útvarpsráðs, fremur en að andstaðan gegn honum eigi rætur inni á Alþingi. Hitt er svo annað mál að sífelld afskipti útvarpsráðs af störfum fréttastofa ríkis- fjölmiðlanna eða einstakra fréttamanna, veikir auðvit- að tiltrú þessara stofnana og gerir þeim erfiðara fyrir í samkeppninni. Nú eru upp hugmyndir um breytta skipan í þessum málum, en meðan útvarpsráð verður við lýði í núverandi flokka- pólitískri mynd má hiklaust reikna með að fréttamenn útvarps og sjónvarps muni halda áfram að sæta gagn- rýni sem ekki þarf alltaf að vera reist á réttum rökum. JÓN DANÍELSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.