Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 6
Föstudagur 20. okt. 1989 Vika helgud börnum hjá Amnesty International: Börn fangelsuð i Júgóslavíu Stúlkurnar Nafije Zendeli, 18 ára, og Valdeta Fejzullai, 17 ára, og dregnirnir Dashm- ir Osmani og Nuredin Aliu, báðir 17 ára, eru frá lýðveld- inu Makedóníu í suður Júg- óslavíu en af albönsku þjóð- arbroti. Ungmennin voru öll nemend- ur við gagnfræðaskólann í bæn- um Gostivar er þau voru hand- tekin í október 1988 í kjölfar frið- samlegra mótmæla gegn því að bekkir þar sem kennt hafði veriö á albönsku höfðu verið lagðir niður. Til framkvæmda höfðu komið ný lög um gagnfræða- skóla og framhaldsskóla í Makedóníu þar sem m.a. er kveðið á um að kennsla skuli fara fram á albönsku ef í bekk eru fleiri en 30 albanskir nem- endur og ef til kennslunnar fáist hæfir kennarar. Skólinn í Gostiv- ar uppfyllti ekki skilyrði laganna og þurftu albanskir nemendur því að stunda nám sitt á tungu- máli Makedóníu. Fólk af alb- önskum uppruna hefur lýst yfir óánægju sinni með þetta fyrir- komulag og hefur jafnframt bent á að skort á hæfum kennurum megi rekja til þess að fjölda kennara hefur verið sagt upp störfum fyrir að innræta nem- endum sínum albanska þjóð- rækni. Ungmennin voru leidd fyrir rétt 30. desember 1988 og sökuð um „stofnun félagsskapar í fjandsamlegum tilgangi" og ,,að grafa undan félagslegum stöðug- leika" samkvæmt 114. og 136. grein júgóslavneskra hegningar- laga. Við réttarhöldin kom fram að öll voru þau duglegir náms- menn og höfðu ekki fram að IMaf ije Zendeli, 18 ára, eitt fjögurra barna sem taiin eru í haldi í fang- elsi nærri Skopje. þessu sýnt andfélagslega hegð- un. Nafije og Valdeta voru hvor um sig dæmdar í 4 ára fangelsi. Dashmir var dæmdur í 6 ára fangelsi og Nuredin í 5 ára fang- elsi. Þau áfrýjuðu dómnum og eru því enn í varðhaldi. Þau munu öll afplána dóm sinn í fangelsum fyrir fólk undir lög- aldri. Fregnir herma að þau séu í haldi í Idrizovo fangelsinu nærri Skopje. Amnesty Intérnat- ional hefur samþykkt þau öll sem samviskufanga. Vinsamlegast skrifið og farið fram á að þau verði látin laus taf- arlaust og án nokkurra skilyrða. Skrifið til: Janez Drnovsek President of the SRFJ Presid- ency Bulevar Leninja 2 Beograd Jugoslavia SMAFRETTIR Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa Sigfúsar Bjarnasonar sjómanns fyrrv. skrifst.stj. Sjómannafélags Reykjavíkur, og heiðr- uðu minningu hans. Sérstakar þakkir til Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir virðingu auðsýnda hinum látna. Sveinborg Lárusdóttir Bjarni Sigfússon Guðrún Ásbjörg Magnúsdóttir Kristján Sigf ússon Guöf inna Inga Guomundsdóttir Ingvar Alfród Sigfússon Ingibjörg Bjartmarz og barnabörn. Næstsíðasta sýningarhelgi á Oliver! Söngleikurinn Oliver! er nú sýndur öll kvöld nema mánu- dagskvöld og síðdegissýningar að auki um helgar. Er þá búið að bæta inn í öllum sýningardögum sem mögulegt er þar til sýning- um lýkur 28. október. Um helg- ina verða kvöldsýningar kl. 20 \ föstudags- og laugardags- og sunnudagskvöld og dagsýningar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Sýningar verða einnig þriðju- dags- og miðvikudags- og fimmtudagskvöld í næstu viku. Faraldsfræði og heilsuvernd Út er komin á vegum Háskóla- útgáfunnar bókin Faraldsfræði og heilsuvernd, eftir Hrafn Tulin- ius prófessor í heilbrigðisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Faraldsfræðin fjallar um orsakir sjúkdóma og heilsuvernd miðar að því að koma í veg fyrir sjúk- legt ástand og byggir á þekkingu á orsökum sjúkdóma. Bókin er 178 blaðsíður í 16 köflum og fæst í Bóksölu stúdenta í Félags- stofnun stúdenta við Hríngbraut í Reykjavík. Bækur sem nýlega hafa komið út hjá Háskólaútgáfunni eru Há- skólamálið og lagaskólamálið, úrval heimilda um aðdraganda að stofnun háskóla á íslandi, eftir Pál Sigurðsson, lagaprófess- or; Formgerðir vitsmunalífsins. Kenningar Jean Piagets um vitsmunaþroskann, eftir Sigur- jón Björnsson, prófessor í sálar- fræði; Ársrit Norðurlandabók- mennta, undir ritstjórn Óskars Vistdal, lektors í norsku, en þar er að finna 16 ritgerðir eftir 12 höfunda; Frumatriði takmörk- uðu afstæðiskenningarinnar, eftir Þorstein Vilhjálmsson, dós- ent í raunvísindadeild; Litterær analyse, novelle og roman, eftir Keld Gall Jörgensen, lektor í dönsku og Félagsráðgjöf: Rann- sóknir og fagþróun, eftir Sig- rúnu Júlíusdóttur, stundakennara í félagsvísindadeild. Allar þessar bækur fást í Bóksölu stúdenta sem umsjón hefur með dreif- ingu. Væntanlegar eru m.a. bækum- ar íslensk félagsrit, tímarit fé- lagsvísindadeildar, 1. tbl. 1. árg., gefið út í samvinnu við félags- vísindadeild undir ritstjórn Sig- urðar J. Grétarssonar, lektors; Credo, Kristin trúfræði, eftir Ein- ar Sigurbjörnsson, guðfræðipró- fessor; ísíenskt-finnskt orða- safn, eftir Timo Karlsson, lektor í finnsku, en engin slík bók mun yera til; Staötölur um Háskóla íslands, undir ritstjórn Þóris Ein- arssonar, prófessors í viðskipta- og hagfræðideild; Röntgengrein- ing og aðrar myndgreiningar- rannsóknir, eftir Ásmund Brekk- an, prófessor í læknadeild; Folk- lore og Folkkultur, safn 20 rit- gerða um þjóðháttafræði, undir ritstjóm Jons Hnefisi Aðalsteins- sonar, dósents í félagsvísinda- deild; Greiningarviðtal fyrir geð- hvörf og geðklofa-æviyfirlit SADS-LB, íslensk útgáfa þýdd og staðfærð af geðlæknunum Helga Kristbjarnarsyni, Tómasi Zoega og Ómari ívarssyni, verð- ur gefin út í samvinnu við geð- deild Landspítalans. Bindindis- f ræðsla Sam- taka skóla- manna Aðalfundur Samtaka skóla- manna um bindindisfræðslu haldinn 11. október 1989 fagnar aukinni áherslu á fíknivarnir í skólum. Þá er lofsvert að þetta viðfangsefni skuli viðurkennt og skilgreint með jafnskýlausum hætti og gert er í nýrri aðalnám- skrá grunnskóla. Fundurinn hvet- ur yfirvöld menntamála, stjórn- endur skóla og kennara til að hraða sem mest uppbyggingu fræðslu um vímuefni í skólum og að leggja aukna áherslu á áfengisvarnir enda mun ekki af veita vegna þeirrar gífurlegu aukningar sem orðið hefur á áfengisneyslu á þessu ári með tilkomu bjórsins. Sérstök ástæða er til að stuðla að því að skólar og aðrir aðilar, s.s. sveitarstjórnir, löggæsla og félagasamtök á hverjum stað, vinni saman að forvörnum. Fundurinn leggur áherslu á nauðsyn þróunar í fíknivörnum og bendir á að til að nýta sem best fjármagn og þann tíma sem varið er í fíknivarnir í skólum er nauðsynlegt að velja árangurs- ríkustu leiðir á hverjum tíma. Til þess þarf skipulegt tilraunastarf og mat á áhrifum fræðslu- og uppeldisstarfs skóla. Kjörin var stjórn SSB til næstu tveggja ára en í henni sitja: Árni Einarsson, Björn G. Eiríksson, Ingólfur Guðmundsson, Lárus Ingólfsson og Þorvarður Örnólfs- son. Þingvalla- myndir í Saf ni Ásgríms Jóns- sonar í safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti hefur yerið opn- uð sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýningunni eru 25 verk, aðallega vatnslitamynd- ir, en einnig nokkur olíumálverk. Eru nær öll verkin úr listaverka- gjöf Ásgríms sem nú er samein- uðListasafni íslands. Ásgrímur fór snemma að mála á Þingvöllum og er ásamt Kjar- val sá listamaður sem sterkast hefur túlkað náttúru þess staðar. Á sýningunni eru margar hinna stóru vatnslitamynda sem Ás- grímur málaði eftir 1940. Þar túlkar hann áhrif birtunnar á land og vatn, einkum á haustin og vorin þegar litimir í náttúrunni eru síbreytilegir. í þessum vatns- litamyndum fer listamaðurinn á kostum í túlkun sinni, enda nátt- úruinnlifun hans sterk og tæknin einstök. Sýningin á Þingvallamyndum Ásgríms stendur fram í febrúar á næsta ári og er opin um helgar og á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá kl. 13.30 til 16.00. Krossgátan ¦ 1 2 3 4 5 ¦ 6 ¦ 7 é 9 10 ¦ 11 ¦ 12 13 ¦ Lárétt: 1 hrædd, 5 hristi, 6 trylli, 7 samstæðir, 8 nærri, 10 um- dæmisstafir, 11 fæddu, 12 skjót- ur, 13 leiðann. Lóðrétt: 1 mjóróma, 2 laupur, 3 keyri, 4 bragð, 5 tungumál, 7 leyndin, 9 hljómur, 12 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 slóra, 5 Hlín, 6 rek, 7 ós, 8 einatt, 10 pp, 11 kær, 12 auki, 13 aftra. Lóðrétt: 1 sleip, 2 líkn, 3 ón, 4 Austri, 5 hreppa, 7 ótæka, 9 akur, 12 at RAÐAUGLYSINGAR Flokksstarfíð 30 ára afmælishátíð Þrjátíu ára afmælishátíð Alþýðuflokksfélags Garða- bæjar og Bessastaðahrepps verður haldin í Gaflin- um, Hafnarfirði, laugardaginn 21. október næst- komandi. Húsið opnar kl. 20.00. Matur, skemmtiatriði og dans. Upplýsingar og miðapantanir hja Maríu í síma 42133 og Hilmari í síma 657187. Stjórnin Landsf undur SA # Samband Alþýðuflokkskvenna heldur landsfund sinn 3. og 4. nóvember nk. á Hótel KEA, Akureyri, og hefst fundurinn með setningu, föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar, en aðalumræðuefni verða Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 Lífskjör á landsbyggðinni Fundurinn er opinn öllum alþýðuflokkskonum og eru þær hvattar til að mæta. Stjórn SA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.